Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Raufarhöfn Hólmfríður Guðmunds- dóttir ára HÓLMFRÍÐUR Þuríður Guð- mundsdóttir, sem búsett er á Raufarhöfn, verður hundrað ára gömul á morgun, 8. ág- úst. Hún verður þannig 26. núlifandi íslendingurinn sem nær hundrað ára aldri. Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar hafa 18 konur og 7 karlar þegar náð þeim aldri. Hólmfríður er fædd að Brekkna- koti í Þistilfirði en giftist Magnúsi Stefánssyni frá Skinnalóni (1889- 1963) á Melrakkasléttu árið 1913. Þau tóku við búinu að Skinnalóni og stýrðu því fram til um 1940 þegar þau fluttu á Raufarhöfn. Magnús tók þátt í uppbyggingu síldarverksmiðja á staðnum og bæði unnu þau í síldarsöltun. Hjón- unum varð sex barna auðið en þrjú þeirra eru látin. Afkomendur Hólm- fríðar og Magnúsar ná fram í fimmta ættlið og alls geta um 130 manns rakið ættir sínar til þeirra. Afmælisboð verður haldið Hólm- fríði til heiðurs í félagsheimilinu á Raufarhöfn á morgun eftir kl. 16. Morgunblaðið/Guðbjartur Ástþórsson Giftu sig undir Fjallkletti ÞAU Heiðrún Halla Jónasdóttir og Sigmar Gíslason fóru ekki troðnar slóðir þegar þau ákváðu að láta gefa sig saman á Ólafs- vík í fyrradag. Þau stigu um borð í trillu, ásamt prestinum og svaramönnum, síðan var siglt út undir Fjallklett og þar fór athöfnin fram. Vinir brúðhjón- anna fylgdust með athöfninni úr öðrum bát. „Það var engin sérstök ástæða fyrir þessu, okk- ur langaði bara að hafa brúð- kaupið óvenjulegt,“ sagði brúð- guminn í samtali við Morgun- blaðið í fyrradag. Á myndinni eru þau Heiðrún Halla og Sig- mar nýgift og komin í land, ásamt prestinum, séra Friðrik j. Hjartar, og svaramönnunum Arndísi Þórðardóttur og Sigur- jóni Eðvarðssyni. -----♦ «---- Nordisk forum lauk í gærkveldi NORDISK forum, sem haldið hefur verið undanfama daga í Turku í Finnlandi lauk í gærkveldi, laugar- dagsskvöld. íslenzkar konur, sem sótt hafa þessa kvennahátíð eru því á leið heim og koma flestar í dag. FRÉTTIR 65 ára aldursmunur á félögum í Svifflugfélagi Islands Skyldi aldur vera af- stæður í háloftunum? ALDUR virðist vera lítil hindr- un í svifflugi. I það minnsta er breiddin hjá Svifflugfélagi ís- lands veruleg. Elsti virki flug- kappinn í herbúðum félagsins, Sigurður H. Ólafsson, verður áttræður á þriðjudag í næstu viku en sá yngsti, María Hilm- arsdóttir, er einungis fimmtán ára. Sigurður hefur svifið um loft- in blá í meira en hálfa öld og var meðal annars einn af stofn- endum Svifflugfélags íslands árið 1936. Hann hefur að sjálf- sögðu í hyggju að fagna árunum áttatíu í háloftunum. Sigurður flýgur reglulega frá Sandskeiði og er engan bilbug á honum að finna. María flaug sitt fyrsta einflug á dögunum enda 15 ára lág- marksaldur til að mega fljúga einn síns liðs. Flugið hefur átt hug hennar og hjarta frá blautu barnsbeini og hefur hún ótrauð sett stefnuna á að starfa sem atvinnuflugmaður í framtíðinni. María á ekki langt að sækja flugáhugann því afi hennar, Björn Jónsson, var einn af stofn- endum Svifflugfélags íslands ásamt Sigurði H. Ólafssyni. Morgunblaðið/Ami Sæberg Ríkisstjórnin vill efla matvælaiðnað í Eyjafirði Verkmenntun í mat- vælagreinum verði efld Fjögur ráðuneyti leggja fram fé til undirbúnings RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að fela Há- skólanum á Akureyri að gera tillögur um það með hvaða hætti megi mæta þörfum matvælaiðnaðarins á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir menntað vinnuafl. Ætlunin er að efla verkmenntun í matvælagreinum við HA og aðrar menntastofnanir, til dæmis Verkmenntaskólann á Akureyri og sjávarútvegsbraut hans á Dalvík. Þá á að hefja skipulagt samstarf HA við rannsóknastofnanir um matvælarannsóknir í upphafi næsta árs og efla samstarf menntastofnana, annarra opinberra stofnana og matvælafyrirtækja. Ráðuneyti menntamála, landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs munu leggja fram fé vegna undirbúningsvinnu. BYKO sel- ur Rúss- um fisk Byggingavöruverslunin BYKO hefur keypt físk af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og selt Rúss- um. Stefán Eiríksson hjá BYKO segir að hér sé á ferð tilraunastarf- semi með kaup og sölu á vöru. Um er að ræða 146 tonn af heilum úthafskarfa og 3 tonn af gulllaxi sem þegar hefur verið skipað út í rússneska flutningaskipið Senite. „Þetta eru einfaldlega innlend vörukaup sem við seljum síðan til Rússiands,“ segir Stefán. Hann segir BYKO eingöngu vera að svara eftirspum sem beint hafi verið til fyrirtækisins. Að sögn Stefáns er óvíst hvort framhald verði á fisksölu fyrirtækisins aust- ur um haf. Hann útilokar þó ekk- ert í þeim efnum. Matvælaiðnaður er öflugur á Eyjafjarðarsvæðinu og er áætlað að ársvelta hans sé um 14,2 millj- arðar króna, þar af 10,5 milljarðar í sjávarútvegi, þrír milljarðar í landbúnaði og um 700 milljónir í brauðgerð og framleiðslu kaffís, bjórs og súkkulaðis. Geta mætt fyrir menntun í matvælaiðnaði Á Akureyri eru jafnframt ýmsar menntastofnanir, sem talið er að geti mætt þörf fyrir verkmenntun í matvælaiðnaði, en hún er nú tak- mörkuð og þjálfun starfsfólks einkum í höndum fyrirtækjanna sjálfra, að því er fram kemur í minnisblaði, sem lagt var fram á ríkisstjómarfundinum í fyrradag. í Verkmenntaskólanum er sagður vera vilji til að fara inn á matvælasviðið, auk þess sem sjáv- arútvegsbrautin á Dalvík starfar undir stjóm hans. Þróun og rann- sóknir hafa verið í vexti við Há- skólann á Akureyri og hefur hann verið í samstarfi við rannsókna- stofnanir fiskiðnaðar, landbúnaðar og iðnaðar, auk Hafrannsókna- stofnunar. Ákveðið hefur verið að stofna við háskólann stöðu í mat- vælarannsóknum á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins í upphafi næsta árs. Kjörskilyrði til eflingar matvælaiðnaðar „Á Akureyri er sterk iðnaðar- hefð, góðar menntastofnanir og sterk rannsóknahefð. Við teljum því að þar séu kjörskilyrði til að efla og bæta menntun í matvæla- greinum og þar með stöðu mat- vælaiðnaðarins,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, sem mælti fyrir tillögunum í ríkis- stjórn. Halldór lagði áherzlu á að í samþykkt ríkisstjórnarínnar væri til þess tekið hvernig menntastofn- anir, rannsóknastofnanir og einka- fyrirtæki gætu unnið saman til þess að efla matvælafyrirtækin og efla samkeppnisstöðu þeirra á al- þjóðlegum markaði. Nú þegar væra starfsmenn rannsóknastofn- ana atvinnuveganna við störf á Akureyri vegna fjölmargra þróun- arverkefna á vegum einkaaðila. Leitað yrði eftir fé til þessa átaks hjá fyrirtækjum og stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu, auk þess sem ráðuneyti leggja fram fé. Halldór sagði að undirbúnings- vinna á vegum Háskólans á Akur- eyri þyrfti ekki að verða dýr. Hug- myndin væri að ráðuneytin fjögur stæðu straum af henni innan nú- verandi fjárlagaheimilda sinna og ekki kæmi til nýrra íjárveitinga vegna þessa verkefnis. 70 kíló á einu ári ►Sveinn Sveinsson, læknir í Sví- þjóð, segir frá áhrifamikilli skurð- aðgerð á maga, sem hjálpar offitu- sjúklingum til þess að iéttast niður í kjörþyngd sína./lO Herförtil Haítí? ►Reynist Bill Clinton ekki tilbúinn til að standa við hótanir sínar veik- ir hann stöðu sína og skaðar lang- tímahagsmuni Bandaríkjanna./12 Stríðsárasafn á Reyð- arfirði ►Reyðfírðingar ætla að ráðast í byggingu stríðsárasafns í gamla kampinum fyrir ofan bæinn, en gert er ráð fyrir að safnið opni næsta sumar./14 Hulunni svipt af yfir- borði Mars ►Á næsta áratug mun þekking okkar á reikistjörnunni Mars auk- ast stórum. íslendingurinn Harald- ur P. Gunnlaugsson starfar við rannsóknir á yfirborði Mars og segir hér frá framvindu mála í þeim efnum./16 Betra seint en aldrei ►Rætt við Árna Benedikt Árna- son framkvæmdastjóra Jarðefna- iðnaðarins h.f. um vaxandi vikur- útflutning./18 B ► l-24 Fjársjóður íslands ►Jónas Kristjánsson er að láta af störfum forstöðumanns Hand- ritastofnunar íslands eftir sam- fýlgd með handritunum og hand- ritamálinu íþtjááratugi. Isam- tali á þessum tímamótum segir hann handritin það dýrmætasta sem við Islendingar eigum og hann hafi alltaf jafn mikla ánægju af að sýna þennan fjársjóð og kynna hann úti í heimi./l Hugsjónir í Hollywood ►Einn atkvæðamesti kvikmynda- framleiðandi Hollywood, Jordan Kerner, í heimsókn á íslandi./6 Hættulausir hákarlar ►Forvitnin, það að læra og kynn- ast einhvetju nýju, er okkur í blóð borin, og sjálfsagt jafn rík ástæða þess að jafnmargir kjósa að leggj- ast í ferðalög og raun ber vitni, eins og hin; að öðlast tilbreytingu frá dagsins amstri og hvílast um leið. Hér birtum við ferðasögu frá Cancun í Mexíkó./12 C BÍLAR ► 1-4 Ný lína f rá Ford ►Nýr og breyttur Ford Fiesta lít- ur dagsins ljós í byijun næsta árs. /1 íslendingar eins og David Attenborough með mismunadrifi ► Mikið hefur verið skrifað í erlend bílablöð um jeppamennsku á ís- landi. Vinsælt hefur verið að gera bílaauglýsingar f íslenskri náttúru og hingað hafa blaðamenn komið til að reynsluaka bílum./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 34 Leiðari 22 Fólk i fréttum 36 Helgispjall 22 Bió/dans 37 Reykjavíkurbréf 22 íþróttir 40 Minningar 26 Útvarp/sjónvarp 41 Myndasögur 32 Dagbók/vcður 42 Brids 32 Mannlífsstr. 8b Stjömuspá 32 Kvikmyndir lOb Skák 32 Dægurtónlist llb Bréf til blaðsins 32 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.