Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FISKVEIÐIDEILAN VIÐ NORÐMENN
Deilur um skilgrein-
ingri á Barentshafí
Aðrar reglur gilda um hálfumlukt höf en úthöf
Á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna grein-
ir ísland og Noreg einkum á um tvö atriði, segir
Ólafur Þ. Stephensen. Rétt strandríkja á fiski-
miðum og skilgreiningu á Barentshafi.
Yfirlýsing um veiðar í Barentshafi
Morgunblaðið/Bárður Hafsteinsson
NÝJA Guðbjörgin verður að líkindum aflient eftir mánuð.
Ekki talin hafa
lagalegt gildi
Á ÚTHAFSVEIÐIRÁÐSTEFNU
Sameinuðu þjóðanna í New York
hafa sjónarmið Noregs og íslands
sem strandríkja fallið að miklu leyti
saman eftir að Norðmenn bættust
í hinn svokallaða kjarnahóp strand-
ríkja á ráðstefnunni fyrr á þessu
ári. Þannig leggja bæði ríki áherzlu
á að ráðstefnan samþykki úthafs-
veiðisamning, sem verði lagalega
bindandi fyrir aðildarríkin, þau eru
sammála um markmið ráðstefnunn-
ar um fískvemd og ábyrga auðlinda-
stjórnun og um að hagsmunir
strandríkja verði tryggðir. Ríkin
greinir samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins einkum á um
tvennt: Rétt strandríkja til einhliða
aðgerða utan efnahagslögsögunnar
og skilgreiningu á Barentshafinu.
Fyrra atriðið, sem Norðmenn og
íslendinga greinir á um, er hversu
mikinn rétt strandríki geti tekið sér
einhliða á fískimiðum, sem liggja
að efnahagslögsögu þeirra, bæði
hvað varðar setningu fískveiði-
reglna og eftirlit með því að þeim
sé fylgt. í samningsuppkasti því,
sem Satya N. Nandan, forseti ráð-
stefnunnar, hefur gert, liggur sú
regla til grundvallar að fánaríkið,
þ.e. ríkið þar sem viðkomandi skip
er skráð, hafí yfír því lögsögu. Þar
er fylgt núgildandi grundvallarreglu
í núgildandi þjóðarétti og íslending-
ar hafa lýst stuðningi við þá reglu.
Norðmenn hafa lagt til að strand-
ríki fái rétt til að fara um borð í
erlend skip á úthafinu og skoða
þau, séu þau grunuð um að hafa
brotið reglur úthafsveiðisáttmálans,
sem á að verða niðurstaða ráðstefn-
unnar í New York. Norðmenn leggja
til að reynist grunurinn á rökum
reistur, eigi strandríkið að tilkynna
fánaríkinu um brotið, samkvæmt
tillögu Norðmanna, og aðhafíst
fánaríkið ekkert megi strandríkið
taka skipið og færa til hafnar.
Skylda fánaríkis
í uppkasti Nandans er hins vegar
gert ráð fyrir að sú skylda hvíli á
fánaríkinu að gæta þess að skip,
sem þar eru skráð, fari að reglum
um stjómun og verndun fiskstofna
við úthafsveiðar. Meðal annars geti
fánaríki sett lög, sem banni skipum
veiðar nema að fengnum tilskildum
leyfum. Brjóti skip gegn fiskveiði-
reglum, skuli það sett í veiðibann
þar til málsókn sé lokið og búið að
dæma í málinu.
Nandan kveður einnig á um að
fánariki og strandríki starfi saman
að því að tryggja að skip fánaríkis-
ins fari að settum reglum. Þannig
geti strandríki hugsanlega kyrrsett
skip þar til fánaríkið hafí tekið það
í sína umsjá. Grundvöllur þess að
slíkt fyrirkomulag geti gengið upp,
t.d. í samskiptum íslendinga og
Norðmanna, er augljóslega að skip
séu skráð undir fána lands eigenda
sinna, en ekki hentifánum. Það
gæti tekið helzt til langan tíma að
bíða eftir að varðskip Vanuatu í
Kyrrahafínu eða Belize við Karíba-
hafíð tækju í sína vörzlu íslenzkan
togara, sem brotið hefði úthafsveiði-
reglur!
Er Barentshafið
„hálfumlukt"?
Annað atriðið, sem Norðmenn
hafa haldið fram og greinir á um
við íslendinga, er skilgreining Bar-
entshafsins samkvæmt hafréttar-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Norðmenn hafa fylgt Rússum að
máli, en Rússar vilja skilgreina Bar-
entshafið sem „umlukt eða hálf-
umlukt haf“, en ekki úthaf. Sam-
kvæmt sáttmálanum er það „flói,
grunn eða haf sem tvö eða fleiri
ríki umkringja og mjótt belti tengir
öðru hafi eða meginhafinu ellegar
sem landhelgi og sérefnahagslög-
saga tveggja eða fleiri strandríkja
mynda að öllu eða mestu ieyti.
Sérstakar reglur
Um umlukt eða hálfumlukt höf
gilda sérstakar reglur í hafréttar-
sáttmálanum (123. grein). Ríkjun-
um, sem umlykja þessi höf, eru þar
lagðar skyldur á herðar um sam-
starf sín á milli um vernd og nýt-
ingu auðlinda, vísindarannsóknir og
fleira. Norðmenn og Rússar telja
væntanlega að með því að skilgreina
Barentshafíð sem hálfumlukt haf,
gætu ríkin tvö ráðið þar meiru og
átt auðveldara með að halda öðrum
ríkjum utan við samstarf sitt í
norsk-rússnesku fískveiðinefndinni.
Raunar segir í d-lið 123. greinar
hafréttarsáttmálans að ríki við hálf-
umlukt höf skuli „eftir því sem við
á“ bjóða öðrum hlutaðeigandi ríkj-
um eða alþjóðastofnunum samstarf
um framkvæmd ákvæða greinarinn-
ar, en Noregur og Rússland hafa
ekki séð ástæðu til þess hvað varðar
fískveiðar í Barentshafínu. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins hafa-sjónarmið Norðmanna og
Rússa hvað þetta varðar ekki átt
meirihlutafylgi að fagna á ráðstefn-
unni í New York.
Uppkastið endurskoðað
Engir fundir voru á úthafsveiði-
ráðstefnunni í gær. Nandan forseti
hugðist nota daginn til að endur-
skoða samningsuppkast sitt og
ráðgast um það við einstök ríki, til
dæmis Kanada sem forysturíki
strandríkja og svo hörðustu úthafs-
veiðiríkin, á borð við Japan og Kína,
til að reyna enn og aftur að sætta
öndverð sjónarmið.
NÝJA Guðbjörgin, sem verið er að
smíða fyrir Hrönn hf. á ísafirði,
verður að líkindum afhent 24. sept-
ember næstkomandi. Skipið er
smíðað í Flekkefjord Slip og Mask-
infabrik í Noregi, en síðastliðin tvö
ár hafa sex íslensk skip verið smíð-
uð þarlendis auk Guðbjargarinnar.
Eitt þeirra er Baldvin Þorsteins-
són, sem smíðaður var árið 1992
fyrir útgerðarfélagið Samhetja á
Ákureyri. Segir Þorsteinn Már
Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Samheija, að í samningi fyrirtækis-
ins við norsku skipasmíðastöðina
hafi verið yfírlýsing vegna veiða á
svæðum sem norsk stjórnvöld telja
að ekki hafi náðst viðunandi sam-
komulag um nýtingu á, þar á með-
al Barentshafi.
Ekkert lagalegt gildi
Baldvin Þorsteinsson er við veið-
ar á þeim slóðum sem stendur.
„Við teljum okkur í fullum rétti.
Við höfum uppfyllt öll skilyrði
samningsins við Norðmenn og telj-
um því að staðan sé þannig að við
séum lausir allra mála,“ segir Þor-
steinn Már. Hann vildi aðspurður
ekki tjá sig um hvemig tilgreind
yfírlýsing sé orðuð nákvæmlega.
„Við skulum segja, að það hafí ver-
ið ákveðin yfirlýsing í samningnum
og við teljum að sú yfirlýsing hafi
ekkert lagalegt gildi,“ segir hann.
Norðmenn hafa einnig smíðað
Arnar fyrir Skagstrending á Skaga-
strönd, Tjald fyrir Kristján Guð-
mundsson á Hellissandi, Vigra fyrir
Ögurvík og Þerney, sem upphaflega
var smíðuð fyrir Rússa, en síðar
seld Granda hf. í Reykjavík. Öll eru
skipin smíðuð 1992 en á þessu ári
hafa Norðmenn lokið við smíði Pét-
urs Jónssonar fyrir Pétur Stefáns-
son í Reykjavík. Styrkur norskra
stjórnvalda til styrktar samkeppnis-
stöðu innlends skipasmíðaiðnaðar
er nú um 10% af smíðakostnaði.
Afdrif þeirrar gömlu ekki
kunn
Guðbjörgin, sem er frystitogari
en jafnframt útbúin rækjuvinnslu-
línu, fer í reynslusiglingu 10. sept-
ember. Hún verður 2.200 brúttó-
tonn að stærð, 68,31 metri að lengd
og 16 metrar á breidd og knúin
5.000 hestafla aðalvél. Gamla Guð-
björgin var tekin upp í smíðaverð
fyrir nýja skipið en afdrif hennar
eru ekki kunn að svo stöddu. Ás-
geir Guðbjartsson skipstjóri vildi
ekkert upplýsa um hvað stæði fyrir
dyrum með þá nýju. „Við megum
veiða á öllum alþjóðlegum hafsvæð-
um, það er það eina sem ég vil
segja. Það er alveg óhætt að láta
klára að smíða skipið áður en mað-
ur fer að þvarga um hvort maður
fer í Smugu eða ekki,“ sagði Ásgeir.
:
l
i
í
I
I
i
i
S
(
Aftenposten fjallar um
fiskveiði-deiluna við Island
Án fisksins
stöðvast Island
Sildarstríð yfirvofandi í Síldarsmugunni
NORSKA dagblaðið Aftenposten
fjallaði síðastliðinn föstudag um
fískveiðistríðið við ísland á forsíðu
þess blaðhluta sem ber yfírskrift-
ina Baksvið - Menning.
Undir fyrirsögninni: An fisksins
stöðvast ísland, er reynt að varpa
ljósi á mikilvægi fiskveiða fyrir
þjóðina. Bent er á að fiskveiðar
standi undir 20% af vergri þjóðar-
framleiðslu íslendinga og 80% af
vöruútflutningi. Samsvarandi töl-
ur fyrir Noreg séu 2 og 6%. Þetta
skýri hvers vegna Islendingar
standi alltaf fast á sínu í fiskveiði-
málum. Blaðið tilgreinir ofveiði á
íslandsmiðum og nýleg kaup ís-
lenskra útgerðarmanna á ódýrum
kvótalausum togurum sem helstu
ástæður fyrir veiðum íslendinga í
Barentshafi nú.
Fyrirsögnin í Aftenposten er
sótt í viðtal við Jón Ásbjörnsson
fiskverkanda. Blaðið segir að Jón
styðji ekki veiðar landa sinna í
Barentshafi, meðal annars vegna
þess að aflinn er unninn um borð
í skipunum en ekki fluttur til
vinnslu í Iandi. Jón gagnrýnir ís-
lenskar togaraútgerðir harðlega í
viðtalinu og segir að þær noti
mafíuaðferðir við að reyna að ná
yfirráðum yfir öllum þorskveiðum
landsins. Það hafi ekki tekist, en
útgerðunum hafí þó tekist að
stunda slíka ofveiði að stjórnvöld
hafi neyðst til að koma á kvóta-
kerfi. Það kerfí virki hins vegar
mjög illa þar sem mörgum tonnum
af þorski sé nú daglega kastað í
sjóinn því kvótakerfið leyfí ekki
að þessi afli sé færður að landi.
„Allir vita þetta en enginn gerir
neitt. Gætum við unnið þann fisk
Uten fisken
stanser
ISLAND
duKaJun pft mflJom 3600 og IM0 tonn
MdUtok t IrH. De Ktoper fcraklUk pft
JonAibj(Mtu»on top4t p4 wnnni lom
•HUr l rutbokontorK • U«i »i-
«r han • Hvor mango av dtn« rtnttct
wbokJer mt-d fUk pA «n rlkir winm
kidpcr (vrskftnk p&
lundK rundLfarUen
jller til fnbrtkkcne. fl-
n»k««uk4i0fteneki......
lendt inetl luoloþllrr Vll fnbi .
lotcrer, talter»«lender produktrt (ll
iwtknkr i Sponio og Pmtugal
1 oruatte. fl»k«r«. ianUbtWtar*.
/ SSW'. If'
/[ t mi
j RlAKD • ;"AS/ gp jgJ X ftUðOtAKO l
-aÆ
Flskens andel av Islands og Norges
ISWN0 toteto eksport
*J£A
■
•“MgÆ
< Jo, mnr flMMS *tt*r I ha («rtkt
Mg om •( oyebllkk Deteret par jurta-
t«r, oydrerpO kontoret ho» folk •mn
httrbit. Opiittð«tenlíwor,ogaAor
det. Min ííéít* v«nn rx I f*kw»d«p»r-
umetitrt, forgvrlg «n nytug kwtUkt.
•lerhonog wrrtUr l«tt • Jo. d« fkai* Ut-
Vor ev flnkcft ftrlv her I bvmcMlte
ret ftmlHM kon ðetltamkj* im* «á
mang* »otn et por tuevn Ulendlnger
•om »r innt«ktw I og rundt boreden-
ne bedrifUn.
(Hlv om det pá d*nm tldcn av krri
dognet rundt tyter turtnttr ut av bu»-
»«r rm «agt ov«r mt. «A «r dot OekM*
lcndíngMj* fftr ritl overakudd fra, ftv
iruneetwli “ -------
kerlone ítAi' for 80 proíent av
.1
vermton«n rundt ávolbord. tftekerl-
joumaiuten Krialján Jónuon akriver I
m artikke! I ttorcena Ttdende om fU-
kemefi men t filltet: *Mfin má fr»P« ál«n-
•ennárdaner der«, «man rofl forwke
nytt inndnám pá havat* nflr d«t er
mVed*fSkírthnr»kotcn »Tromap fln*
n<* tfel Ulandske aUtMiKltAtor o« kan-
dídater som bldrar mtd flera torklarin-
nakrtt gen av kvoler pá Uland. og hor Udlíw
•k«ri- r* vmX vUert»K«pftt« luuUUnt v*d
prolen kommer ln.., .
fuke. Havforaker Tore JAkobMn ro«- ■
ner Atdet nornke ovorflaket pá 80-títb
l«t vAr atprr« enn d et Ulendlngene »t ftr
for ná -1 bvwt fAN Mtt l forttoW tU rá-
dene >ra d« Intemaujonak havfor»ker-
*>• ItoiMVIaitMt «■ •* nneeV* m*rwti#h#>
(Ukefrlter kan ogaá forklaret med at
enkeiipcraoner og novn etohlerta itde-
rior | ðat aiate áret har kjfipt meliom U
og femtcn Uáierc U) epMtprta flA kon-
kuraboiandrel»nd N<xm»«rengyÞ
den (Janae tU 4 bll rtk*. ondro prgver á
brtai* Ulbake Udttgero trfli«rinve»to-
rtng«T rod á utvld. fUtnn og dermed
fkngaune. rriiro ter d«m «r at d«
ildte hnr kvoter Ul atn* ny* bát«r
Av do Itlanðfiko trilrmo *om har
sem hent er í sjóinn þyrftum við
ekki að veiða í Barentshafinu,“
hefur Aftenposten eftir Jóni.
Síldarstríð í Síldarsmugu
Aftenposten fjallar sérstaklega
um Síldarsmuguna svonefndu og
spáir því að eftir nokkur ár muni
geisa þar síldarstríð. Fullyrt er að
eigendur íslenskra nótaskipa
gagnrýni þorskveiðar landa sinna
við Svalbarða og í Smugunni þar
sem þær grafi undan rétti íslend-
inga til að vernda síldarstofnana
sem búist er við að komi innan
skamms inn í Síldarsmuguna.
Síldarsmugan er á milli land-
helgi íslands, Noregs og Færeyja.
Nú er norsk-íslenska vorgotssíldin
farin að ganga aftur frá Noregi
til íslands í leit að æti og á leið-
inni fer hún gegnum Síldarsmug-
una. Þar geta Spánveijar, Bretar
og aðrar þjóðir veitt allan fiskinn
áður en hann kemst til íslands.
„Hættan á þessu er stór. Þau
stjórnvöld sem þera ábyrgð á
verndun síldarstofnsins eiga jafn
mikla möguleika á að stjórna veið-
unum í Síldarsmugunni og Norð-
menn og Rússar eiga nú í Smug-
unni,“ segir Aftenposten.
Blaðið segir að Islendingar séu
ein þeirra þjóða sem beri ábyrgð
á umsjón með þessum síldarstofni
og því muni landið örugglega
sækja fast að komið verði á alþjóð-
legu eftirliti og kvótum í Síldar-
smugunni. Á þeim forsendum sé
ekki einfalt að verja íslenska
þorskveiði í Smugunni.
Kólnar í Smugunni
Einnig er bent á, að haffræðing-
ar spái því að hitastigið í Barents-
hafi muni lækka um nokkrar gráð-
ur á næstu árum og þá muni ís
hamla veiðum í Smugunni mest-
allt árið, auk þess sem þorskur
gangi ekki eins langt austur og
undanfarin ár. Því muni pólitísk
vandamál vegna Smugunnar leys-
ast af sjálfu sér, þangað til sjórinn
hlýnar aftur, eða þar til stjórn-
málamenn heimsins nái samkomu-
lagi um að koma öllum smugum
heimsis undir stjórn.
t
I
i
I
I
f
f
V
-