Morgunblaðið - 07.08.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 2 7
MIIMIMINGAR
NYBJORG JAKOBS-
DÓTTIR
+ Nýbjörg Jak-
obsdóttir fædd-
ist á Akureyri 28.
febrúar 1906. Hún
lést á Hjúkrunar-
deild Hrafnistu,
Hafnarfirði, 27.
júlí sl. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Friðriks-
dóttir og Jakob
Júlíus Jóhannes-
son, smiður á Ak-
ureyri. Nýbjörg
átti fjóra bræður
og tvíburasystur.
Þau eru öll látin.
Nýbjörg giftist 1926 Vigfúsi
L. Friðrikssyni, ljósmyndara á
Akureyri. Dóttir þeirra er
Hanna Marta Vigfúsdóttir, gift
Birni K. Örvar og eiga þau
þijú börn. Til Hafnarfjarðar
fluttu Nýbjörg og Vigfús 1956,
síðar í Kópavog til dóttur og
tengdasonar og síðast að
Hrafnistu, Hafnarfirði, þar sem
Vigfús lést 1986. Útför Ný-
bjargar fer fram frá Kópavogs-
kirkju mánudaginn 8. ágúst.
MÉR ER ljúft að minnast tengda-
móður minnar, Nýbjargar, nú þeg-
ar hún er látin í hárri elli. Margar
hugsanir leita á hugann og er þar
fyrst að nefna tilhlökkun og jafn-
framt kvíði sem í mér bjó þegar
ég og mín heitbundna Hanna Marta
ókum til móts við verðandi tengda-
foreldra mína, Nýbjörgu og Vigfús
sumarið 1951 að Hreðavatni, þar
sem við biðum þeirra um stund.
Af fyrstu kynnum mátti ráða að
þar fór kona mjög hógvær og vönd
að virðingu sinni. Þessi fyrstu kynni
mín við Nýbjörgu reyndust mér
mikil hamingjustund, mér var tekið
sem ég væri hennar eiginn sonur
og ekki dró þar úr viðtökurnar, sem
ég fékk hjá Vigfúsi húsbónda. Við
nánari kynni mátti merkja að þau
hjón nutu virðingar í höfuðstað
Norðurlands, enda var Vigfús vel
þekktur ljósmyndari þar og víða
um land. Að þeim hjónum stóð
traustur vina- og frændahópur og
heimili þeirra í Oddeyrargötu 34 á
Akureyri stóð jafnan opið vinum
og frændfólki.
Sumarið 1956 flytjast þau bú-
ferlum til Hafnarfjarðar þar sem
Vigfús stundaði áfram iðn sína.
Nú voru þau komin í nálægð við
okkur og börn okkar. Bömin voru
mjög hænd að ömmu og afa og
það er ekki orðum aukið að þau
hafi lagt mikið af mörkum þeim
til fróðleiks og uppbyggingar fyrir
lífið, enda voru Nýbjörg og Vigfús
samstillt og yfirveguð hjón.
I Hafnarfirði leið þeim vel en er
heilsu þeirra tók að hraka fluttust
þau til okkar hjóna í Kópavog. Hjá
okkur dvöldu þau næstu árin uns
þau fengu vist á Hrafnistu í
Hafnarfirði og nutu umhyggju þar.
Vigfús lést 18. maí 1986. Nýbjörg
dvaldi þar áfram og síðustu árin á
hjúkrunardeild þar sem hún naut
einstakrar umhyggju starfsfólks.
Pyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
senda þeim mínar bestu þakkir.
Nýbjörg starfaði um árabil í Odd-
fellow-reglunni, bæði á Akureyri
og í Rb.st. Bergþóru, Reykjavík,
þar sem mannkostir hennar nutu
sín vel.
Ég kveð tengda-
móður mína með virð-
ingu og þökk.
Blessuð sé minning
hennar.
Björn K. Örvar.
Ferðin hófst á horni
Hlíðarvegar og Hafn-
arfjarðarvegar. Við
tókum Hafnarfjarðar-
vagninn, hastan undir
sæti, við gamla sölut-
urninn á Hlíðarvegin-
um. Vagninn brunaði
yfir brúna á skíta-
læknum áleiðis til
ömmu og afa. Það var einmitt heið-
in handan skítalækjarins sem okk-
ur fannst vera augun hennar
ömmu, þegar við horfðum voteyg
suður af barnsraunum okkar,
amma varð alltaf svo glöð að heyra
að við vorum að koma. Hún hafði
auðheyrilega bara setið og beðið
eftir okkur og uppáhaldsrétturinn
okkar, fiskibollur með lauk var rétt
um það bil kominn á pönnuna og
Andrésblöðin þtjú, þau nýjustu
lágu eins og sólir á sófaborðinu og
biðu okkar. Þetta varð því notaleg
og örugg ferð í gegnum Sigtún,
yfir hraunið og við sjoppuna í
Strandgötu í Hafnarfirði stigum
við út, keyptum okkur litaðan safa-
sykur í skrautlegu bréfi, rifum
hornið af og potuðum fingrinum
niður. Á seinfarinni leiðinni upp
bratta Holtsgötuna vorum við að
stinga fingrinum upp í okkur með
eldrauðri eða appelsínugulri sykur-
bráð og horfðum upp í hvern
glugga á húsunum. Þau voru svo
skrítin og gömul og eins og I
Grimmsævintýrunum miðað við
nýbyggingarnar í hverfinu okkar í
Kópavoginum. Börnin í Holtsgötu
voru alltaf uppábúin á sunnudög-
um. Það þekktist varla í Kópa-
voginum. Litlar telpur með stífar
fléttur upp í hnakka og hreinar
svuntur. I albúminu hennar ömmu
var einmitt mynd af lítilli stúlku
með fléttur, alvarleg og vitur augu,
framsettan maga og hvíta svuntu.
Þetta var mynd af ömmu þegar
hún var sjö ára og það var árið
1913. Þessi stelpa var að leika sér
í parís á hverjum sunnudegi á
Holtsgötu og einu sinni heilsuðum
við henni varlega. Hún tók hikandi
undir kveðjuna og okkur brá að
hún skyldi vera af okkar heimi.
En það var óþarfí að flýta sér,
því allt varð undir eins sælt og gott
í veröldinni um leið og hús ömmu
og afa á Hringbrautinni kom í ljós
við enda Holtsgötu eins og musteri
á hæð. Amma sæti áreiðanlega við
gluggann að vanda að bíða eftir
okkur og stundum vingsuðum við
handleggjunum eða töskunni eða
lögðum okkur til smáskrítið göngu-
lag til að hún gæti þekkt okkur
úr krakkaskaranum neðar í göt-
unni. En amma var búin að veifa
til okkar allan tímann. Það sáum
við þegar við loks náðum upp
brekkuna og þegar við komum upp
á pallinn, opnaði hún dyrnar og tók
á móti okkur eins og við værum
fyrirfólk - afi stóð gjarnan ögn að
baki, brosandi. Mikið hlökkuðu þau
til að hafa okkur og þó svo hæg
og róleg að við gátum gefið okkur
góðan tíma til að hugsa hvers við
óskuðum okkur helst, eftir fiski-
bollurnar góðu. Átti maður að
leggjast með tær upp í loft og lesa
Andrés í einni lotu eða skyldi mað-
ur renna umbúðapappírsrúllunni
hans afa eftir gólfinu á endilöngum
ganginum og vatnslita þorp og
eplatré? Fengi maður aftur að
leggja undir sig eldhúsið undir
verslun og lánaða vogina góðu til
að vega sykur og hveiti ofan í
kramarhús? Eða átti maður að nota
daginn til að grúska í svefnher-
bergisskápunum? Það þurfti ekki
lengi að biðja og aldrei að suða -
allt var leyft og öllum uppástungum
undravel tekið. Okkur fannst við
blessuð í bak og fyrir enn og aftur.
Eftir erilsaman dag sofnuðum
við vært undir hvítri sæng í rúmi
afa og ömmu við notalegt sýsl
ömmu í stofunni. Hún var að taka
saman rólega og ganga frá svo við
gætum hafið daginn snemma. Guðs
englar sátu allt um kring.
Við kveðjum nú ömmu með þökk
fyrir það vegarnesti sem hún og
afi gáfu okkur og sem vegur æ
þyngra eftir því sem við eldumst.
Umburðarlyndi þeirra, þolinmæði
og skilyrðislaus elska lifir með okk-
ur varanlega og einnig sem fyrir-
mynd. Við vonum að okkar eigin
börn megi einnig njóta góðs af.
Þannig vildum við votta þeim
ömmu og afa virðingu okkar og
þakklæti.
Elsku amma, far þú í friði og
blessuð sé minning þín.
Björg, Kjartan og
Björn Lárus.
Blómastofa
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helga
Skreytingar við öll tili
Giafavörur.
LEGSTEINAR
MOSfllK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
ÚTSALAN
3
ER HAFIN SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN VILHJÁLMUR JÓNSSON
listmálari,
frá Möðrudal,
Hverfisgötu 67,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.30.
Jón Aðalsteinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
EVU ÓLAFSDÓTTUR,
Óslandi,
Höfnum.
Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki Reykjalundar og SÍBS.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Jóhannesdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞÓRDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Meiritungu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands.
Ragnar Marteinsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar systur okkar,
EBBU TRYGGVADÓTTUR,
sem lést á Elliheimilinu Grund 24. júlí.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar.
Fyrir hönd systkina,
Svava Tryggvadóttir.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKARPHÉÐINS DALMANNS
EYÞÓRSSONAR,
fyrrv. framkvæmdastjóra
Hópferðamiöstöðvarinnar,
Asparfelli 4,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabba-
meinsdeildar Landakotsspítala.
Sigurmunda Guðmundsdóttir,
Sigurður Dalmann Skarphéðinsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Hólmfríður Guðrún Skarphéðinsdóttir, Agnar Magnússon,
Sigurmunda Skarphéðinsdóttir, Eggert ísólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
KRISTINS SVANSSONAR,
Fannafold 155,
Reykjavík.
Díana Vera Jónsdóttir,
Rakel Ósk Kristinsdóttir,
Einar Geir Kristinsson,
Arnar Logi Kristinsson,
Hlíf Kristinsdóttir,
Málfríður Kristjánsdóttir,
Magnfrfður Svansdóttir,
Aðalheiður Svansdóttir,
Sigrfður Einarsdóttir,
Svan Magnússon,
Helgi Bjarnason,
Arne Skarp,
Bjarni Bjarnason,
Jón Geir Árnason.