Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 12
12 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Herför til Haítí?
eftir Ásgeir Sverrisson
PÓLITÍSK gæfa og beiting hen'alds hafa
oftlega farið saman í gegnum tíðina. Sagan
sýnir að stjórnmálamenn í vanda hafa í nokkr-
um minnisverðum tilfellum náð að snúa póli-
tísku gæfuhjóli sínu við með því að efna til
mannvíga og eyðileggingar. Sú kenning að
hentugt sé að skapa sameiginlegan óvin þeg-
ar vandi steðjar að þjóð og ráðamönnum
hefur almennt verið viðurkennd á vettvangi
stjórnspeki allt frá dögum Niccolo Machia-
velli. Nú þegar Bandaríkjastjórn hefur tekist
að fá samþykki Sameinuðu þjóðanna fyrir
því að fara með hernaði gegn herforingja-
stjórninni á Haítí í nafni lýðræðisins vaknar
sú spurning hvort Bill Clinton forseti telji sig
með þessu vera að tryggja eigin hag eða
hagsmuni þjóðar sinnar. Þegar litið er til
stöðu forsetans og ríkjandi stjórnmálavið-
horfs i Bandaríkjunum nú um stundir virðist
sem Bill Clinton hafi farið offari í máli þessu.
Hann kann einnig að hafa skaðað langtíma-
hagsmuni Bandaríkjanna reynist hann ekki
tilbúinn til að standa við stóru orðin.
Eldheitir stuðningsmenn
AÐDÁENDUR Jean-Bertrand Aristide telja hann til helgra manna. Aristide var kjörinn
með rúmum 67% atkvæða árið 1990 en óvíst er hversu mikinn stuðning hann á vísan nú.
/ útlegð
JEAN-BERTRAND Aristide, hinn útlægi forseti Haítí, ávarpar
öryggisráð Sameinuðu þjóðana.
Forverum Clintons í embætti
tókst ágætlega upp í herför-
um sínum. Ronald Reagan
gulltryggði endurkjör sitt
með innrás á eyjuna Grenada
árið 1983 og George Bush
forseti naut gífurlegra vinsælda eft-
ir að hafa safnað saman liðsafla til
að hrekja innrásariið Saddams Hus-
seins íraksforseta frá Kúveit. Árás
Reagans á Líbýu árið 1986 vakti
almenna gieði og einnig lagðist það
vel í bandarísku þjóðina er Bush
hrakti fyrrum bandamann sinn,
Manuel Ántonio Noriega, frá völd-
um í Panama með innrás árið 1989.
Eftir að hafa sent stolt breska
heimsveldisins, flotann, hálfa leiðina
yfir hnöttinn til að beija á Argent-
ínumönnum boðaði Margaret Thatc-
her til kosninga og var endurkjörin
forsætisráðherra Bretlands.
En viðhorfin breytast og þau geta
breyst snögglega. Þrátt fyrir glæsta
sigra í Panama og við Persaflóa
náði George Bush ekki að sigra for-
setaframbjóðanda demókrata, Bill
Clinton. Eitt síðasta embættisverk
Bush var að senda bandarískt inn-
rásarlið til Sómalíu til að stilla til
friðar með villimönnum þar. Þessi
herför í nafni kærleika og mannúð-
ar breyttist í martröð, sem banda-
ríska þjóðin vill ekki endurtaka.
Kjósendur í Bandaríkjunum töldu
tímabært að tekist væri á við brýn
úriausnarefni í bandarísku samfé-
lagi og höfnuðu stríðshetjunni í
kosningunum haustið 1992. Nú hef-
ur eftirmaður hennar, sem kom sér
hjá herþjónustu, mótmælti Víet-
nam-stríðinu og taldi mikilvægast
að tryggja hommum rétt til að deyja
fyrir föðurlandið, í huga að fara
með hemaði á hendur herforingja-
stjóminni á Haítí, smáeyju á Karíba-
hafi, sem á sér enga lýðræðishefð.
Einstök samþykkt
Samþykkt Sameinuðu þjóðanna,
sem í raun kveður á um að heimilt
sé að koma herforingjunum á Haítí
frá með hervaldi, er einstök í sögu
samtakanna. Þetta er í fyrsta skipti
sem öryggisráðið hefur lýst sig til-
búið til að leggja blessun sína yfír
hemaðaríhlutun í þessum heims-
hluta, sem Bandaríkjamenn hafa
löngum litið á sem áhrifasvæði sitt,
raunar allt frá því Monroe-kenning-
in var sett fram 1823. Þeir Reagan
og Bush höfðu enga slíka samþykkt
að styðjast við er þeir sendu innrás-
arliðið til Grenada og Panama.
Samþykktin er einnig einstök fyr-
ir þær sakir að Bandaríkjamönnum
tókst að fá öryggisráðið til að fall-
ast á þá skilgreiningu ráðamanna í
Washington að ástandið á Haítí
væri í senn ógnun við frið og stöðug-
leika í þessum heimshluta og græfi
undan trúverðugleika Sameinuðu
þjóðanna. Þetta orðalag vísar til sjö-
undu greinar stofnsáttmála Samein-
uðu þjóðanna sem heimilar afskipti
af innanríkismálum við slíkar að-
stæður og var m.a. notað er blásið
var í herlúðra gegn sveitum Sadd-
ams Husseins. Þótt leiðtogi herfor-
ingjastjómarinnar, Raoul Cedras,
sem rændi völdum árið 1991, hafi
brotið loforð um lýðræðisumbætur,
flótamannastraumur hafi verið gíf-
urlegur og mannréttindi fótum troð-
in verður ekki séð að ástandið á
Haítí verði borið saman við það sem
ríkti í Kúveit og réttlæti þar með
innrás. Með sama hætti væri að
minnsta kosti unnt að réttlæta inn-
rás á Kúbu og sú spurning hlýtur
að vakna hvort kúbanskir flótta-
menn taki ekki að þrýsta á um slíka
herför láti Bandaríkjamenn til skar-
ar skríða gegn Cedras og undirsát-
um hans.
Refsiaðgerðimar sem gripið var
til eftir vaidarán hersins hafa kallað
algjöra einangrun yfir eyjaskeggja.
Ekki var þó úr háum söðli að detta.
Haítí er fátækasta ríkið í þessum
heimshluta en nú má segja með
sanni að ástandið sé skelfilegt.
Barnadauði er mikill og skorturinn
algjör.
Saga Haítí er um margt einstök.
Samkennd hefur aldrei einkennt
þjóðlífið frá því landið hlaut sjálf-
stæði frá Frökkum árið 1804 í einu
þrælauppreisn sögunnar sem heppn-
ast hefur. Bandaríkjamenn hafa
nokkra reynslu af því að freista
þess að hafa áhrif á þróun innanrík-
ismála á Haítí. Árið 1915 voru
bandarískar innrásarsveitir sendar
til eyjunnar til að koma þar á stöð-
ugleika. Sú heför stóð yfir í 19 ár
og þegar bandarísku hermennirnir
kvöddu árið 1934 hafði ástandið lítt
skánað. Duvalier-feðgarnir ill-
ræmdu, „Papa Doc“ og sonur hans
„Baby ■Doc“ voru einráðir á Haítí
frá 1957 til 1986 en klofningurinn
blossaði upp á ný eftir að sá yngri
hafði hrakist frá völdum. Lýðræðis-
legum kosningum var frestað,
valdarán framin og skipuleg
Reynist Bill Clinton
ekki tilbúinn til aö
standa vió hótanir
sínar veikir hann
stöóu sína og skað-
ar langtímahags-
muni Bandaríkj-
anna. Leggi hann
til atlögu viö her-
foringjana ó Haítí
veröur það hins
vegar þvert á vilja
þings og þjóðar
grimmdarverk héldu áfram að ein-
kenna mannlífið rétt eins og í tíð
Duvalier-feðganna og öryggislög-
reglunnar, Tontons Macoutes.
Tvær þjóðir búa í raun á Haítí
og því minnir ástandið um margt á
það sem ríkir víða í Afríku til að
mynda í Rúanda og Búrúndí. Ann-
ars vegar fara múlattar, sem fengið
hafa franska menntun, og leifarnar
af ættarveldi Duvalier-feðganna
sem í sameiningu hafa staðið fyrir
skipulegu arðráni og kúgun á smá-
bændum. Hin þjóðin samastendur
af „múgnum" sem yfirleitt er ólæs,
er dekkri á hörund og talar kre-
ólsku. Menningin er einstök, hjátrú
og galdrahyggja viðvarandi, og það
var úr þessum jarðvegi sem upp
spratt Jean-Bertrand Aristide, sér-
vitur og öfgafullur prestur sem kjör-
inn var forseti Haítí árið 1990. Þar
fór saman sú sérkennilega blanda
grimmdar, galdrahyggju, trúar og
frelsisþráar sem löngum hefur ein-
kennt þjóðlífið á Haítí. Þennan mann
vill Bandaríkjastjórn nú leiða á ný
til valda á Haítí.
Engill eða sálsjúkur marxisti?
Jean-Bertrand Aristide hefur líkt
sjálfum sér við franska byltingar-
manninn Robespierre og hefur þrá-
faldlega lýst yfir aðdáun sinni á
Che Guevara. Aðdáendur hans
segja að þar fari Martin Luther
King Haítí en andstæðingarnir
segja hann sálsjúkan marxista.
Aristide hefur verið helsti málsvari
svonefndrar frelsunarguðfræði í
heimalandi sínu, þeirrar kenningar
að kirkjunni beri að láta til sín taka
með róttækum hætti í samfélaginu
til að unnt reynist að uppræta fá-
tækt og mismunun. Frelsunarguð-
fræðingar hafa þegar haft mikil
áhrif í ríkjum Mið- og Suður-Amer-
íku þótt margir kirkjunnar menn í
Evrópu telji kenningar þeirra hæpn-
ar.
Aristide kom fram sem fulltrúi
hinna allslausu sem jafnan nefna
hann „Spámanninn.“ Hann gerðist
helsti hatursmaður öryggislögregl-
unnar, Tontons Macoutes, og for-
dæmdi opinberlega þau djöfullegu
grimmdarverk sem sveitir þessar
frömdu. Hann varð þekktasti leið-
togi Ti Legliz, „Litlu kirkjunnar"
en svo nefndist hreyfing róttækra
guðfræðinga sem töldu sósíalis-
mann vísustu leiðina til að kalla
fram Guðs vilja á jörðu hér. Þegar
Haítíbúar náðu fram hefnd gagn-
vart þeim sem áður höfðu pyntað
þá lýsti Aristide yfir því að hann
gæti ekki sem prestur fordæmt of-
sóknir á hendur liðsmönnum Tont-
ons Macoutes. Hann gæti aðeins
tjáð sig um slíkt athæfi sem sál-
fræðingur en hann lagði einnig
stund á þá fræðigrein í háskóla.
Á Haítí komst Aristide brátt í
helgra manna tölu. Hann varð sam-
einingartákn fyrir þjáningar hinna
ómenntuðu og allslausu og ekki
spillti fyrir að af honum tóku að
fara réttnefndar kraftaverkasögur
eftir því sem fleiri morðtilræði ör-
yggissveitanna mistókust. Þannig
segir sagan að öryggislögreglumað-
ur einn hafi ætlað að að myrða
Aristide í kirkju einni en að hann
hafi tæmt byssu sína og afhent
prestinum hana er hann stóð
frammi fyrir þessum helga manni.
í sjálfsævisögu sinni víkur Aristide
að þessum atburði og segir að engu
sé líkara en byssukúlur fái ekki
grandað honum.
Árið 1990 tókst loks að hrinda
í framkvæmd kosningum á Haítí.
Aristide hlaut 67,5% atkvæða og
var kjörinn forseti. Sjö mánuðum
síðar var hann kominn í útlegð eft-
ir 27. valdaránið í sögu Haítí. Sú
breiðfylking, sem stóð að baki Ar-
istide og tryggja átti að umbóta-
stefna sú sem hann boðaði kæmist
í framkvæmd, riðlaðist fljótlega eft-
ir kjör hans. Skrílræði var innleitt
á Haítí. Forsetinn gortaði sig m.a.
af því opinberlega að hafa fengið
hæstarétt landsins til að lengja
fangelsisdóm yfir þekktum foringja
Tontons Macoutes með því að tala
beint til lýðsins. Þetta gerði hann
með því að gefa í skyn að elia yrði
valdi beitt og hinir seku teknir af
lífi með því að snara yfir þá log-
andi hjólbörðum. Á Haítí kallast
þessi aftökuaðferð „Pere Lebrun“
og er sú nafngift sótt í auglýsingar
umsvifamesta hjólbarðasala lands-
ins. Presturinn hrópaði til stuðn-
ingsmanna sinna og spurði hvort
þeir væru tilbúnir til að beita „Pere
Lebrun“ væri ekki farið að vilja
alþýðunnar. Það nægði.
Áristide hefur oftar vikið að
„Pere Lebrun" á opinberum vett-
vangi. í ræðu einni sem hann flutti
eftir að lýðurinn hafði fengið breytt
dómi hæstaréttar sagði hann m.a:
„En hvað þetta er undursamlegt
verkfæri. . . það er lítið og sætt
og lyktar vel . . . hvert sem farið
er vilja menn anda því að sér“.
Fullvíst er talið að hundruð manna
hafi fallið eftir múgæsingarsam-
kundur sem þessa á þeim stutta
tíma sem Aristide var við völd á
Haítí.
Gegn spillingu og „manninum
í Róm“
Aristide er 41 árs, fæddur 15.
júlí 1953. Hann kveðst snemma
hafa ákveðið að verða prestur en
frá fimm ára aldri hlaut hann
menntun á vegum kaþólskrar reglu
sem stofnuð var á 19. öld og kenn-
ir sig við heilagan Frans frá Sales.
Hann lauk guðfræðinámi frá ríkis-
háskólanum í Haítí árið 1979 og
lagði síðan stund á framhaldsnám
í Jerúsalem og Lundúnum. Á þess-
um árum bætti hann hebresku og
arabísku við þau sjö tungumál sem
hann talaði fyrir. Aristide sneri heim
og tók vígslu árið 1982. Málflutn-
ingur hans þótt strax fremur öfga-
kenndur og yfirmenn hans töldu nóg