Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 f MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Iðnrekendur kvarta undan viðskiptaháttum Baugs hf. Vilja rannsókn á markaðs- stöðu Hagkaups og Bónus SAMTÖK iðnaðarins hafa óskað eftir því við Samkeppnisráð að fram fari rannsókn á því hvort Hagkaup og Bónus ásamt sameig- inlegu innkaupafyrirtæki sínu, Baug hf., hafi náð þeirri stöðu á markaði hér á landi að hún teljist vera ráðandi. Þessi ósk er sett fram vegna ítrekaðra ábendinga og kvartana frá einstökum aðildarfyr- irtækjum um viðskiptahætti Baugs. Eru dæmi um að viðskipti Baugs hf. nemi allt að helmingi af veltu einstakra iðnfyrirtækja. í erindi Samtaka iðnaðarins til Samkeppnisráðs segir m.a. að Bón- us og Hagkaup hafí óumdeilanlega mjög sterka stöðu á neytendavöru- markaði hér á landi. Þá segir orð- rétt: „Ýmislegt bendir til þess að staða þessara fyrirtækja sé svo sterk að þau hafi markaðsráðandi stöðu. Má í því sambandi nefna ýmsa skilmála sem Baugur hf. setur birgjum sínum t.d. kröfu um mikil afsláttarkjör af vörum, ein- hliða reglur um afgreiðslutíma, þátttöku í flutningskostnaði o.s.frv. Þá er margt sem bendir til Tölvuiðnaður að fyrirtækin selji einstakar vörur án álagningar eða jafnvel undir kostnaðarverði um lengri eða skemmri tíma. Slíkt verður að telj- ast óheimilt ef markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut. Samskipti Baugs hf. og einstakra framleiðenda hafa einkennst af spennu þar sem alltaf vofir yfir að þeim sé refsað með því að taka vörur þeirra úr sölu. Þetta hefur leitt til tjóns fyrir ein- staka framleiðendur og haft óeðli- leg áhrif á samskipti framleiðenda við aðrar verslanir." Samtökin lýsa því yfir að þessir viðskiptahættir ásamt öðru gefi að þeirra mati sterka vísbendingu um að fyrirtækin hafi náð yfirburða stöðu á markaði og geti í skjóli stöðu sinnar sett þeim aðilum sem þau eiga viðskipti við óeðlilega skil- mála. Tekið er fram að þessar kvartanir sem borist hafi snúi eink- um að viðskiptum með matvæli og hreinlætisvörur. í samkeppnislög- um segir m.a. að Samkeppnisráð geti gripið til aðgerða gegn samn- ingum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Þessi dreifingarstöð var stofnuð til að einfalda dreifikerfið sem við þurfum að búa við og gera það ódýrara þannig að varan til neyt- enda verði ódýrari. Það virðist hafa heppnast ef engum tekst betur til hvað snertir vöruverð en okkur,“ sagði Jóhannes Jónsson, stjórnar- formaður Baugs. Hann sagðist hafa haft samband við nokkra framleiðendur og eng- inn þeirra hefði kannast við þessar kvartanir. Sömuleiðis hefði verið leitað eftir upplýsingum hjá Sam- tökum iðnaðarins um hverjir væru að kvarta til að hægt væri að leið- rétta kjör þeirra en það hefði ekki fengist uppgefið. Hins vegar sagð- ist Jóhannes hafa heyrt frá ýmsum framleiðendum að Baugur nyti ekki þeirra kjara sem það ætti skilið. „Þarna er tekið á móti sölumönnum og vörum á einum stað en við sjáum síðan sjálfir um vörudreifingu og lagerhald. Við njótum því einhverra kjara í staðinn fyrir það sem við leggjum af mörkum." Enn hagnast Hewlett-Packard ÖR vöxtur bandaríska tölvufyrir- tækisins Hewlett-Packard hélt áfram á þriðja ársfjórðungi, þegar tekjur þess jukust um 22% og pant- anir jukust um 27%. „Síðasti ársfjórðungur lofar góðu,“ sagði Lew Platt forstjóri, en bætti við af kunnri gætni að þrátt fyrir efnahagsbata í heimin- um „gerum við ráð fyrir harðri samkeppni eins og hingað til.“ Hagnaður eftir skatta á þriðja fjórðungi reikningsársins eða á tímabilinu maí til júlíloka nam 347 milljónum dollara eða 1,33 dollur- um á hlutabréf og jókst úr 271 milljón dollurum og 1,06 dollurum miðað við sama tíma í fyrra. Nettótekjur námu 6,1 milljarði dollara og jukust úr 5 milljörðum í fyrra. Nettótekjur í Bandaríkjun- um voru 2,8 milljarðar dollara, sem er 20% aukning, en nettótekjur utan Bandaríkjanna voru 3,3 millj- arðar dollara, sem er 24% aukning samanborið við þriðja ársfjórðung í fyrra. Hagnaðurinn er í samræmi við það sem búizt hafði verið við í Wall Street, en mikil aukning pant- ana á þriðja ársfjórðungi kom fjár- festum á óvart og hlutabréf HP hækkuðu ört í verði. Verðmæti pantana á þriðja ársfjórðungi jókst um 27% miðað við sama tíma í fyrra. Pantanir í Bandaríkjunum jukust um 24%, en pantanir erlend- is frá um 29%. Sérstaklega hefur verið mikil aukning í eftirspurn eftir einmenningstölvum og vinnu- stöðvum frá HP. Fyrstu níu mánuði reikningsárs- ins eða til loka júlí voru nettótekj- ur fyrirtækisins 18 milljarðar doll- ara og höfðu aukist úr 14,6 millj- örðum frá sama tímabili árið áður. Þá jókst hagnaður um 28% og nam 1,1 milljarði dollara. Orðsendíng tíl þeirra sem safna Hutschenreuther postulíní: 30-50% staðgreíðsluafsláttur af nokkrum matar- og kaffistellum sem verða tekin úr framleiðslu á næsta ári. SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 689066 ''■V'\:, Morgunblaðið/Halldór EYÞOR Ingi Kolbeins og Gunnlaugur Sigurjónsson starfsmenn verksmiðjunnar í Vallhólmi með ferskgras Stefnt að tvöföldun út- flutnings á Ferskgrasi KAUPFÉLAG Skagfirðinga stefnir að útflutningi á allt að 700 tonnum af ferskgrasi til Norðurlandanna á þessu ári, sem væri tvöföldun frá árinu í fyrra. Ferskgras er hey til skepnueldis. Kaupfélagið hóf þennan útflutning í fyrra, en heyinu er pakkað í verksmiðj- unni í Vallhólmi í Skagafirði eftir breskri aðferð, Horse- Hage, sem félagið leigði einka- framleiðsluleyfi á. Að sögn Ein- ars Baldurssonar rekstrarstjóra afurðasviðs KS er útflutnings- verðmæti um 16 krónur á hvert kílógramm, sem þýðir að ef 700 tonna markinu verður náð færir útflutningurinn kaupfélaginu rúmar 11 milljónir króna á þessu ári. „Helsti markaðurinn fyrir Ferskgras er Noregur, einkum vegna þess hve verðið er hátt þar,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Við erum nú að hefja markaðsátak þar, en heildarmarkaðurinn fyrir hey í Noregi er mjög stór. f fyrra fluttu Norðmenn inn yfir 16.500 tonn af heyi.“ Einar segir, að einnig sé töluverður markaður á öðrum Norðurlöndum, og hafi KS selt þangað í minna magni. „Við teljum að þessi tilraun sé vel þess virði að reyna hana, og höfum fjárfest töluvert í henni. Það er ljóst að til að skila arði verðum við að auka magn- ið töluvert, og það kostar mikla markaðsvinnu sem við ætlum að ráðast í. Ef við nýttum allt það ræktarland sem við höfum til afnota eingöngu til fram- leiðslu á Ferskgrasi gætum við framleitt allt að 3000 tonnum af þeirri vöru,“ sagði Einar ennfremur, en í verksmiðjunni í Vallhólmi eru einnig fram- leiddir graskögglar. Fram- leiðslan á þeim mun á þessu ári verða 700-900 tonn. Nýtt skráningarkerfi fasteigna á döfinni Vonir bundnar við að landsskrá fasteigna taki gildi í vetur FASTEIGNAMAT ríkisins hefur að undanförnu átt í viðræðum við Hag- stofu íslands og sýslumenn um hvernig taka megi upp sameiginlega skráningu fasteigna, sem fullnægi öllum kröfum um þarfir og öryggi upplýsinga. Gert er ráð fyrir sameig- inlegu auðkenni hverrar fasteignar og að gerð verði ein skrá yfir allar fasteignir landsins, landskrá fast- eigna, samkvæmt upplýsingum Fast- eignamatsins. Þessar viðræður tengjast því að Fasteignamatið hefur nýlega end- urnýjað öll tölvuvinnslukerfi sem fel- ur í sér grundvallarbreytingu á skráningu fasteigna hjá stofnuninni. Fram til þessa hafa matsmenn á vegum Fasteignamatsins skilað inn handskráðum upplýsingum um fast- eignir, sem hafa verið skráðar á skrifstofu stofnunarinnar i Reykjavík og niðurstöður síðan sendar til baka. í hinu nýja skráningarkerfi Fast- eignamatsins bera allar fasteignir sérstaka auðkennistölu. Eru bundnar vonir við að sýslumenn muni í fram- tíðinni skrá allar fasteignir í veð- málabækur sínar undir þessum núm- erum. Sömuleiðis er vonast til að sveitarfélög noti þau við álagningu opinberra gjalda af ýmsu tagi sem miðast við eignir gjaldenda. Mark- miðið er að númerin verði notuð með sama hætti og kennitölur einstakl- inga í þjóðskrá. Líkur benda til að þetta nýja kerfi verði sett á laggirn- ar næsta vetur. Byggingarfulltrúar geta tengst við Fasteignamatið Hið nýja kerfi Fasteignamatsins gerir stofnuninni einnig kleift að tak- ast á við ný verkefni. Þannig geta byggingarfulltrúar víða um land nú tengst skrám Fasteignamatsins beint og geta þar með á hagkvæmari og auðveldari hátt lagt til allar þær frumupplýsingar um fasteignir sem frá þeim koma. Fram til þessa hafa þær borist Fasteignamati á eyðublöð- um, annað hvort handskrifuðum eða útprentuðum úr tölvugögnum bygg- ingarfulltrúa. Viðræður við tryggingafélögin Þá er nýju skráningar- og upplýs- ingakerfi einnig ætlað að halda utan um brunabótamat fasteigna. Sam- kvæmt nýsettum lögum þar að lút- andi hefur einokun tiltekina trygg- ingarfélaga verið aflétt. Viðræður tryggingarfélaganna við Fasteigna- matið eru nú á lokastigi en ætlun félaganna er að nýta sér hið nýja kerfi til skráningar og brunabóta- mats. I i i l | f » 1 I : +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.