Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STUTT
ERLENT
Hiti eykst
í deilu
Albana og
Grikkja
GRIKKIR vöruðu Albani við í
gær og sögðust myndu hefna
sérhverrar aðgerðar sem
stjómvöld í Tírana gripu til
gegn gríska minnihlutanum í
Albaníu. Hörðnuðu deilur
landanna í gær er Konstantín
Karamanlis forseti og Andreas
Papandreou forsætisráðherra
létu þær til sín taka. Grikkir
saka Albani um mannréttinda-
brot gagnvart gríska minni-
hlutanum en Albanir halda því
fram að gríska stjómin hafi
ýtt undir starfsemi aðskilnað-
arsinna.
Átök um völd
í N-Kóreu
NORÐUR-kóresk útvarpsstöð
gaf í gær til kynna að átök
ættu sér stað um völd í landinu
og valdataka Kim Jong-il hefði
ekki verið jafn snurðulaus og
áður var gefíð til kynna. Hann
hefur hvorki verið settur í
embætti ritara kommúnista-
flokksins né forseta. í útsend-
ingu útvarpsins, sem heyrðist
í Tókfó, sagði að kynslóða-
skipti ættu ekki að leiða til
þess að byltingarstarfi Kim
Il-sungs lyki. Valdaskipti yrðu
að ganga vel og rétt fyrir sig,
metorðagimd framapotara og
samsærisafla gæti verið skað-
leg fyrir flokkinn og bylting-
una.
Skattur á
diska og bolla
ÞÝSKA stjómin íhugar að
setja sérstakan skatt á einnota
umbúðir skyndibitastaða eftir
að dómstóll í Berlín úrskurðaði
í gær að borgarstjómin í Kass-
el hefði ekki farið út fyrir laga-
heimildir með skattlagningu
af þessu tagi.
Díana kveðst
saklaus
DÍANA prinsessa neitaði því
í gær að
hafa ónáðað
fyrrum
sáttasemjara
þeirra Karls
prins með
því að
hringja stöð-
ugt í hann í
fyrrahaust
en anda í
símann í stað þess að tala.
Fram kom í fjölmiðlum um
helgina að símtölin hefðu verið
rakin til heimilis Díönu, íbúðar
systur hennar og símklefa.
„Ég kann ekki einu sinni á
stöðumæla, hvað þá að hringja
úr almenningssíma," sagði
Díana.
Lifðu af 23
daga í námu
TVEIR jarðfræðistúdentar
fundust í gær á lífi í gamalli
ónotaðri nikkelnámu 23 dög-
um eftir að þeir urðu innlyksa
í námunni. Mennimir höfðu
verið nánast taldir af þar sem
þeir fóm matar- og vatnslaus-
ir í skoðunarferð niður í nám-
-una.
Rússa
dreymir um
ríkidæmi
LANGAR biðraðir mynduðust í
gær við skrifstofur fjárfestingar-
félagsins MMM er starfsemi þess
var hafin á ný i gær. Fyrir mán-
uði var starfsemi þess stöðvuð eft-
ir að yfirvöid höfðu varað við
starfsemi þess og út spurðist að
um brögð í tafli væri að ræða og
ekkert stæði i raun og vera á bak
við loforð um mikla ávöxtun hluta-
bréfa. Myndin var tekin í Moskvu
f gær og þar má sjá fólk með vegg-
myndir af Sergeij Mavrodi for-
stjóra MMM.
Franskir hermenn fluttir frá Rúanda
Hafnbann hugsanlegt
LEON Panetta skrifstofustjóri
Hvíta hússins sagði á sunnudag að
til greina kæmi að setja hafnbann
á Kúbu til þess að neyða stjórn
Fídels Kastrós til pólitískra og efna-
hagslegra umbóta. Fyrst yrði þó
beðið eftir hver yrðu viðbrögð Kast-
rós við ákvörðunum sem Bill Clinton
forseti greip til á laugardag til þess
að reyna stöðva straum flótta-
manna frá Kúbu. Þar ákvað hann
að fækka flugferðum milli Miami
og Havana, banna Kúbumönnum í
Bandaríkjunum að senda peninga
til ættingja og vina heima fyrir og
stórauka útsendingar bandarískra
útvarpsstöðva á áróðri gegn stjóm
Kastrós. Embættismenn sögðu
þetta einungis vera fyrstu skrefin
í víðtækari aðgerðum. Málgagn
Kúbustjómar, Trabajadores, gagn-
rýndi aðgerðimar í gær en engin
viðbrögð hafa komið frá embættis-
mönnum stjórnar Kastrós. Þúsundir
Kúbumanna hafa freistað þess að
komast til Bandaríkjanna að undan-
förnu. A myndinni má sjá kúb-
verska flóttamenn á fleka sem
fannst á reki miðja vegu milli
Flórída og Kúbu á sunnudag.
Engin merki sögð
um fjöldaflótta
París. Reuter.
ALAIN Juppé, utanríkisráðherra
Frakklands, varði í gær þá ákvörð-
un frönsku stjómarmnar að kalla
hermenn sína í Rúanda heim þrátt
fyrir beiðni hjálparstofnana um að
þeir yrðu þar áfram. Hann sagði
að ekkert benti til þess að yfirvof-
andi væri mikill fólksflótti til Zaire
vegna brottfarar franska hersins.
Juppé sagði að um 50.000
manns hefðu flúið af „verndar-
svæðinu", sem Frakkar mörkuðu
í suðvesturhluta Rúanda í júní, síð-
ustu tvær vikurnar - miklu færri
en menn höfðu búist við. „Ástand-
ið er mjög viðkvæmt, ekki aðeins
á verndarsvæðinu, heldur einnig í
allri Rúanda og í Búrúndí," bætti
þó utanríkisráðherrann við.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir
lögðust gegn því að frönsku her-
mennimir færu af verndarsvæðinu
af ótta við mikinn fjöldaflótta það-
an til Zaire. Franska stjórnin sagði
hins vegar að Sameinuðu þjóðirnar
hefðu ekki heimilað Frökkum að
vera þar lengur. Áætlað er að um
2,5 milljónir manna séu á svæðinu,
þar af 1,5 milljónir flóttamanna.
Afrískir friðargæsluliðar eiga að
halda uppi eftirliti á svæðinu í
nafni Sameinuðu þjóðanna.
Reutcr
Hertar aðgerðir gegn glæpum
Fulltrúadeild samþykk-
ir frumvarp Clintons
Washington. Reuter.
FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á sunnudag frumvarp
Bills Clintons forseta um hertar aðgerðir gegn glæpum. Clinton fagnaði
niðurstöðunni mjög, sagði hana dæmi um það hvernig þingið ætti að starfa
en enn er þó aðeins hálfur sigur unninn, þar sem frumvarpið á eftir að
fara fyrir öldungadeildina. Fullvíst er að það mun mæta harðri andstöðu
repúblikana þar.
Frumvarpið var samþykkt með
235 atkvæðum gegn 195 og sagði
Clinton þar vera sigur fyrir alla lög-
hlýðna Bandaríkjamenn. Það er þó
ekki síður sigur fyrir hann sjálfan,
þar sem svo virtist fyrir rúmri viku,
að komið hefði verið í veg fyrir að
frumvarpið yrði tekið fyrir í þing-
inu. Það var ekki aðeins talið mikil-
vægt að fá frumvarpið samþykkt
vegna hertra viðurlaga, heldur einn-
ig vegna heilbrigðisfrumvarps for-
setans, sem hart hefur verið deilt
um í þinginu. Tókst Clinton að koma
frumvarpinu í gegn með samkomu-
lagi við repúblikana, sem fólst aðal-
lega í því að dregið var úr hluta
forvarna gegn glæpum.
Repúblikanar hafa gagnrýnt
frumvarpið mjög, m.a. kostnaðinn
sem það mun hafa í för með sér,
um 30 milljarða dala. í frumvarpinu
er kveðið á um að lögregluþjónum
verði fjölgað um 100.000 fram til
ársins 2000 og að 10 milljörðum
dala verði varið til uppbyggingar
fangelsa. Þeir sem dæmdir verði
fyrir alvarlegar líkamárásir hljóti
lífstíðardóm í þriðja skipti. Fleiri
tegundir afbrota geta leitt til dauða-
dóms en áður og eftirlit með kyn-
ferðisglæpamönnum verður hert,
lögreglumönnum á þeim stöðum
sem glæpamennirnir koma til eftir
að þeir hafa verið látnir lausir er
heimilt að upplýsa almenning um
afbrot þeirra.
Þá vakti forsetinn athygli á því
að ekki hefði verið fallið frá banni
við nítján tegundum hálfsjálfvirkra
skotvopna, þrátt fyrir mikinn þrýst-
ing.