Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.1994, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grisham misboðið ►RITHÖFUNDURINN John Grisham seldi kvikmyndaréttinn að nýju skáldsögunni sinni, „The Chamber", fyrir tæplega fjórar milljónir dollara á síðasta ári, þegar hann hafði aðeins gert einnar síðu uppkast að sögunni. Það voru leik- stjórinn Ron Howard og framleiðand- inn Brian Grazer sem keyptu rétt- inn, en þeim brá nokkuð þegar þeir sáu endanlegu söguna vegna þess að í henni var ekki sá has- ar sem einkennt hafði fyrri bækur Grishams. Hinn þekkti handritshöfundur William Gold- man var því fenginn til að færa söguna í þann búning sem kvik- mynd hæfir. Þetta líkaði Gris- ham ekki sem best og næsta saga hans, sem þegar er í bí- ■gerð, verður því ekki boðin föl í Hollywood fyrr en bókin er búin að tryggja sér öruggt sæti á vinsældarlistum. Umboðsmað- ur hans segir að honum hafi mislíkað mjög að láta kvik- myndagerðarmenn segja til um hvernig hann ætti að hafa bók- ina, og því sé hann staðráðinn í að selja kvikmyndaréttinn að nýju bókinni ekki fyrr en hann hefur Iokið við að skrifa hana. Chuck Norris ætlar að leggja Moskvu undir sig innan tveggja ára. Innrás í Moskvu ►HARÐJAXLINN Chuck Norr- is fer senn að færa út kvíamar því innan tveggja ára ætlar hann að gera innrás í Moskvu og opna þar skemmtistað og spilavíti sem mun bera nafn hans. Ætlun- in er að þar verði til húsa spila- víti í líkingu við þau bestu í Las Vegas, diskótek og tveir veit- ingasalir. Stjórnarformaður fjárfestingarfélags Chuck Nor- ris segir í þessu sambandi, að Norris hafi alla tíð verið gefinn fyrir að taka áhættu í viðskipt- um, en hins vegar verði að hafa í huga að kvikmyndir kappans séu óhemjuvinsælar í Rússlandi þar sem hann sé nánast í guða- tölu. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Stórlaxalið FYRSTI laxinn er oft stór í augum veiðimannsins. Þannig var að minnsta kosti með Albert Berg- steinsson, sem veiddi þennan þriggja punda lax í Eyrarvatni í Svínadal. Albert hefur verið starfsmaður sumarbúðanna í Vatnaskógi til margra ára og oft rennt fyrir silung í Eyrarvatninu, en aldrei fengið lax áður, enda gerist slíkt ákaflega sjaldan í Vatnaskógi. Til þess að sýna veið- ina fór Albert að styttu Friðriks Friðrikssonar - stofnanda KFUM - og er þá mitt á meðal stórlaxa. Hjónabandið er heilög stofnun! (ett sumir leggjast ekki viljugir inn á stofnanir...) u^jögur brúðkaup og jarðarfór FÓLK í FRÉTTUM Verslunarmannahelgin FOLK Listflug í Múlakoti FLUGMÓT var haldið í Múlakoti um verslunarmannahelgina. Boðið var upp á ýmis skemmtiat- riði og þrautir tengdar fluglist- inni. Flugáhugamenn fjölmenntu hvaðanæva af landinu. Meðal þeirra var Brynjólfur Gíslason sem hafði unnið að smíði fjar- stýrðs flugmódels í hálfan vetur. Hann varð fyrir því leiða óhappi að brotlenda vélinni á hátíðinni, eftir að hafa sýnt ýmsar kúnstir með hana. Auðvitað er ekkert annað við því að gera en að bretta upp ermar og mæta tví- efldur til leiks á næsta ári. Brynj- ólfur sagðist í samtali við Morg- unblaðið gera ráð fyrir að verða þrjár vikur að gera við flugmód- elið. Morgunblaðið/Halldór FLUGMÓDEL Brynjólfs skömmu fyrir flugtak ... og eftir brotlendinguna. Meg Ryan í fótspor Audrey Hepburn ►MARGAR þekktustu leikkon- urnar vestan hafs hafa nú gerst þreyttar á að leika annaðhvort vændiskonur eða nútíma hús- mæður og hafa því leitað á vit klassískra kvikmynda til að finna hlutverk sem þær telja við hæfi. Þannig kemur Winona Ryder til með að leika aðalhlutverkið í endurgerð myndarinnar „Little Women“ sem gerð var árið 1933, en þá fór Katharine Hepburn með aðalhlutverkið. Þá eru Meg Ryan og Julia Roberts að vinna með kvikmyndahandrit sem byggt er á myndinni „The Wom- en“ frá 1939, og hafa Susan Sar- andon, Jodie Foster og Holly Ilunter allar lýst áhuga á að vera með í nýju myndinni. Framleið- andi Little Women, Denise DiNovi, segir að í fyrsta sinn í Iangan tíma sé nú til hópur leik- kvenna sem standi helstu karl- sljörnunum fullkomlega jafnfæt- is hvað vinsældir snertir, en þær skorti hins vegar bitastæð hlut- verk. Kathryn Galan framleið- andi hjá Fandango Films, sem er í eigu Meg Ryan, segir að stór hópur áhorfenda vilji nú helst sjá kvikmyndir sem gerðar séu fyrir konur og fjalli um konur, og til að koma til móts við óskir þeirra verði ráðist í að endurgera nokkrar klassískar myndir af þessu tagi. Þannig mun Meg Ryan feta í fótspor Audrey Hep- burn þegar hún leikur í endur- gerð myndarinnar „Two for the Road.“ Lambert fær ekki næturfrið ►CHRISTOPHER Lambert er mikið kvennagull og líkar það ágætlega að eigin sögn. Engu að síður blöskraði honum nýlega þeg- ar kona á Italíu gerðist of ágeng við hann. „Þessu svipaði til mynd- arinnar „Fatal Attraction". Það kom kona upp á herbergi til mín og bað um eiginhandaráritun. Þá brá svo við að hún settist á stól í herberginu og sagðist ekki ætla að færa sig vitundarögn. Eg hafði lífvörð minn hjá mér og hann kom henni út úr herberginu, en þegar ég fór í háttinn um kvöldið hringdi hún og sagðist ætla að koma til mín. Hún linnti ekki látunum fyrr en hún hafði brotið upp hurðina á herberginu og ég varð að hringja á lífvörðinn minn. Ekki lét hún þar við sitja heldur hringdi aftur og að þessu sinni til að segja frá því að hún hyggðist fremja sjálfsmorð. Ég sendi lífvörðinn minn á herbergi hennar, hann hristi aðeins hausinn, því þá hafði hún borið varalit, á úlnliðina á sér. Þetta var eins og í verstu martröð." Lambert fær ekki frið fyrir kvenþjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.