Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 28

Morgunblaðið - 07.08.1994, Page 28
28 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 INGVAR AXELSSON + Ingvar Axels- son fæddist 28. október 1923 í Stóragerði í Hörg- árdal í Eyjafirði. Hann lést á gjör- gæsludeild Borgar- spítalans 29. júli síðastliðinn. For- eldrar hans voru Axel Guðmunds- son, bóndi í Stóra- gerði og kona hans Lilja Hallgríms- dóttir. Axel og Lilja eignuðust sex börn. Eftirlifandi systur Ingvars eru Stefanía, Sigríður og Lilja. Anna, systir hans, lést 1942 og Guðmundur, bróðir hans lést 1979. Ingvar kvæntist 30. mars 1946 eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu Guðmundsdóttur, f. 16. janúar 1920. Foreldrar Þor- bjargar voru hjónin Bjarnveig Guðjónsdóttir og Guðmundur Þoríáksson, Seljabrekku í Mos- fellssveit. Börn Ingvars og Þor- bjargar eru Gunnar, Kristbjörg Ásta og Bjarnveig. Ingvar var um tíma umsjónarmaður Ár- bæjarsafns en frá árinu 1971 og til árs- loka 1992 starfaði hann sem fulltrúi garðyrkjustjóra í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju á morgun. NÚ ER hann Ingvar tengdafaðir minn dá- inn. Þótt við værum farin að gera okkur grein fyrir því hvert gæti stefnt varð áfallið engu minna enda Ingvar búinn að vera einn af þessum föstu punktum í lífí fjölskyldunnar sem alltaf var hægt að ganga að vísum. Ingvar veiktist skyndilega fyrir skömmu og var síðan búinn að fá nokkur áföll sem hann hafði staðið af sér með einstökum þrótti. En að lokum varð hann að láta í minni pokann. Það er alltaf sársaukafullt fyrir aðstandendur þegar dauðinn MINNINGAR ber svo óvænt að dyrum. Það er þó huggun harmi gegn að stríðið stóð ekki lengi og eftir stendur minning um mann í fullu fjöri. Ég kynntist Ingvari fyrir tæpum tveimur áratugum. Þá bjó fjölskyld- an í gömlu og fallegu bárujárns- húsi við Grettisgötuna en þau höfðu þá nýlega gert húsið upp. Síðar fluttust þau hjón í Drápuhlíðina. Mér var strax tekið eins og einum úr íjölskyldunni og urðu kynni okk- ar Ingvars náin. Samskipti fjöl- skyldu minnar við „afa og ömmu í Drápuhlíðinni" voru líka alltaf mik- il enda leið varla sá dagur að ekki væri a.m.k. litið inn í kaffi hjá þeim eða þau kæmu í heimsókn til okk- ar. Við ferðuðumst einnig mikið saman bæði innan lands og utan. Hjá Ingvari og Þorbjörgu var gestkvæmt og þar safnaðist fjöl- skyldan þeirra saman. Barna- og bamabarnabörnin voru orðin fjöl- mörg og oft var þar líf og fjör. Ingvar var einstaklega barngóður og ég veit að bömin eiga eftir að sakna hans innilega. Hann hafði þá eiginleika að geta gefið á óeigin- gjarnan hátt af sjálfum sér. Börnin sóttu til hans og hann gaf sér allt- af tíma til að sinna þeim og honum þótti vænt um þau. Ingvar var hagleiksmaður og smíðar áttu hug hans allan. Margar voru stundimar sem hann átti úti í skúr með smíðadótinu sínu. Úr þeirri smiðju komu margir hlutir sem eiga eftir að minna okkur á tilvist hans um ókomin ár. Þegar við Veiga fómm að byggja okkur þak yfir höfuðið þurfti ekki að leita eftir hjálp Ingvars. Hann var boðinn og búinn til að hjálpa frá fyrstu stundu. Á þessum tíma vomm við oft tveir einir saman og þá kynntist ég vel hvaða mann Ingvar hafði að geyma. Hann var ósérhlífinn og mikil hamhleypa til vinnu, unni sér vart hvíldar fyrr en hverjum verk- þætti var lokið og þurfti hann þá stundum að ýta við unga manninum ef honum þótti ekki nógu vel ganga. Það litla sem ég kann til slíkra verka á ég Ingvari að þakka. Hann var einn af þessum mönn- um sem hafði gengið í gegnum skóla lífsins og lært. Alinn upp í sveit og stundaði hin margvísleg- ustu störf til sjávar og sveita. Slíkt mótar menn og gerir þá sjálfbjarga og úrræðagóða enda var gott að leita til Ingvars með flesta hluti. Ingvar var vel lesinn sérstaklega á íslenskar bókmenntir jafnt nýjar sem gamlar. Oft undraðist ég Newcastle var vinsæl í fyrra en núna er hún á toppnum Á tímabilinu 13. október til 28. nóvember verðum við með Newcastleferðir alla fimmtudaga og mánudaga. Miðað við eftirspurn í fyrra er spurningin ekki hvort þær fyllast heldur hvenær. Þess vegna er ráðlegt að panta strax. VERSLUN4MWORC - MENNIN6*ÁF'*OM •/ Newcastle er talin í hópi allra bestu verslunarborga Evrópu. Vöruverð er ótrúlega lágt sem sést best á því, að Skotarnir flykkjast þangað í verslunarferðir! Þar er Eldon Square með yfir 140 verslanir og Metro Center, stærsta verslunarmiðstöð Evrópu, með yfir 300 verslanir. (íslendingar njóta þar allt að 10% afsláttar!) %/ Menningarlíf er blómlegt, tónleikar, leikhús og söfn skipta tugum og veitingastaðir eru alþjóðlegri en annars staðar; kínverskir, afrískir, grískir, mexíkóskir og thailenskir svo dæmi séu nefnd. */ Skoðunarferðir og kvöldferðir standa farþegum okkartil boða; miðaldaveislur, víkingasafn, markaðir, kastalar og þjóðlagakvöld, auk úrvals golfvalla og bílaleigubíla til allra átta. V Síðast en ekki síst eru fáir staðir þægilegri og fallegri en einmitt Newcastle fyrir þá, sem vilja fyrst og fremst slappa af og njóta lífsins með því að borða góðan mat, fara á tónleika, skreppa í leikhús, líta inn á kaffihús og skemmta sér með iífsglöðu fólki á góðri krá. »/ Newcastle á eftir að koma þér skemmtilega á óvart! FYRSTA FLORRS 6ISY1N6 -HACSTÆ VEl© iRÁRÆiiJBd ðOLFVELLIH VfS* AJ.L J HÆFI. Si; áDMM&HFEItMlt 06 SREMMTAHIR. SÖFH ©6 SVHIHCAR. NEfCASTLE stærsta verslunarmiðstöð Evrópu - og meira til! FERÐAVEISLA HAUSTSINS- ALÍS, SÍMI 652266 MORGUNBLAÐIÐ hversu ljóslifandi söguþráðurinn var honum og hversu næmt skyn- bragð hann bar á innihaldið. Einnig fylgdist hann mjög vel með lands- málunum, setti sig vel inn í mál líð- andi stundar og myndaði sér ávallt ákveðna skoðun á málefnum hveiju sinni. Ég og fjölskylda mín minnumst hans með hlýju og þakklæti og ég veit að það sama gildir um alla fjöl- skyldu Ingvars. Kæra Þorbjörg, þið voruð sam- hent hjón og missir þinn er mikill. Þótt þú eigir á brattann að sækja nú um stund þá veit ég að styrkur þinn og minningin um mætan mann munu hjálpa þér yfir erfiðasta hjall- ann. Magnús V. Jóhannsson. Einhveiju sinni er ég var á ferð í Eyjafirði lagði ég leið mína í Hörg- árdal þeirra erinda að leita þar uppi eyðibýli, er bar það virðulega nafn Stóragerði, en þar hafði vinur minn og samstarfsmaður Ingvar Axelsson fæðst og alist upþ. Meira vissi ég nánast ekki um fortíð hans. Hann var að eðlisfari ekki málgefinn mað- ur og síst um eigin hagi. Á korti sem ég hafði meðferðis fann ég nafn þessa býlis og stóð það í einum af inndölum Hörgárdals og hét sá Myrkárdalur. Kunnugiegt nafn úr þjóðsögunum. Mín ferð var á sólblíð- um sumardegi, eins og jafnan er í Eyjafirði, þegar ferðalangar gera sér ferð þangað. En þarna inni í Hörg- árdalnum voru há og brött fjöll á alla vegu og skuggar þeirra teygðu sig niður í dalinn. Það var heldur hráslagalegt að líta inn í Myrkárdal- inn og aldrei náði ég að finna þann stað er ég taldi líklegt að Stóra- gerði hefði verið. Kannski ekki náð nógu langt fram í dalinn, en hann var merktur fremstur bæja. Ekki virtist þarna búsældarlegt og ég gat vel hugsað mér hvílik snjó- þyngsli væru þama að vetrinum og erfitt um alla aðdrætti. í Stóragerði bjuggu fjóra fyrstu áratugi þessarar aldar hjónin Áxel Guðmundsson og kona hans Lilja Hallgrímsdóttir. Komu þau upp sex börnum, fjórum dætrum og tveimur sonum. Engu af þessu fólki kynntist ég nema Ingvari og þegar ég hitti hann á vinnustað okkar að lokinni norður- ferð minni og sagði honum frá leit minni að bemskuslóð hans þá brosti hann aðeins og sagði: „Það tók því eða hitt þó heldur. Þangað rekur mig ekkert ótilneyddan." Það sagði mér nóg um hvemig þarna hefur verið að dvelja. Og það varð aldrei síðar að umræðuefni okkar. Hörgul- nafnið hefur trúlega verið réttnefni allt frá fyrstu dögum byggðar í landinu. Umbyltingin sem varð í lok síðari heimsstyijaldar hér á landi, mun einna fyrst hafa farið að segja til sín í sveitum Eyjafjarðar. Þau umbrot hafa ekki farið framhjá ungmennunum í Myrkárdal. Ingvar fékk fljótlega áhuga fyrir öllum landbúnaðarvélum sem komu á markað og náði fljótt undraverð- um árangri að vinna me,ð þessum tækjum og var eftirsóttur til starfa hjá öllum ræktunarsamböndum ná- lægra byggðarlaga og fyrr en varði var hann fenginn til að vinna á slík- um tækjum í öðrum landsfjórðung- um. Vorið 1945 var hann kominn suður á Kjalames og í Mosfells- sveit. Á Seljabrekku hitti hann Þor- björgu, dóttur hins kunna bónda Guðmundar Þorlákssonar. í Moe- fellsdalnum fannst Ingvari hann alla tíð eiga sinn samastað eftir það. Þar byggðu þau ungu hjónin sér lítið íbúðarhús á fyrsta sambúð- arári í Seljabrekkulandi, en atvik réðu því svo að þar var búseta þeirra ekki til frambúðar. Ingvar gerðist starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur og var við jarðboranir eftir heitu vatni, en þar varð hann fyrir vinnu- slysi nokkrum árum síðar og átti við langvarandi veikindi að stríða. Á þeim árum kynntumst við. Þegar hann hafði náð sæmilegri heilsu fékk ég hann til að sinna ráðs- mannsstarfi við Árbæjarsafn og varð það heilladijúgt fyrir safnið, eins og lesa má um í Söguspegli, riti sem kom út árið 1992 á vegum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.