Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MARS Pathfinder eftir lendingu á Mars. Geimfarið hefur fjórflötungslögun, og skömmu eftir lendingu munu þrjár hliðar þess leggjast út, en á innra byrði þeirra eru ljósrafhlöður sem knýja munu rannsóknartæki og boðsendingar til jarðar. Á myndinni sést einnig hinn svokallaði „Micro-Rover“, sem mun aka um í nálægð geimfarsins, taka myndir og framkvæma efnagreiningar. í fjarska má greina lendingarfallhlífina, en henni verður sleppt talsvert fyrir lend- ingu svo hún lendi ekki á geimfarinu og hylji það. Undir geimfarinu liggja síðan leifarnar af uppblásnu púðunum, sem draga úr árekstri geimfarsins við yfirborðið. eftir Horold P. Gunnlougsson Á NÆSTA áratug mun þekking okkar á reikistjörnunni Mars aukast stórum. Ráðgerðar eru a.m.k. fimm geimferðir til rei- kistjörnunnar á vegum Banda- ríkjamanna og Rússa. í fjórum þessara ferða munu geimför lenda á yfirborði hennar, fram- kvæma mælingar og senda myndir og aðrar upplýsingar til baka til jarðar. Enn sem komið er hafa mönnuð för ekki verið send til reikistjörnunnar og búast, má við að bíða þurfi enn nokkra áratugi þar til slík- ur leiðangur verður reyndur. Þangað til þurfa menn að láta sér nægja upplýsingar frá geimförum sem send eru á sporbaug um reikistjörnuna og frá ómönnuðum rannsóknar- stofum sem lenda á yfirborðinu. yrir utan jörðina er Mars sú reikistjarna sem lík- legast er að hafi ein- hvern tíma náð að fóstra líf. Innsta reikistjarna sólkerfisins, Merkúr, er brennheit vegna ná- lægðarinnar við sólina, auk þess sem hún hefur engan lofthjúp. Næsta reikistjarna er Venus, sem hefur aftur á móti mjög þykkan lofthjúp. Loftþrýstingur þar er um það bil sá sami og á kílómetra hafdýpi á jörðinni og hiti við yfír- borðið er nægur til að bræða blý. Þessi mikli hiti orsakast af því fyrirbæri sem við nefnum gróður- húsaáhrif. Næst í röðinni er jörðin, en þar næst kemur Mars. Mars er tals- vert minni en jörðin, massinn er ekki nema 1/10 af massa jarðar og þvermálið rétt helmingur af þvermáli hennar. Mars hefur þunnan lofthjúp, loftþrýstingur er minni en einn hundraðasti af loft- þrýstingi við yfirborð jarðar og hitastigið er á bilinu -100°C til frostmarks. Ýmislegt bendir þó til að einhvern tímann hafi aðstæður á Mars verið viðkunnanlegri, jafn- vel lífvænlegar. Seint á síðustu öld fóru miklar bollaleggingar um líf á Mars af stað. Var þar fremstur í flokki stjörnufræðingurinn Percival Low- ell, sem skoðaði reikistjörnuna í gegnum sjónauka og sagðist sjá þar allflókið skurðakerfi, sem hann taldi að Marsbúar hefðu komið sér upp til að veita vatni frá pólunum til þurrari svæða um miðbik reikistjörnunnar. Geimferðir til Mars Fyrsta geimfarið til að fljúga nærri reikistjörnunni var banda- ríska geimfarið „Mariner 4“ árið 1964. Það tók 22 myndir af yfir- borðinu, sem sýndu gíga eftir loft- steina og útlit ekki ósvipað tungl- inu en enga skurði. Einnig mældi geimfarið þykkt og efnasamsetn- ingu lofthjúpsins. í ljós kom að hann var mun þynnri en menn höfðu áður gert sér hugmyndir um og aðallega gerður úr koldíox- íði sem er sú lofttegund sem helst veldur gróðurhúsaáhrifum á jörð- inni. Hugmyndir manna um Mars breyttust síðan ekki fyrr en 1971 þegar bandaríska geimfarið „Mar- iner 9“ var sett á braut um Mars. Geimfarið tók myndir af öllu yfir- borði reikistjörnunnar, sýndu þær stórbrotið landslag, stærstu eld- fjöll sólkerfisins (Olympus Mons 27 km hátt), gljúfur (Valles Marin- eris, 4000 km langt, og allt að 500 km breitt) svo og uppþornaða árf- arvegi. Árið 1976 sendu Bandaríkja- menn tvö geimför, Víking fyrsta og annan, sem lentu á yfirborðinu. Geimförin tóku myndir af um- hverfi lendingarstaðarins, fram- kvæmdu veðurathuganir og ýmsar aðrar mælingar. Einnig voru þar tilraunastofur sem áttu að leita að lífrænum sameindum í yfir- borðssandinum en fundu engin ótvíræð merki um líffræðilega virkni. Mestöll vitneskja manna um yfírborð reikistjörnunnar er komin frá þessum tveimur geim- förum. Yfirborðsrannsóknir á Mars Um borð í Víking geimförunum voru seglar sem áttu að athuga hvort sandur og yfirborðsryk væri segulmagnað. I ljós kom að yfir- borðsrykið var mjög segulmagnað. Víking geimförin höfðu hins vegar enga möguleika á að greina hvaða segulmögnuðu efnasambönd áttu þarna í hlut. Áhugi manna á reikistjörnunni beinist hvað mest að því að kom- ast að því hvernig yfirborðið hefur þróast og hafa menn meðal ann- ars beint sjónum sínum að þessum segulmögnuðu efnasamböndum. Járn í jarðveginum veldur segul- mögnuninni og sambönd sem járn- ið finnst í gefa upplýsingar um þróun jarðvegarins. Segulmögnun bergs stafar aðal- lega af steindinni magnetíti. (seguljárnsteini). Yfirleitt kemur það fram sem títanómagnetít en þá hafa títanatóm sest í sæti járna- tóma í efnasambandinu. Magn tít- ans í magnetitinu getur síðan sagt til um með hvaða hætti bergið hefur þróast. Fyrirhugaðir leiðangrar til aldamóta í árslok 1995 munu Bandaríkja- menn senda geimfarið „Mars Pathfinder" til reikistjörnunnar og mun það lenda á yfirborðinu þann 4. júli 1996 eftir um sjö mánaða ferðalag. Ekki verður um mjúka lendingu að ræða. Geimfarið mun falla eins og steinn á reikistjörn- una en dregið verður úr högginu við yfirborðið með fallhlífum og uppblásnum höggdeyfum á hliðum geimfarsins. Víking geimförin lentu hins vegar mjúklega með aðstoð eldflauga er drógu úr fall- hraða þeirra. Um borð verða tæki sem geta leyst úr spurningum um yfirborðið sem Víking geimförin gátu ekki svarað. Myndavélin get- ur tekið myndir í mismunandi lit- rófsböndum og þar með er hægt að fá vitnesku um efnasambönd yfirborðsins. Um borð verður svokallaður „Micro Rover“ sem aka mun um yfirborðið, taka myndir og fram- kvæma efnagreiningar. Hægt verður því að skoða efnasamsetn- ingu mismunandi steina, sands og ryks. Einnig verður um borð svokall- að „Magnet Array“ sem er röð missterkra segla sem segulmagn- að ryk mun festast við. Seglunum verður komið fyrir í plötu, rétt undir yfirborði hennar. Reglulega verða teknar myndir af þessari plötu og mynstur ryksins skoðað. Með því að fylgjast með hvernig ryk sest á seglana fást upplýs- ingar um magn segulvirkra efna- sambanda í ryki lofthjúpsins, hversu segulmagnað það er og e.t.v. fást upplýsingar um korna- stærð og fleira. Litmyndir geta síðan sýnt hvort mismunandi ryk sest á sterkustu seglana og þá veikari. s '» i i f I i i í l i i i i l i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.