Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 17 VIÐSKIPSTI Efnahags- bati íBret- landi eykst London. Reuter. SKRIÐUR er kominn á efnahagsbat- ann í Bretlandi samkvæmt nýjum og endurskoðuðum tölum og hagfræð- ingar segja að hagvöxturinn verði líklega meiri en 2.75% á þessu ári eins og stjórnvöld spáðu í júní. Samkvæmt hinum nýju tölum jókst verg landframleiðsla um 1% á öðrum ársíjórðungi miðað við fyrsta fjórðung ársins í stað 0.9%. Það táknar að hagvöxtur jókst um 3.7% miðað við annan ársfjórðung 1993 í stað 3.3% eins og áður hafði verið spáð. Hagfræðingur kunnrar verðbréfa- sölu kvað endurskoðunina auka trú manna á spá fyrirtækisins um 3.5% hagvöxt 1994. Hann gerir ráð fyrir að um þetta verði samkomulag á fjár- málamörkuðum, „Með hliðsjón af hinum nýju tölum,“ sagði hann, „yrði hagvöxtur meiri en 2.5% á árinu, þótt alger kyrrstaða yrði í efnahags- lífinu síðari hluta ársins." Stjórnvöld endurskoðuðu spá sína um hagvöxt á árinu í júní, en breyttu tölum sínum aðeins í 2.75% úr 2.5%. „Það virtist bera vott um gætni, jafn- vel á sínum tíma,“ sagði annar hag- fræðingur. Nokkrir hagfræðingar hafa óttazt að aukin neyzla kunni að neyða stjórnvöld til að hækka vexti til að koma í veg fyrir of óhagstæðan greiðslujöfnuð. Nýju tölurnar hafa dregið úr þessum ótta, enda eykst útflutningur meir en innflutningur. Tölur um viðskiptajöfnuð hafa einn- ig verið endurskoðaðar. Samkvæmt nýjum tölum var hann óhagstæður um 10.3 milljarða punda 1993, en ekki 10.9 milljarða eins og tilkynnt var í júní. Því hefur verið spáð að að viðskiptajöfnuðurinn verði óhagstæð- ur um 9.5 milljarða punda 1994 og hagfræðingar telja það viðráðanlegt. ------» 4—»----- Þýzk verð- bólga virð- ist aukast Frankfurt. Reuter. VERÐBÓLGA í Vestur-Þýzkalandi virðist hafa aukizt í ágúst í fyrsta skipti í eitt ár, þar sem neyzluvöru- vísitala hefur hækkað vegna hækk- aðs verðs á olíu og kaffi að sögn hagfræðinga. Verðbólga hefur verið á stöðugu undanhaldi samkvæmt mánaðarleg- um bráðabirgðatölum síðan í júlí 1993. Fjórir hagfræðingar sögðu Reuter að þeir teldu að væntanlegar verð- lagstölur mundu sýna 3% ársverð- bólgu í stað 2.9% í júlí. Fjórir aðrir hagfræðingar töldu að verðbólgan yrði ,2.9% eins og í júlí. Bankinn Julius Bár, sem spáir 3.1% verðbólgu í ágúst, sagði að sums staðar hefði verð á benzíni hækkað um allt að 5% og sú hækkun ein mundi hækka verðlagsvísitöluna um 0.15%. Goldman Sachs kvað hækkað verð á kaffi vegna frosta í Brazilíu hafa stuðlað að aukinni verðbólgu. REYTTUR FRAMHALDSSKÓLI , K ■ „„AW/ emendaplassum oráðstafað t laus pláss á vist ' lyrir einstæða foreldra cacs róTi h * RL______ SIMl 93-51200 • 93-51201 FAX 93-51209 KKi HÖS He.LDi'R. FÓUC/ ...af skrifstofuvörum í Hallarmúla! Penninn Hallarmúla býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt af ýmsum algengum skrifstofuvörum sem keyptar eru í heilum pakkningum - með öðmm orðum í kassa. Þannig fæst magnaður afsláttur af vömm sem notaðar em á öllum skrifetofum: Ljósritunarpappír, faxpappír, bréfabindum, ýmsum pennum, umslögum, reiknivélarúllum, skrifblokkum og svo mætti lengi telja. Láttu því sjá þig - jafnvel í morgunsárið, því að Penninn Hallarmúla opnar kl. 8 - og njóttu góðrar þjónustu til viðbótar við magnaðan „kassa-afslátt". SKRIFSTOFU MARKAÐUR HALLARMÚLA illil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.