Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Gísli Egill Hrafnsson Hrossahlátur í Mývatnssveit ÞAU HLÓU dátt þessi mývetnsku hross, þegar Inga Elsa Bergþórsdóttir heimsótti þau í hagann. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Sópran og gítar Ábending til Braga Ás- geirssonar Á NÆSTU þriðju- dagstónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar, þann 9. ágúst koma fram sópransöng- konan Ingibjörg Guðjónsdóttir og gítarleikarinn Páll Eyjólfsson. Tónleik- arnir hefjast klukk- an 20.30 og á efnis- skrá eru íslensk og katalónsk þjóðlög og verk eftir John Dowland, Mozart, de Falla og Enrico Grandos. Einnig verður frumflutt verk Þorkels Sigurbjömssonar við Ijóð eftir Rainer Maria Rilke. Ingibjörg Guðjónsdóttir var full- trúi Islands á Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara og einsöngv- ara í Stokkhólmi 1993. Hún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og tekið þátt í óperuupp- færslum. Auk þess hefur hún hald- ið fjölda tónleika bæði erlendis og á íslandi. Páll Eyjólfsson hefur sótt al- þjóðleg námskeið, meðal annars hjá John Williams, Benjamin Verd- ery, Jose Luis Gonzales, David Russell og Oscar Ghiglia. Hann hefur komið fram í útvarpi og sjón- varpi, haldið fjölmarga tónleika hér heima og erlendis og frum- flutt ýmis verk, sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hann. SÝNINGU mexíkóska málarans Beatriz Ezban í Portinu í Hafnar- firði lýkur um helgina. Ezban, sem er vel þekktur Iista- maður í heimalandi sínu, sýnir hér á þriðja tug málverka, sem hún hefur unnið meðan á dvöl hennar hefur staðið hér á landi. Hún hefur verið gestalistamaður Hafnarfjarð- UM daginn skrifaðir þú svolitla gagnrýni um ljóðasýningu, sem ég bjó til í Perlunni með góðra manna hjálp. Þrennt verð ég að leiðrétta í skrifum þínum. 1. Ég heiti Þorvaldur Þorsteinsson en ekki Þorvaldur Þórarinsson. (Þeg- ar þú skrifaðir um bókina OPEN- INGS, sem ég gerði 1989, vildirðu h'ka hafa mig Þórarinsson. Þekkir þú sjálfur einhvem Þorvald Þórarins- son, sem sækir svona stíft á þig, eða er þetta sams konar fljótfæmi og gerði mig að nemanda í Háskólanum í Maastrict í áðumefndum skrifum frá 1989, vegna þess að ég hafði tekið þátt í samsýningu í garði Há- skólans?) 2. Þórhildur Þorsteinsdóttir, sem þú nefnir svo í greininni, heitir Þór- dís Þorvaldsdóttir. 3. Ljósmyndasýning á veitinga- palli Perlunnar tengist á engan hátt minni sýningu, en það mátti skilja á nafnalistanum í upphafi greinar arbæjar í Listamiðstöðinni í Straumi. Sýningin er bein skírskotun til upplifunar listakonunnar á íslensku landslagi og veðurfari, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14-18. þinnar. Þorvaldur Þorsteinsson Síðasta sýningarhelgi í Portinu ÚTSALA 20-50% AFSLATTUR íþróttagallar, íþróttaskór, bolir, sundfatnaður, úlpur, skíðagallar, regnfatnaður og margt fleira. GERIÐ REYFARAKAUP! r'r)rji Póstsendum um land a!lt. Simi 75020 MAÐURINN Hólaggr&i, BreiSholti Fundur um mataræði og heilsufar ísland gæti orð- ið fyrsta lífræna landið í heiminum Bændasamtökin og N áttúplækningafé- lag íslands gangast fyrir opnum almennum um- ræðufundi á Hótel Sögu næstkomandi fimmtudags- kvöld um áhrif mataræðis á heilsufar og vellíðan. Ræðu- menn eru virtir bandarískir læknar, næringarfræðingar og vísindamenn sem leitað hafa nýrra leiða við forvam- ir og endurhæfingu með breyttu mataræði, hollu líf- erni og breyttum lífsstíl. Baldvin Jónsson sem undir- búið hefur komu erlendu gestanna hingað til lands segir tilganginn með heim- sókn þeirra vera tvíþættan. Þeir hafi verið fengnir til að kanna hvort til væru afurðir á íslandi sem þeir gætu nýtt við þá þjónustu sem þeir veita, t.d. vatn, grænmeti, lýsi og hákarlabijósk, og þeim yrðu kynntar aðstæður vif heilsustofn- un NLFÍ, Bláa lónið, Krýsuvík og Nesjavelli. Síðan hefði þótt upplagt að miðla þeirri þekkingu sem sér- fræðingamir búa yfir til heilbrigð- isstétta og alls almennings sem áhuga hefði á þessum málum. - Hvaða ávirmingur telur þú að geti orðið af heimsókn erlendu sérfræðinganna hingað til lands? „Ef þessu fólki finnst það sem við emm að gera á þessu sviði vera í mjög góðu lagi þá getum við hugsanlega nýtt okkur heim- sókn þeirra í formi viðskipta. Þau gætu einnig orðið okkur innan handar t.d. við að gera tilrauna- verkefni hér á landi á sviði forvarn- arstarfs, og þá með bandarískum, evrópskum og asískum læknum, því fólksfæðin hér á landi gefur ákveðin tilefni til rannsókna." - Eru ekki vandkvæði á að kynna það sem ísland hefur upp á að bjóða á sviði hollustu oghrein- leika? „Það sem við höfum helst flask- að á er að við höfum ekki sýnt nægilega þolinmæði varðandi markaðssetninguna. Að koma af- urð eða þjónustu á mark- að tekur langan tíma og kostar talsvert fé. Ég er að reyna að fara þá leið að bjóða hingað erlend- um sérfræðingum og _____ kynna fyrir þeim hér á landi hvað við emm að gera í stað þess að Islendingar séu alltaf að fara til útlanda að kynna það sem við höfum að bjóða. Þetta gerðum við í júní þegar við buðum hingað bandarískum nautgripabændum, og þeir gjörsamlega_ féllu fyrir þeirri hugmynd að ísland gæti orðið það sem kallað hefur verið lífrænt land, eða organic, og þar af leiðandi selt vörur undir því vörumerki. Þetta er ekki spurning- in um það að íslensk framleiðsla sé eitthvað betri en önnur heldur á landið þessa auðlind, og almenn- ingur í útlöndum kaupir lífræna vöra nánast sama hvaðan hún kemur. Við þurfum því að sýna markaðssetningunni og kynning- unni þolinmæði og setja okkur langtímamarkmið, en ef við gemm það er ég sannfærður um að við náum settum markmiðum. Við þurfum að snúa okkur að því í framleiðslunni að framleiða það sem markaðurinn vill og halda stöðugleika í framleiðslunni. Þetta er ferli sem tekur ákveðinn tíma og menn þurfa að setja sér ákveðnar reglur og gæðastjórn- un.“ - Fari svo að það takist að ná markaði firir t.d. íslenskar búvör- ur sem lífræna framleiðslu getum við þá annað hugsanlegri eftir- Baldvin Jónsson ► Baldvin Jónsson er fæddur í Reylqavík 12. ágúst 1947. Hann starfaði á Morgunblaðinu í 24 ár og lengst af sem auglýsinga- stjóri. Eftir það starfaði hann hjá íslenska útvarpsfélaginu í eitt ár en þá keypti hann Aðal- stöðina og bætti síðan við út- varpsstöðinni X-inu. Áhugamál Baldvins hafa um langt skeið verið að kannahverjir framtíð- armöguleikar Islands væru í samfélagi þjóðanna, og á vegum ríkisstjórna hefur hann stýrt þremur nefndum sem komist hafa að þeirri niðurstöðu að farsælt væri fyrir landið að staðsetja sig sem iand hrein- leika, gæða og hollustu. Á síð- asta ári hóf hann sjálfstætt störf á þessum vettvangi og frá því í desember 1993 hefur hann starfað hjá bændasamtökunum við að kanna útflutningsmögu- leika íslenskra búvara á for- sendum hreinleika og hollustu. Markaðssetn- ingin þarf þol- inmæði spurn vegna smæðar framleiðsl- unnar hérlendis? „Smæðin er einmitt það sem ég geng út frá í þessu sambandi. Við viljum einmitt selja á þá markaði sem em minnstir, en það eru dýrustu markaðirnir, og það eru þeir neyt- endur sem gera kröfur um hámarksgæði framleiðslunnar. Lífrænar afurðir eru í fyrsta Iagi viðurkenndar sem hollar og í öðru lagi koma þær frá hreinu umhverfi og skaða það ekki. Þessar vörar hafa þá ímynd að þær séu gæðavara og þar af leiðandi kosta þær meira heldur en hefðbundnar vörur og þær þurfa ekki endilega alltaf að vera til. í lífrænni ræktun tekur rækt- unin mið af aðstæðum, t.d. hvað varðar veður og aðrar umhverfis- aðstæður, og það skilur þessi hóp- ur viðskiptavina sem um er að ræða. Þetta er oft umhverfis- þenkjandi fólk og almennt séð er þetta gegnumsneitt vel menntað og vel stætt fólk. Þessi hópur gerir sér grein fyrir því að vörur af þessu tagi eru ekki stöðugt á markaði, en þegar þær em í boði þá em þær góðar. Þess vegna er hættan á þessum markaði kannski miklu minni heidur en að vera á þessum hefðbundna markaði þar sem varan þarf alltaf að vera á boðstólum. Þessi markaður er kannski ekki nema 1,5-2% af heimsmarkaðnum í dag en það er auðvitað gífurlega stóH á íslensk- an mælikvarða. Því er hins vegar spáð að um aldamótin verði þetta orðið um 5% af neyslunni í Evr- ópu, eða 4-5 sinnum stærri en hann er í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.