Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 41
Heilagnr
andi og
hagsmun-
ir lækna
Frá Baldri Pálssyni:
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 17. ág-
úst, átti Jón Ársæll Þórðarson,
fréttamaður á Stöð 2, tal við þá
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
lækni og Eirík Sigurbjörnsson sjón-
varpsstjóra. Til umræðu voru
kraftaverkalækningar á samkom-
um bandaríska trúboðans Benny
Hinn.
Aðstoðarlandlæknir fór hörðum
orðum um þessar samkomur, kall-
aði þær leikaraskap og skottulækn-
ingar, og varðaði slíkt við lög hér
á landi. Aðspurður kvaðst hann
sennilega myndu beita sér gegn
Jesú Kristi, ef hann læknaði fólk
án tilskilinna leyfa frá ráðuneytinu.
Hann taldi, að hér væri um fals að
ræða og loforð væru gefin um lækn-
ingar, sem ekki stæðust. Var aug-
ljóst, að læknirinn taldi sig bera
fyrir bijósti hagsmuni þeirra, sem
sækja trúarsamkomurnar í von um
lækningu, en fá ekki.
Engu að tapa
Það er viðurkennt af Benny Hinn,
að ekki læknast allir, sem eftir því
leita á samkomum hans. Það er því
tómt mál að tala um, að lækningum
sé lofað. En hvetju tapa þá þeir,
sem ekki læknast? Ekki er um að
ræða fjárútlát, því aðgangur ei
ókeypis. Sjúkdómurinn er að vísu
enn fyrir hendi, en hins vegar verð-
ur lækning að teljast ólíkleg, þótt
ekki hefði verið sótt samkoman.
Það er því erfitt að sjá, hvaða tjón
hefur hlotist.
Hvaða hagsmunir eru þá í
húfi?
I Markúsarguðspjalli, 5. kafla,
segir svo:
„Og kona, sem hafði haft blóðlát
í tólf ár, og hafði þjáðst mikið und-
ir höndum margra lækna, kostaði
aleigu sinni, og engan bata fengið,
en öll heldur farið versnandi, og
hafði heyrt um Jesúm, kom í mann-
þyrpingunni að baki honum og
snart yfirhöfn hans; því að hún
sagði: Ef ég fæ snortið, þótt eigi
sé nema klæði hans, mun ég heil
verða. Og jafnskjótt þornaði lind
blóðs hennar, og hún kenndi á lík-
ama sínum, að hún var heil orðin
af meini sínu.“
Tryggingastofnun borgar
Að undanförnu hafa blöðin verið
að birta tölur um tekjur ýmissa
starfsstétta, þar á meðal lækna.
Ekki fer á milli mála, að margir
læknar fá allgóða þóknun fyrir störf
sín, allt upp undir tuttugu milljónir
króna á ári. Nú er svo komið, að
tryggingar reiða þetta fé af hönd-
um, og tæpast þurfa menn að verða
öreigar þótt þeir séu undir læknis-
hendi. Nú geta menn því „þjáðst
mikið undir höndum margra lækna“
miklu lengur en áður fyrr, er fé
sjúklinganna gekk til þurrðar. Þeir,
sem fara af samkomum Benny Hinn
án þess að læknast, halda væntan-
lega áfram að „þjást mikið undir
höndum margra lækna“ á kostnað
trygginganna. Það er sorglegt.
Þeir sem fara af samkomum
Benny Hinn, læknaðir fyrir kraft
heilags anda, hætta hins vegar að
þjást, og læknar missa spón úr aski
sínum.
Er það kannski ástæðan fyrir
geðvonsku aðstoðarlandlæknis?
BALDUR PÁLSSON,
Byggðarenda 7,
Reykjavík.
- kjarni málsins!
Arnað heilla
Ljósm.st. Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 21. maí si. í Háteigs-
kirkju af sr. Tómasi Sveins-
syni Linda Aðalbjörns-
dóttir og Örnólfur Lárus-
son. Heimili þeirra er á Lau-
fengi 152, Reykjavík.
. Ljósm.st.. Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júlí sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Halldóri Gröndal
Margit Einarsdóttir og
Guðmundur E. Jónsson.
Heimili þeirra er í Gaukshól-
um 2, Reykjavík.
Ljósm.st. Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. júní sl._ í Stokks-
eyrarkirkju af sr. Úlfari Guð-
mundssyni Hrund Gauta-
dóttir og Valdimar S. Þór-
isson. Heimili þeirra er í
Símonarhúsi, Stokkseyri.
Ljósm.st. Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 25. júní sl. í Víði-
staðakirkju af sr. Hirti
Magna Jóhannssyni Guð-
björg Rósa Guðjónsdóttir
og Haraldur Logi Hrafn-
kelsson. Heimili þeirra er í
Birkihlíð 6, Hafnarfirði.
Ljósm.st. Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júlí sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matthí-
assyni Ingibjörg L. Hall-
dórsdóttir og Hörður Vals-
son. Heimili þeirra er í
Hraunbæ 38, Reykjavík.
%
Off nu er hann
tvöfaldur!
Veröur hann
90
milljónir?
gmSffp ti
Milljónauppskrift Emils:
7. Skundaðu á næsta
sölustað íslenskrar getspár.
2. Veldu réttu milljónatölurnar
eða láttu sjálívallð um getspekina.
3. Snaraðu út 20 krónum
fyrir hverja röð sem þú velur.
4. Sestu íþægilegasta stólinn
istofunniá miðvikudagskvöldið
og horfðu á happatölurnar
þínarkrauma I Víkingalottó-
pottinum I sjónvarpinu.
5. Hugsaðu um allt það sem
hægt er að gera fyrir 90 milljónir.
Verði ykkur að góðu!