Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Svona var Malin áður. Malin Eriksson léttist um 50 kíló á einu ári eftir að hafa farið í aðgerð hjá Sveini Sveinssyni. Að sögn Sveins tekur um klukkustund að gera um- rædda aðgerð. Notuð er einskonar heftibyssa til þess að hólfa magann niður. „Þessa aðgerð er ekki hægt að gera á öllum, t.d. er hún ekki heppileg í tilvikum þar sem sjúklingar eru haldnir lungna- eða hjartveiki. Það er heldur ekki heppilegt að nota þessa aðgerð á þá sem stríða við búlimínu, þe.e. þegar fólk borðar og kastar síðan öllu upp. Þetta er hjálp til þess að megra sig, þetta kemur ekki því fólki að gagni sem t.d. skóflar í sig sykri í stór- um skömmtum. Fólk þarf að vera andlega heilbrigt,“ segir Sveinn. „Alvarlegir fylgikvillar eru hins vegar ekki þekktir af þessari aðgerð. Fólk hefur . grennst ákaflega mikið J: í kjölfar hennar, allt upp í sjötíu kíló á ári. f Þegar fólk er komið í f kjörþyngd sína hættir það að grennast. Rúmmál ;í magans eftir aðgerðina er miðað við að fólk fái það magn af fæðu sem það þarfn- ast, en ekki meira en það.“ Megnið af því fólki sem Sveinn og félagar hafa skorið hefur áður reynt að megra sig eftir venjubundnum leiðum, svo sem að borða minna, en það hefur mistekist, það ræð- ur einfaldlega ekki við sig. Fólk þarf að vera komið í það minnsta þrjátíu til fimmtíu kíló- um fram yfir kjörþyngd, eftir lengd, til þess læknar fáist til að gera á því aðgerð þá sem fyrr var lýst. „Hættulegasta fitan er kúluvömbin á karlmönnum, hún er lífshættuleg. Eigi að síður sækja karlmenn minna í þessar aðgerðir en konur,“ segir Sveinn. „Það virðast vera gerðar meiri kröfur til kvenna í þessum efnum, þeim líðst síður að vera feitar. Það er hættulegt fyrir alla að vera feit- ur, auk þeirrar lífshættu sem fylg- ir kúluvömbinni getur fylgt offitu- sykursýki, liðvandamál, bakveiki, hár blóðþrýstingur og of mikið álag á hjarta svo eitthvað sé nefnt. Sjúklingunum finnst ekki síður slæm hin félagslegu vandamál sem fylgja offitu, svo sem vanmeta- kennd og innilokunarárátta. Síðasta hálmstráið Þeir sem eru grannir skilja oft ekki vandamál þeirra sem feitir eru. Hinir grönnu tala gjarnan um aumingjaskap þeirra feitu, að geta ekki minnkað át sitt, þetta á jafnvel við um suma lækna. Þetta dóm- harða fólk á erfitt með að skilja Eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur Offita er vandamál sem æði margir stríða við. Sumir verða svo feitir að það er beinlíns lífshættulegt. Þegar svo er komið telja læknar að brýna nauðsyn beri til koma hinum feita til hjálpar. Sveinn Sveinsson læknir í Svíþjóð hefur undanfarin ár gert aðgerðir á maga fólks sem líður fyrir offitu. I samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sagði Sveinn að við þessar aðgerðir væru notuð áhöld til þess búa til hólf í og trekt úr því hólfi sem þýðir að sá sem maginn er í getur ekki borðað nema 25 til 50 ml í einu, meira kemst ekki fyrir. Viðkomandi er þá orðinn mettur/' ^ Ö og vill alls ekki meira. Hins vegar er nauðsynlegt að tyggja fæð- una vel. „Þegar \ þessi aðgerð hef- ur verið gerð á fólki / getur það hvorki borðað mikið né hratt, en það er einmitt það sem s feitu fólki hættir til að gera,“ sagði Sveinn. Hann lauk læknaprófi árið 1980, starfaði um tíma á Landspítalanum en hefur seinni árin verið skurðlæknir í Vest- erás í Svíþjóð. . . Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Sveinsson. Sveinn Sveinsson læknir í Svíþjóð segir frá áhrifamikilli skurðaðgerð á maga sem hjálp- ar offitusjúklingum til þess að léttast niður í kjörþyngd sína. Aðgerðin er þrautreynd og hefur ekki hættulega fylgikvilla. þýðingu þessara aðgerða, áttar sig ekki á að þetta er síðasta hálmstrá þessara sjúklinga. Þeir sem við skerum eru yfirleitt ekKÍ yngri en 37 ára og ekki eldri en 60 ára, með vissum undantekningum þó. Allt þetta fólk hefur reynt hvað annað sem hugsast getur til þess að reyna að grenna sig. Það var árið 1978 sem þessar aðgerðir hófust. Þær hafa þróast og nú beitum við þriðju tegund þeirra, svokallaðri VBG-aðgerð. Hún er talsvert frábrugðin þeim magaminnkunaraðgerðum sem beitt var áður. Þær einkenndust af því að leiða framhjá maganum. Við það tapar sjúklingur mikið af næringarefnum og er oft illa hald- inn af niðurgangi. Ekkert slíkt fylgir VBG-aðgerðinni. Áður gat komið fyrir að heftin spryngju en sú hætta á ekki að vera fyrir hendi í dag. Þessi aðferð er orðin mjög þró- uð, einkum hafa Bandaríkjamenn átt þar hlut að máli. í Banda- ríkjunum eru um 25 prósent íbúa alltof feitir mið- að við tíu til fimmtán prósent á Norðurlöndum. Eg tala talsvert mikið við sjúkl- inga mína áður en ég geri á þeim fyrmefnda aðgerð. Ég sendi þá gjarnan í ýmsar forrannsóknir og jafnvel til geðlæknis. Þeir ganga inn í sænska rannsókn sem kölluð er SOS. Rannsókn þessi gerir ráð fyrir tíu þúsund sjúklingum sem VBG-aðgerð hefur verið gerð á. Nú þegar hafa 6 þúsund sjúklingar verið skomir. Reynsla þessa fólk er svo borin saman við aðra sjúkl- inga sem reyna að megra sig á venjulegan hátt. Aðgerðarsjúkling- unum verður fylgt eftir a.m.k. í tíu ár. Þessi rannsókn á m.a. að varpa einhverju Ijósi á það hvers vegna sumir verða feitir. Vitað er að þessi tilhneiging er að einhverju leyti erfðabundin, en ekki ljóst hvort svo er í öllum tilvikum. Þekkir oft ekki sjúklingana aftur Að vissum tíma liðnum eftir aðgerðina koma sjúkingarnir til eftirskoðunar. Oft hafa þeir þá grennst það mikið að erfitt er að þekkja þá aftur. Það er raunar ekki eftirsóknaivert að grennast of hratt. Þá vill húðin verða pok- ótt. Iðulega verður að gera minni- háttar lýtalækningaaðgerðir t.d. á kvið og btjóstum, jafnvel á upp- handleggjum og lærum. Það á einkum við ef fólk er ekki lengur ungt en grennist kannski um 50 kíló eða meira á einu ári. Sumum liggur bara svo mikið á. Konur eru 90 prósent þessara sjúklinga og þær hafa kannski lengi beðið eftir að ná sér í mann. Svo virðist sem það gangi mun ver fyrir feitar konur að ná sér í eiginmann en hinar sem grennri eru. Þegar þær grennast glaðnar til í þeim efnum og það er vissulega gaman að sjá drauma fólks rætast á þennan hátt og eiga vissan þátt í þeirri þróun. Margir sjúklinga minna halda því einnig fram að þeim gangi betur að fá vinnu eftir að þeir grennast. Þjóðfélagið virðist á viss- an hátt hafna feitu fólki, einkum konum. Þetta er mjög slæmt því flest þetta fólk ræður ekki við holdafar sitt, það er búið að reyna það sem það get- ur áður en skurðlæknirinn kemur til sög- unnar. Það er komið inn í víta- hring, það getur ekki lengur stundað líkams- rækt vegna fit- unnar og getur ekki grennst með því einu að svelta sig, til þess er maginn of stór. Það er mikilvægt fyrir og eftir aðgerðina að sjúklingarnir læri og fái öndunaræfingar hjá sjúkra- þjálfara. Viss hætta getur verið ella á lungnabólgu. Þessa þarf að gæta vel, því mikið feitt fólk er flest með lélega lungnastarfsemi, andar ekki nógu vel að sér og er ekki í góðu líkamlegu formi. Þegar talað er um mikið feitt fólk er átt við þá sem eru a.m.k. 30 til 40 kíló þyngri en kjörþyngd segir til um. Kjörþyngd fólks er gróft reikn- að þeir sentimetrar sem það mæl- ist umfram einn metra. Sé kona t.d. 160 sentimetrar á hæð er kjör- þyngd hennar 60 kíló samkvæmt þessu. Ef fólk er orðið meira en 30 til 50 kíló yfir kjörþyngd er það orðið hættulega feitt og verður að gera eitthvað til þess að grennast. Þá er áhætta offitunnar orðin mun meiri en aðgerðarinnar, þótt allir hugsanlegir fylgikvillar hennarséu teknir með í reikninginn. Þetta hefur verið sýnt fram á í ótal rann- sóknum. Þess vegna getum við læknar óhikað mælt með þessari aðgerð fyrir þá sem eru orðnir svona feitir og hafa reynt til þraut- ar að grenna sig eftir hefðbundn- um leiðum en fitna alltaf á ný. Lausleg teikning af maga sem gerð hefur verið VBG-aðgerð á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.