Morgunblaðið - 07.08.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994 33
BRÉF TIL BLAÐSINS
FRÁ lýðveldishátíð á Þingvöllum 1994 - Þjóðhöfðingjar Norðurlanda
fyigjast með hátíðardagskrá. I baksýn fólksfjöldinn í brekkunni.
Hugsanir o g tilfinn-
ingar Islendings á
17. júní 1994
Frá Liselotte Sigen Guðjónsson
ÞAÐ ER erfitt að vera íslendingur
á svona hátíðisdegi, ef maður býr
erlendis.
Lífið er gott hérna. Allt er grænt,
allt blómstrar í kringum mann. Það
er hlýtt úti, eitthvað um 25 gráður,
fuglarnir syngja, og það er hægt
að „grilla“ úti á hverju einasta
kvöldi. En samt vantar eitthvað í
þessa sveitasælu. Eitthvað er það
sem kvelur mig í dag, og ég veit
að það er heimþráin. Heimþráin til
föðurlandsins, heimþráin til lýðveld-
isins, sem er 50 ára gamalt í dag.
Ef til vill er mér líka svo þungt um
hjarta, því faðir minn dó á þessum
degi fyrir fáeinum árum.
Eg væri til í að gefa helmingin
af trjánum, sem standa í garðinum
mínum fýrir dálítið hraun og útsýni
yfir Þingvelli. Ég myndi gefa meira,
ef ég gæti verið í dag á Þingvöllum,
viðstödd, hátíðina, sem fer fram
með um 60 þús. manns. Með 60
þúsund góðum íslendingum, sem
taka þátt í sögu og þróun íslands.
Góðir landar, þið sem voruð við-
staddir á Þingvöllum, mikið eigið
þið gott að geta verið heima á litla
skerinu á svona hátíðarstundu.
Þessi litla þjóð og landið okkar
er hrikalegt, ofsalegt og dásamlegt.
Mér finnst einhvern veginn að ég
hafi svikið þig, þegar ég fór frá
þér. En þú föðurland mitt nærð
tökum á mér aftur, og ég er sam-
þykk því. Góði vinur Island.
Til hamingju með afmælið. Vertu
áfram eins og þú alltaf hefur verið,
heiðarlegur, sterkur, hreinskilin og
það sem er mikilvægast þú ert frjáls
og þinn eigin herra.
ÞÍN VINKONA LISA SIGEN,
Höckel, Þýskalandi.
Utihátíðir, áfengi
og kynlíf unglinga
Frá Daniel Þorsteinssyni:
ÁVALLT ÞEGAR líður að versl-
unarmannahelginni rekur taumlaus
gróðahyggja menn út úr skítugum
skúmaskotum eigin hugsana til
þess að halda villtar útihátíðir. Frí-
helgi verslunarmanna er þannig
orðin að martröð margra foreldra
sem þessa helgi missa allt taum-
hald á börnum sínum. Villt líferni
sem ávallt hefur verið fylgifiskur
útihátíðanna lokkar þá unglinga,
sem eru vart komnir af barnsaldri,
til sín. Forráðamenn útihátíðanna
bera þar mikla siðferðislega ábyrgð,
ábyrgð sem þeir eflaust telja sig
þó ekki eiga að bera. Gróðafíkn og
ræsismórall rekur þá áfram, allt er
því leyfilegt svo lokka megi ungl-
ingana á „svæðið".
Með þetta í huga fara svo ungl-
ingarnir á umræddar útihátíðir með
áfengi í farteskinu. Áfenginu, þeim
görótta drykk, er svo ætlað að losa
um þær hömlur sem siðferðiskennd
hvers og eins setur viðkomandi. En
hverskonar helgi er verslunar-
mannahelgin hjá þeim unglingum
sem hafa áfengi um hönd? Ég tel
að margir foreldrar veigri sér við
að hugsa þá hugsun til enda.
En bíðum nú við! Hvað er svo
slæmt við útihátíðirnar að foreldrar
þurfi að skammast sín fyrir það sem
þar gerist? Jú, flestar útihátíðirnar,
þar sem áfengi er haft um hönd,
eru einar allsherjar kynlífs- og
drykkjuhátíðir. Líkast til verður
verslunarmannahelgin í ár engin
undantekning þar á. Um þessa helgi
mun því mörg stúlkan tapa mey-
dómi sínum og pilturinn sveindómi
sínum, þ.e.a.s. ef sakleysið er þá
ennþá til staðar.
Margur spyr sig eflaust hvort,
þetta sé eitthvert tiltökumál nú á
tímum fijálslyndis (ijöllyndis) í kyn-
ferðismálum. Ég tel svo vera, því
ég veit að margur unglingurinn fer
særður bæði á sál og líkama frá
þessum „hátíðum“. Það getur vart
talist eðlilegt að fara eitthvert á
útihátíð, hitta þar einhveija per-
sónu, eiga við hana skyndikynni
(mök) og sjá hana svo ekki meir.
Þetta er líferni (lauslætið) sem að
lokum dregur margan manninn inn
í óhamingjusama sambúð ineð til-
heyrandi óöryggi og lausung.
Með tilkomu alnæmis hefur íjöl-
lyndið svo einnig leitt margan
manninn til dauða. Það er því nötur-
legt að hér skuli vera átakshópur
alnæmissmitaðra á vegum land-
læknisembættisins sem ekki berst
gegn lausung unglinga, heldur sam-
þykkir ástandið með svokölluðum
„jákvæðum áróðri“, þ.e. réttlætii
lauslæti unglinga, bara að þeir not
smokkinn. Einnig er það ámælis-
vert að stígamótakonur skuli á for-
sendum nauðgana á útihátíðun
boða unglingunum val um kynlíf
strákarnir þurfi bara að vita hvenæi
„nei“ þýðir „nei“ hjá stelpunum
Áð öðru leyti sé kynlífsflippið bars
hið besta mál, svo lengi sem smokk-
urinn fylgir ,jáinu“.
Stígamótakonur, samtök alnæm-
issmitaðra og landlæknisembættic
liafa þannig, í blóra við vilja margrc
foreldra, hvatt unglinga til kynlífs
með smokkagjöfum á útihátíðum
Stóðlífsupplifun íslenskra ung-
menna á útihátíðum hefur þannig
fengið opinberan réttlætisstimpi
stígamótakvenna, samtaka alnæm-
issmitaðra og landlæknisembættis-
ins, bara að „öryggið" sé sett t
oddinn. Já svona er ísland í dag.
DANIEL ÞORSTEINSSON,
Mávahlíð 31, Reykjavík.
Röskva og rang’nefni
Frá Borgari Þór Einarssyni:
FÖSTUDAGINN 15. júlí sl. gaf að
líta á síðum þessa blaðs bréf frá
ungum manni, Davið Loga Sigurðs-
syni, sem titlar sig sagnfræðinema
við Háskóla íslands. Efni bréfsins
kemur mér fyrir sjónir sem viðleitni
sagnfræðinemans til að finna sjálf-
um sér samastað í einhveijum hópi
eða ímyndaðri fylkingu og um leið
að upphelja þá fylkingu og yfirfæra
hana á heila kynslóð, kynslóð sem
hann kýs að ráði stjórnmálamanns
af' Seltjarnarnesi að kalla Röskvu-
kynslóðina. Þetta er athyglisverð
viðleitni, en því miður, fyrir sagn-
fræðinemann, er hún dæmd til að
mistakast.
Arfleifð
Sagnfræðineminn tekur 68’-kyn-
slóðina til samanburðar og segist
ekki lengur þurfa að öfunda hana
fyrir hennar arfleifð því hann sé
sjálfur þátttakandi í að skapa arf-
leifð. Þetta er undarleg niðurstaða
hjá drengnum, því eins og allir vita
boðaði 68’-kynslóðin ást, frið og
hamingju til handa öllum mönnum
en Röskva er afmarkaður hópur
félagshyggjufólks í Háskóla ís-
lands. Þó svo að mér þyki ekki
mikið til 68’-kynslóðarinnar koma
hvað þá að ég líti til þeirra með
lotningu, þá verð ég nú samt að
segja að það er ólíkt göfugra mark-
mið að útbreiða ást, frið og ham-
ingju en að sameina sundurleita
vinstrimenn.
Þá opinberar sagnfræðineminn
vanþekkingu sína á íslensku samfé-
lagi þegar hann spyr eins og barn:
- Af hveiju ættu menn ekki að
geta starfað saman þegar úr há-
skóla kemur? -, og vísar þar til
samstarfs félagshyggjufólks úr
Röskvu við stjórn Stúdentaráðs.
Það er auðvitað deginum ljósara
að auðveldara er að vinna saman
þegar hagsmunasviðið er eins tak-
markað og hjá Stúdentaráði heldur
en það er þegar landsmálin eru
annars vegar. Þar að auki ætti
sagnfræðineminn að vita betur en
margir aðrir að samtök vinstri-
manna í landsmálum ganga ekki
upp, það segir sagan okkur.
Öryggisleysi
Já, ég held að sagnfræðineminn
ungi ætti heldur að íhuga fræðin
sín betur en að velta stöðugt vöng-
um yfir því hvaða kýnslóð hann til-
heyri. Það er auðvitað erfitt fyrir
suma að þjást af öryggisleysi vegna
óvissu um það hvaða kýnslóð þeir
tilheyra og hvað þeir eigi nú að
segja barnabörnunum sínum en það
er hins vegar miklu verra að telja
sjálfum sér trú um að maður til-
heyri kynslóð sem er í raun ekki
kynslóð heldur afmarkaður hópur
fólks sem hefur svipaðar pólitiskar
skoðanir og starfar saman á há-
skólaárum sínum.
Tvennt vil ég ráðleggja þér, kæri
sagnfræðinemi. í fyrsta lagi skaltu
í framtíðinni ekki trúa öllu sem
stjórnmálamaðurinn af Seltjarnar-
nesinu segir, líkt og það væri meitl-
að í stein, það kann ekki góðri lukku
að stýra. í öðru lagi skaltu rækta
sjálfan þig sem sterkan og sjálf-
stæðan einstakling en ekki sem
hluta af ímyndaðri fylkingu sem á
ekkert skylt við hugtakið kynslóð.
BORGAR ÞÓR EINARSSON,
Granaskjóli 20,
nemi við Menntaskólann
í Reykjavík.
IFÆRIÐ!
ag, nýsttu þé>t foáftœ’tt
siðsumartilboð:
Mánaðarkort í leikfimi
(ótakmörkuð mæting)
10 tíma Ijósakort
ýmM
ÁGÚSTU OG HRAFNS
SKEiFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868
Vertu á undan haust„traffíkinni“
drífðu þig af stað í líkamsræktina
og gríptu þetta frábæra tækifæri.
Hringdu til okkar í síma
68 98 68 og láttu senda þér
stundaskrá og bækling!
fitumæling m. ítarlegum
niðurstöðum
Fullt verð 8.550.-
Okkar tilboð aðeins