Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 23
22 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 23
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
UPPLÝSINGAR UM
EINKAMÁL
Hinn 26. júlí sl. birtist í Bréfi
til Morgunblaðsins, bréf
frá nafngreindum einstaklingi,
sem lýsti reynslu sinni af notk-
un ákveðins debetkorts í París,
sem reyndist að hans mati nán-
ast ónothæft. Hinn 30. júlí birt-
ist í sama dálki Morgunblaðsins
svar frá framkvæmdastjóra við-
komandi kortafyrirtækis þar
sem sagði: „Umræddur ferða-
maður notaði kort sitt 12 sinn-
um í hraðbanka 20. og 21. júní.
Hann fékk ávallt svar við sínum
fyrirspurnum en því miður fyrir
hann þá eru reglurnar þær, að
næg innistæða eða heimild til
yfirdráttar þarf að vera til stað-
ar til að fá úttekt samþykkta.
Slíkt var ekki í þessu tilviki.“
í fyrradag birtist svarbréf frá
hinum upphaflega bréfritara,
þar sem sagði m.a.: „Tæpast
er hægt að skilja skrif fram-
kvæmdastjórans nema sem
svargrein við skrifum undirrit-
aðs, sem birtust hér þriðjudag-
inn 26. júlí sþ Staða reikninga
fólks í bönkum og sparisjóðum
er algert einkamál. Skrif fram-
kvæmdastjórans breyta í engu
neinu því, sem undirritaður tók
fram í bréfi síhu, - það kostaði
mikinn tima og fyrirhöfn að
finna þau bankaútibú, sem taka
við ... debetkortunum."
í dagblaðinu Tímanum í
fyrradag birtist frétt þar sem
skýrt er frá því, að blaðinu hefði
borizt listi yfir tæplega 50 út-
tektir viðskiptavina í Hollandi
í síðasta mánuði frá öðru korta-
fyrirtækinu. í frétt Tímans seg-
ir: „Þar kemur fram dagsetning
og tímasetning úttektar, upp-
hæð í íslenzkum krónum, númer
á viðkomandi debetkorti, nafn
búðar, banka eða viðskiptaað-
ila, sem tekur við greiðslunni
erlendis og í hvaða borg kortið
er notað. Þannig er ekki einung-
is kortanúmer viðkomandi gefið
upp heldur einnig í hvaða verzl-
un hann notaði kortið og klukk-
an hvað.“ í sömu frétt segir
talsmaður viðkomandi korta-
fyrirtækis, að listinn hafi ekki
verið sendur fjölmiðlum til birt-
ingar heldur til staðfestingar á
að hægt væri að nota kortin.
Eins og sjá má af framan-
greindu er ljóst, að hér á síðum
Morgunblaðsins hefur annað
kortafyrirtækið upplýst um
stöðu á bankareikningi nafn-
greinds einstaklings og hins
vegar að hitt kortafyrirtækið
hefur sent fjölmiðlum lista yfir
úttektir allmargra korthafa til
sönnunar því, að kortin væru
nothæf erlendis. Það skal tekið
fram, að Morgunblaðinu barst
sá listi, sem vikið er að í Tíman-
um en taldi að sjálfsögðu ekki
koma til greina að birta hann
þótt þess væri í engu getið, að
listinn væri ekki sendur til birt-
ingar. Auðvitað skiptir engu
máli þótt þess hefði verið getið
vegna þess, að það eitt að senda
slíkan lista til fjölmiðla átti
ekki að geta gerzt.
Hér liggja fyrir upplýsingar
um, að bæði kortafyrirtækin
hafa opinberað einkamál fólks,
annað að því er varðar nafn-
greindan einstakling, hitt með
því að senda úttektarlista með
númerum korta. Nái lög og
reglur um bankaleynd ekki til
kortafyrirtækjanna er ljóst, að
þau eiga ekki að hafa aðgang
að upplýsingum, sem þau ber-
sýnilega hafa aðgang að. Annað
hvort verður að loka fyrir þann
aðgang eða tryggja að banka-
leynd nái yfir kortafyrirtækin.
Það er óafsakanlegt að þessi
fyrirtæki skuli hafa sent frá sér
framangreindar upplýsingar.
Þessi upplýsingagjöf vekur upp
spurningar um starfshætti
þessara fyrirtækja. Kortafyrir-
tækin eru bæði í eigu bank-
anna. Eigendurnir bera ábyrgð
á starfsemi þeirra og starfs-
háttum og hljóta af þessu gefna
tilefni að endurskoða þá starfs-
hætti. Bankaeftirlit Seðlabank-
ans hlýtur að gera þær ráðstaf-
anir, sem duga í þessum efnum.
Tölvutæknin opnar margvís-
lega möguleika á samantekt
upplýsinga, sem varða einka-
málefni fólks. Þau tilvik, sem
hér hafa verið rakin vekja líka
upp spurningar um það, hvort
opinberir aðilar hafi verið nægi-
lega á varðbergi til þess að
koma í veg fyrir að þessi tækni
sé misnotuð. Úr því sem komið
er verður að teljast nauðsynlegt
að bankar og bankaeftirlit upp-
lýsi til hvaða ráðstafana verður
gripið til þess að koma í veg
fyrir að slík trúnaðarbrot verði
endurtekin.
BOBBO í
• Kvendjöflin-
um er eins réttskapað-
ur karlmaður og Vikt-
oría er rétt sköpuð
ástríðufull kona í
skáldsögu Hamsuns.
Bobbo nýtist höfundi sínum fullkom-
lega og á sannferðugan hátt, ekkis-
íður en Mary Fisher og kvendjöfull-
inn. Fay Weídon þekkir hégómagimi
karlmanna augsýnilega betur en
margir höfundar af sterkara kyninu.
En þeir vita sjálfsagt einnig sitthvað
um Mary Fisher sem hvorki kvendjö-
fullinn né Fay Weldon geta haft
pata af- nema af afspum!
ÞAÐ ER ATHYGLISVERT
• sem einn helzti skáldsagna-
höfundur Suður-Ameríku hefur
sagt, perúmaðurinn Mario Vargas
Llosa, að það sé sannfæring margra
suður-ameríkumanna að rithöfundar
og Iistamenn kunni skil á öllu; að
þeir hafi svör við öllum spurningum.
Mér er nær að halda að svona hafi
þetta einnig verið á íslandi til
skamms tíma. Ég læknaðist aðvísu
af þessu ungur en hafði tilhneigingu
til að trúa því. Og líklega loðir þetta
eitthvað við okkur enn því alltaf bíða
menn eftir því hvað rithöfundar hafa
til málanna að leggja. Þannig er
þetta a.m.k. í Suður-Ameríku, segir
Llosa. Rithöfundar verða að segja
eitthvað. Þeim er skylt að hafa skoð-
un. “En margir miklir höfundar ein-
sog Jorge Luis Borges sem opnaði
suður amerískri menningu dyr til
allra átta hafa viljað einbeita sér
einungis að bókmenntum - og það
er svo sannarlega réttur þeirra.“
Llosa segir að það hafi verið Borges
og mexíkóska skáldið Octavio Pas
sem breyttu suður-amerískum bók-
menntum í alþjóðlega og heimsborg-
aralega reynslu. Borges kenndi
suður-amerískum höf-
undum að meta hug-
myndir meiren orð.
Hann þétti tungumál-
ið, gerði það nákvæm-
ara. “Hann er senni-
lega mikilvægasti höf-
undur á spænska tungu nú á dög-
um“, segir Llosa.
Borges dróst að íslandi einsog við
vitum og annar höfundur, William
Faulkner, kom einnig út hingað. Án
þessa mikla bandaríska höfundar
væru engar suður-amerískar bók-
menntir til, segir Llosa. Hann bætir
því við að skáldsagan hafí ávallt
keppt við raunveruleikann; hennar
hlutverk hafi verið að skapa nýjan
veruleika. Margir suður-amerískir
rithöfundar séu nú að skapa raun-
veruleika í samkeppni við guð en
ýmsir hafí einnig fyrirvara á þessari
samkeppni!
EMERSON HEFUR SAGT
• að bókasafn sé herbergi með
mörgum vofum og þær fari á stjá
þegar við vitjum þeirra. En það er
með bækur einsog allt annað. Það
er engin ein bók til. Það er engin
ein bíblía til. Það eru til eins margar
bíblíur og lesendumir eru.
LJÓÐIÐ HEFST MEÐ
• ferðalagi frá einni hugmynd
til annarrar. einni hugsun til annarr-
ar. Kvæði sem er ekki einskonar
ferðalag er mér lítils virði. Málari
sem heldur á pensli og horfír á strig-
ann er að heija ferðalag. En hann
fer aldrei í þá ferð sem hann leggur
upp í. Landslagið á striganum er
öðruvísi en hann ætlaði. Þannig er
þetta einnig í Ijóðum. Sögum. Tón-
list. Lífinu sjálfu.
Og hví þá ekki einnig í dauðanum?
Austurlenzk trúarbrögð fjalla um
endurholdgun. Ferðalag úr einum
líkama í annan. Hver veit? Ég hef
heyrt um konu sem segist hafa átt
heima á Italíu í fyrra lífi. Þegar ég
kom til Ítalíu fyrst fannst mér þetta
einnig. Ferðalög hafa alltaf verið
mér mikils virði og því mikilvægari
sem ég hef orðið eldri, en ég kvíði
alltaf fyrir í upphafí ferðar. Áhyggj-
ur eru afkvæmi óvissunnar. En svo
verður þetta allt ævintýri líkst.
Nú er ég farinn að velta því fyrir
mér hvort dauðinn sé ekki nokkurs
konar ferðalag. Ég kvíði fyrir honum
einsog aðrir en tel hann einnig til-
hlökkunarefni, eftirvæntingu. Eitt-
hvað nýtt, spennandi. Einsog þegar
farfuglarnir geta ekki haldið aftur
af sér. Það er titringur í þeim, eftir-
vænting.
Tilhlökkun og eftirvænting em
mikilvægustu orð tungunnar. Maður
seni hlakkar til er á grænni grein.
Eða öllu heldur: hann er sú græna
grein. Hann er andstæða frostsins.
Sjúkur maður andlega hlakkar ekki
til.
ís og frost eru án hreyfingar eins-
og dauðinn. Svo kemur vorið og leys-
ir úr læðingi, vatnið fer að renna.
Nýtt ferðalag hefst. Ég gæti hugsað
mér að dauðinn sé ferðalag án lík-
ama, án farangurs. Án sérleyfíshafa.
En kannski er hann eilífur svefn
einsog sumir halda. En svefn getur
verið ferðalag. Mér er sagt sögnin
að sofa sé til í sanskrít. Og merki
að dreyma. Þannig eru orðin einnig
á ferðlagi. Og þau geta sagt frá
mörgum ævintýrum.
Dostojevskí segir í söguninni
Draumur hlægilega marmsins sem
ég var að lesa um helgina að veru-
leikinn sé innan hauskúpu hvers og
eins og allt sé þetta eftilvill draumur.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
Það hefur TEKIÐ
okkur íslendinga alla
þessa öld að endur-
heimta sjálfstæði okkar
og ná fullum yfirráðum
yfir auðlindum okkar.
Fyrsta skrefið var stigið
í upphafi aldarinnar,
eftir langa baráttu, með heimastjóminni
1904. Næsta skrefið var stigið með full-
veldissamningunum við Dani árið 1918.
Lokaþátturinn var svo stofnun lýðveldisins
árið 1944. Sjálfstæðismálið yfírgnæfði öll
önnur mál á fyrri hluta þessarar aldar.
Það tók okkur rúmlega þijátíu ár frá
því að lýðveldi var stofnað þar til við höfð-
um náð fullum yfirráðum yfir fiskimiðr.n-
um við íslandsstrendur. A þessu þijátíu
ára tímabili áttum við fjórum sinnum í ill-
vígum átökum við Evrópuþjóðir, fýrst og
fremst Breta en að nokkru leyti Þjóðveija
til þess að tryggja yfirráð okkar yfír eigin
auðlindum. Bretar settu á okkur löndunar-
bann í kjölfar fyrstu útfærslu fískveiðilög-
sögunnar og þrisvar sinnum sendu þeir
herskipaflota til íslands til þess að vetja
brezka togara, sem hér voru við veiðar.
Þessi barátta í heila öld fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar og ful.am yfirráðum yfir auð-
lindum hennar markaði djúp spor í sálar-
líf þeirra, sem í þessari baráttu stóðu.
Þeir voru ekki og eru ekki tilbúnir til þess
að fórna nokkru af því, sem áunnizt hefur
að lítt athuguðu máli.
Þótt íslendingar hafi á heilli öld náð
þeim árangri að stofna eigið lýðveldi og
tryggja full yfírráð yfir eigin auðlindum
hefur þjóðinni ekki tekizt enn sem komið
er að tryggja og treysta fjárhagslegt sjálf-
stæði sitt. Við erum enn of skuldugir öðr-
um þjóðum og undirstöður afkomu okkar
enn svo ótraustar að við eigum töluvert í
land áður en við getum litið svo á, að sjálf-
stæði okkar hafi verið tryggt til frambúðar.
Okkur hefur hins vegar farnast vel í
samskiptum við aðrar þjóðir. Við höfum
ræktað garðinn okkar í samskiptum við
Norðurlandaþjóðir, sem standa okkur næst
sökum sameiginlegrar sögu og menningar-
legrar arfleifðar. Við tókum réttar ákvarð-
anir í heimsstyijöldinni síðari í kjölfar
hernáms Breta og við stigum gæfuspor
með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu og
gerð varnarsamningsins við Bandaríkin.
Tryggir útflutningsmarkaðir fyrir físk-
afurðir eru lykillinn að lífi okkar og af-
komu í landinu. Einnig í þeim efnum hef-
ur okkur farnast vel. Við byggðum upp
traustan markað fyrir afurðir okkar í
Bandaríkjunum. Við áttum góð viðskipti
við Rússa jafnvel þegar kalda stríðið var-
sem harðast. Við höfum smátt og smátt:
styrkt stöðu okkar á Evrópumörkuðum i
m.a. með þátttöku í Fríverzlunarbandalagi i
Evrópu (EFTA) og nú síðast í Evrópskat
efnahagssvæðinu (EES) og síðustu árim
hafa markaðir í Asíu vaxandi þýðingu fyr- -
ir okkur. Við höfum yfirleitt gætt þess,,
að verða ekki um of háðir einu markaðs- •
svæði, þótt Bandaríkjamarkaður hafí ái
tímabili skipt okkur of miklu máli.
Við höfum m.ö.o. byggt upp á þessari i
öld sterka stöðu, bæði pólitískt og við--
skiptalega, með því að láta hagsmuni okk- •
ar sjálfra ráða ferðinni og jafnframt meðl
því að gæta þess að byggja ekki um of ái
samskiptum við einn aðila, hvorki pólitísktt
né í viðskiptum. Vissulega hafa tengslim
við Bandaríkin skipt okkur höfuðmáli áí
síðari hluta aldarinnar en við höfum jafn--
hliða lagt mikla áherzlu á samskipti við3
Norðurlandaþjóðirnar. Þau tengsl hafai
skapað ákveðið jafnvægi í samskiptumi
okkar við Bandaríkin, bæði pólitískt og?
menningarlega.
Nú segja sumir, að tímabært sé að við
gerumst fullgildir aðilar að nýrri ríkjaheild
í Evrópu. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum
utanríkisráðherra Dana, benti réttilega á
það í fyrirlestri hér í Reykjavík fyrir
skömmu, að meginmarkmiðið með sam-
starfinu innan Evrópusambandsins væri
að tryggja frið í Evrópu. Og þá má spyija,
hvort þátttaka okkar sé nauðsynleg til
þess að tryggja frið í Evrópu og jafnframt.
REYKJAVIKUR BREF
Laugardagur 6. ágúst
hvort það þjóni þjóðarhagsmunum okkar
íslendinga að taka svo ríkan þátt í því að
tryggja frið í Evrópu.
Atlantshafsbandalagið var og er sam-
starfsvettvangur þjóðanna beggja vegna
Atlantshafsins. Evrópusambandið er hins
vegar samstarfsvettvangur Evrópuþjóða,
fyrst og fremst meginlandsþjóðanna eins
og sjá má á þeim hörðu deilum, sem jafn-
an hafa staðið í Bretlandi og standa enn
um aðild Breta að ESB. Þátttaka okkar í
Atlantshafsbandalaginu var eðlileg vegna
þess, að þar komu við sögu þjóðir beggja
vegna Atlantshafsins og hún var líka mikil-
vægur þáttur í því að tryggja varnir vest-
rænna þjóða á tímum kalda stríðsins vegna
hemaðarlegrar þýðingar landsins. Hún var
líka mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi
okkar sjálfra á sama tíma og sovézkar
flugvélar og kafbátar voru stöðugt á ferð
í kringum landið.
Evrópusambandið sem friðarbandalag
Evrópuþjóða er ekki ígildi Atlantshafs-
bandalagsins. Það er fyrst og fremst
bandalag meginlandsþjóðanna í Evrópu-
eins og á eftir að koma enn betur í ljós á
næstu árum, þegar athygli þess beinist
að Mið- og Austur-Evrópuríkjum og
tengslunum við Rússland. Er full þátttaka
okkar í slíku bandalagi nauðsynleg til að
tryggja frið á meginlandi Evrópu um alla
framtíð? Þjónar full þátttaka í slíku banda-
lagi þjóðarhagsmunum okkar íslendinga?
100 ára frið-
ur, en hvað
svo?
MEGINLANDS-
þjóðirnar eiga sér
litríka sögu. Þær
hafa risið hátt en á
köflum hefur saga
þeirra verið saga
endalausra styijalda og hörmunga. Sjálf-
sagt telur hver kynslóð sér trú um, að
henni hafí tekizt að finna hina endanlegu
lausn. Töluvert hefur verið úr því gert,
að tekizt hafí að tryggja frið í Evrópu í
meginatriðum í samfellt hálfa öld. Og það
er alveg rétt. Það hefur ekki verið háð
styrjöld á milli evrópskra stórvelda í hálfa
öld.
Þetta langa friðartímabil er hins vegar
ekki hið fyrsta í evrópskri sögu. í nýrri
bók eftir Henry Kissinger, sem nefnist
„Diplomacy" og fjallar um alþjóðastjórn-
mál, minnir höfundurinn á Vínarsáttmál-
ann frá 1814 og segir, að eftir gerð hans
hafí ríkt í Evrópu lengsta tímabil friðar,
sem þekkst hefði í þessum heimshluta:
„Engin styijöld var háð á milli stórveld-
anna í 40 ár og eftir Krímarstríðið 1854
var engin styijöld háð í önnur 60 ár ...
Þetta einstæða ástand var skapað með
þeim hætti, að jafnvæginu varð ekki rask-
að nema með aðgerðum, sem engin þjóð
hafði bolmagn til. En meginástæðan var
þó sú, að meginlandsþjóðirnar tengdust á
grundvelli sameiginlegra hugsjóna og líf-
sviðhorfa. Það var ekki bara pólitískt jafn-
vægi heldur líka siðferðilegt."
A þessu hundrað ára tímabili hafa meg-
inlandsþjóðirnar áreiðanlega trúað því, að
þeim hefði tekizt að skapa slík tengsl sín
í milli, að þeim yrði ekki raskað, að friður
hefði verið tryggður um alla framtíð. En
svo var ekki. í kjölfar þessa langa friðar-
skeiðs brauzt út styijöld í Evrópu, sem
framan af var kölluð styijöldin mikla og
stóð frá árunum 1914 til 1918. Þetta var
ógeðslegt stríð, eins og náttúrlega öll stríð,
en friðarsamningamir, sem gerðir voru í
kjölfar þess, báru í sér frækorn nýrra
átaka, sem hófust með heimsstyijöldinni
síðari.
Öll vonum við, að styijaldarsögu Evrópu
sé lokið. En gleymum því ekki, að það eru
ekki nema fimmtíu ár liðin frá lokum
heimsstyijaldarinnar síðari. Evrópa hefur
búið við frið í helmingi lengri tíma en
þetta og samt sem áður verið lögð í rúst
vegna nýrra hernaðarátaka og það tvisvar
sinnum á þessari öld.
Það er falleg hugsjón, að við eigum að
leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar, í
samstarfi, sem hinn fyrrverandi danski
utanríkisráðherra, minnti réttilega á, að
hófst sem samstarf til þess að koma í veg
-h
HARALDUR Ari og Frank Fannar sóla sig á Austurvelli.
fyrir enn eitt stríð og hefur það auðvitað
að meginmarkmiði. En skiptir það ein-
hveiju máli fyrir þessar þjóðir og skiptir
það einhveiju máli fyrir okkur? Framlag
okkar til friðar í okkar heimshluta felst í
þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu
og veru bandarísks varnarliðs hér enn um
stund. Getum við einhveiju við það bætt?
Tæplega. Við íslendingar verðum aldrei
örlagavaldar í samskiptum meginlands-
þjóðanna í Evrópu. Eins og jafnan áður
skipta Þjóðveijar og Frakkar, Bretar og
Rússar mestu máli í þeim leik.
Einbúinn í
Atlantshafi
VIÐ ERUM EIN-
búar í Atlantshafi
og land okkar er
fyrst og fremst ver-
stöð, hvort sem
okkur líkar betur eða ver. Okkar þjóðar-
hagsmunir eru þeir að búa hér í friði,
byggja upp auðlindir okkar og trausta
afkomu á grundvelli þeirra, lækka skuldir
okkar við aðrar þjóðir og tryggja tilveru
tungu okkar og menningar.
Öryggi okkar höfum við tryggt með
þátttöku í Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamningi við Bandaríkin. A þessum
hornsteinum stefnu okkar í utanríkis- og
öryggismálum verður engin grundvallar-
breyting í fyrirsjáanlegri framtíð. Að sjálf-
sögðu hafa umsvif Bandaríkjamanna hér
minnkað eftir að kalda stríðinu lauk og
vafalaust eiga þau eftir að minnka enn frá
því sem nú er, en varnarsamningurinn við
Bandaríkin er mikilsverð trygging fyrir
öryggi okkar hvernig sem framkvæmd
hans er háttað hveiju sinni.
Á undanförnum árum höfum við lagt
hart að okkur til þess að byggja fiskimið-
in upp á nýjan leik og okkur mun takast
það. Á grundvelli skynsamlegrar um-
gengni um fiskimiðin munum við treysta
afkomu okkar og greiða niður skuldir okk-
ar við aðrar þjóðir. Tunga okkar og menn-
ing er í hættu vegna yfirþyrmandi er-
lendra áhrifa, sem að okkur berast úr öll-
um áttum án þess, að við höfum tækifæri
til að velja og hafna eins og áður. Það er
mikilvægasta verkefni okkar næstu ár og
áratugi að vekja þjóðina til vitundar um
þessar hættur. Það verður ekki gert með
boðum eða bönnum heldur með almennri
vakningu.
Að öðru leyti eru þjóðarhagsmunir okk-
ar þeir að tryggja okkur öruggan aðgang
að þeim mörkuðum, sem máli skipta fyrir
sjávarafurðir okkar, og gæta þess, að
verða aldrei um of háðir einu markaðs-
svæði. Við eigum að rækta Bandaríkja-
markað ekki síður en Evrópumarkað. Við
eigum að gæta þess, að eðlilegt jafnvægi
skapist á milli þessara tveggja stóru mark-
aðssvæða á sama tíma og við reynum að
ná fótfestu í Asíu. Við skulum ekki horfa
framhjá þeim möguleikum, sem við höfum
í Rússlandi, þegar fram líða stundir.
Við höfum tryggt viðskiptahagsinuni
okkar innan Evrópusambandsins með þátt-
töku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu
og höfum fengið tryggingar fyrir því, að
þeir samningar halda, þótt aðstæður ann-
arra þátttökuríkja breytist.
Sagt er, að við einangrumst, ef við ger-
umst ekki fullgildir aðilar að Evrópusam-
bandinu. Hvernig getur sú þjóð verið ein-
angruð, sem heldur uppi líflegum viðskipt-
um í allar áttir, hefur byggt upp trausta
markaði vestan hafs og austan, hefur þeg-
ar hafíð nýtt viðskiptalegt landnám í Ásíu,
á pólitíska og menningarlega samleið með
þjóðum beggja vegna Atlantshafsins,
hvernig getur slík þjóð einangrast, þótt
hún kjósi að standa utan samtaka, sem
hafa að meginmarkmiði viðfangsefni, sem
eru okkur fjarlæg og við höfum lítið um
að segja?
Sagt er, að unga fólkið muni yfírgefa
landið, ef við gerumst ekki fullir aðilar að
samstarfi Evrópuríkja. Unga fólkið yfir-
gefur landið, ef við getum ekki tryggt því
viðunandi lífsafkomu. Aðild að Evrópu-
sambandinu skiptir þar engum sköpum.
Þar ræður mestu, hvernig okkur tekst að
byggja upp og nýta eigin auðlindir. Mörgu
ungu fólki líkar hins vegar illa, að búa svo
fjarri öðrum þjóðum, að eiga þess ekki
kost að komast með auðveldum og ódýrum
hætti til annarra landa. Aðild að Evrópu-
sambandinu breytir engu um legu lands-
ins. Hún verður óbreytt eftir sem áður.
Við höfum veitt þessu unga fólki tækifæri
til þess að mennta sig svo að það stendur
jafnfætis æskufólki frá öðrum þjóðum.
Við höfum með samningum tryggt því
nokkurn veginn jafna möguleika til þess
að skapa sér lífsviðurværi í öðrum löndum.
Hver og einn hefur frelsi til þess að velja:
vill hann búa hér eða þar? Aðild að ESB
breytir þar engu.
Þegar horft er til baka yfir sögu þjóðar-
innar á þessari öld og hagsmuna okkar í
austri og vestri má með fullum rétti spyija:
hvaða erindi eigum við inn í ESB? Og
hvaða erindi eiga ESB-lönd inn í fiskveiði-
lögsögu okkar, sem fullgildir aðilar að
henni?
„Framlag okkar
til friðar í okkar
heimshluta felst í
þátttöku okkar í
Atlantshafs-
bandalag'inu og
veru bandarísks
varnarliðs hér.
Getum við ein-
hverju við það
bætt? Tæplega.
Við íslendingar
verðum aldrei ör-
lagavaldar í sam-
skiptum megin-
landsþjóðanna í
Evrópu. Eins og
jafnan áður
skipta Þjóðverjar
og Frakkar, Bret-
ar og Rússar
mestu máli í þeim
leik. Það getur
gerzt á ný, að
Bandaríkjamenn
skakki þann leik,
ef þörf krefur og
vonandi kemur
ekki til þess en
seta okkar við
þetta borð í þessu
samhengi skiptir
nákvæmlega
engu máli.“
r