Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg VARÐSKIPIÐ Óðinn lagði af stað í Smuguna um tvöleytið í gær. Skipið mun verða íslenskum togurum, sem stunda veiðar á svæðinu, innan handar næstu tvo mánuði. JÓN Páll Ásgeirsson, stýri- maður, kannar matarforðann sem skipveijar á Óðni taka með sér í Smuguna. Oðinn í Smuguna HÓPUR fólks var á Ingólfsgarði í gærdag þegar varðskipið Oð- inn hélt af stað til Barentshafs þar sem það verður íslenska togaraflotanum til aðstoðar. Eiginkonur varðskipsmanna og börn voru komin til að kveðja ástvini en hugsanlegt er að varðskipið verði allt að tvo mánuði á miðunum í Barents- hafi. Aðrir sem leið áttu um höfnina og áttu ekki vanda- menn um borð í Óðni en fylgst hafa með fiskveiðideilu Islend- inga og Norðmanna vildu einnig kasta kveðju á varðskipsmenn. Ungir skipveijar stóðu við land- ganginn og biðu þess að skipun yrði gefin um að leysa landfest- ar. Aðspurðir um hvort beygur væri í þeim sögðu þeir óttast það meir að verða uppiskroppa með myndbönd en að til átaka kæmi. Þeir voru þó vongóðir um að nóg yrði af afþreyingu um borð því 120 myndbönd höfðu fengist að láni og auk þess tveir bókakassar frá Borgarbókasafninu. KRISTJÁN Þ. Jónsson, skipherra, kveður eig- SIGURÐUR Kristinsson, læknir, kveður eigin- inkonu sína, Sveinbjörgu Guðmarsdóttur, áður konu sína, Sólveigu Þórisdóttur, og soninn Krist- en lagt var úr höfn. in Þór á bryggjunni. Tillaga Jóhanns A. Jónssonar á fundi útgerðarmanna íslendingar setji einhliða kvóta í Barentshafi JÓHANN A. Jónsson útgerðar- maður á Þórshöfn hyggst leggja það til á fundi útgerðarmanna með sjávarútvegs- og utanríkisráðherra á Akureyri á morgun, að íslending- ar setji sér einhliða þorskkvóta í Barentshafi. „Mínar tillögur byggjast á því að við erum aðilar að hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Hann vitnar til 117. greinar sátt- málans, í kaflanum um verndun og stjórnun hinna lífrænu auðlinda úthafsins, en þar segir: „Öllum ríkjum ber skylda til að gera, ein- um sér eða í samstarfí við önnur ríki, þær ráðstafanir vegna ríkis- borgara sinna hvers um sig sem nauðsynlegar kunna að vera til verndunar hinna lífrænu auðlinda úthafsins." „Norðmenn hafa hafíð áróður fyrir því að við séum að útrýma þorskstofninum í Barentshafí og beita til þess stórvirkum verkfær- um eins og flottrolli," sagði Jó- hann. „Á þessum grunni eigum við að svara því og ákvarða okkur til- tekna hlutdeild, sem við teljum okkur ætla að veiða innan hvers fiskveiðiárs af útgefnum kvóta í Barentshafinu. Þegar því afla- marki hefur verið náð, munum við hætta veiðum og ganga ekki nær stofninum en þessi aflahlutdeild hefur ákvarðað okkur.“ Liggjum ekki flatir fyrir áróðri Aðspurður sagðist hann ekki vilja kveða nákvæmlega á um hversu mikil sú hlutdeild gæti orð- ið. „Ég er fyrst og fremst að hugsa um að það standi ekki upp á okkur að uppfylla þessar reglur ha- fréttarsáttmálans. Við eigum ekki að liggja flatir fyrir þessum áróðri Norðmanna." í 118. grein hafréttarsáttmálans segir m.a.: „Ríki skulu starfa hvert með öðru að verndun og stjórnun lífrænna auðlinda á úthafssvæðun- um. Ef ríkisborgarar ríkja hagnýta sömu auðlindirnar, eða mismun- andi lífrænar auðlindir á sama svæði, skulu þau hefja samninga- viðræður með það í huga að gera nauðsynlegar ráðstafanir til vernd- unar hinna lífrænu auðlinda sem um ræðir.“ Jóhann var spurður hvort ekki væri hætta á að einhliða ákvarðanir kæmu íslendingum í koll í ljósi þessa ákvæðis og þess, að íslendingar hefðu gagnrýnt Norðmenn fyrir einhliða kvótaá- kvarðanir í Barentshafi. „Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að stjórnvöld á íslandi hafa hvað eftir annað gefið í skyn að við værum tilbúnir að hefja samningaviðræður," sagði Jóhann. „Á Stokkhólmsfundinum í fyrra var gerð tilraun, en Norð- menn höfðu þá ekkert við okkur að tala um þessa hluti. íslenzk stjómvöld hafa ítrekað vilja sinn um að hefja viðræður um þessi deilumál, en Norðmenn hafa hafn- að því og þar með ekki farið eftir 118. greininni, sem leggur þær skyldur á okkur að hefja samn- ingaviðræður, hvort sem við svo náum samkomulagi eða ekki.“ Krafa til þorksstofnsins Jóhann sagði að með einhliða kvótaákvörðun væri mótuð krafa útgerðarmanna til þorskstofnsins í Barentshafi. „Við skulum ekki gleyma því að útgefínn kvóti á þessu ári er 740.000 tonn. Rússar hafa verið taldir veiða 100.000 tonn framyfir og Norðmenn 50.000 tonn. Það er nú öll fiskveiðistjóm- unin þarna uppfrá. Kvótakerfið virðist byggjast á veiðigetu Rúss- anna í Barentshafinu. Þegar við svo viljum fá að veiða fáeina fiska vilja Norðmenn ekki tala við okk- ur. Ég held það sé mikilvægt að Islendingar taki frumkvæðið." Sigursæll þjálfari bikarmeistara UBK Finnst ferlega skemmtilegt að þjálfa Vanda Sigurgeirsdóttir Breiðablik er eitt sig- ursælasta lið landsins _ í knatt- spymu kvenna. I fyrradag tryggðu Blikastúlkur sér bikarmeistaratitil í fiórða sinn eftir sigur gegn ís- iandsmeisturum KR en liðið hefur jafnframt níu sinnum orðið íslands- meistari. Sá tíundi er raunar í sjónmáli þar sem Breiðablik er langefst í 1. deild kvenna og þarf liðið aðeins að vinna einn leik af þremur sem eftir em til þess að tryggja titilinn. Blikastúlkur hafa verið sókndjarfar í sumar og skorað samanlagt 76 mörk í deild og bikar en aðeins fengið á sig 3 mörk. Vanda Sigurgeirsdóttir er þjálfari Blikanna en hún leikur einnig með liðinu. Hún þekkir vel þá tilfinningu að sigra og hefur unnið ófáa titla bæði sem leik- maður og þjálfari í knattspyrnu og körfuknattleik. Vanda tók við meistaraflokksliði í fyrsta sinn í fyrrahaust eftir titillaust knatt- spyrnusumar hjá Kópavogskon- um og þá ákvað hún og lærimeyj- ar hennar að reyna að vinna alla titla sem í boði væru. - Hvað liggur að baki velgengni ykkar í deild og bikar? „Það er fyrst og fremst sam- heldni og góð liðsheild sem er grunnurinn og svo höfum við æft alveg eins og vitleysingar. Ég myndi því segja að bikarsigurinn sé sigur liðsheildarinnar og með liðsheild á ég við alla þá sem hafa komið nærri starfínu s.s. meistaraflokksráð, stuðnings- menn, aðstandendur og síðast en ekki síst leikmenn. Þá er mjög mikilvægt að stelpunum í liðinu hefur þótt gaman að því að standa í þessu, æfa og spila. Þeim finnst þær ekki vera að þessu af hreinni skyldurækni." - Ert þú sátt við alla þætti í leik Jiðsins í sumar? „Ég verð að viðurkenna að það er erfitt að finna veikleika þar sem flest hefur gengið okkur í hag. Ég er mjög ánægð með það hvað við höfum fengið á okkur fá mörk og því má m.a. þakka góðum markverði okkar og mikilli baráttu alls staðar á vellinum. Við höfum náð vel saman og allar stelpurnar í liðinu eru að spila upp á sitt besta." - Hvernig undirbýrð þú lið þitt fyrir leiki? „Ég legg mikið upp úr andlega þættinum. Helmingur af öllu sem fram fer í leiknum gerist í kollinr um. Getan er oft sú sama en menn verða að vera rétt stemmd- ir í leikina. Það skiptir miklu máli að skapa anda sigurvegar- ans í liðinu og ég reyni einnig að innleiða leikmönnunum trú á það að velgengnin sé á ábyrgð þeirra." - Getur þú sagt að þið hafið fengið einhverja keppni í sumar? „Já, já, það hafa verið margir hörkuleikir, þó að þeir mættu vera fleiri. Deildin er alveg tví- skipt, fímm lið hafa verið í efri hlutanum en þijú á botninum og stundum hefur verið erfítt að ná einbeitingu í erfíða leiki eftir stóra sigra.“ - Hver er staða kvennaknatt- ►VANDA Sigurgeirsdóttir er fædd á Sauðárkróki árið 1965. Hún varð stúdent frá MA 1985 og lauk síðan tveggja ára námi í „félagsmiðstöðvafræðum" í Gautaborg í Svíþjóð 1989. Hún hefur um nokkurt árabil starfað ífélagsmiðstöðinni Árseii í Árbæ og i nóvember 1993 var hún ráðin forstöðumaður Ár- sels. Frá barnsaldri hefur Vanda verið óstöðvandi íþrótt- afíkill en þekktust er hún fyrir þátttöku sína í knattspymu og körfuknattleik. Síðustu ár hefur hún snúið sér æ meir að þjálfun og hún er nú þjálfari meistara- flokks Breiðabliks í knattspymu kvenna. Sambýlismaður Vöndu er Jakob Frímann Þorsteinsson og, að sögn Vöndu, má búast við því fyrr en síðar að á eftir bolta komi bam. spyrnu um þessar mundir? „Það er mikill uppgangur í kvennaknattspyrnu og í því sam- bandi skiptir miklu máli að vera með landslið og fá leiki fyrir þau. Á síðustu árum hefur land- sleikjum fjölgað og það heldur knattspyrnukonum við efnið. Áhuginn eykst og þær hafa að einhveiju að stefna.“ - Þú hefur nú stundað fleiri íþróttir, ekki satt? „Ég hef aðallega stundað knattspyrnu og körfubolta en á yngri árum á Sauðár- króki stundaði maður ýmsar greinar eins og gengur og gerist. Ég var m.a. í blaki og fijálsum en spilaði með strákunum í fótboltanum. Þá var Eyjólfur Sverrisson m.a. með mér í liði en Þorvaldur Örlygsson á móti. Knattspyrnan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og því valdi ég hana þegar íþróttirnar og vinnan fóru að stangast á.“ - Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en íþróttir? „Það held ég nú. Ég er mikil útilífsmanneskja og nýt allrar útiveru. Þá hef ég mikla unun af vinnu minni í félagsmiðstöð- inni Árseli og segja má að ég sé komin í draumastarfíð. Það er ótrúlega fjölbreytt og lifandi enda starfa hér um 20 manns með tugum ef ekki hundruðum barna og unglinga úr hverfinu." - Ætlar þú svo að halda áfram að þjálfa? „Eg held ótrauð áfram. Ég hef stefnt að því í mörg ár að þjálfa meistaraflokk og mér finnst það starf ferlega skemmtilegt. Andlegi þátturinn mikilvægur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.