Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKAK AFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 31 Héðinn Stein- grímsson alþjóð- legur meistari SKAK Alþjóöamót í Gausdal í Norcgi 1.-7. ág ús t HÉÐINN Steingrímsson, 19 ára, náði síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli í skák á alþjóðlegu móti í Gausd- al í Noregi í sumar. Héðinn hlaut sex vinninga af níu mögulegum og varð í 5.-13. sæti á mótinu, en í því áttunda eftir stigaút- reikning. Þröstur Þórhallsson, alþjóð- legur meistari, hlaut jafnmarga vinninga en lenti í 11. sæti á stigum. Helgi Áss Grétars- son hlaut fimm og hálfan vinning og náði einnig áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Þetta var þriðji áfangi Helga en hann þarf samt einn til viðbót- ar þar sem hann hefur náð þeim öll- um á opnum mót- um. Bergsteinn Ein- arsson kom mjög á óvart með góðri frammistöðu sinni í Gausdal, hlaut 5 v. og varð í 21.-27. sæti á mótinu ásamt finnska stórmeistaranum West- erinen og nokkrum alþjóðlegum meisturum. Samkvæmt skák- stigum átti hann við algert ofur- efli að etja, með sín 1.860 stig var hann langstigalægstur þeirra sem náðu 5 v. eða meira. Aðrir sem náðu slíkum árangri höfðu 2.300 stig og meira. Úrslit mótsins: 1. Sadler, Englandi, 7 v. af 9 mögulegum 2. -4. Davies, Englandi, Psak- his, ísrael, og Beshukov, Rúss- landi, 6R v. 5.-13. Héðinn Steingrímsson, Þröstur Þórhallsson, Davíð Bronstein, Rússlandi, Cs. Hor- vath, Ungverjalandi/Kotronias, Grikklandi, Peter H. Nielsen, Danmörku, Schmittdiel. Þýska- landi, Thomas Ernst, Svíþjóð, og Roy Fyllingen, Noregi, 6 v. 14.-20. Helgi Áss Grétars- son, Luther, Þýskalandi, Polulja- hov og Tregubov, Rússlandi, Einar Gausel, Noregi, og Dan- irnir Bjarke Kristensen og Carsten Höi 5R v. 21.-27. Bergsteinn Einars- son, Westerinen, Finnlandi, Lyr- berg og R. Bergström, Svíþjóð, Djuurhus og Dannevig, Noregi, og Sjúlman, Hvíta-Rússlandi, 5 v. o.s.frv. Torfí Leósson hlaut 4R v., Jón Viktor Gunnarsson 4 v., Arnar Gunnarsson 4 v., Björn Þor- finnsson 3R v. og Gunnar B. Helgason 3 v. Vel heppnuð ferð unglinga úr Skákskóla íslands! Það kemur áreiðanlega eng- um á óvart að Héðinn skuli vera orðinn alþjóðlegur meistari. Hann varð heimsmeistari barna tólf ára og yngri árið 1987. Árið 1990 sló hann svo rækilega í gegn með því að verða íslands- meistari í skák aðeins 15 ára gamall. Þá þegar virtist alþjóða- titillinn í augsýn en Héðinn hægði nokkuð ferðina, enda kappsfullur námsmaður auk þess sem atvinnumennska í skák er ekki eins eftirsóknarvert markmið og oft áður. Á fyrra mótinu í Gausdal í sumar virtist Héðinn æfingar- laus og ekki byijaði það seinna vel er hann tapaði fyrir Sadler frá Englandi. En sigur á danska alþjóðameistaranum Bjarke Kristensen kom honum á skrið að nýju og eftir að hann lagði unga og efnilega sænska alþjóð- lega meistarann Lyrberg að velli dugðu þrjú jafntefli við þá Bronstein, Helga Áss og Gaus- el. Hvítt: Héðinn Steingrímsson Svart: Patrick Lyrberg, Svíþjóð Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxe4 - Bd7 Þetta rólega og frumlega afbrigði hefur verið vinsælt upp á síðkastið. 5. Bd3 - Bc6, 6. Rf3 - Rd7, 7. 0-0 - Rgf6, 8. Rg3 - Be7, 9. c4 - Bxf3, 10. Dxf3 - c6, 11. b3 - 0-0, 12. Bb2 - Da5, 13. a3 - Hfe8, 14. Hfel - Had8, 15. He2 - Rf8, 16. h4! - Hd7, 17. Hael - Dc7 Svarta staðan er sæmilega traust en með biskupaparið og meira íými stendur hvítur bet- ur. Stærsti gallinn á stöðu svarts er sá að erfitt er að finna áætl- un og eftir nokkurt þóf ákveður Svínn að leita eftir uppskiptum á drottningum. 18. Hcl - Dd8, 19. Bbl - Db6, 20. Rfl - Da5, 21. Bc2 - Dh5, 22. Dxh5 - Rxh5, 23. g3 - Hed8, 24. Rh2 - Rf6, 25. Rf3 - Rg4, 26. h5 - h6, 27. Kg2 - a5, 28. Kh3 - f5, 29. Hcel Nú ætti svartur að leika 29. - Bf6 og undirbúa c5, sem hvít- ur svarar best með 30. Bal og stendur þá betur. í staðinn reyn- ir Svíinn að vinna peðið á h5. 29. - Rf6?, 30. Re5! - Hxd4 Gripur til þess örþrifaráðs að fórna skiptamun, því 30. - Hc7, 31. Rg6! leiðir til unninnar stöðu á hvítt. 31. Bxd4 - Hxd4, 32. Rg6! - Bxa3, 33. Rxf8 - Kxf8, 34. Hxe6 - Bb4,35. Hle2 og svart- ur gaf þessa stöðu enda er hvorki 35. - Rxh5, 36. Bxf5 né 35. - f4 36. Bg6 góður kost- ur. Margeir Pétursson Héðinn Steingrímsson KRISTIN GUÐMUNDSDÓTTIR HÚN Stína frænka er orðin 75 ára, hún Stína amma eins og krakkarnir mínir kalla hana. Meðan sumarið ræður ríkjum stefna þau Stína og Magnús farkosti sínum austur í Biskupstungur, oft án tillits til skaplyndis veðurguðanna, og njóta náttúrunnar á gróður- og unáðsreit sínum sem þau hafa skírt Hruna eftir bernskuheimili Stínu. Kristín Guðmunds- dóttir er fædd í Ólafsvík 23. ágúst 1919. Hún er dóttir hjónanna Guð- mundar Þórðarsonar, sjómanns þar, og Ólafíu K. Sveinsdóttur. Þar gerði Guðmundur út bát sinn og þau Ólafía áttu þar dálítinn lands- kika, höfðu kú og einhvetjar aðrar skepnur. Stína gekk í skóla í Ólafs- vík frá 8 til 14 ára aldurs. Hún missti snemma föður sinn. Systkinin voru mörg og heimils- störfin lentu fljótt mikið á Stínu, þó ung væri, því hún var næst elst þeirra barna sem upp komust og elst systranna. Systkini Stínu eru: Þórður Guðmundsson bifreiða- stjóri, látinn. Aðalheiður Guð- mundsdóttir, látin. Nanna Guð- mundsdóttir. María Guðmunds- dóttir, búsett í Ástralíu. Guðrún A. Guðmundsdóttir. Guðmundur Guðmundsson. Á bernskuheimili Stínu dvaldi afi hennar, Þórður Þórarinsson frá Ytri-Bug, síðustu æviár sín, en Stína heitir í höfuðið á ömmu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur frá Gí- slabæ á Hellnum. Undir lok ævi sinnar varð Þórður blindur. Stína litla leiddi hann um og annaðist gamla manninn sem henni þótti mjög vænt um. Ef einhver fann að við Þórð hljóp Stína litla alltaf til hans til að gæta hans. Þórður kallaði Stínu alltaf litla sólargeisl- ann sinn. Eins og títt var á þessum árum fór Stína snemma að vinna fyrir sér. 14 ára gömul fór hún úr for- eldrahúsum og suður til Reykjavík- ur í vist. Síðar starfaði hún í Hamp- iðjunni og á Gildaskálanum í Aðal- stræti en síðan hjá KRON. Hjá KRON vann hún samfleytt í 41 ár og þar af lengi sem verslunar- stjóri í Kronbúðinni við Vitastíg. Samviskusemi, eljusemi og trú- mennska voru alla tíð aðalsmerki hennar. Stína hefur alltaf verið ósérhlífin og fremur hlédræg. Hjálpsöm er hún með afbrigðum. Við ættingjar hennar þekkjum vel hversu traust hún er og orð henn- ar eru betri en loforð margra ann- arra. Hún Stína var falleg kona og henni hefur tekist að lifa lífi sínu þannig að öllum í kringum hana þykir vænt um hana. Ég man hvað okkur þótti vegg- teppin og myndirnar sem hún Stína saumaði falleg. Hún saumaði svo vel út að handbragðið nálgaðist listiðju. Á uppvaxtarárum mínum var Stína mér sem fósturmóðir. Ótal óþægindi hafði hún af strákp- jakknum en alltaf fyrirgaf hún mér prakkaraskapinn. Til henanr var alltaf leitað þegar í nauðirnar rak og hjá henni var aldrei komið að ýómum kofunum. Á námsárunum styrkti hún mig og hjálpaði mér og ekki hugsa ég að margir foreldrar hefðu lagt meira á sig en hún Stína við að koma þessum fóstursyni sínum til manns. Börnin mín halda líka öll mikið upp á hana. Elsta dóttirin heitir í höfuðið á henni og Ólafur Gauti hefur alla tíð eytt miklum tíma hjá þeim og lítur á þau sem ömmu sína og afa. Stína giftist Magnúsi Kr. Jóns- syni og búa þau í Miðt- úni í Reykjavík. Þau eru barnlaus og þó eiginlega ekki því börnin mín hafa bund- . ist þeim traustum böndum og hjónin hafa reynst þeim sem amma og afi, svo ná- inn samgangur hefur verið á milli og svo mikið halda þau upp á Stínu og Magnús. Magnús hefur unn- ið margháttuð störf á lífsleiðinni, sjó- mennsku, ýmis konar vélgæslu- og iðnaðarstörf. Hann er listfengur og fróður vel, smíðar í járn, yrkir stökur á góðri stund og hefur yndi af garðrækt. Þau hjónin eiga aldeilis fallega gróðurvin á bökkum Brúarár í Biskupstungum. Þar hafa þau í 20 ár ræktað og plantað og árang- urinn lætur ekki á sér standa. Sannkölluð paradís. Þangað fara þau öllum stundum og njóta útiver- unnar og náttúrunnar. Mörg Iiggja þarna handtökin og mörg fótspor- in. Kínverskt máltæki segir að sá hafi ekki lifað til einskis sem gróð- ursett hefur eitt tré sem lifir. Þau Stína og Magnús hafa gróðursett mörg tré sem lifa. Af þeirra völdum hafa líka skotið rótum margar til- finningar vináttu og gleði sem lifa í bijóstum þeirra sem þekkja þau. Það er gaman að hafa hana Stínu hjá okkur á 75 ára afmælinu hennar. Dálítið er heilsan farin að gefa sig, en margar ánægjulegar stundir geta verið framundan. Sá sem þetta ritar á Stínu margt að þakka. Innilegustu hamingjuóskir send- um við öll þeim hjónum á þessum tímamótum. Guðmundur G. Þórarinsson. Kristín Guðmundsdóttir, eins og Stína frænka heitir fullu nafni, fæddist í Ólafsvík 23. ágúst 1919, dóttir hjónanna Ólafíu Katrínar Sveinsdóttur og Guðmundar Þórð- arsonar útgerðarmanns, sú þriðja í röðinni af átta systkinum. Fjórtán ára gömul fluttist hún suður og hefur búið á höfuðborgarsvæðinu alla tíð eftir það. Faðir okkar er systursonur Stínu, og ólst hann upp hjá þeim mæðgum, Ólafíu og Stínu. Stína á því láni að fagna að vera vel gift. Hún giftist Magnúsi Kr. Jónssyni vélstjóra og lista- manni frá Bolungarvík árið 1967. Fer yfirleitt vel á með þeim hjón- um. Er einna helst að þeim verði sundurorða um stjórnmál, því þó Stína sé blíðlynd kona þá er hún ákveðin þegar því er að skipta. Þegar Kristín Björg, elst okkar systkinanna, var fimm eða sex ára heyrði hún mann lýsa öðrum á þann veg að hann væri gull af manni. Henni varð strax ljóst að þetta átti við Stínu öðrum fremur, og lét þessa lýsingu lengi vel fylgja þegar hún var að tala um Stínu við einhvern sem ekki þekkti hana. T.d.: „Þennan bangsa fékk ég frá Stínu frænku minni. Hún er gull af manni.“ (Seinni setningin sögð af innlifun, með nokkrum hátíð- leikablæ.) Já, ef einhver er gull af manni, þá er það hún Stína frænka. Traust og áreiðanleg, skapgóð, hjálpsöm og dugleg, ósérhlífin og óeigin- gjörn. Aldrei höfðum við heyrt hana biðja um neitt handa sjálfri sér, þess í stað einbeitir hún sér að því að gera eitthvað fyrir aðra. Strax frá barnæsku vandist Stína því að vinna hörðum höndum, og taldi það ekki eftir sér. Hún tók virkan þátt í uppeldi yngri systkina sinna, og aðstoðaði einnig seinna með börn þeirra. Stína eignaðist ekki sjálf böm, en hún hefur reynst okkur systkin- unum eins og besta amma, enda með fádæmum barngóð. Ófáar ferðirnar gerði hún sér að heim- sækja okkur og kom þá einatt færandi hendi, hlaðin gjöfum-/ handa okkur börnunum. Alþekktar eru á heimili okkar fiskibollurnar hennar Stínu frænku, en þær eru hinar bestu í heimi. Stína var foreldrum okkar ómet- anleg hjálp þegar þau voru að koma undir sig fótunum og við börnin vorum lítil. Alltaf var hún boðin og búin að passa okkur krakkana og tókst mjög náin vin- átta með Stínu og Önnu móður okkar. Á okkar yngri árum fengum við systkinin stundum að fara með- Stínu og Magnúsi í útilegur. Það voru jafnan skemmtilegar ferðir. í einni slíkri veiddi Kristín Björg sinn fyrsta silung og lá síðan andvaka heila nótt í tjaldvagninum því fisk- urinn var agnarsmár en svo illa fastur á önglinum að ekki var unnt að sleppa honum. Þegar Þorgerður var nýfædd, fékk eldri systir hennar þá hug- mynd að upplagt væri að gefa Stínu og Magnúsi hana. Taldi hún að þar mætti slá tvær flugur í einu höggi, því Stína og Magnús áttu engin börn og svo var Þorgerður nokkuð hávær á þessum aldri. Til- lögunni var vel tekið en ekki sam- þykkt. Jón Garðar var á sínum yngri árum tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Alltaf þótti honum jafn- spennandi að koma í Miðtúnið og leika sér í hinum ýmsu skúmaskot- um, hlaða í sig sætindum eða spila Marías. Mörgum stundum eyddi hann einnig í pappakassa á eldhús- gólfinu eða við misárangursríkar viðgerðir á verkstæði Magga. Stína passaði Óla Gauta hálfan daginn um skeið. Þegar hann eltist^ fannst honum notalegt að geta skroppið til þeirra Magnúsar eftir skóla, fengið heimabakaðar klein- ur, klappað hundinum Sesari og rætt við þau um heima og geima. Ófátt hafa þau brallað saman, Óli Gauti og Stína. Við höfum oft hleg- ið öll saman að því þegar Óli Gauti dulbjó sig sem gamla konu, staul- aðist upp stigann til Stínu og þótt- ist hafa unnið með henni í Hamp- iðjunni í gamla daga. Stína bauð „konunni" í kaffí og leið nokkur tími þar til hún áttaði sig á því hver gesturinn var. Eftir að hafa hlegið dátt sendi Stína Óla Gauta út til að plata Magnús, sem var að koma heim úr vinnunni. Af þessum sögum má glöggt sjá að margar minningar úr æsku okkar systkinanna eru tengdar henni Stínu. Þó að við veijum ekki jafnlöngum stundum hjá þeim hjónum nú orðið, er lagt reglulega inn í minningarbankann í Miðtún- inu. Fyrir nokkrum árum þurfti Stina að gangast undir aðgerð og varð að fara á sjúkrahús um tíma. Svo vildi til að vinkona okkar var læknir á deildinni þar sem Stína lá. Hafði hún orð á því hve þetta væri yndisleg kona, alltaf jafn já- kvæð, þolinmóð og umburðarlynd. Betri sjúkling gat hún varla hugs- að sér. Nú, á síðustu árum, hefur Stína átt við heilsuleysi að stríða. Ævin- lega er samt gaman að hitta hana, og oft er stutt í hláturinn þegar rifjaðir eru upp gamlir atburðir og nýliðin atvik rædd. Hún Stína frænka okkar er fal- leg kona og sviphrein, og laus við alla tilgerð. Þegar vel viðrar njóta þau hjónin lífsins í sumarbústaðn- um þeirra austur í Biskupstungum, hjá skóginum sem þau ræktuðu sjálf og listaverkunum hans Magn- úsar, sem setja skemmtilegan svip á umhverfið. Elsku Stína okkar, innilega til hamingju með daginn! Megi fram- tíðin færa okkur enn fleiri ánægju- legar samverustundir. Ólafur Gauti, Jón Garðar, Þorgerður og Kristín Björg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.