Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
t
Einar Sig-
urðsson skip-
aður lands-
bókavörður
MENNTAMALARAÐHERRA hef-
ur að fenginni umsögn stjómar
Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafns ákveðið að leggja til við
forseta íslands að Einar Sigurðs-
son, háskólabókavörður, verði
skipaður landsbókavörður til sex
ára frá 1. október næstkomandi.
Stígum inn í
nýja veröld
„Landsbóka-
safnið - Háskóla-
bókasafn er
breytt stofnun frá
hinum söfnunum
tveimur með
miklu víðtækara
hlutverk í raun,
þar sem stofnunin
mun sinna skyld-
um þjóðbókasafns
og háskólabóka-
Einar
Sigurðsson
safns, auk skyldum við almenning
í landinu. Stofnunin er ennfremur
miklu tæknivæddari en hinar hafa
verið og öll aðstaða gjörólík, þar
sem hinar stofnanirnar hafa löng-
um verið þjakaðar af húsnæðiss-
korti og þrengingum margs konar.
Við erum að stíga inn í nýja ver-
öld hátæknivædds nútímasafns og
ég.er sannfærður um að þetta verð-
ur afburða skemmtilegt viðfangs-
efni,“ segir Einar og kveðst fullur
bjartsýni, þrátt fyrir að harður
róður sé framundan við að ljúka
flutningum og öðru því sem þarf
í nýju húsi fyrir 1. desember næst-
komandi.
Fimm sóttu
um embættið
Aðrir umsækjendur um embætt-
ið voru Guðrún Karlsdóttir, deild-
arstjóri, Hildur G. Eyþórsdóttir,
yfírbókavörður, Leo Ingason, cand.
mag., og Sigrún Klara Hannes-
dóttir, prófessor.
Húsaleigubætur verða ekki greiddar út á Húsavík og Isafirði >
Skorað á rí kisstj órn að
endurskoða lög um bætur
BÆJARSTJÓRN Húsavíkur samþykkti sam-
hljóða á þriðjudag að greiða ekki húsaleigubæt-
ur á árinu 1995, jafnframt þvi að ákveðið var
að kanna þörf fyrir húsaleigubætur í sveitarfé-
laginu og hvaða útgjöld framkvæmd laganna
mun hafa í för með sér fyrir bæjarsjóð. Bæjar-
stjórnin skorar jafnframt á ríkisstjórnina að
taka lög um húsaleigubætur til endurskoðunar.
Bæjarráð ísafjarðar samþykkti jafnframt á
mánudag að leggja til við bæjarstjórn að húsa-
leigubætur verði ekki greiddar á næsta ári.
Kristinn Jón Jónsson, formaður bæjarráðs
ísafjarðar, segir of mörg vafaatriði í lögum um
húsaleigubætur og þær hafí í för með sér álög-
ur fyrir sveitarfélagið, m.a. kostnað við starfs-
mann og eftirlit. „Stefnan er að aðskilja verk-
efni ríkis og sveitarfélaga sem mest, en húsa-
leigubætumar ganga í öfuga átt,“ segir Krist-
inn Jón. Húsaleigubætur eru ekki skylda á sveit-
arfélögum og geta þau tekið ákvörðun um að
greiða þær eða ekki fyrir 1. október ár hvert.
Þungt í vöfum og dýrt
Bæjarstjórn Húsavíkur samdi í maí síðast-
liðnum umsögn um frumvarp til laga um húsa-
leigubætur og visar til þess í ósk sinni um
endurskoðun laganna. í umsögninni segir að
ástæða sé til að gagnrýna þann frest sem sveit-
arfélögum var gefínn til að veita umsögn um
„svo viðamikið frumvarp. Bréf Félagsmála-
nefndar er dagsett 14. apríl, en berst okkur í
hendur 18. apríl, en frestur er gefinn til 20.
apríl nk. Þetta eru óþolandi vinnubrögð, en
ekki einsdæmi. Tæknilega hefur bæjarstjórn
ekki möguleika á að gefa umsögn innan svo
stutts tíma,“ segir í umsögn bæjarstjórnar. Þar
er jafnframt talið óæskilegt að fjölga þeim
verkefnum sem ríki og sveitarfélög skipta með
sér kostnaði við. Stefnt hafi verið að, að fækka
þeim, en ekki fjölga. „Ætíð hallar á sveitarfé-
lögin í slíkum samskiptum. Það er ljóst að út-
gjöld sveitarfélaga munu aukast, ef frumvarpið
verður samþykkt, og án þess að nýjar tekjur
komi á móti. Slíku verður að mótmæla. Sam-
þykkt frumvarpsins mun leiða til aukinnar
vinnu hjá sveitarfélögum, það er of flókið og
framkvæmdin verður mjög þung í vöfum.
Æskilegra er að húsaleigubætur verði greiddar
í gegn um skattkerfið eins og vaxtabætur og
að fullu á kostnað ríkisins. Framkvæmdin yrði
miklu einfaldari og ódýrari," segir í umsögn
bæjarstjórnar, sem kvaðst í ljósi þessara atriða
leggjast gegn samþykkt frumvarpsins.
Morgunblaðið/Sverrir
DR. ÁSA L. Aradóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skóg-
ræktar ríkisins á Mógilsá, tínir birkifræ. Þau er tilvalið að tína
eftir lauffall í lok september eða byrjun október.
Almenningur er hvattur til fræsöfnunar í haust
Áhersla lögð á söfn-
un birkifræs
LANDGRÆÐSLAN, Skógræktarfélög og Skógrækt ríkisins hvetja
almenning til fræsöfnunar í haust. Áhersla er lögð á söfnun birki-
fræs vegna lélegra fræára undanfarin ár. Gott er að tína fræ
eftir lauffall í lok september eða byijun október og sá þeim strax
á eftir. Þau má líka geyma á köldum stað fram á sumar. Þeim
sem aðeins hafa áhuga á að tína fræin er bent á að koma þeim
til Landgræðslusjóðs í Fossvogi.
Dr. Þröstur Eysteinsson, fag-
málastjóri Skógræktar ríkisins,
sagði að mest þyrfti af birki, lerki,
stafafuru og sitkagrenifræjum, og
lagði sérstaka áherslu á birkifræ.
Lítið fræ væri til vegna lélegra
fræára víðast hvar á landinu und-
anfarið. Þó væru fræ t.d. í Bæjar-
staðarskógi í Skaftafelli og sums-
staðar f Reykjavík og nágrenni.
Sáð í hálfgróinn jarðveg
Dr. Ása L. Aradóttir, sérfræð-
ingur á Rannsóknarstöð Skóg-
ræktar ríkisins á Mógilsá, sagði
ákjósanlegt að safna fræjum eftir
lauffall á haustin. Gott væri að
sá þeim beint og væri hálfgróin
jarðvegur áskjósanlegur enda
væru fræin ekki í samkeppni við
annan gróður eins og þegar um
gróið land væri að ræða. Hún
mælti með að vel væri dreift úr
fræjunum. Sáð væri í jarðvegsyfir-
borð og fræjunum þjappað niður
með fæti til að fá betri snertingu
við jarðveginn. Ekki má róta yfir
fræin því þau þurfa Ijós til að spíra.
Ekki sagði Ása að fólk þyrfti að
hafa áhyggjur þó fræin spíruðu
ekki strax. Þau gætu spírað tveim-
ur til þremur árum eftir sáningu.
Sáð í nágrenni borgar
Brynjólfur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
íslands, sagði að allt næsta ná-
grenni borgarinnar væri friðað
fyrir beit og því kjörið til sáning-
ar. Hann ráðlagði hins vegar
stærri hópum, t.d. skólum, að
afla upplýsinga um svæði til sán-
ingar hjá Skógræktarfélaginu.
Brynjólfur lagði áherslu á að fræ-
söfnun og sáning væri ódýr og
góð leið til að rækta skóga. Að-
ferðin hefði töluvert verið stunduð
hér á landi um miðbik aldarinnar
og væri nú verið að taka upp af
nýju.
Dr. Andrés Arnalds, fagmála-
stjóri Landgræðslu ríkisins, sagði
að ekki hefði verið aflað jafn mik-
ils fræs til landgræðslu og vonir
hefðu staðið til. Engu að síður
hefði álíka miklu magni af melfræi
og í fyrra eða 28 tonnum verið
aflað með heimagerðum vélum.
Fimm tonnum hefði verið safnað
af túnvingli og þyrfti 15 tonn. Tíu
tonn hefðu fengist af snarrótar-
fræi og lítið af beringspuntsfræi
eða samtals 5 tonn. Hann sagði
að lúpína hefði mikið verið notið
og fræár væri gott í ár. .
Fræbanki
Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
maður stjórnar Landgræðslusjóðs,
kynnti átak til stofnunar Fræbanka
Landgræðslusjóðs. Hann sagði
mikilvægt að eiga sjóð í fræbanka
til að kaupa fræ erlendis frá í léleg-
um fræárum. Mismunandi aðstæð-
ur hafa áhrif á fræframleiðslu
ólíkra tegunda en veðrátta sumarið
áður þykir hafa mikil áhrif. Gefin
hefur verið út geisladiskur, kort
og frímerki til styrktar átaki til
stofnunar fræbanka.
Ekkí Eintak í dag
o g Pressan kemur
út í síðasta skipti
PRESSAN kemur út í síðasta skipti í dag, að sögn Karls Th. Birgissonar
ritstjóra, en Eintak kemur ekki út i dag, að því er Morgunblaðið fékk
upplýsingar um á ritstjórn Eintaks í gær. Síðdegis í gær hafði ekki verið
gengið frá stofnun nýs félags með 40 milljóna króna hlutafé um að sam-
eina rekstur blaðanna og gefa út blað tvísvar í viku undir nýju nafni, en
undirbúningur málsins var talinn á lokastigi. { gær var stefnt að því að
fyrsta tölublað nýja blaðsins kæmi út á mánudag.
Óli
Jóhann Öli Guðmundsson, for-
stjóri Securitas, hefur verið í for-
svari fyrir hóp manna sem stefnir
að útgáfu blaðs til að leysa Eintak
og Pressuna af hólmi. Ekki náðist
tal af Jóhanni Óla í gær en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins eru Stefán Gunnarsson og Gunn-
steinn Skúlason, hluthafar í Stöð 2,
meðal manna í hópi sem Jóhann Óli
er í forsvari fyrir og stefnir að meiri-
hlutaeign í útgáfufélaginu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru einnig líkur taldar á
að Friðrik Friðriksson, eigandi
Pressunnar og Andrés Magnússon,
Gunnar Smári Egilsson og Hafsteinn
Egilsson, eigendur Eintaks, eigi þar
samtals um 10% hlutafjár.
Oddi með
Prentsmiðjan Oddi hefur átt aðild
að viðræðunum en samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins eru bæði
Pressan og Eintak í talsverðri skuld
við Prentsmiðjuna. Þorgeir Baldurs-
son, forstjóri Odda, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að fyrirtæk-
ið hefði tekið þátt í viðræðunum og
mundi prenta nýja blaðið en sæktist
ekki eftir eignaraðild að því.
Þorgeir vildi ekki upplýsa hve
miklar skuldir útgefenda Pressunnar
og Eintaks væru við Odda og að-
spurður um hvort Oddi væri í viðræð-
unum til að bjarga kröfum sínum á
útgefendurna sagði hann að sjálf-
sagt mætti túlka það á ýmsa lund.
Ekkert væri frágengið hvort Oddi
eignaðist hlutafé í blaðinu og þá hve
stóran hlut en ef til þess kæmi yrðu
þau hlutabréf til sölu frá fyrsta degi.
Ekki hafði verið gengið frá ráðn-
ingu ritstjóra nýja blaðsins síðdegis
í gær en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var talið líklegt að
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Ein-
taks, yrði annar tveggja ritstjóra
nýja blaðsins. Karl Th. Birgisson
sagði við Morgunblaðið í gær að
ekkert benti til þess að hann yrði
starfsmaður nýja blaðsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru uppi hugmyndir um
að auk mánudags- og fimmtudags-
útgáfu verði gefið út helgarblað.
Aukafjárveiting til Félagsmálastofnunar
110 millj. vegna
aukinnar aðstoðar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt 110
milljóna aukafjárveitingu til Félags-
málastofnunar Reykjavíkur fyrir
fjárhagsaðstoð í ár. Búist er við að
skjólstæðingar Félagsmálastofnunar
verði 3.500 á þessu ári, en þeim
hefur farið ört fjölgandi sl. ár.
í fjárhagsáætlun var gert ráð fyr-
ir rúmlega 430 milljónum króna til
fjárhagsaðstoðar í ár. Að sögn Láru
Björnsdóttur, félagsmálastjóra,
verður sú upphæð upp urin í næsta
mánuði. „Við áttum von á að þurfa
aukafjárveitingu, því allt frá 1990
hefur beiðnum um aðstoð fjölgað
ört,“ sagði Lára. „Ástæðurnar eru
m.a. atvinnuleysi og samdráttur sem
veldur því að fólk missir aukavinnu,
sem áður gerði því kleift að komast
af. Þar verða ófaglærðar konur sér-
staklega illa úti.“
Lára benti á að erfiðasti mánuður
ársins væri eftir, jólamánuðurinn.
Fjölgar um 500 milli ára
l
i
I
I
I
I
I
I
!
1
I
I
1
I
6
Árið 1992 veitti Félagsmálastofn-
un um 2.500 manns fjárhagsaðstoð,
samtals að upphæð 288 milijónir
króna. í fyrra voru skjólstæðingarn-
ir um 3.000 og aðstoðin nam alls
430 milljónum. f ár er áætlað að
skjólstæðingarnir verði um 3.500 og
fjárhagsaðstoðin nemi hátt í 540
milljónum.
6
.