Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 29 safnsins. Næsti áfangi í starfi Ing- vars var að vinna við vélvæðingu í ræktun garðyrkjudeildar borgar- innar og síðustu tuttugu árin var hann fulltrúi minn við garðyrkju- deildina. Um hvern þessara starfs- þátta væri hægt að rita langt mál, enda var lífsstarf Ingvars Axelsson- ar mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg og varðar mjög víða þróun mála. Nú þegar ég þarf að sjá á bak kærum vini og góðum starfsfélaga, eru mér efst í huga þakkir og eftir- sjá. Hans mun lengi verða minnst af verkum sínum, meðal okkar sem eftir lifum. Blessuð veri minning hans. Hafliði Jónsson. Það ríkir söknuður í litlum hjörtum í Drápuhlíð 21. í fyrsta sinn kveður dauðinn dyra í nálægð, í fyrsta sinn þarf að útskýra það sem óútskýran- legt er. Hvers vegna lífi lýkur svo snöggiega, hvers vegna engin kveð- justund gefst, hvers vegna Guð gefur og tekur. Það virðist svo stutt síðan við gengum upp tröppurnar, stolt með frumburðinn og sáum birtuna í andlitum þeirra Ingvars og Þor- bjargar. Þeir urðu síðan svo góðir vinir sá stutti og Ingvar að með ólíkindum var. Ingvar stöðugt að ditta að og laga og fyrstu taktar þess litla voru eintómar eftirherm- ur. Hreyfíngarnar, fasið, tilsvörin, allt þekktum við þetta foreldrarnir þegar þroski guttans jókst. „Við Ingvar ætlum að vinna aðeins leng- ur úti“ heyrðist oft úr litlum munni. Hvað er hægt að segja við slíkum tilkynningum lærisveinsins unga þegar meistarinn horfir blíðlega upp að tröppunum og lætur skiljast að hans sé ánægjan. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og nokkru seinna skokkar lítil hnáta í kringum þá báða, langar að fá að prófa líka, að taka í verk og reyna sig. Með þolinmæði og rósemi er leiðbeint og spjallað. Ekki uppskrúfað tal, heldur spjall um daginn og veginn eins og þegar rætt er við jafningja. Það þarf sérstaka eiginleika til að vera fyrirmynd, jafnt í leik og starfi. Ingvar Axelsson hafði yfir sér þá dagfarsprýði sem gefur meira af sjálfri sér en hún krefst af öðrum. Hann var ráðagóður, at- ' hugull, verklaginn og útsjónarsam- ur með afbrigðum. Áhugasamur um allar verklegar framkvæmdir og ætíð hollráður. Opinn fyrir nýjung- um og næmur á hagnýtar lausnir. Ákveðinn og fastur fyrir, léttur í lund og næmur á spaugilegar hliðar hins daglega lífs. Það varð okkar litlu fjölskyldu happ þegar Ingvar og Þorbjörg fluttu í Drápuhlíðina og fyrir það | erum við þakklát. ■ Ingvar Axelsson var gæfumaður í sínu lífi og kunna aðrir en við betur þá sögu alla. Við skulum þakka fyrir það sem gefið var og hve mikið hann gaf okkur af sjálfum sér. Hann tranaði ekki sjálfum sér fram heldur vann af kostgæfni að framgangi þeirra verka sem hann I tók sér fyrir hendur. Megi Guð gefa Þorbjörgu og allri hennar fjöl- skyldu styrk til að sætta sig við j orðinn hlut. Minningin um Ingvar mun veita hlýju og gera okkur að betri mönnum. Margrét Baldursdóttir, Þórólfur Árnason. Bestu jeppakaupin! jeep CHEROKEE JAMBOREE hreinir yfirburðir! Jeep Cherokee hefur 130 ha. vél, en vegur aðeins 1430 kg. Jeep Cherokee stendur enginn á sporði í sparneytni eða afli- hvað þá með 190 ha. vélinni. Samlæsingar með fjarstýringu, rafstilltir speglar, rafknúnar rúðuvindur, rafmagnsloftnet, fjórir hátalarar, leðurklætt vökva- og veltistýri, fimm álfelgur, stillanleg toppgrind og fleira fylgir hverjum einasta Jeep Cherokee. 10 ára reynsla af Jeep Cherokee á íslandi sannar styrkinn, endinguna og gæðin. Samkeppnin á ekkert svar við verðinu á Jeep Cherokee. Vorum að fá aukasendingu- Jeep Cherokee til afgreiðslu strax! w Jeep NÝBÝLAVEGUR 2, K.ÓPAVOGUR, SÍMl 42600 HLAÐINN BÚNAÐl i I I 740 fiNni * 7 AMMNN SMAGROFUR Þær fullkomnustu á markaðnum í dag, hlaðnar nýjungum! Eigum eftirtaldar gerðir á lager til afgreiðslu STRAX á hagstæðu verði: B 19, þyngd 2,1 tonn, langur og breiður undirvagn. B 08, þyngd 850 kg með stillanlegum undirvagni. AMMANN YANMAR gröfurnar hafa nú þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hér á landi. R á ð g j ö Sala - Þjónusta Skútuvogi 12A, 104 Reykjavík Sími 812530 J I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.