Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 VIKAN 31/7-7/8. ► FUNDIR hafa verið boð- aðir í flestum stjórnmála- flokkum til að hefja undir- búning fyrir kosningar. Stjórn fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hefur ákveðið fund, þar sem ákveða á hvort efnt verður til prófkjörs. Þingflokkur, framkvæmdastjórn og for- menn kjördæmaráðs Al- þýðuflokksins héldu fund á Akranesi og þingmenn og formenn kjördæmisráða Al- þýðubandalagsins hafa ver- ið boðaðir til vinnufundar og Kvennalistinn hefur boð- að til samráðsfundar. ► ÁVÖXTUNARKRAFAá 3, 6 og 12 mánaða ríkisvíxl- um hækkaði í útboði í vik- unni. Mest var hækkunin á 12 mánaða ríkisvíxlum, 0,70 prósentustig frá síðasta út- boði fyrir mánuði síðan, en ávöxtunarkrafa sex mánaða víxlanna lækkaði um 0,42 prósentustig og 3 mánaða víxlanna um 0,19 prósentu- stig á sama tíma. ► Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað sveita- stjórnarkosningarnar í Hólmavíkurhreppi og Stykkishólmsbæ ógildar. Kjósa verður að nýju í þess- um sveitarfélögum. Dóms- mál hefur verið höfðað vegna sameiningar Stykkis- hólms og Helgafellssveitar. ►í LJÓS hefur komið að of seint er að breyta lagn- ingu Ijósleiðarakapalsins CANTAT 3 þar sem verið er að leggja hann um Kötl- utanga og taka þar með til- lit til óska útvegsmanna í Vestmannaeyjum. Vopnaskak við Svalbarða SKIPVERJI á Hágangi II. er sakaður um að hafa skotið af byssu þegar sjóliðar af norska strandgæsluskipinu Senju reyndu að trufla veiðar skipsins á Svalbarðasvæðinu. Norska strand- gæslan færði Hágang II. til hafnar í Tromsö en áður skaut Senja nokkr- um skotum að skipinu. Enginn skip- verji slasaðist í átökunum. Tvennum sögum fer af því hvað gerðist á Sval- barðasvæðinu. Konur þinga NÆR fjórtán hundruð íslenskar kon- ur fóru á Norræna kvennaþingið Nordisk Forum sem haldið var í Turku í Finnlandi. Samtals 14 þúsund konur sóttu þingið frá Norðurlöndun- um. Framtíð Evrópumála, efnahags- mál, atvinnuleysi og barátta fyrir jöfnum launum kvenna og karla voru meðal mála sem rædd voru á þinginu. Sendiherraskipti KJARTANI Jóhannssyni sendiherra hefur verið veitt leyfí frá utanríkis- þjónustunni í eitt ár til þess að gegna starfi framkvæmdastjóra EFTA. Ákveðið hefur verið að hann taki við starfi sendiherra í London er hann lýkur störfum fyrir EFTA. Helgi Ágústsson sendiherra íslands í Lond- on hefur verið kallaður heim til starfa frá og með áramótum og mun Jakob Magnússon menningarfulltrúi gegna störfum sendiherra þar til Kjartan tekur við. Heita að rjúfa tengsl við Bosníu-Serba STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu, þ.e. Serb- íu og Svartfjallalandi, þrýsta mjög á þjóð- bræður sína, Bosníu- Serba, um að hinir síðamefndu sam- þykki áætlun fimm stórvelda er kveður á um frið og skiptingu Bosníu. Þing Bosníu- Serba hafnaði áætluninni í þriðja sinn á miðvikudag og samþykkti að efnt yrði til þjóðarat- kvæðis um hana. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, fullyrðir að áætl- unin stofni í voða framtíð þjóðarinnar en Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, segir það firrn og sakar Bosníu-Serba um „landráð". Milosevic sagðist ætla að loka landamæranum að Bosníu og slíta öll efnahags- og stjómamálatengsl við þá en Serbar hafa séð bosnískum löndum sínum fyrir vopnum. Stórveldin sögðust vilja sjá hvort Milosevic stæði við orð sín en hann hefur áður heitið því að stöðva vopnasendingamar. Bandaríkjamenn gáfu í skyn að þeir myndu ef til vill aflétta vopnasölubanni á múslima létu Bosníu-Serbar ekki und- an. Vilja réttarhöld í Rúanda NÝIR ráðamenn í Rúanda vilja að þeir sem stóðu fyrir þjóðarmorði á tútsum í landinu verði dregnir til ábyrgðar í Rúanda sjálfu en ekki verði beðið eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði stofnaður. Forsætisráðherrann, Faustin Twag- iramungu, áætlaði að alls yrðu um 30.000 manns dregnir fyrir rétt. ► RÚSSNESKA stjórnin reynir nú að velta Dzokhar Dúdajev, leiðtoga héraðsins Tsjetsjeníu, úr sessi en Tsjetsjenar hafa sagt sig úr lögum við Rússland. Hreyf- ing stjórnarandstæðinga í héraðinu lýsti því yfir á þriðjudag að Dúdajev hefði verið steypt en er síðast fréttist var þó allt með kyrr- um kjörum í höfuðborginni, Grozny . íbúar í Tsjetsjeníu eru um ein milljón og flest- ir múslimar. Byssueign er þar mjög almenn. ►SKÆRULIÐAR múslim- skra bókstafstrúarmanna í Alsir réðust á franska sendiráðið í Algeirsborg á miðvikudag og reyndu að sprengja það í loft upp. Fimm franskir rikisborgar- ar féllu en tilræðismennirn- ir komust undan. Um 4.000 manns, þar af 54 útlending- ar, hafa fallið í átökum stjórnar og bókstafstrúar- manna í Alsír síðustu árin. ►KLOFNINGUR kom upp í norska Hægriflokknum í vikunni er Dag Sorli, sem er formaður flokksdeildar- innar í Væroy í Norður- Noregi, sagði sjávarútvegs- sanining Noregs við Evr- ópusambandið ekki full- nægjandi. Sorli telur að verðið fyrir frjálsan mark- aðsaðgang hafi verið of hátt en varaformaður flokksins, Borge Brende, sakaði hann um að líta á málið út frá allt of þröngu sjónarhorni. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Leikið í flæðarmálinu Stórlax- ar gefa sig víða Fræknir veiðimenn að loknum veiðitúr í Vesturdalsá, f.v. Lárus Jóhannsson, Gunnsteinn Lárusson, Lárus Gunnsteinsson, Óskar Þ. Lárusson og Guðjón Ö. Lárusson. STÓRLAXAR em að gefa sig hér og þar og ekki einungis í Laxá í Þingeyjarsýslu. Á mynd í þættinum að þessu sinni er Björn Gunnlaugs- son með 21 punds hæng sem hann veiddi á Iðunni, þeim rómaða stór- laxastað. Björn lenti í þeirri að- stöðu, að hjólið hans bilaði og frem- ur en að hanka upp og hætta, festi hann silungahjólið á stöngina og hélt áfram veiðum. Á umræddu varahjóli var að sjálfsögðu lína sem hentar ótvírætt betur á silungsveið- um. Skömmu eftir hjólaskiptin setti Björn í ferlíkið sem hann hampar á myndinni, en hann var klukku- stund að ná laxinum. Gott skot í Stóru Laxá Góð veiði hefur verið í Stóru Laxá að undanförnu. Á miðvikudags- kvöld voru komnir 108 laxar á land af svæðum 1 og 2. Hafði veiðin þá tvöfaldast á tíu dögum. Var bæði smálax og stórlax á ferðinni. Þann 1. ágúst voru tölur ofar úr ánni þessar: 26 fiskar af svæði 3 og 33 af svæði 4. Þau hafa setið eitthvað eftir, en veiðin neðra gæti verið vísbending á gott skot á næstunni. Ekki hefur enn frést af stærri laxi heldur en 22 punda úr Stóru Laxá í sumar. „Dreitill" af smálaxi Eitthvað hefur verið að skríða inn af smálaxi í Laxá í Aðaldal, en hann hefur aðallega sést og veiðst neðan Æðarfossa. Ekki mikið magn, en á þeim bæ er allt betra en ekkert, því lítið hefur verið af eins árs fiski í sumar og verulega gengið á stóra laxinn sem gekk í ána fyrr í sumar. Telja menn að smálaxarnir sem um ræðir séu afrakstur sleppinga gönguseiða í fyrra og séu til marks um ágæti slíkra að- gerða. Laxá öll hefur gefið eitthvað rúmlega 700 laxa, erfitt er jafn- an að fá nákvæma tölu, því svæði og veiðiskýrslur liggja frammi út um allan dal. Fyrir skömmu veiddust 26 og 25 punda fiskar í ánni eins og frá hefur verið greint. Þó nokkrir 20 punda fiskar hafa einnig veiðst og meðal- þunginn í sumar er meiri en um árabil. Vantar vatn í Dölunum Erla Sigurðardóttir í Þrándargili við Laxá í Dölum sagði veiðina ganga rólega fyrir sig, en það væri mál manna að úrkomuleysi og vatnsskortur í ánni væri helsti hausverkurinn. „Það er lax í ánni og menn sjá mikinn lax í Sjávar- fljótinu, en sá sem er genginn tek- ur illa og sá sem bíður hörfar allt- af til baka. Við teljum að það veið- ist vel ef við fáum góða rigning- arskvettu,“ sagði Erla og bætti við að á land væru komnir 310 laxar. Sandá stendur fyrir sínu Veiði í Sandá í Þistilfirði hefur gengið nokkuð vel, sérstaklega miðað við almennt ástand í lax- veiðiánum á þessum slóðum. Að sögn Stefáns Á. Magnússonar, sem lauk veiðidögum ásamt félög- um sínum rétt undir mánaðamótin, voru þá komnir 130 laxar á land og hópur þeirra félaga náði 24 fískum, allt að 17 punda. „Það er talsverður lax í ánni og smálax hefur sýnt sig nokkuð að undan- förnu. Auk þess veidd- um við nokkra 9-10 punda fiska. Einn þeirra var uggaklippt- ur og með örmerki. Hann reyndist vera úr haustsleppingu okkar frá 1991, en þá sett- um við 10.000 seiði í ána fyrir ofan ólax- gengan foss. 3.000 seiðanna voru ör- merkt. Þetta voru 3-4 laxar sem allir voru svo líkir að við teljum að þeir séu úr slepp- ingunni," bætti Stef- án við. Hörkuganga í Vesturdalsá „Við lentum í hörkuveiði í Vestur- dalsánni daganna 26.-29. júlí. Holl- ið á undan okkur hafði veitt 21 lax og það var nokkur hreyfing af nýjum fiski. Okkur gekk alveg þokkalega framan af, en svo varð allt vitlaust og mikil ganga helltist inn. Við enduðum með 34 laxa og 35 vænar bleikjur. Meira að segja afí minn 84 ára náði þremur löxum. Þetta voru 4 til 15 punda laxar. Síðasta morguninn sá ég lax í öllum hyljum í efri hluta árinnar og svo hringdi ég í Garðar Svavarsson á Vakursstöðum í gær og hann sagði mér að það væru að ganga 100 bleikjur að jafnaði á hveijum degi og lax í bland,“ sagði Lárus Gunn- steinsson í Skóstofunni á Dunhaga á föstudaginn. Með veiði þeirra félaga voru komnir milli 110 og 120 laxar á land og síðan hefur veiði verið með ágætum. BJÖRN Gunnlaugs- son með 21 punds hæng af Iðunni. . t V > ; i i ! t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.