Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D
215. TBL. 82.ÁRG.
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Minnihlutastjórn boðuð í Svíþjóð
Afneitun
helfar-
ar varði
fangelsi
Bonn. Reuter.
NEÐRI deild þýska þingsins
samþykkti í gær refsilöggjöf
sem felur meðal annars í sér
að þeir, sem halda því fram
að helför nasista gegn gyðing-
um hafi aldrei átt sér stað,
eigi yfir höfði sér allt að fimm
ára fangelsisvist.
Þingmenn stjórnar Helmuts
Kohls kanslara og Jafnaðar-
mannafiokksins greiddu at-
kvæði með löggjöfinni eftir
deilur sem stóðu í nokkra
mánuði. í löggjöfinni er enn-
fremur umdeilt ákvæði sem
heimilar lögreglu og saksókn-
urum að nota upplýsingar frá
þýsku leyniþjónustunni við
rannsókn sakamála.
ísraelar fagna
Yossi Beilin, aðstoðarutan-
ríkisráðherra ísraels, sagði að
ákvæðið um það sem sumir
kalla „Auschwitz-lygina“ væri
mjög mikilvægt. „Því miður er
æ algengara að menn afneiti
helförinni, ekki aðeins í Þýska-
landi heldur einnig í öðrum
heimshlutum. Að slíkt skuli nú
vera skilgreint sem glæpur
hefur fyrst og fremst menntun-
argildi fyrir ungu kynslóðina í
Þýskalandi sem hefur fjarlægst
mjög þessa hræðilegu atburði
fortíðarinnar."
UM 5.000 kommúnistar ogþjóð-
ernissinnar efndu til mótmæla í
miðborg Moskvu í gær þegar þess
var minnst að ár er liðið frá því
að Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, leysti upp rússneska þingið.
Nokkrir svarnir óvinir Jeltsíns,
þeirra á meðal Alexander
Rútskoj, fyrrverandi varaforseti,
ávörpuðu mannfjöldann. „Aðeins
með því að standa saman getum
við borið sigurorð af þessari ill-
ræmdu stjórn,“ sagði Rútskoj.
Rútskoj
hættur við
framboð?
Rússneska fréttastofan Ítar-Tass
sagði í gær að Rútskoj hygðist
ekki bjóða sig fram í þing- eða
Reuter
forsetakosningum. Fréttastofan
hafði eftir honum að stjórnarand-
stöðuflokkarnir í Rússlandi væru
í „pólitískum skrípaleik“. „Þar til
við fylkjum liði og stofnum fjölda-
hreyfingu fáum við engu áorkað,"
hafði fréttastofan eftir Rútskoj,
en ekki náðist í hann til að fá
fréttina staðfesta. Rútskoj var
almennt talinn líklegur frambjóð-
andi kommúnista og þjóðernis-
sinna í forsetakosningunum, sem
eiga að fara fram árið 1996.
Westerberg til-
kynnir afsögn
Stokkliólmi. Reuter.
BENGT Westerberg, formaður Þjóð-
arflokksins í Svíþjóð, tilkynnti í gær
að hann hygðist segja af sér vegna
þeirrar ákvörðunar Ingvars Carls-
sons, leiðtoga jafnaðarmanna, að
ganga ekki til samstarfs við Þjóðar-
flokkinn og mynda frekar minni-
hlutastjórn.
Jafnaðarmannaflokkinn skorti að-
eins 13 þingmenn til að geta mynd-
að meirihlutastjórn og líkur voru
taldar á að hann myndaði stjórn
með Þjóðarflokknum.
Carlsson tilkynnti hins vegar í gær
að hann hefði ákveðið að rnynda
minnihlutastjórn frekar en að ganga
til stjórnarsamstarfs við minni flokka.
„Eftir viðræðurnar hef ég komist
að þeirri niðurstöðu að besta leiðin
til að skapa sem mesta sátt á þing-
inu sé að mynda stjórn jafnaðar-
manna,“ sagði Carlsson eftir fund
með forseta þingsins. Hann kvað
minnihlutastjórn hafa meiri mögu-
leika á að afla sér stuðnings við ein-
stök mál á þingi en meirihlutastjórn
tveggja flokka.
„Hann verður að segja þetta,“
sagði Westerberg aðspurður um
hvort þetta mat Carlssons væri rétt.
„En þetta var tækifæri sem ekki
gefst aftur í langan tíma - til að
mynda stjórn þvert á hefðbundnar
flokkslínur."
Við öllu
bunir á
Haítí
BANDARÍSKIR hermenn selja
upp gaddavírsgirðingu umhverfis
brynvagn sinn í Cap Haitien,
næststærstu borg Haítí, í gær.
Bandarisku hermennirnir eru
sagðir afar óánægðir með að
mega ekki grípa inn í þegar lög-
reglu- og hermenn herforingja-
stjórnarinnar níðast á óbreyttum,
vopnlausum borgurum eins og á
þriðjudag. Bandarísk sjónvarps-
stöð fullyrti í gær, að fyrirmælun-
um hefði verið breytt og herliðinu
væri nú ætlað að veija öryggi
Haítíbúa.
Vinstri- og miðflokkarnir sigra í kosningunum í Danmörku
Jafnaðarmenn stefna að
Reuter
■ Reynt að fá stuðning/16
nýrri sljórn í næstu viku
Kaupmannahöfn. Reuter.
STJÓRNARFLOKKARNIR í Danmörku, undir forystu jafnaðar-
manna, héldu velli í þingkosningunum í gær og geta myndað
nýja stjórn með stuðningi tveggja vinstriflokka. Jafnaðarmanna-
flokkurinn tapaði þó níu þingmönnum, en mest var fylgisaukning-
in hjá Venstre, sem bætti við sig tólf þingmönnum. Poul Nyrup
Rasmussen, forsætisráðherra og formaður jafnaðarmanna,
kvaðst telja að hann gæti myndað nýja stjórn í næstu viku.
Stjórnarflokkarnir fengu 42%
atkvæða og vinstriflokkarnir tveir
10,4%. Samanlagt fengu þeir því
52,4%. Borgaraflokkarnir þrír -
Venstre, Ihaldsflokkurinn og
Framfaraflokkurinn - fengu 44,7%.
Jafnaðarmannaflokkurinn fékk
34,6%, en var með 37,4% í kosning-
unum árið 1990. Flokkurinn tapaði
níu þingsætum og fékk 62.
Stjórnarflokkur þurrkast út
Samanlagt fengu stjórnarflokk-
arnir 75 þingsæti en voru með 91.
Kristilegi þjóðarflokkurinn, einn
stjórnarflokkanna fjögurra, fékk
engan þingmann kjörinn, en hafði
fjóra.
Vinstriflokkarnir tveir fengu 19
þingmenn; Sósíalíski þjóðarflokkur-
inn 13 (var með 15) og Einingar-
flokkurinn 6, en hann er nýr á þingi.
Venstre, flokkur Uffe Ellemann-
Jensens, bætti við sig mestu fylgi,
fékk 23,3% og var með 15,8% í
kosningunum árið 1990. Flokkurinn
bætti við sig tólf þingsætum og
fékk 42.
íhaldsflokkurinn tapaði fjórum
þingsætum, fékk 27, og Framfara-
flokkurinn einu og er með 11.
Ellemann-Jensen sagði í gær-
kvöldi að ný stjórn undir forystu
Nyrups Rasmussens yrði ekki lang-
líf. í kosningabaráttunni lagði Elle-
mann-Jensen ríkt á um, að tekin
yrði upp strangari aðhaldsstefna til
að minnka fjárlagahaliann og
skuldabyrði ríkisins. Rasmussen
lagði hins vegar áherslu á, að
hægristjórn myndi eyðileggja
danska velferðarkerfið.