Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 13
FRÉTTIR
Sjónvarps-
myndum
Rangárnar
ARTHUR Oglesby, breskur stang-
veiðimaður sem er vel þekktur víða
um lönd, var staddur hér á landi á
dögunum. Hann varði nokkrum
dögum við veiðar í Ytri-Rangá eins
og í fyrra og gekk hópi hans vel.
Með í för voru kvikmyndatökumenn
og annað tæknilið, en Oglesby mun
hafa í hyggju að gera myndband
um ána til sýningar í bresku sjón-
varpi, að sögn Þrastar Elliðasonar,
leigutaka svæðisins.
Auk þess að veiða í Rangánum
og festa þær á myndband,' sýndi
Oglésby íslenskum stangveiðimönn-
um hið fræga „spey-kast“ við versl-
unina Veiðivon áður en hann hélt
af landi brott. Tóku innlendir veiði-
menn vel við sér og létu margir sjá
sig. „Spey-kastið“ er útfærsla af
veltikasti sem Bretar hafa þróað
sérstaklega til notkunar þar sem
víða er skóglendi fram á árbakka
og svigrúm lítið til flugukasta. Víða
á íslandi eru aðstæður svipaðar,
ekki þó vegna skóglendis, heldur
vegna hárra bakka og klettabelta
sem sums staðar eru fast við bök
veiðimanna.
Gott sumar í Haffjarðará
Haffjarðará ætlar að koma afar
vel út í sumar og býr að sínum
uppruna, þ.e.a.s. hún verður ekki
jafn hrikalega vatnslítil og flestar
OGLESBY úti í á, og myndatökumaðurinn festir veiðiskapinn á filmu.
ár í kringum hana og víða um land.
Páll G. Jónsson var á leið vestur
um helgina er Morgunblaðið hafði
samband við hann. Hann vildi ekki
að óathuguðu máli nefna heildar-
tölu, en þá um morguninn höfðu
hins vegar komið tíu laxar á land,
margir þeirra grálúsugir. Fyrir
nokkru voru komnir um 400 laxar
úr ánni og má því ætla að hún sé
komin vel á fimmta hundrað laxa.
Haffjarðará er eina laxveiðiáin á
íslandi þar sem eingöngu er veitt
með flugu.
Illa nýttur lax
Fáir hafa farið til veiða í Gljúf-
urá í þessum mánuði, en þeir sem
það hafa gert hafa séð talsvert af
fiski í ánni. Um 90 laxar eru komn-
ir á land og verði veðurfarsbreyting
gæti áin tekið vel við sér.
Ábyrgðarskírteinið frá Orvis.
Þegar veiðimenn fara á stjá til
að velja sér búnað, ganga þeir inn
í sannkallaðan frumskóg af vöru-
merkjum, útbúnaði og ráðagóðum
sölumönnum, kunningjum og vin-
um, sem annaðhvort mæla af
reynslu eða af hagsmunum. Merkin
eru misdýr og oft er því fleygt að
menn séu að borga aukreitis þús-
undkarla fyrir vörumerki þegar
ódýrari vörur sumar hveijar séu
jafngóðar og jafnvel betri. Ekki
verður lagður dómur á slíkt i þess-
um pistli. Hins vegar er varla hægt
að bjóða betur en undanbragða-
lausa ábyrgð á veiðistöng í 25 ár.
Það gera þeir þó hjá Orvis þegar
PMlO-flugustöngin þeirra er ann-
ars vegar. Umrædd ábyrgð er þess
eðlis að alls konar sögusagnir eru
í gangi um trúverðugleika hennar,
en í bæklingi sem fylgir stöngunum
er tekinn af allur vafi. Þar stendur
að stöngin verði bætt í 25 ár, sama
hvernig hún skemmist. Jafnvel þótt
veiðimenn loki rafdrifnum bílrúðum
sínum á þær, stígi ofan á þær liggj-
andi á meinum eða skelli á þær
hurðum.
Hrafnkell
A. Jóns-
son fer
ekki fram
HRAFNKELL A. Jónsson, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi, hyggst ekki
gefa kost á sér í eitt af efstu sæt-
um á lista flokksins fyrir næstkom-
andi alþingiskosningar.
Hrafnkell
segir að að
hluta til sé
ástæðan sú að
hann telji að
úrslit bæjar-
stjórnarkosn-
inga í Vor gefi
ekki tilefni til
þess að hann
haldi áfram.
„Ég hef litið svo
á að grundvöll-
ur fyrir því að ég væri i iremsiu
víglínu væri sá að ég hefði nokkuð
óskipt traust sjálfstæðismanna á
Eskifirði. Ég tel mig ekki hafa það
eftir bæjarstjórnarkosningarnar.
Þar að auki er ég búinn að vera í
þessu síðan 1983 er ég kom fyrst
inn á lista flokksins í kjördæminu.
Ég tel að það sé mjög hollt fyrir
sjálfstæðismenn að fá betra tæki-
færi til þess að endurnýja hjá sér
forystuna," segir Hrafnkell.
Hann segist ekki útiloka að hann
muni taka sæti einhvers staðar
neðarlega á lista.
Hrafnkell
A. Jónsson
Formaður Landssambands kúabænda
Aðlögnnartíminn
var illa notaður
GUÐMUNDUR Lárusson formaður Landssambands kúabænda lýsti því
yfir á aðalfundi LS sem hófst á Flúðum í gær að hann gæfi ekki kost á
sér áfram sem formaður. Guðmundur sem verið hefur formaður LS í
fimm ár sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði tekið þessa
ákvörðun vegna gagnrýni sem komið hefði fram á störf stjórnar og
því vildi hann gefa mönnum tækifæri til að velja sér aðra forystu.
Reglur um
lyfjanotkun
keppnisdýra
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
skipað nefnd til að semja reglur um
bann við notkun lyfja og um með-
höndlun hrossa og annarra dýra í
keppni eða sýningum.
I fréttatilkynningu segir að ráð-
herra telji, í ljósi nýliðinna atburða,
verði slíkar reglur settar líkt og í
öllum nágrannalöndum en engar
staðfestar relgur hafa verið við lýði
hér á landi.
Reglunar eiga m.a. að kveða á um
hvaða lyf má nota, hvenær má grípa
til lyfja, og hversu langur tími má
líða frá lyfjagjöf þar til keppni eða
sýning hefst. Formaður nefndarinnar
er Árni M. Mathiesen, alþingismað-
ur, sem jafnframt er formaður dýra-
vemdarráðs. Auk Árna eiga sæti í
nefndinni eftirtaldir menn: Brynjólf-
ur Sandholt, yfirdýralæknir, Guð-
brandur Kjartansson, læknir, Þorkell
Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði
og Kristján Auðunsson, lögfræðing-
ur.
Á fundinum í gær var hagræð-
ing í mjólkuriðnaði mjög til um-
ræðu en þar flutti Björn Arnórs-
son, hagfræðingur BSRB, sem
sæti á í sjömannanefnd, erindi þar
sem hörð gagnrýni kom fram á
að ekki hefði verið gripið til þeirr-
ar úreldingar mjólkurbúa sem talin
hefði verið nauðsyn á.
Guðmundur Lárusson sagðist
ætíð hafa litið svo á að búvöru-
samningurinn frá 1992 hefði gefið
kúabændum ákveðinn aðlögunar-
tíma að innflutningi búvara, en
þann tíma hefðu bændur hins veg-
ar notað ákaflega illa varðandi
mjólkuriðnaðinn.
„Það verður að vera mjög mikil
breyting á því sem allra fyrst. Við
verðum að vekja bændur til um-
hugsunar um það að hagræðing í
mjólkuriðnaði er kannski eitt
mesta atriðið varðandi kjör mjólk-
urframleiðenda í framtíðinni. Hvað
úreldingu mjólkurbúanna varðar
er tíminn að hlaupa frá okkur og
menn verða að fara að taka við
sér. Umræðan á fundinum var
mjög í þessa átt og stærsti hluti
fundarmanna sem talaði var sam-
mála þessu,“ sagði Guðmundur.
Hálfur milljarður til
úreldingar
Í erindi sem Björn Arnórsson
flutti á aðalfundinum um hagræð-
ingu í mjólkuriðnaði kom fram að
til úreldingar er til tæplega hálfur
milljarður króna, en Bjöm sagði
að svo virtist sem mjólkurbúin
ætli ekki að nýta sér þá peninga
sem bjóðast til úreldingar. í dag
eru starfandi 15 mjólkurbú í land-
inu og í skýrslu afurðastöðva-
nefndar til landbúnaðarráðherra
1989 var lagt til að af þeim búum
sem þá voru starfandi yrðu sjö
lögð niður. Síðan þá hefur hins
vegar aðeins mjólkurbúið á Pat-
reksfirði verið lagt niður.
Sagði Björn að hann hefði rök-
studdan grun um að hrepparígur
og skammsýni muni koma í veg
fyrir að nokkurt bú sæki um úreld-
ingu, og þegar upp yrði staðið
myndu það verða bændur sem
fyrst og fremst myndu tapa á
þessu. Sagði hann aðeins tvo val-
kosti vera í stöðunni, þ.e. annars
vegar að fara leið úreldingarinnar
eða „stálharða úthreinsunarleið
markaðslögmálanna", sem tekin
væri að virka með æ meira afli í
greininni. Sagði hann ljóst að svo
myndi fara að kerfi opinberrar
verðlagningar í mjólkinni myndi
hrynja og yrðu peningarnir til úr-
eldingar ekki sóttir myndu þeir
væntanlega renna aftur til neyt-
enda í formi lækkaðs mjólkurverðs
um einhvern tíma:
Rauði kross íslands heldur námskeið
til undirbúnings fyrir
HJALPARSTORF
ERLENDIS
í Munaðamesi 16. —21. október 1994
Þátttökuskilyrði eru:
—25 ára lágmarksaldur
—góð tungumálakunnátta, a.m.k, enska
—góð starfsmenntun
(ýmis störf koma til greina)
—góð aimenn þekking og reynsla
Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur
m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf.
Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er
þátttökugjald kr. 15.000 (innifalið er fæði, gisting,
kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðarnes - Rvk.).
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ,
Rauðarárstíg 18, Rvk.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKI fyrir i
5. sept. nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir
nánari upplýsingar.
Rauði kross islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722