Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 20

Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 20
20 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABIO OG BORGARBÍÓ á Akureyri hafa tekið til sýninga bresku gamanmyndina Four Weddings and A Funeral, en myndin er sú vinsælasta sem Bretar hafa gert til þessa. Aðalhlutverkin leika Hugh Grant og bandaríska leikkonan Andie McDowell. Krókaleið í hnapphelduna BRESKA gamanmyndin Four Weddings and A Funeral, eða Fjögur brúðkaup og jarðarför, er vinsælasta kvikmynd sem Bretar hafa gert frá upphafi og meðal vinsælustu mynda þessa árs víða um heim. Hún hefur hvai-vetna notið met- aðsóknar þar sem hún hefur verið sýnd, og í Bandaríkjunum skaust hún um skeið í fyrsta sæti á lista yfir mest sóttu mynd- irnar og hefur hún skilað þar rúmlega 50 milljónum dollara í kassann. Leikstjóri myndarinnar er Mike Newell sem þekkt- astur er fyrir myndirnar Into the West og Enchanted April. Höfundur handritsins er Richard Grant sem skrifaði handritin að Blackadder seríunni og Mr. Bean, en Rowan Atkinsson sem gert hefur Mr. Bean ódauðlegan kemur fram í aukahlut- verki í myndinni. Aðalhlutverkin eru hins vegar í höndum þeirra Hugh Grant og Andie McDowell, en einnig fara þau Krist- in Scott Thomas og Simon Callow með hlutverk í myndinni. Tónlistin úr mynd- inni hefur einnig notið mikilla vinsælda og má þar nefna lögin Love Is All Aro- und Me með Wet Wet Wet og Chapel of Love með Elton John. Spenna VINIR og vandamenn Charles bíða með öndina í hálsinum í brúðkaupi hans þegar presturinn vill að hann fari með hjúskaparheitið. Sögusviðið í Fjórum brúð- kaupum og jarðarför er einmitt eins og titillinn segir; fjögur brúðkaup og jarðar- för. Þetta er saga átta vina, fimm presta, ellefu brúðar- kjóla, sextán tengdaforeidra, tvö þúsund kampavínsglasa og tveggja mannvera sem tilheyra hvort öðru en streyt- ast við að vera aðskilin. Þetta er þó fyrst og fremst saga hins hnyttna og heillandi Charles, sem 32 ára gamall er farinn að bera öll helstu einkenni ævarandi pipar- sveins. í lífi hans hefur ekki verið neinn skortur á kær- ustum sem hann tilbiður, en honum hefur hins vegar reynst ómögulegt að stofna til varanlegs sambands með neinni þeirra. Hann er svo úr tenglsum við það sem hjarta hans býður og svo fjötraður af enskum eigin- leikum sínum að hann á lífs- ins ómögulegt með að tjá raunverulegar tilfinningar sinar. Og því fleiri brúðkauj) sem hann og vinir hans fará í þeim mun síður vilja þeir ganga í hnapphelduna sjálfir. Eða allt þar til í einu tilteknu brúðkaupi í tiltekinni kirkju þar sem Charles kemur auga á Carrie, sem er óvenjuleg- asta, fallegasta og greind- asta ameríska stúlkan sem hann hefur nokkru sinni komist í kynni við. Hann reynir allt hvað hann getur til að forðast að reyna við hana og verða ástfanginn af henni, eða alls í gegnum þrjú brúðkaup til viðbótar, en svo óheppilega vill til að eitt þeirra er hennar eigið. En að lokum stendur hann frammi fyrir sínu eigin brúð- kaupi í enskri dómkirkju og honum verður loks að fullu Ijóst með hveijum hann vill eyða ævidögunum. Og það er ekki konan sem stendur honum við hlið í hvítu brúðar- skartinu. Hrífandi handrit Höfundur handritsins að Four Weddings and A Funer- al er Richard Curtis, sem er einhver hæfileikaríkasti grín- höfundur sinnar kynslóðar í Bretlandi. Sjálft handritið var nokkur ár í smíðum hjá honum og undir það síðasta eyddi hann mörgum mánuð- um í að finpússa það og skerpa persónurnar, en alls umskrifaði hann handritið 20 sinnum til að ná fram hveiju einstöku smáatriði sem hann sóttist eftir. Leikstjóri myndarinnar er Mike Newell sem áður hefur leikstýrt nokkrum myndum sem unnið hafa til margvís- Presturinn ROWAN Atkinsson sem þekktastur er sem Mr. Bean fer með hiutverk prests sem í myndinni framkvæm- ir sína fyrstu hjónavígslu. legra verðlauna, en þeirra á meðal eru myndirnar Dance With A Stranger, The Good Father, Soursweet og Enc- hanted April, en leikkonurn- ar sem fóru með aðalhlut- verkin í þeirri mynd, Miranda Richardson og Joan Plowr- ight, hrepptu Golden Globe verðlaunin, og sjálf var myndin tilnefnd til þrennra óskarsverðlauna.. Hann heillaðist samstundis af handriti Curtis. „Maður verð- ur oftast nær fljótt sam- dauna gríni, en þetta handrit vakti óstöðvandi hlátur hjá mér við fyrsta lestur, og aft- ur við annan og síðan við þriðja. Það er harla óvenju- legt að eitthvað sé jafn fynd- ið og þetta og satt að segja var einn helsti galli handrits- ins sá að það var einfaldlega of fyndið. En jafnvægið náð- ist eftir að Curtis hafði slípað það til og gætt það meiri til- finningalegum blæbrigðum." Framleiðandi myndarinn- ar er Duncan Kenworthy, Þekkt andlit Allmörgum þekktum leikurum bregður fyrir í Four Weddings and A Funeral, og fyrir utan Andie McDowell sem flestum er orðin vel kunn fyrir löngu má til dæmis nefna Kristin Scott Thomas. Hún hefur Skærasta stjarna Breta HUGH Grant hefur heillað áhorfendur upp úr skónum og er hann nú ein skærasta kvik- myndastjarna Breta. sem tók sér leyfi frá starfi sínu sem einn aðalforstjóri framleiðsludeildar Jim Hen- son Productions. Eins og fleiri hreifst hann af handriti Curtis um 'eið og hann las það og bauðst hann strax til að aðstoða við að fullklára það. Eftir sex mánaða starf með þeim Curtis og Newell varð síðan ekki aftur snúið og ákvað hann að taka fram- leiðslu myndarinnar að sér. Fjármögnun framleiðslunnar reyndist hins vegar nokkuð erfið og því þurfti að vinna hratt við kvikmyndagerðina, en tökur hennar fóru fram á aðeins 39 dögum síðastliðið sumar í æði misjöfnu veðri leikið á sviði og í fjölda sjón- varpsmynda, en fyrsta kvik- myndahlutverk hennar var í Under The Cherry Moon árið 1986. Síðan kom A Handful Of Dust 1987 og Bitter Moon 1991, en einnig hefur hún leikið í nokkrum myndum á meginlandi Evrópu. Simon Callow er einnig í veigamiklu hlutverki en hann hefur t.d. leikstýrt The Ballad Of The Sad Café með Vanessu Redgrave í aðalhlutverki, og sjálfur hefur hann t.d. leikið í Amadeus, A Room With A Wiew, Maurice, Manifesto og Postcards From The Edge. HUGH Grant er vafalaust ein skærasta breska kvikmynda- stjarnan í dag, en vinsældir hans í Bandaríkjunum til dæmis hafa verið þvílíkar upp á síðkastið að þar hefur honum einna helst verið líkt við hjartaknúsarann Gary Grant þegar hann var upp á sitt besta á árum áður. Þá hefur Grant einnig slegið rækilega í gegn í Japan þar sem áhorfendur þyrpast á myndir hans. Það er einkum hið róm- antíska breska útlit leikarans og BBC hreimurinn í rödd- inni sem hefur brætt hjörtu kvenþjóðarinnar. Sjálfur segist hann ekkert hafa neitt sérstaklega á móti því að verða einhverskonar kyntákn í augum áhorfenda, en hins vegar geti það virkað nokkuð takmarkandi hvað kvikmyndahlut- verk varðar ef hann festist í einhverri slíkri rullu. Hugh Grant vakti fyrst athygli þegar hann lið- lega tvítugur var í enskun- ámi við Oxfordháskóla, en þá lék hann í kvikmyndinni Priviliged. Hann öðlaðist þó ekki verulega frægð fyrr en árið 1987 er hann lék í mynd- inni Maurice sem þeir félagar Merchant og Ivory gerðu eft- ir sögu E.M. Forster um ungan mann sem horfist í augu við kynhverfu sína. Þetta varð til þess að kvik- myndahlutverkin komu til Grants á færibandi og meðal mynda sem hann lék í voru The Dawning þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins, The Liar of the White Worm sem Ken Russel gerði og The Big Man, en í henni lék hann á móti Joanne Whailey-Kil- mer. Árið 1991 valdi Roman Polanski Hugh Grant til að fara með hlutverk í myndinni Bitter Moon, en í henni lék hann bældan eiginmann Kristin Scott Thomas, sem fer með nokkuð stórt hlut- verk í Four Weddings and a Funeral. Á síðasta ári starf- aði Hugh Grant svo á nýjan leik með James Ivory, en hann’fór með hlutverk blaða- manns í The Remains of the Day sem gerð var eftir sögu Kazuo Ishiguro og Anthony Hopkisn og Emma Thomp- son fóru með aðalhlutverkin í. Þá lék hann einnig í mynd- inni Sirens sem ástralski leikstjórinn John Duigan gerði, en sú mynd var frum- sýnd á þessu ári, og í henni Ieikur hann prest sem verður að horfast í augu við bældar tilfinningar sínar. Báðar síð- asttöldu myndimar eru sýnd- ar í kvikmyndahúsum í Reykjavík. Ennþá laus og liðugur í einkalífinu svipar ýmsu hjá Hugh Grant til þess sem er hjá aðalpersónunni í Four Weddings and a Funeral, en leikarinn sem er 33 ára gam- all er enn laus og liðugur. Hann hefur hins vegar í ára- raðir átt í nokkuð storma- sömu sambandi við ensku leikkonuna Elizabeth Hurley sem nú er búsett í Los Angel- es, og segir Grant samband þeirra reyndar vera með mestu ágætum nú þegar þau búa sitt í hvorri heimsálf- unni. Hann neitar því hins vegar ekki að spurningin um hjónaband hafi leitað á huga hans upp á síðkastið, en þrátt fyrir skyldleika við persón- una sem hann leikur í mynd- inni neitar hann að um beina samsvörun milli þeirra sé að ræða. „Kristin Scott Thomas segir hins vegar að þarna sé verið að lýsa mér og ég skuli drífa mig í að gifta mig. Vissulega er samsvörun til staðar á þann hátt að ég er ógiftur og líf mitt er í svolít- illi óreiðu, en persónunni svip- ar hins vegar miklu meira til handritshöfundarins Richard Curtis vegna þess að hann er viðkunnanlegur og opinn, en ég er ekki nálægt því eins viðkunnanlegur og hann,“ segir Hugh Grant.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.