Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 RKYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMENN í reykköfunarbúningum fóru niður í tank prammans með súrefni og komust mennirnir þá til meðvitundar. Fjórir menn urðu fyrir eitrun inni í dýpkunarpramma við Reykjavíkurhöfn Björgunarmaður féll með- vitundarlaus niður í opinu TVEIR menn voru hætt komnir þegar þeir urðu fyrir eitrun og misstu meðvitund þar sem þeir ætluðu að hefja störf inni í lokuðu rými niðri í dýpkunarpramma, sem liggur við Grandagarð, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þriðja starfsmann- inum tókst við illan leik að komast upp úr pram- manum og kalla eftir aðstoð slökkviliðs og lög- reglu en hann fékk vægari eitureinkenni. Slökkviliðsmaður sem fyrstur fór niður í pram- mann til að huga að mönnunum missti meðvitund nær samstundis og hann kom niður í prammann. Mennirnir voru allir fluttir á slysadeild og voru óðum að ná sér í gærkvöldi, skv. upplýsingum læknis. Talið er að mennirnir hafi fengið kolmónoxíð- eitrun, sem myndast í miklu loftleysi. Voru þeir allir með meðvitund þegar þeir komu á slysa- deild en einn þeirra hafði einnig meiðst á höfði eftir að hafa fallið úr stiga ofan í tankinn. Reykkafarar náðu mönnunum Mennirnir þrír ætluðu að huga að olíuskiptum í prammanum og fóru tveir þeirra niður í hliðar- tank á prammanum gegnum þröngt op og hnigu niður meðvitundarlausir þegar þeir komu ofan í tankinn. Þriðji maðurinn snéri strax við og kall- aði eftir aðstoð. Slökkviliðsmaður sem fyrstur kom til aðstoðar hné niður um leið og hann kom í opið og féll niður í tankinn. Að sögn lögreglu hafði hann ekki fengið réttar upplýsingar um slysið og mun hafa talið að mennirnir væru klemmdir niðri í prammanum. Voru slökkviliðsmenn í reykköfunarbúningum þá sendir niður með súrefnistæki til að sækja mennina sem komust strax til meðvitundar þegar þeir fengu súrefni. Voru þeir í fyrstu mjög ring- laðir en vel gekk að ná þeim upp og flytja þá á slysadeild. Ekki er talið að miklu hafi mátt muna að verr færi, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að hjálparbeiðni barst þar til sjúkrabílar og lögregla voru komin á vettvang. Að sögn læknis áttu tveir mannanna að fá að fara heim í gærkvöldi eftir að þeir höfðu jafnað sig en þeir sem urðu fyrir mestri eitrun dvöldu áfram á sjúkrahúsi í nótt undir eftirliti lækna. Lögfræðingur LIU Kemur ekki til greina að ákveða veiðikvóta JÓNAS Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, telur ekki koma til greina að íslendingar setji sér einhliða þorsk- kvóta í Barentshafi eins og Jóhann A. Jónsson, útgerðarmaður á Þórs- höfn, hefur stungið upp á. Jóhann ætlar að leggja þessa til- lögu fram á fundi útgerðarmanna með sjávar- og utanríkisráðherra á Akureyri á morgun, en hann segir tillögur sínar byggjast á aðild Is- lands að hafréttarsáttmála SÞ. „Ég er á móti gertæki í hvaða mynd sem er, að menn taki sér þann rétt sem þeir telja sig eiga eða vilja hafa. Ég tel að það eigi að ganga til samninga eins og alltaf,“ sagði Jónas. Ekki einfalt mál Davíð Oddsson forsætisráðherra segir allt of snemmt að ræða hvort þessi hugmynd komi til greina. „Þetta er mál sem þarf að skoða mjög vel, því þetta er ekki einfalt," sagði hann. „Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra þegar hann var inntur álits á tillögu Jóhanns A. Jónssonar. Þorsteinn vildi ekki tjá sig frekar um málið. ■ Fiskveiðideilan/6 og 8 ------♦ ♦ ♦----- Markaða fyrir kjöt leitað víða UNDANFARIÐ hafa margir aðilar leitað nýrra markaða fyrir kindakjöt og hefur áherslan verið lögð á að selja unnið kjöt sem gæðavöru. Við markaðsöflunina hafa fram- leiðendur m.a. notið aðstoðar fisk- sölufyrirtækjanna. Verð sem fengist hefur er enn nokkuð undir því sem talið er viðunandi fyrir bændur og vinnslustöðvar. Frá því í síðustu sláturtíð hafa verið flutt út tæplega eitt þúsund tonn af kindakjöti og þá aðallega á hefðbundna markaði í Svíþjóð og Færeyjum, en einnig hefur verið selt kjöt til Japans, Grænlands og Bandaríkjanna. ■ Reynt að nota/26 ■ Aðalfundir/9 og 13 Níu evrópsk trygginga- félög bjóða þjónustu hér Léstí bíl- veltu á Vest- urlandsvegi KARLMAÐUR á sjötugsaldri lést og kona liggur þungt haldin á Borg- arspítalanum eftir bílveltu, sem varð á Vesturiandsvegi fyrir innan Tíðaskarð skammt frá afleggjaran- um að Hjarðarnesi, um kvöldmatar- * leytið í gær. Þrennt var í bílnum og slapp ökumaðurinn með minni háttar meiðsli. Konan var flutt alvarlega slösuð með þyrlu á Borgarspítalann í Reykjavík og var ekki búið að full- kanna meiðsli hennar í gærkvöldi, en samkvæmt upplýsingum læknis var ekki talið, að hún væri í lífs- hættu. Tilkynning barst um slysið kl. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ slysstað við Tíðaskarð. 19.58. Bifreiðin var á leið til Reykjavíkur og er talið að ökumað- ur hafi lent út fyrir malbikið í möl og misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum, að hann fór margar veltur og lenti út af veginum. Mað- urinn sem lést og konan köstuðust bæði út úr bílnum við veltuna. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. ALLS hafa níu evrópsk trygginga- félög sent Tryggingaeftirlitinu til- kynningu um að þau bjóði þjónustu sína hér á landi frá því samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi 1. janúar sl. Hafa flest- ar tilkynningarnar borist á seinustu mánuðum, en ný lög um vátrygg- ingastarfsemi öðluðust gildi 30. maí sl. Að sögn Rúnars Guðmundssson- ar, skrifstofustjóra hjá Trygginga- eftirlitinu, starfa félögin í mismun- andi vátryggingagreinum. Flest eru líftryggingafélög en einnig eru félög sem starfa á sviði stóráhættu í tengslum við atvinnustarfsemi og stærri fyrirtæki. Ekkert þessara félaga hefur til- kynnt að það hyggist opna útibú hér á landi. Samkvæmt EES-samningn- um er vátryggingafélögum í löndum Evrópska efnahagssvæðisins fijálst að bjóða þjónustu sína óhindrað í öðrum aðildarríkjum án þess að þurfa að setja upp útibú og með sama hætti geta vátryggingartakar í aðildarríkjunum keypt allar tegund- ir vátrygginga að eigin vali hvar sem er innan bandalagsins. Flest frá Bretlandi Tryggingaeftirlitið hefur þegar lokið afgreiðslu tilkynninga nokk- urra tryggingafélaga en fyllri gögn vantar frá öðrum áður en þau geta hafið starfsemi. Ekki er vitað til þess að einstök félög séu þegar far- in að kynna starfsemi sína hérlendis að sögn Rúnars. Flest tryggingafé- lögin sem tilkynnt hafa að þau bjóði þjónustu á íslandi eru bresk en eitt er hollenskt og einnig hefur borist tiikynning frá þýsku líftryggingafé- lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.