Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 18
18 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
„Ræktunarvikur“
getum við lítið unnið og flutt út
miðað við það sem á undan er geng-
ið. Sá tími fer að mestu leyti í við-
haldsvinnu sem að sjálfsögðu er
þáttur í verðmætasköpuninni. En
við verðum að geta byijað sem allra
fyrst á vorin og sem kunnugt er,
vorar afar misjafnlega hér á landi.
Landsvegurinn fer í spað þegar
frost er að fara úr jörðu og þunga-
takmarkanir eru settar. Ef það vor-
ar illa þá kemur það að sjálfsögðu
illa við okkur og það kostar okkur
ávallt viðskipti. Og það er ekki bara
okkar vandamál, allir flutningar um
sveitina verða erfiðir og því snertir
þetta ekki síður fólkið sem sveitina
byggir. Þarna þarf að koma bundið
slitlag á vegi. Það væri óskandi að
stjórnvöld og yfirvöld vegamála hér
á landi gætu greitt úr þessu í ná-
inni framtíð. Það hefur verið í um-
ræðunni í seinni tíð að ganga í að
leggja á veginn, en tíminn verður
að leiða í ljós hvenær úrbætur líta
dagsins ljós. Þó má segja, að vega-
málayfirvöld eru full skilnings og
velvilja.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BETRA SEINT
ENALDREI
eftir Guðmund Guðjónsson.
Félagið hafði snemma árs
1984 reist í samstarfí við
þýska samstarfsaðila full-
komna vikurflokkunar- og
hreinsiverksmiðju í vikumámum í
Fossabrekkum sem eru austan
íjórsár í Holta- og Landssveit.
Markvisst hefur verið unnið að
markaðssetningu Hekluvikurs þótt
á brattann hafí verið að sækja og
nú eftir langa glímu hefur vörn
verið snúið í sókn. „Ég verð að við-
urkenna að vinnsla jarðefna var svo
sem aldrei á dagskrá hjá mér, en
ég hafði þó fylgst svolítið með gangi
mála, því stjúpfaðir minn, Einar
Elíasson, hafði verið í stjórn félags-
ins og reyndar hefur hann verið
stjórnarformaður þess frá árinu
1982. í stuttu máli þótti mér verk-
efnið mjög spennandi. Þarna var
greinilega óplægður akur og ég
smitaðist af bjartsýni þeirra sem
þama hafa skipað stjórnina og
ákvað því að slá til,“ segir Árni.
Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður hf.
var stofnað árið 1976. Það er í eigu
sveitarfélaga á Suðurlandi og 280
einstaklinga, sem flestir eru einnig
búsettir á Suðurlandi. í upphafi var
Jarðefnaiðnaður hf. alfarið rann-
sóknafyrirtæki. Það hafði forgöngu
um mjög viðamiklar rannsóknir á
vikri úr Heklu og Kötlu, stuðla-
bergi, basalti og basaltsandi svo
eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið flutti
á árunum 1978 til 1983 út lítt unn-
inn vikur, aðallega til Danmerkur
og Þýskalands. Ráðist var þá í að
VmSHPTl/AMNNUUF
ÁSUNNUDEGI
►ÁRNI Benedikt Árnason er fæddur í Reykjavík 16. maí
1955. Ungur flutti hann í Garðabæ og tók þar landspróf.
Þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Tjörnina og þaðan í
Háskóla íslands. Hann útskrifaðist frá Lagadeild HÍ 1984.
Hann starfaði um nokkurra mánaða skeið sem lögfræðing-
ur hjá Skattstofunni í Reykjavík og tók við starfi fram-
kvæmdastjóra hjá Jarðefnaiðnaði hf. 1. janúar 1985.
reisa verksmiðjuna vegna þess að
ljóst var orðið að aukinn útflutning-
ur byggðist á því að hægt yrði að
fullnægja hærri gæðakröfum kaup-
enda með hliðsjón af breyttum
byggingarstöðlum í markaðslönd-
unum. Hins vegar þótti óhagkvæmt
að starfrækja vinnsluna við rætur
Heklu og því var hún flutt til Þor-
lákshafnar í ársbyijun 1985. Þar
kom helst til of skammur vinnslu-
tími vegna lægra hitastigs á námu-
svæðinu og erfíðara var um aðföng
til starfrækslunar. Úr því að hvort
er var þurfti að flytja hráefnið til
næstu hafnar, var ljóst að hag-
kvæmast yrði að flytja reksturinn
þangað sem hráefnið var flutt af
landinu. Þ.e.a.s. til Þorlákshafnar.
Síðan verksmiðjan var flutt hefur
mesti krafturinn verið settur í að
markaðssetja byggingarvikur í
Þýskalandi. En miðað við markaðs-
aðstæður þar í landi var mönnum
þó ljóst að einhver bið yrði á því
að þangað yrði hægt að flytja mik-
ið af vikri og varð því að leita ann-
arra markaða. Var því fluttur út
vikur til Bretlands, Danmerkur og
Sviss næstu árin eftir flutninginn.
Mikil vinna skilar sér
Nú hefur það gerst að Þýska-
landsmarkaður hefur opnast svo um
munar. Árni segir það afrakstur
þrotlausrar vinnu í áratug. „Það
sem nú er að gerast í Þýskalandi
byggist alfarið á markaðssetningu
Jarðefnaiðnaðarins og erlends sam-
starfsaðila. Þrátt fyrir mótlæti hef-
ur á annað hundrað milljónum ver-
ið varið til kynningar og markaðs-
setningar á Hekluvikri síðasta ára-
tuginn. Þetta er loks að skilá sér
eins og við vonuðumst eftir allan
tímann," segir Árni. Og hann held-
ur áfram að segja frá flóðinu sem
skollið hefur á eftir að stíflan brast
ef þannig mætti að orði komast:
„Við höfum flutt út 50.000 rúm-
metra af vikri síðan í mai og það
hefur oft verið unnið allan sólar-
hringinn. Það hafa allt upp í 16
vörubílar verið að aka vikrinum frá
námunum í verksmiðjuna þar sem
hráefnið er flokkað, hreinsað og
unnið. Þá er fullunnið hráefnið flutt
til hinna erlendu markaða með
búlkavöruskipum. Flutningurinn
yfir hafið hefur að mestu byggst á
samstarfi við skipafélögin Nesskip
hf. svo og Einskipafélag Islands
hf., en samstarfið við þau hefur
verið með miklum ágætum.“
Standið þið undir eftirspurn
þessa dagana?
„Já, við gerum það nú, en við
munum halda áfram eins lengi fram
á haustið og veður leyfir og við
gerum ráð fyrir að standa við okk-
ar skuldbindingar ef vetur brestur
ekki fyrr á en vænta má. Það verð-
ur að segjast eins og er að í októ-
ber getur orðið erfítt um vik á
námusvæðunum. Færð á vegum oft
tekin að spillast auk þess sem
vinnslan, sem fer fram utanhúss,
verður erfiðari í umhleypingum
hausts og vetrar. En við stefnum
að því að flytja út samtals um
90.000 rúmmetra fyrir áramót,"
svarar Árni.
Það mætti ætla að veðurfar geti
orðið fyrirtækinu til trafala?
„Já, það er klárt. Yfir háveturinn
Árni er þessu næst inntur eftir
því sem unnið hefur verið að í bráð-
um áratug, að athuga hvort íslensk-
ur vikur henti ef til vill ágætlega
til ræktunar. Það kann að hljóma
undarlega, en Árni útskýrir það
jafnframt því að greina frá athug-
unum.
„Það er rétt, strax um það bil
árið 1986 fórum við að skoða mögu-
leika á útflutningi á vikri til ræktun-
ar. Voru sýni athuguð á tilrauna-
stofum erlendis, en ræktun hafði
um árabil verið stunduð í vikri ann-
ars staðar frá . Síðar var farið að
athuga möguleika hans sem óvirkt
ræktunarefni. Þegar ég segi óvirkt,
þá á ég við, að vikur er næstum
næringarefnalaust ræktunarefni.
Öll næringargjöf fer hins vegar
ram með vökvun og þar með fæst
úllkomnari stjórnun á næringar-
gjöf. í mold eru alls kyns næringar-
efni og önnur aukaefni í breytileg-
um hlutföllum. Þegar ræktað er í
mold hafa menn ekki sömu yfírsýn-
ina yfir næringargjöf. Það eru alls
konar efni notuð á þennan hátt sem
óvirk ræktunarefni, steinull, þaninn
leir, plastkúlur. Það liggur við að
þú getir rifið niður úlpuna þína og
ræktað í henni ef út í það fer. Við
höfum flutt þetta út til reynslu í
smáum stíl til Hollands, 3.000-
4.000 rúmmetra á ári og magnið
hefur farið vaxandi. Við höfum frá
1989 tekið þátt í samstarfsverkefni
um tilrauna- og þróunarstarf með
vikur sem ræktunarefni með Garð-
yrkjuskóla ríkisins, Búnaðarfélagi
Islands og Sambandi garðyrkju-
bænda/Búnaðarfélagi Suðurlands.
Verkefnið er m.a. fólgið í því að
kanna möguleika vikursins sem
ræktunarefnis með notkun innan-
lands og útflutning í huga.“
Og hver er niðurstaðan?
„Eg myndi vilja svara þessu
þannig að verkefnið bendi til þess
að vikur okkar hafi ýmsa kosti
umfram önnur óvirk ræktunarefni
svo fremi sem hann sé rétt unninn
og fái rétta meðhöndlun í gróður-
húsinu. Það má því vel taka undir
að hér séu talsverðir möguleikar á
ferðinni," svarar Árni.
En þú minntist á Kötluvikur áð-
an. Er hann ekkert inni í þessari
mynd?
„Kötluvikurinn er annars konar
vikur. Hann er þyngri og hann er
svartur. Hekluvikurinn er léttur og
ljós. Það er enn þá óhagkvæmt að
vinna Kötluvikurinn vegna þess
hversu langt það er til hafnar frá
hugsanlegum námusvæðum.“
Mikill vikur
Námusvæðin koma í umræðuna
hvað eftir annað. Það er talað um
útflutning á miklu magni, magni
sem á enn eftir að aukast. Þó eru
eldgos ekki daglegt brauð á Is-
landi. Spurningin er einföld, verður
ekki allur vinnanlegur vikur bráðum
uppurinn?
„Það er rétt, stór vikurgos koma
yfirleitt með mjög löngu millibili og
það hefur ekki farið hjá því að
maður hafi heyrt vangaveltur sem
þessar. Vikurinn sem við erum að
vinna úr þessa dagana er bæði aust-
)
I
I
I
I
I