Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 44
N • Á • M • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Miðnætur- stemmning í Homvík FÓLK á vegum Útivistar var í Hornvík í vikunni og kveikti varðeld. I baksýn er Hornbjarg. Fyrir áhugafólk um ljósmynd- un má geta þess að lýsingartími myndarinnar er um 2 mínútur. ---» ♦ ♦- Laxá í Þingeyjarsýslu Stærsti laxinn ÍTALSKUR stangveiðimaður veiddi fyrr í vikunni 26 punda hæng í Presthyl í Laxá í Þingeyjarsýsiu, nánar tiltekið á Nesveiðum. Laxinn veiddi sá ítalski á fluguna Iðu og var stærðin númer 6. Jafet Ólafsson sem var með þeim ítalska á báti sagði þá félaga hafa verið að eltast við smálaxa sem voru að stökkva og ekki vitað af þeim stóra. Þetta er stærsti laxinn sem veiðst hefur á þessu sumri, en í júní veiddi Jón Hjartarson 25 punda hæng í Þverá í Borgarfirði. Sá lax var jafnaður norður í Laxá fyrir nokkrum dög- um, því Vilhelm Þorsteinsson, 23 ára gamall Akureyringur, veiddi þá 25 punda hæng á svartan Tóbíspón á Höfðabreiðu. Björk í kvikmynd ‘ ' BJÖRK Guðmundsdóttir, er nú stödd í Los Angeles en hún var fengin til að leika í kvikmynd sem byggð er á ævintýrum teiknimyndapersón- unnar Tank Girl. Að sögn Netty Fyson hjá útgáfufyrirtæki Bjarkar fer söngkonan með hlutverk Jet Girl, vinkonu aðalhetju myndarinnar. Þess má geta að rapparinn góðkunni Ice-T fer með helsta karlhlutverkið. Morgunblaðið/Haukur Snorrason Hágangur II. til Tromsö í dag í fylgd varðskips TOGARINN Hágangur II. var væntanlegur til hafnar í Tromsö klukkan 9 í morgun að norskum tíma. Skipið var fært til hafnar í fylgd norska varðskipsins Senju, eftir að varðskipið skaut íjór- um viðvörunarskotum og síðan tveimur föstum 57 mm skotum í síðu Hágangs II. á miðunum við Svalbarða á föstudag. Tildrög þess að skotið var á Hágang II. var að skipveiji togarans hleypti af haglabyssu þegar varðskipsmenn á gúmbáti reyndu að trufla veiðarnar. Að sögn norska blaðsins Verdens Gang er þetta í fyrsta sinn sem norskt varðskip skýtur á fiski- skip til að framfylgja veiðieftirliti. Blaðið hefur eftir Lars Fause lögreglustjóra í Tromsö að tækni- lega séð liggi öll áhöfn togarans undir ákæru eft- ir að hann var tekinn af varðskipinu. Hann álítur að skipstjórinn og sá sem hleypti af byssunni gegn varðskipsmönnum verði kærðir fyrir ofbeldi gegn Geta átt von á allt að þriggja ára fangelsisvist löggæslumönnum og refsing við því sé fangelsis- vist allt frá 14 dögum til þriggja ára. Norska ríkis- stjórnin samþykkti í gær að loka öllum norskum höfnum fyrir því sem þeir kalla „veiðiræningjum", það er skipum sem veiða í óleyfi norskra yfirvalda við Svalbarða og í Smugunni. Við komuna til Tromsö verður skipið stöðvað við Hekkingen vita áður en það leggst að bryggju klukkan níu að norskum tíma. Að sögn fréttarit- ara Morgunblaðsins í Noregi njóta aðgerðir norsku strandgæslunnar eindregins stuðnings jafnt yfirvalda varnarmála, sem fara með land- helgisgæslu, sem og stjórnmálamanna. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við Hágang II. Morgunblaðinu tókst ekki að fá samband við togarann í gærmorgun og var það sagt erfitt af tæknilegum ástæðum. Að sögn Friðriks Guð- mundssonar hjá útgerð skipsins náðist samband við Eirík Sigurðsson skipstjóra um borð í Há- gangi II. á föstudagskvöld. „Eiríkur fékk ekki samband við alþjóðlegu strandarstöðina í Vardö fyrr en skipstjórinn á Senju hafði haft samband við þá og veitt leyfi sitt fyrir samtalinu," sagði Friðrik. Friðrik Arngrímsson lögfræðingur er farinn til Noregs og mun vera skipveijum á Hágangi II. til halds og trausts ásamt norskum lögmanni. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og var þar á forsíðum nær allra dagblaða í gær. Verdens Gang sagði á forsíðu að samkvæmt norskum lög- um gætu íslensku „fiskibullurnar" á Hágangi II átt von á allt að þriggja ára fangelsi. Baldvin Þorsteinsson í Smuguna Ekki á skjön við samninga FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA er á leið til veiða í Smug- unni þrátt fyrir að útgerðarfélagið Samhetji á Akureyri keypti togarann frá Noregi en í samningum íslenskra aðila við norskar skipasmíðastöðvar hefur verið áskilinn réttur til að fella niður greiðslur á skuldabréfum vegna skipakaupa ef veitt er á svæðum sem norsk stjórnvöld telja að ekki hafi náðst samkomulag um nýtingu á og liggja að fiskveiðilögsögu Noregs. Þetta kom fram hjá Sveini Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Skagstrendings á Skagaströnd, í frétt í Morgunblaðinu í september síðastliðnum. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Sam- heija vildi ekki staðfesta að fyrir- tækið hefði skrifað undir slíkan samning við kaupin á Baldvin. Smugan utan landhelgismarka Noregs Smugan mun ekki vera nefnd sér- staklega í samningum við íslenska aðila en þar munu á hinn bóginn vera ákveðnir skilmálar um niður- greiðslu frá norska ríkinu og einung- is tengt skipum sem hana fá en ekki fyrirtækjum. Þorsteinn sagði það ljóst að Smugan væri utan land- helgismarka Noregs og því hafi skip sem gert hafi slíkan samning í raun ekkert að óttast. Þorsteinn fullyrti að Baldvin héldi til veiða í gær, laugardag. Skipstjór- inn, Arngrímur Brynjólfsson, sagði hins vegar, að síðustu atburðir í samskiptum íslendinga og Norð- manna á miðunum gætu komið í veg fyrir að Baldvin færi alla leið í Smug- una. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minkur við Elliðaár NOKKRIR minkar hafa að und- anförnu skotið veiðimönnum við Elliðaárnar skelk í bringu. Þor- valdur Björnsson, starfsmaður veiðistjóra, segir að vitað sé um þrjú fullorðin dýr sem leiki laus- um hala við árnar. Hann segir að minkarnir leiti skjóls á stöð- um sem erfitt sé að hrófla við. Þorvaldur segir óvenju mikið um mink í borginni í vor og hafa starfsmenn veiðistjóra í samvinnu við meindýraeyði borgarinnar lagt ellefu dýr að velli. Loðnutorfa fannst við Kögurgrunn UM TÍU íslensk loðnuskip eru nú við loðnuleit norður af Kögurgrunni þar sem loðnuskipið Faxi fann lítið eitt af stórri og góðri loðnu. Skipin hafa enn ekki fundið stórar torfur, en Ingvi Einarsson, skipstjóri á Faxa, segist gera sér vonir um að eitthvað sé þarna að finna. Enga loðnu er nú að hafa á loðnu- miðunum fyrir norðan land. Skipin bregðast því skjótt við um leið og eitthvert skip telur sig hafa fundið loðnutorfu. Ingvi sagði að aðstæður til loðnuleitar á þessu svæði væru erfiðar. Mikil þoka og ís væri á svæð- inu og sterkir straumar gerðu skip- unum einnig erfitt fyrir. Hákon leitaði í allan föstudaginn að loðnu í lokuðu hólfi út af Vest- fjörðum en án árangurs. Hákon fékk sérstakt leyfi frá sjávarútvegsráðu- neytinu til að leita á þessu svæði í tvo daga. Oddgeir Jóhannsson, skip- stjóri á Hákoni, sagði að það væri ekkert að finna á þessu svæði. Hann stefndi á miðin norður af Kögur- grunni síðdegis í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.