Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skógarreiturinn að Grund opn- aður almenningi SKÓGARREITURINN að Grund í Eyjafirði var um helgina form- lega opnaður almenning-i. Höggvið var fyrir göngustígum í fyrrahaust og þeir fullgerðir í sumar, auk þess sem tré hafa verið merkt. Aðalsteina Magnús- dóttir, húsfreyja á Grund, opnaði reitinn á laugardagsmorgun með því að klippa á borða en það var faðir hennar, Magnús Sigurðs- son, bóndi, sem gaf land undir reitinn, sem var stofnaður árið, 1900. Jón Loftsson, skógræktar- stjóri ríkisins og Halldór Blön- dal, landbúnaðarráðherra, fluttu báðir stutta tölu, áður en Aðalsteina klippti á borðann. Hópur gesta gekk síðan um reit- inn í fylgd Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra, sem sagði sögu hans og útskýrði það sem fyrir augu bar. Síðar um daginn endurtók Sigurður svo þann leik fyrir annan hóp fólks. Tilraun til skógræktar Skógarreiturinn að Grund er einn fjögurra hér á landi, þar sem tilraun var gerð í upphafi þessarar aldar til að rækta skóg af innfluttum trjátegundum í út- jörð á bersvæði. í upphafi var girt 1,6 hektara landspilda og gróðursetning trjáplantna hófst. Sigurður Blöndal upplýsti að upphafsmaður þessarar tilraun- ar hefði verið danskur skip- stjóri, Carl Ryder, sem kalla mætti föður íslenskrar skóg- ræktar. Haustið 1899 kom hann í Grund ásamt Páli Briem, amt- manni á Akureyri, og Einari Helgasyni garðyrkjumanni. Þeir voru að leita að stað norðanlands fyrir skógarreit samsvarandi þeim, sem þetta sama sumar hafði verið stofnaður í Almanna- gjárhalli á Þingvöllum. Vorið 1900 kom danski skóg- fræðingurinn Christian E. Flens- borg að Grund með 16.400 trjá- plönt'ir og 3 kg af tijáfræi frá Danmörku og var það allt sett niður í hina nýju girðingu. Flens- borg þessi var alls í fimm sumur við gróðursetningu og sáningu tijáfræs í Grundarreitnum, sett- ar voru voru niður 27 þúsund plöntur þessi sumur; 16 tegundir alls, m.a. græðlingar af gulvíði frá Sörlastöðum í Fnjóskadal, að því er kom fram í máli Sigurðar Blöndal. AIls 21 tegund 1952 var reiturinn stækkaður um 1,7 hektara með leyfi eigantía Grundar og er nú 3,3 hektarar. 1954 hófst gróðursetning á ný eftir 50 ára hlé, og til 1982 voru gróðursettar um 9.500 plöntur. Þær tegundir, sem gróðursettar voru bæði tímabilin, 1900-1904 og 1954-1982, eru: bergfura, broddfura, fjallafura, lindifura, skógarfura, stafafura, blágreni, broddgreni, hvítgreni, rauð- greni, rússalerki, síberíulerki, síberíuþinur, ilmbjörk, gráelri, gráreynir, ilmreynir, silfurreyn- ir, gulvíðir, blæösp og gráösp. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason SIGURÐUR Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, leiddi gesti við opnunina í allan sannleika um Grundar- reit. Fyrir aftan hann sjást Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, og Anders Erikson, landbúnaðar- ráðherra Álandseyja, sem staddur var í Eyjafjarðarsveit ásamt eiginkonu sinni um helgina. Brimvarnargerð við Dalvíkurhöfn Lægstu tilboðin innan við 60% AÐALSTEINA húsfreyja Magnúsdóttir á Grund klippir á borða og opnar Grundarreit- inn formlega fyrir almenningi. TILBOÐ voru í gær opnuð í gerð brimvarnargarðs við Dalvíkur- höfn. Níu tilboð bárust, og voru þau lægstu tæplega 60% af kostn- aðaráætlun, sem var 133 milljónir króna. Um er að ræða 130 metra varn- argarð, sem á að vera tilbúinn haustið 1994. Lægsta tilboð var 59,5% af kostnaðaráætlun skv. verklýsingu. Það átti Völur hf. Sumir tilbjóðendur voru með frá- vikstilboð miðað við aðra aksturs- leið en skilgreind var í útboðslýs- ingu. Ekki liggur fyrir áætlun um þann verkmáta, sem frávikstilboðið gerir ráð fyrir né vissa um hvort hægt sé að uppfylla fyrirvara, sem gerðir eru í tilboðinu. Lægsta frá- vikstilboð var 57,5% af kostnaðar- áætlun. Það tilboð kom frá fyrir- tækjunum Háfelli og Rein. Listasumar ’94 Söngvaka í sumar hefur verið flutt söng- dagskrá í kirkju Minjasafnsins á Akureyri. Dag- skráin hlaut nafnið Söngvaka og á henni fara flytjendur í gegn um sögu íslenskrar sönglistar allt frá fimmundarsöng og rímun til söng- laga samtímans. I kvöld eru fiytj- endur Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson og verður þetta síðasta Söngvakan í sumár. Hún hefst kl. 21.00. Málverkasýning Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- aði málverkasýningu í Deiglunni á laugardaginn. Sýning hennar stendur kl. 14-18 til 29. ágúst. ------» ---------- ■ LIFANDI land hf., sem gengst fyrir landbúnaðarsýningunni að Hrafnagili, efnir í dag til ráðstefnu sem nefnist Landbúnaðurinn og ferðaþjónustan, þar sem fjalia á um sameiginlega hagsmuni þessara at- vinnugreina. Framsöguerindi flytja Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, Arnheiður Eyþórsdóttir, forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, Baldvin Jónsson, mark- aðsfulltrúi, Atli Björn Bragason, rekstrarhagfræðingur, Eriendur Garðarsson, framkvæmdastjóri og Tomas Tómasson, framkvæmda- stjóri Hótel Borgar og Hard Rock. Ráðstefnan er haldin í Laugarborg og hefst kl. 10. Ráðstefnustjóri er Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri. ■ HALDID verður upp á 150 ára afmæli Munkaþverárkirkju næst- komandi sunnudag, 28. ágúst. Herra Ólafur Skúlason, biskup, prédikar. Morgunblaðið/Björn Gíslason TVÍBURARNIR Úlfar Bjarki og Halldór Rafn kíkja á eldislax, sem er til sýnis í keri að Hrafnagili. Góð aðsókn að landbúnaðar- sýningunni AUÐHUMLA ’94, landbúnaðar- sýningin að Hrafnagili, var opnuð á laugardaginn að viðstöddu fjöl- menni og var aðsókn mikil um helgina og áfram í gær, að sögn Vöku Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra sýningarinnar. Við setninguna flutti heiðurs- gesturinn, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, ávarp, svo og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda og Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, sem setti sýninguna. Um 2.000 miðar voru seldir á sýninguna um helgina, og gestir hafa því alls verið um 3.000, að sögn Vöku Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra, því mikið var um barnafólk, en aðgangur er ókeypis fyrir tíu ára og yngri. Sýningin er mjög fjölbreytt. Á útisvæði sýna vélainnflytjendur og ýmsir þjónustuaðilar, grænfóður og kornrækt er í sýnireilum og er kornskurður sýndur þegar aðstæð- ur leyfa. Húsdýrasýning er á veg- um Búnaðarsambands Eyjafjarðar, eldisfiskur er til sýnis í keijum og íslenskt grænmeti og garðávextir til sýnis og sölu. Á svæðinu eru fjórar kynslóðir mjólkurbíla og Félag búvélasafnara við Eyjafjörð sýnir uppgerðar eldri búvélar. Þá er saga jeppans til sveita á árunum 1946-1966 rakin á vegum Bíla- klúbbs Akureyrar. Einnig eru sýndar búvélar sem eyfirskir hag- leiksbændur hafa smíðað og hest- vagn er í ferðum um svæðið. Félag- ar úr bílaklúbbnum 4x4 eru einnig á svæðinu með bíla til sýnis og sýndu þeir m.a. listir sínar í gær, ásamt vélsleðamönnum sem óku á Eyjafjarðaránni. í íþróttahúsi staðarins kynna afurðasölu- og þjónustufyrirtæki vörur sínar og þjónustu. Bænda- samtökin og stofnanir landbúnað- arins kynna starfsemi sína, sem og ýmsar deildir Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins. Einnig setur RALA á Möðruvöllum upp þema- verkefni sem ber yfirskriftina „Frá moldu til manns“. Þá er boðið upp á fyrirlestra um landbúnaðarmál. Einnig eru sýnd verk norðlenskra alþýðulistamanna, svo og hand- verk eldri borgara. I tengslum við sýninguna verður Tilraunastöðum á Möðruvöllum opin almenningi til sýnis. Gestum býðst að ganga um byggingar og tilraunareiti með leiðsögn heima- manna. Þá er opið fjós hjá Bene- dikt á Hrafnagili, þar sem mjaltir eru kl. 16.30. Sýningin er opin alla daga k!. 13-19, nema næstkomandi laugar- dag — þegar henni lýkur — en þá er opið frá kl. 10 til 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.