Morgunblaðið - 07.08.1994, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
- %
Til sölu glæsileg og rúmgóð 4ra herb.
íbúð í Fellsmúla 18. Ein íbúð á stiga-
palli. 3 svefnherb., þar af eitt forstofu-
herb. Sérhiti. Húsið er allt nýmálað
og sprunguviðgert. Suðursvalir.
Upplýsingar fást hjá:
KAUPMIÐLUN h.f.
Austurstræti 17-101 Reykjavík
Fellsmúli 18 2.h.t.h.
S: 621700
Opið hús - Álftamýri
í dag frá kl. 15-17
Glæsil. endaíb. á 2. hæð að Álftamýri 8 sem nú er 3ja
herb. en er samþ. 4ra herb. Nýl. eldh. Parket á gólfum.
Nýmáluð. Mjög stór geymsla í kj. íb. er laus. Áhv.
húsbr. um 4 millj. og lífeyrissjóðsl. um 600 þús. Hag-
stætt verð nú, hækkun framundan.
FJÁBFESTING
FASTEIGN ASALA"
Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250
Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson hdl.
!
.V
"STOFBSETT 19SS
M FASTEIGMAMIÐSTOÐIIU " jSt
5KIPH0LTI 50B - SÍMI 62 20 30 - FAX 62 22 90
Fagrihvammur 10315
Til sölu jörðin Fagrihvammur við Berufjörð, Suður-Múla-
sýslu rétt utan við Djúþavog. Á jörðinni er gott íbúðar-
hús 80 fm að grunnfl. ein hæð og ris sem skiptist í 5
herb., eldh., baðherb. o.fl. Húsið stendur undir stuðla-
bergshlíð og er bæjarstæðið mjög fallegt. Útihús eru
fjárhús, fjós og hlaða. Tún um 30 ha. Jörðin á land að
sjó. Gott bátalægi. Einnig er salthús sem stendur niður
við sjó. Fyrir landi jarðarinnar er eyja. Einnig lítil á með
lítisháttar bleikjuveiði. Töluvert æðarvarp, var um 70
kg af hreinsuðum dún. Mikið af náttúrusteinum m.a.
japís, bergkristallar, geislasteinar o.fl. Einstæð nátt-
úrufegurð. Nánari upplýsingar hjá eiganda í síma
91-31322 eða á skrifstofu FM sími 91-622030.
Eskiholt II - Borgarfirði 10323
Til sölu jörðin Eskiholt II, Borgarhreppi, Mýrarsýslu.
Um er að ræða vel uppbyggða jörð í fullum rekstri.
Byggingar m.a. nýl. fjós og myndarl. íbúðarhús. Framl.
réttur í mjólk rúmir 80 þús. lítrar. Mjög áhugaverð stað-
setn. í landi jarðarinnar hefur m.a. verið skipulagt svæði
fyrir sumarhús á mjög skemmtil. stað og er þar nú
þegar nokkur fjöldi húsa. Heildar landsstærð tæpir 400
ha. Lítilsháttar veiðihlunnindi. Myndir og nánari uppl.
á skrifstofu FM.
Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignas.
]
i
■»
i*
Skildinganes 36,
Reykjavík.
Vorum aö fá í sölu parhús á þessum eftirsótta stað.
Húsið er mjög vel staðsett á sjávarlóð. Komiö inn í góða forstofu, þaðan í
gesta wc, hol, borðstofu og eldhús með góðum innréttingum, búr innaf
eldhúsi. Gengrö niöur 1/2 hæö þar er 1 herb., rúmgóö stofa og skáli,
útgangur út á góða suövesturverönd. Frá þessari hæö er farið niöur i
kjallara sem er nýttur undir tómstundaherb. o.tl. Frá holi er gengið upp 1/2
hæö þar sem er sjónvarpshol, 2 barnaherb., hjónaherb. meö fataherb.
innaf og útgang út á stórar suðursvalir, baðherb. og þvottaherb. Öll
gólfefni og innréttingar mjög vandað. Verð 16,5 millj.
ÞINGHOLT
Suðurlandsbraut 4a sími 680666
I DAG
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
SPIL dagsins kom upp í
leik Svía og Pólverja á EM
yngri spilara og er
skemmtilegt dæmi um þann
kjark og hugmyndaríki sem
einkennir sagnir ungra
manna.
Vestur gefur; enginn á
hættu. XI ,
Norður
♦ 8
¥ 2
♦ Á10965
♦ G109743
Vestur Austur
♦ D10743 ♦ KG9
¥ Á54 IIIIH ¥ K106
♦ KD7 1111,1 ♦ 84
♦ ÁD ♦ K8652
Suður
♦ Á652
¥ DG9873
♦ G32
♦ -
Vestur Norður Austur Suður
Fredin Chmurski de Kniff Puczynski
1 lauf* 2 grönd** Dobl 3 lauf(!)
3 grönd Pass Pass Pass
Pass
♦ sterkt
** láglitir
Hugmynd Puczynskis með
þriggja laufa sögninni var
tvíþætt. Hann bjóst við dobli
og ætlaði að breyta í þijá
tígla, sem hann hafði ekkert
á móti að spila doblaða. En
fyrst og fremst var hann að
undirbúa vömina gegn hugs-
anlegum 4 spöðum mótheij-
anna. Hann vildi lauf út gegn
þeim samningi.
En þessi aðgerð mis-
heppnaðist gjörsamlega þeg-
ar vestur sagði þijú grönd.
Útspil norðurs var að sjálf-
sögðu lauf og sagnhafi fékk
10 slagi, en eins og sést, er
tígulútspil banvænt!
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Miechow. Bjömlund Pazur Carisson
1 spaði Pass 2 lauf 2 hjörtu
Pass Pass ' 2 spaðar Pass
4 spaðar Pass Pass Dobl(!)
Redobl Pass Pass Pass
Aðgerð Carlssons heppn-
aðist hins vegar fullkom-
lega. Norður skildi doblið
réttilega sem útspilsvísandi
og kom út með laufþrist.
Carlsson trompaði, spilaði
makker inn á tígulás og
fékk aðra stungu. Bókin
mætt og trompásinn í holu.
SKAK
Umsjón Margcir
Pctursson
ÞAÐ ER ekki oft sem
reyndur stórmeistari verður
að leggja niður vopn gegn
titillausum skákmanni eftir
aðeins 15 leiki. Þetta gerð-
ist þó á búlgarska meist-
aramótinu í vor. Hvítt: J.
Radulski (2.375), svart:
Wasil Spasov (2.540), Sik-
ileyjarvörn, 1. e4 - c5, 2.
Rc3 - Rc6, 3. Bb5 - Rd4,
4. Bc4 - e6, 5. Rge2 -
Rf6, 6. 0-0 - a6, 7. d3 -
d5?, 8. exd5 - exd5
Sjá stöðumynd
9. Rxd5! - Rxd5,10. Rxd4
- cxd4, 11. Dh5! (Hvítur
fær nú manninn til baka
með vinningsstöðu, því 11.
- Be6 má svara með 12.
Hel. Stórmeistarinn reyndi
að halda í manninn með
hrikalegum afleiðingum:)
11. - Re7, 12. Dxf7+ -
Kd7, 13. Hel! - Kc6, 14.
Bg5 - b5, 15. Df3+ og
svartur gafst upp. Spasov
var lang stigahæstur kepp-
enda en þessi útreið hafði
slæm áhrif á hann og hann
hlaut aðeins 6 v. af 13
mögulegum. Alþjóðlegi
meistarinn Deltsjev sigraði
óvænt með yfirburðum.
Hann hlaut 9‘/2 v. en stór-
meistarinn Dontsjev og
Kolev urðu næstir með 8 v.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Húsið á sléttunni
HAFLIÐI Helgason
hringdi til Velvakanda
sárreiður yfir þeirri þjón-
ustu sem hann fékk á
veitingastaðnum „Húsið
á sléttunni" fyrir austan
fjall. Hann var á ferða-
lagi með fjölskylduna í
fyrsta skipti í sjö ár og
var þetta fyrsti veitinga-
staðurinn sem þau sóttu.
Þau tóku eftir því að út-
lendingar sem þar voru
fengu afbragðs þjónustu
en þegar kom að þeim
kom annað hljóð í strokk-
inn. Greiðviknin var ekki
söm ef landinn var ann-
ars vegar. Hvæst var á
þau, þjónusta var öll lé-
leg og sagðist hann aldr-
ei hafa upplifað slíkt hér
á landi. Hann kvartaði
yfir þessu við eigandann
sem sagði að starfsfólkið
væri þreytt. En hann
sagðist hafa farið með
fjölskylduna á kjúklinga-
stað við Selfoss og þar
hefði verið vel tekið á
móti þeim, þjónustan frá-
bær, matur vel útilátinn
og allir ánægðir.
Tapað/fundið
Hjól fannst
SVART kvenreiðhjól
fannst á Miklubraut á
móts við Landspítala að-
faranótt sl. fimmtudags.
Hjólið fæst afhent gegn
greinargóðri lýsingu.
Uppl. veittar í síma
643938 (símsvari).
Lás fannst
SVARTUR veglegur,
plasthúðaður hjólalás
fannst sl. miðvikudag
v/Shell bensínstöðina á
Miklubraut. Eigandinn
má vitja hans í síma
687020 á daginn.
Myndavél tapaðist
HYUNDAI-myndavél
með filmu í tapaðist í við
sundlaugina á Blönduósi
sl. sunnudagskvöld. Skil-
vís finnandi vinsamlega
hafi samband í síma
23180 eða 32474.
Týnt úr
KVENMANN SÚR með
svartri leðuról týndist á
leiðinni frá Stýrimanna-
stíg að biðstöðinni
v/Hofsvallagötu. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 14465.
Glói er týndur
GULBRÖNDÓTTUR
fressköttur, eyrnamerkt-
ur og með hálsól, hvarf
úr gæslu í Fannafold sl.
laugardag. Hann er lík-
lega einhvers staðar á
Grafarvogssvæðinu. Geti
einhver gefið uppl. vin-
samlega hringið í síma
656897 eða 675563.
Kettlingar fást
gefins
SVÖRT og hvít læða,
falleg og þrifin þarf að
komast á gott heimili.
Uppl. í síma 14234.
Kettlingar fást
gefins
ÞRIGGJA mánaða högni
fæst gefins. Uppl. í síma
12549.
Víkveiji skrifar...
Skin og skúrir. Fátt lýsir íslenzka
sumrinu betur en þessi tvö
orð. Sumarið 1994 er engin undan-
tekning í þeim efnum, skýföll og
sólarglennur í bland. Og veðra-
brigðin snögg og tíð. Þegar bezt
lægur er þó íslenzka sumarið sann-
kallaður heilsu- og gleðigjafí.
Skin og skúrir skiptust síður en
svo jafnt á landsmenn þá marg-
’rægu útilegudaga, sem enn kallast
’ríhelgi verzlunarfólks. Reyndar
ikilar engin starfsstétt meiri vinnu
íúorðið þessa eigin „frídaga“ en
/erzlunarmenn. Rok og rigning
•éðu ríkjum sumsstaðar. Sól og
stafalogn féllu öðrum í hlut. Það
er enginn jöfnuður í ráðslagi veður-
guða.
XXX
Siglfirðingar söltuðu síld upp á
gamlan máta fyrir um sex
þúsund gesti í sólskini og blíðu um
leið og þeir vígðu veglegt síldar-
minjasafn þessa daga. En á næstl-
iðnu ári voru einmitt 90 ár síðan
síldveiðar hófust með herpinót og
síldarsöltun hófst í Siglufirði.
Þegar bezt lét í síldarævintýrinu
lagði síldariðnaðurinn til milli
fimmtungs og fjórðungs verðmætis
vöruútflutnings landsmanna. En
„gullhænunni" var slátrað. Síldar-
stofninn hrundi vega ofveiði og
óhagstæðra skilyrði í lífríki sjávar.
Árið 1969 var síldin horfin að
mestu. Algert síldveiðibann var síð-
an árin 1971 - 1975. Frá þeim tíma
hefur síldveiði aðeins verið stunduð
í litlum mæli á ákveðnum svæðum
við landið. Þó er að bjartsýnna
manna dómi ekki öll nótt úti enn
um að Norðurlandssíldin sæki á
gömul mið á nýjan leik.
Nýja siglfirzka síldarævintýrið
gefur máski minna í aðra hönd en
það gamla og góða. Það er engu
að síður eftirsóttur gleðigjafi þús-
undum landsmanna ár hvert.
xxx
að hafa líka verið skin og skúr-
ir í efnahaglífi þjóðarinnar
gegn um tíðina. Reyndar hefur
verið hart í ári eða eigum við að
segja hart í síðustu sex, sjö árum.
Nú sér hins vegar til sólar gegn
um skýjaþykknið.
Ríkisstjómin hefur spilað dável
úr erfiðum kortum að mati Vík-
veija. Stöðugleiki ríkir í verðlagi,
tekizt hefur að vinda ofan af óða-
verðbólgu fyrri tíðar, vextir hafa
lækkað (þó þar þurfi að taka enn
betur til hendinni), vinnufriður hef-
ur ríkt í landinu langtímum saman,
hagur atvinnuvega og fyrirtækja
hefur smán saman batnað og það
umtalsvert, sem var nauðsynlegt,
m.a. til að sporna gegn vaxandi
atvinnuleysi og styrkja verðmæta-
sköpun í landinu. Þetta hefur tek-
izt, þrátt fyrir mikinn samdrátt í
þorskafa 0g þjóðartekjum.
xxx
Víkveiji hefur orðið var við vax-
andi umræðu um svokallað
velferðarkerfi, einkum félagslega
þjónustu og samhjálp. Það er vel
að hans mati. Það er mikilvægt að
hans dómi að tryggja aðgang allra
landsmanna að atvinnu, heilbrigðis-
þjónustu, menntun - og samhjálp,
þegar þörf krefur, ekki sízt til aldr-
aðra og sjúkra.
Þeir sem vilja tryggja þessa vel-
ferðarþætti, ekki aðeins í orði, held-
ur líka á borði, sem mest er um
vert, verða hins vegar að sameinast
um að treysta kostnaðarlega undir-
stöðu velferðarinnar. Það verður
ekki gert með öðrum hætti en að
tryggja rekstraröryggi, verðmæta-
sköpum og eðlilega þróun atvinnu-
lífsins. Þár - og aðeins þar - ræðst
geta þjóðarinnar til að standa undir
lífskjörunum og velferðinni kostn-
aðarlega, bæði í bráð og lengd.
Fagurgali pólitískra árðurs-
manna er á hinn bóginn léttur í
maga. Kjarni málsins er að skapa
íslenzkum atvinnuvegum það
starfsumhverfi, þá samkeppnis-
stöðu við umheiminn, að þeir hafi
störf handa öllum, sem vilja vinna,
og skapi þau verðmæti sem rísi
undir lífskjörum og félagslegri þjón-
ustu, sem hugur fólks stendur til.