Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nordisk Forum í
Abo 1.-6. ágúst 1994
HVAÐ var að sækja á Norrænu
kvennaráðstefnuna í Ábo í Finn-
landi? Eftir ráðstefnuna munu 1400
íslenskar konur svara þessu hver
fyrir sig. Hver og ein okkar hefur
upplifað sína kvennaráðstefnu. Ljóst
er að þetta var risavaxið þing með
um 16000 þátttakendum, mest kon-
um, þar sem boðið var upp á um
2000 atriði eftir því sem fram kom
í dagskrá. Ætla má að fyrirlestrar
hefi verið um 800 talsins, þá voru
margskonar listviðburðir: Leiksýn-
ingar, tónlist, myndlist, kvikmyndir
og alls konar uppákomur, svo bærinn
iðaði af lífi og gleði þessa heitu ág-
ústdaga. Skipulagi ráðstefnunnar
má hins vegar líkja við skipulagt
kaos eins og ein orðaði það. Opnunar-
hátíðin fór fram að kvöldi fyrsta
dagsins á einu lokuðu sviði sem
byggt hafði verið á ánni sem rennur
í gegnum Ábo. Aðeins fáir áttu þess
kost að sjá eitthvað af því sem þar
fór fram. Lokaathöfnin var enn kot-
ungslegri en hún var haldin í tjaldi.
Þar voru endurtekin ýmis menning-
aratriði. Engar upplýsingar fengust
fyrirfram um það sem þar átti að
fara fram eða hversu lengi það átti
að standa. Þá var ráðstefnusvæðið
stórt og erfitt að rata.
Fyrirlestrar fóru aðallega fram á
háskólasvæðinu í sex mismunandi
„þemahúsum" sem kölluðust hús
andanna, hús framtíðar, hús ánægju
og óhugnaðar, velferðarhúsið og al-
þjólega húsið. Þijár dagskrár fylgdu
pakkanum sem þátttakendur fengu
í hendur: Upplýsingar um fyrirlestra
í einni dagskrá um 160 bls. að lengd,
menningardagskrá og kvikmynda-
dagskrá. Svo af nógu var að taka.
Ráðstefna um föðurhlutverkið
Samhliða þessari fjölmennu ráð-
stefnu fór fram opinber ráðstefna
Norðurlandaráðs dagana 4. og 5.
ágúst í Borgarleikhúsinu í Ábo þar
sem mættu m.a. jafnréttisráðherrar
Norðurlanda. Efni þeirrar ráðstefnu
var: „Jafnréti á Norðurlöndum árið
2000. Jöfn skipting valds og dýrð-
ar.“ Norðurlöndin fimm höðfu skipu-
lagt dagskrá hvert og eitt. Svo fór
að ég fylgdist með dagskrá íslend-
inga og Svía. Framlag Svíanna þótti
mér vísa fram á veg, þar var að fínna
nýjan tón. Þeir fjölluðu um hvernig
samræma mætti heimilisstörf og at-
vinnuþátttöku. Sýndu þeir efnið að
hluta til í leikritsformi
og tók félagsmálaráð-
herrann Bengt Wester-
berg þátt í leikþættin-
um. Á eftir talaði Göran
Wimmerström frá
Stokkhólmi sem hefur
fengið það hlutverk,
fyrstur manna, að und-
irbúa og þróa námskeið
fyrir verðandi feður.
Hann greindi frá því
hvemig hann þreifaði
sig áfram og hvemig
hann náði tökum á
verkefninu. Hann sagði
að feður yrðu að fá að
umgangast böm sín á
sínum eigin forsendum.
Og nú væri hann að
mennta aðra karlmenn til að halda
slík námskeið. Þessi fyrirlestur þótti
mér merkasta nýmælið og mættu
íslensk stjórnvöld kynna sér þessi
námskeið, t.d. sú nefnd sem nú starf-
ar á vegum félagsmálaráðuneytisins
um hlutverk karla. Félagsmálaráð-
herra Svía ræddi svo á látlausan
hátt um eigin reynslu og hvernig
hann uppgötvaði að hann gat sem
ráðherra haft áhrif á þróun jafnrétt-
ismála. Föðurhlutverkið var einnig
rætt á almennu ráðstefnunni og því
beint til norrænu ráðherranefndar-
innar að hún gerði tillögu til Samein-
uðu þjóðanna að haldin verði ráð-
stefna um föðurhlutverkið. Því var
vel tekið og má vænta þess að næsta
jafréttisráðstefna ijalli um hlutverk
feðra.
Osýnilegir ræðumenn
Það var gaman að sjá og heyra
Berit Ás, norska fræðimanninn sem
stofnaði sinn eigin flokk í Noregi á
áttunda áratugnum og varð formað-
ur hans. Hún sýndi myndband um
fimm algengustu aðferðir karla til
að halda konum niðri í opinberu lífi.
Hún sýndi hegðun karla og lék svip-
brigði þeirra svo snilldarlega og með
þvílíkum húmor að hlátrasköllin
heyrðust um þéttskipaðan salinn:
Hvernig karlar gera konur ósýnilegar
og/eða hlægilegar, hvernig upplýs-
ingum er haldið frá konum, hvernig
konum er refsað á tveimur vígstöðv-
um, í vinnu og á heimili, og hvernig
þær eru fylltar sektarkennd. Sjálf
minnist ég þess úr borgarstjóm
Reykjavikur, að þegar ein kona tal-
aði stóðu flokksbræður
hennar allir upp, litu á
klukkuna og sögðu hver
við annan um leið og
þeir gengu út úr saln-
um: „Þetta verður svona
hálftími.“
Fróðlegt er því að
kynna sér ræðustíl
kvenna sem ekki fá
meiri uppörvun en hér
hefur komið fram. Ég
hlustaði á einn slikan
fyrirlestur í Ábo. ítar-
legasta rannsókn á
Norðurlöndum á ræðum
stjórnmálakvenna er
sænsk doktorsritgerð
sem Kerstin Thelander
vann við háskólann í
Uppsölum um 1980. Þar kom fram
að konur á sænska þinginu tileinkuðu
sér fljótt ræðustíl karla. Sú könnun
sem greint var frá í Ábo var ekki
sambærileg. Hún tók aðra þætti til
athugunar en kannaðar voru ræður
frá fjórum borgarstjórnarfundum í
Árósum: Hversu vel borgarfulltrú-
arnir héldu sig við efnið, hversu mik-
ið þeir skreyttu ræður sínar með til-
vitnunum, sögum og líkingamáli,
hversu mikið þeir notuðu orð sem
dróu úr málflutningi þeirra og hversu
mikla tillitssemi þeir sýndu öðrum.
Niðurstaðan var sú að töluverður
munur var á ræðustíl kvenna og
karla. Konur héldu sig meira við efn-
ið og sýndu meiri tillitssemi í ræðu-
flutningi. Aðeins 10% kvennanna
krydduðu ræður sínar en 48% karl-
anna og 90% kvennanna notuðu úr-
dráttarorð en 62% karlanna. í við-
tölum kom fram að enn líður konum
best þar sem spjallað er saman í litl-
um hópum. Ekki er mér kunnugt um
að nein slík rannsókn hafi verið gerð
hér á landi og er hér komið verkefni
fyrir málfræðing.
Öðruvísi þroskaferill
Þegar ég var í menntaskóla var
ég í stelpnabekk. Það var ekki af
því að þær kennsluaðferðir sem not-
aðar voru væru aðrar en hjá strákun-
um. Nú gætir þess töluvert í umræðu
um skólamál að taka verði tillit til
þess að telpur þroskast á annan hátt
en drengir. Skólinn miði hins vegar
við þroska drengjanna. Nefna má að
telpur þroskast að jafnaði fyrr en
drengir. Talið er að hæfileiki þeirra
Gerður
Þorsteinsdóttir
Nordisk Forum hefur
fært okkur mikið efni
til að vinna úr, segir
Gerður Steinþórsdótt-
ir, sem telur að íslend-
ingar þurfi að bretta upp
ermar ef takast á að ná
settum markmiðum.
til vísindalegrar hugsunar sem raun-
greinar byggja á minnki mjög á ungl-
ingsaldri þegar drengir öðlast slíkan
þroska. Við þessu verði að bregðast.
I Svíþjóð hefur starfshópur á vegum
menntamálaráðuneytisins kannað
þetta mál og gefið út skýrslu sem
kallast „Visst ar vi olika - Vissulega
erum við ólík“. Þessi skýrsla var
kynnt á ráðstefnunni og sat kennslu-
málaráðherrann, Beatrice Ask, fyrir
svörum. í skýrslunni er lögð mikil
áhersla á að kennarar og skólastjór-
ar verði uppfræddir um þennan mun
á kynjunum og bregðist við honum
með breyttri námsskrá og ólíkum
kennsluaðferðum. Tilraun í þessa átt
var gerð fyrir nokkrum árum á Akur-
eyri í einum bekk í gagnfræðaskóla
og gafst vel en lagðist af.
Óþolandi launamisrétti
Fyrir rúmum áratug var stofnuð
hér á iandi Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna. Nefndin sýndi
fram á launamisréttið með skýrum
dæmum. Þrátt fyrir mörg orð um
aukið jafnrétti á síðustu árum dreg
ég slíkar fullyrðingar mjög í efa.
Launasvínaríið er gleggsta dæmið. í
nýiegri könnun sem Ragnheiður
Harðardóttir kynnti í Ábo kom fram
að konur sem fara í framhaldsnám
auka tekjur sínar að jafnaði um 42%
en karlar um 104%. Á þinginu var
kynnt skýrsla, jafnlaunaverkefnið,
sem unnin hefur verið á vegum Norð-
urlandaráðs. Þar var farið í gegnum
helstu rök sem notuð eru til að skýra
launamun og þau hrakin. Hagfræð-
ingurinn Agneta Stark kom með
bráðskemmtilegt innlegg sem fjallaði
um það hvort við hefðum efni á sömu
launum til handa konum og körlum.
Hún sagði: „Ef það er of dýrt að
hækka laun kvenna, höfum við þá
efni á að yfirborga karla bara af því
að þeir eru karlar?"
Friður
Á ráðstefnunni í Osló hafði verið
sérstakt friðartjald. Eftir að járn-
tjaldið féll hefur dofnað yfir starf-
semi friðarhreyfinga og ekkert sam-
norrænt verkefni um frið 'var á ráð-
stefnunni í Ábo. Ég hlustaði á dag-
skrá Friðarhreyfingar sænskra
kvenna einn daginn, en hún var frem-
ur fámenn. En það var hátíðlegt að
ganga út í nóttina og sjá kertaljósin
lýsa á ánni þar sem þau mynduðu
friðarmerkið og orðið Hírósíma.
Þetta var að kvöldi 6. ágúst. Og
hugurinn leitaði heim þar sem kertin
fljóta á Tjöminni í svalri nóttinni,
ár eftir ár á Hírósímadaginn.
Jafnrétti árið 2000
í ávarpi til ráðstefnugesta sagði
Margareta Pietikainen, formaður
Nordisk Forum nefndarinnar, að
markmið ráðstefnunnar væri að
kynna og varpa ljósi á ýmsa þætti
jafnfréttismála, að fá nýtt fólk til
að starfa að jafnréttismálum, skapa
sambönd og tengsl milli einstaklinga
og þjóða.
Fjölbreytnin á ráðstefnunni var
geysimikil. Aðeins var hægt að fylgj-
ast með broti af því sem þar fór fram.
Hér hefur eingöngu verið drepið á
efni fáeinna fvrirlestra. Nordisk For-
um var einnig undirbúningur að
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kína á næsta ári. Þótt norræn-
ar konur væru í miklum meirihluta í
Ábo var þar þó slæðingur af karl-
mönnum, konum frá öðrum löndum
og heimsálfum og börnum. Minnumst
þess að þetta er ár fjölskyldunnar.
Margar íslenskar konur fluttu er-
indi um margvísleg efni. Þá vil ég
nefna leikþættina og var mér tjáð
að leikþáttur Stígamóta um ofbeldi
hefði verið áhrifamikill og átakanleg-
ur. Æskilegt er að íslenska undirbún-
ingsnefndin haldi ráðstefnu þar sem
íslensku konurnar kynntu m.a. fram-
lag sitt á Nordisk Forum. Það var
gert eftir ráðstefnuna í Osló 1988,
auk þess sem sérstök skemmtidag-
skrá var á Hótel íslandi. Þá væri
tilvalið að bjóða hingað til lands ein-
hveijum af þeim erlendu fyrirlesur-
um sem mesta athygli vöktu. Af
þeim sem ég hlustaði á vil ég benda
sérstaklega á tvo: Göran Wim-
merström sem hefur undirbúið og
þróað námskeiðin fyrir verðandi feð-
ur. Hann gæti frætt um starf sitt og
skipulag og innihald feðrafræðslu. Þá
vil ég nefna hagfræðinginn Agnetu
Stark sem ætti að fá til að halda
erindi um hagfræði, um launamál
kvenna og konur og Evrópusamband-
ið, en það mál hefur hún kynnt sér vel.
Nordisk Forum hefur fært okkur
mikið efni til að vinna úr. Og ljóst
er að við íslendingar þurfum svo
sannarlega að bretta upp ermar ef
takast á að ná markmiðinu: Jafn-
rétti árið 2000.
Höfundur er í stjórn
Kvenréttindafélags íslands og
varaformaður jafnréttisnefndar
Reykjavíkur.
ÞAÐ ER nú séð að margir hag-
fræðingar og „sérfræðingar" eru
famir að ókyrrast mjög. Manngreyin
eru farnir að sjá að almenningur er
orðinn hundleiður á úrtölum og
svartagallsrausi þeirra. Þeir gera sér
sýnilega einhveija grein fyrir því að
of langt hefur verið gengið, fólk er
farið að sjá í gegnum vefínn. Fáir
hlusta lengur með andakt.
Nú nýverið boðaði forsætisráð-
herra til fundar til að kynna niður-
stöður Þjóðhagsstofnunar, unnar úr
nýjustu gögnum, þar sem einhver
vonarglæta var boðuð, varkárlega
þó, um framþróun og bata öllum til
handa. Við tíðindum þessum urðu
kerfisvarðir bölsýnismenn ókvæða.
Gat verið að þeirra væri ekki sviðs-
Ijósið lengur, gat verið að tilrauna-
kerfi þeirra væri að snúast í höndum
þeirra?
Krói þessara manna, verðtrygg-
ingarákvæðin, hefur nærri gengið frá
vilja manna til athafna. Ungt fólk
horfír til þess að einungis „víxlarar"
hafa einhvern möguleika til tekna.
Það er vonum seinna að menn í stjórn
landsmála eru famir að gefa undir
fótinn að síðustu leifar Ólafslaga
verði afnumdar. Fjármálaráðherra
og forsætisráðherra eiga heiður skil-
inn fyrir að sitja ekki fastreirðir við
keip dauðyfla.
Það hefur verið siður langskóla-
genginna manna, úr hagfræði eða
viðskiptafræðum, að
tala um fagleg vinnu-
brögð í mannaráðning-
um, og dásama fræði
sín sem hin einu réttu
og allt utan þeirra væri
hjóm, bull og þvæla.
Venjulegt fólk væri
hætt að þora að hafa
skoðanir á hinum að-
skiljanlegu málefnum,
fyrr en þeir höfðu heyrt
erkibiskupsboðskap í
fjölmiðlum þeim, sem
eru óþreytandi við að
lepja upp eftir biskupum
víxlaranna. Öll þessi
fjölmiðlaathygli hefur
komið þeirri fyrru inn
hjá þessum mönnum að þeirra sé
valdið, en að vísu ekki ábyrgðin, og
þeirra orð, stórisannleikur. Morg-
unblaðið, eitt fjölmiðla, hefur haft
þor til að gagnrýna, með réttu, ýmsa
reikningsstokka „fræðimanna" bæði
í stjórnun fiskveiða og við stjómun
hagkerfis. Hafí ritstjórar blaðsins
þökk.
Almenningur mun gera sér ljósari
grein fyrir því, að kenningar þessara
manna eru ekki betri eða heilagri
en kenningar „erkibiskupa" fortíðar-
innar þá því var haldið að almúgan-
um að jörðin væri flöt.
Stundlegar kenningar í efnahags-
stjómun, s.s. Ólafslögin, dæmast oft
á börn síns tíma og eiga
alls ekki við þegar víð-
ara sjónarhom fæst,
með fjarlægð í tíma.
Tökum dæmi, við setn-
ingu laganna var vísi-
tala á launum og hækk-
uðu þau til samræmis
við hækkanir úti í þjóð-
félaginu, til að mynda
vegna hækkana á kaffi.
Ekki tók það menn
langan tíma að sjá að
við svo búið mátti ekki
una, ekki gætu fram-
leiðendur á Islandi borið
kostnað af frostnóttum
í Brasilíu.
Einnig urðu menn á
einu máli um að ekki dygði að launa-
greiðendur hefðu eitthvað með olíu-
kreppu, og slíka óáran að gera, til
hækkunar launa. Spakvitrir fóru að
tala um víxlverkanir, sem eitthvað
fyrirbæri sem væri þeim algerlega
ókunnugt og því óviðkomandi, skepn-
an hefði tekið upp á þessum fjanda
að þeim fomspurðum. Settust nú
spakir menn niður og lögðu til við
stjómendur þjóðarinnar að afnema
bæði vísitölubætur á laun, en samt
töldu hinir sömu það aldeilis nauðsyn-
legt, að reikna téða vísitölu út, sérdeil-
is tilhækkuna lánskjaravísitölu, ekki
máttu víxlararnir missa spón úr sínum
aski. Mátturinn er vaxtavinanna.
Almenningur er orðinn
hundleiður á svartagalls-
rausi kerfisvarðra böl-
sýnismanna, segir
Bjarni Kjartansson,
sem hann segir hafa
brugðist ókvæða við
bataspám forsætis-
ráðherra.
Síðasta dæmi þessa er, að nú hef-
ur raskast hlutfall innan starfshópa,
vegan sífelldra hagræðingarátaka.
Þannig hefur starfsfólki fækkað sem
hefur stuttan starfsaldur, og því á
lægri launum, en þeir sem eldri eru
í starfi, og því á betri kjörum, halda
vinnu sinni. Framangreint hefur það
í för með sér að vísitala launa hækk-
ar, en kjör launþega hafa ekki batn-
að sem þessu nemur. Þrátt fyrir að
allir, sem koma að málum, viti þetta,
þá er ekkert gert, heldur mun láns-
kjaravísitalan sjá um að víxlarnir
hagnist vel á þessu. Dýrðin er vaxta-
vinafélagsins.
Það er hjákátlegt, jafnvel grát-
broslegt, að hlusta á hagfræðinga
sem nefna sig við jafnaðarmennsku
tala um nauðsyn vísitölubindingar á
fjárskuldabindingum, helsta fótakefli
launþega sem hafa þor til að reyna
að eignast húsaskjól. Einnig hlómar
þessi kratíski söngur illyrmislega í
eyrum einyrkja og smáatvinnurek-
enda.
Læðist að mönnum sá grunur að
það sé ástæða fyrir þessu, nefnilega
sú að þegar allt leikur í lyndi, er
ekki þörf á sífelldum „félagslegum"
úrræðum. Þá minnka völd þessara
manna, sem enginn hefur kosið til
valda. Minnugir þess, að ekki væri
þeir vissir um ráðningu til einkafyrir-
tækja, hamast þessir við að sverta
og hæða allt það jákvæða sem kem-
ur fram á hveijum tíma.
Fagleg vinnubrögð eru farin að
þýða að ekki megi ráða neinn til
stjórnunar innan kerfísins nema hinn
sami sé langskólagenginn í tilteknu
fagi, og helst til vinstri í stjórnmál-
um. Ekki þora kerfiskarlar að horfa
til stefnu margra stórfyrirtækja úti
í hinum stóra heimi, sem hafa uppi
annað, og að þeirra mati, skynsam-
legra verklag í þeim efnum.
Háttur smiðsins er, að hafa góð
og beitt verkfæri í höndum en þau
ráða ekki ferðinni, það gerir smið-
urinn, ella yrði engin smíðisgripur-
inn. Eggja ber Davíð Oddsson að
láta tilfínningu sína ráða að nokkru,
minnugur þess að kenningar eru
stundlegar, sköpun er annað og
meira.
Höfundur er forstöðumaður.
Hin fjármálalegu Medúsuhöfuð
Bjarni Kjartansson