Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Flugieiðir stofna sérstakt félag um innanlandsfiugið
Svona, burt með ykkur. Þið eru búin að totta nóg.
Úrsögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðuflokknum
Treysti mér ekki í bar-
áttu fyrir flokkinn
Jóhanna Sigurðardóttir segir, að strax eftir
flokksþing Alþýðuflokksins í sumar hafí sér
orðið ljóst, að ekki átti að gefa þeim rúm
til að starfa innan flokksins sem höfðu
aðrar skoðanir en flokksforustan.
JÓHANNA sagði sig úr
Alþýðuflokknum á laugar-
daginn. Á flokksþingi Al-
þýðuflokksins í júní sagði
Jóhanna í ræðu að hún
myndi ekki kljúfa flokkinn
með úrsögn vegna ósigurs
í formannskosningum, en
hún tapaði þeim kosning-
um fyrir Jóni Baldvin
Hannibalssyni.
„Ég sagði einnig mjög
skýrt í minni ræðu á
flokksþinginu að ekki væri hægt að
ætlast til þess í lýðræðislegum stjóm-
málaflokki að ég gæfi ioforð um að
vera í flokknum ef mér væri gert
að standa gegn minni sannfæringu,"
sagði Jóhanna við Morgunblaðið. „Ég
reyndi að þrauka, en strax eftir
flokksþingið varð mér ljóst, að það
átti ekki að skapa okkur, sem höfðum
aðrar skoðanir en flokksforustan,
rúm til að starfa nema við sætum
og stæðum eins og þeir sem vildu
ráða ferð. Forustan taidi sig hafa
stöðu til að herða tökin eftir niður-
stöðuna á flokksþinginu.
Ég held að staðreyndin sé sú að
Jón Baldvin skorti töluvert á forustu-
hæfíleika að halda flokki saman. Eg
gerði mér grein fyrir því að miðað
við stöðu mála treysti ég mér mjög
illa til að fara aftur í kosningabar-
áttu fyrir Alþýðuflokkinn undir for-
ustu Jóns Baldvins. Og mér þótti
nauðsynlegt að fá hreinar línur milli
mín og Alþýðuflokksins nú þegar
þing fer í hönd,“ sagði Jóhanna.
Kaldar kveðjur
Jóhanna
Sigurðardóttir
Formaður Alþýðuflokksins hefur
gagnrýnt Jóhönnu harðlega eftir að
hún sagði sig úr flokknum. Um það
sagði Jóhanna, að sér þættu kveðjur
formannsins og Alþýðu-
blaðsins, málgagns flokks-
ins, nokkuð kaldar eftir 20
ára starf sitt fyrir flokkinn
og ekki vanti götustráksorð-
bragðið og svigurmælin.
„Það er sagt að ég að ég
standi fyrir gamaldags jafn-
aðarstefnu. Það er sagt að
ég sé óheiðarleg, tillitslaus
og hafi svikið fólk og skaðað
flokkinn og geti ekki sett
mig í annarra spor. Ég hef
þó á umliðnum árum haft forustu
um að hrinda í framkvæmd helstu
umbótamálum flokksins," sagði Jó-
hanna.
Hún sagði að því væri einnig hald-
ið fram, að hún hefði ekki gefið aðr-
ar útskýringar á málefnaágreiningi
sínum og flokksforustunnar en
óánægju með Jón Baldvin þótt hún
hefði margsinnis útskýrt þann
ágreining rækilega fyrir helstu stofn-
unum flokksins.
„Maður getur velt fyrir sér hver
þessi gamaldags jafnaðarstefna er
sem ég hef staðið fyrir. Það hefur
aldrei staðið á Alþýðuflokknum að
gefa loforð í kosningabaráttu að Al-
þýðuflokkurinn væri helsta bijóstvörn
þeirra sem minnst mega sín og stæði
vörð um grundvallaratriði velferðar-
kerfísins og setti á oddinn jöfnuð,
heiðarleika og bætt siðferði og berð-
ist gegn spillingu og forréttindum.
Eg hef reynt að standa við það
sem flokkurinn hefur lofað kjósend-
um sínum. Því hef ég staðið gegn
upptöku þjónustugjalda í skóla- og
heilbrigðiskerfinu og heilsukortum
sem hefðu orðið afdrifaríkt skref að
stéttaskiptingu. Einnig barðist ég
gegn ítrekuðum tilraunum sem gerð-
ar voru til að skerða þjónustu og
kjör aldraðra og fatlaðra og að
skerða fæðingarorlof. Ég þurfti aftur
og aftur að beijast gegn því að geng-
ið yrði of langt í skerðingu barna-
bóta og vaxtabóta. Þá get ég nefnt
deilur um húsnæðismál, félagslega
íbúðakerfið, upptöku húsaleigubóta.
Einkavæðing í bankakerfinu og hjá
Pósti og síma og nú síðast afstaðan
til Evrópusambandsins voru einnig
stór ágreiningsmál.
Ég sé ekki að það sé hægt að líkja
þessari baráttu við óheiðarleika og
svik. Ég hef þvert á móti sýnt með
minni vinnu og áherslum að ég set
mig í spor þeirra sem Alþýðuflokkur-
inn á helst að vera málsvari fyrir og
reyni að vinna af heiðarleika og
svíkja ekki þau loforð sem flokkurinn
hefur gefíð kjósendum sínum.“
Sparnaður á móti
- Snýst þá ágreiningurinn um
hvort raunhæft sé að halda þessum
málum til streitu miðað við núver-
andi aðstæður í ríkisfjármálum?
„Þessi baráttumá! snerta grund-
vallaratriði í stefnu jafnaðarmanna.
Þegar ég hef verið að beijast gegn
því að skera þetta niður hef ég jafn-
an sett fram aðrar tillögur til sparn-
aðar á móti í stað niðurskurðar í
þessum málum. Ég nefni að mér
finnst sérkennilegt að ekki sé hægt
að taka meira á risnu, ferðakostnaði
og bifreiðahlunnindum sem eru 3-4
milljarðar ári. Ég hef sett fram ýtar-
lega tillögur um hvernig eigi að taka
á skattsvikum sem nema um 15
milljörðum. Og ég hef barist fyrir
því að tekinn verði upp fjármagns-
tekjuskattur," sagði Jóhanna.
Fast land
Jóhanna sagðist nú vera þingmað-
ur utan 'flokka og myndi taka af-
stöðu til þingmála eins og þau kæmu
fyrir. Um framtíðaráform sín sagði
Jóhanna, að hún hefði ákveðið að
taka sér tíma til að skoða málin
áfram. „Ef svo fer að ég býð fram
nýtt afl í stjórnmálum vil ég hafa
mjög fast land undir fótum varðandi
samstöðu um málefni og mannval á
slíkum framboðslista. Það er ég að
skoða þessa dagana."
Framkvæmdastjóri IMorðuriandaráðs
Samvinna Norð-
urlandanna hefur
verið árangursrík
Norðurlandaráð
stendur á tímamót-
um að mörgu Ieyti,
því áður en árið er liðið kann
svo að fara að ísland verði
eitt Norðurlandanna utan
Evrópusambandsins. Anders
Wenström . framkvæmda-
stjóri Norðurlandaráðs segir
að breytingarnar í Evrópu
kalli á endurmat á norrænu
samstarfi, en er sannfærður
um að hvort sem eitt eða fleiri
Norðurlandanna ákveða að
ganga til liðs við ESB verði
norræn samvinna áfram
mjög víðtæk vegna sameigin-
legs menningararfs, skyld-
leika tungumálanna og sams
konar þjóðfélagsgerðar á öll-
um Norðurlöndunum.
Telur þú að samvinna
Norðurlaridanna á undan-
förnum árum hafi verið ár-
angursrík?
-Ég er ákveðið þeirrar
skoðunar. Fólk hefur hins vegar
tilhneigingu til að líta á norrænt
samstarf sem eitthvað sem eigi sér
stað á vettvangi ríkisstjórna og
þjóðþinga, en það er auðvitað
miklu víðtækara. Til að meta ár-
angurinn eða mistökin eftir atvik-
um til fulls þarf að líta yfír allt
sviðið. Norrænt samstarf ristir
mjög djúpt meðal almennings og
fólk lítur nánast á það sem sjálf-
sagðan hlut. Þar skiptir ekki máli
hvort um er að ræða einstaklinga,
félagasamtök, sveitarfélög eða
annað. í flestum tilvikum er fyrst
litið til einhvers hinna Norðurland-
anna þegar um erlenda samvinnu
eða samskipti er að ræða og þá
skiptir ekki máli frá hveiju Norður-
landanna viðkomandi kemur. Hið
sama má segja um fyrirtæki. Þau
líta iðulega fyrst til hinna Norður-
landanna vilji þau færa út kvíarn-
ar. Þetta sýnir að norrænt sam-
starf er svo miklu víðtækara en
að það lúti einungis að samvinnu
ríkisstjórna, þjóðþinga eða emb-
ættismanna.
Hins vegar má það ekki gerast
að fólk taki norrænu samstarfí sem
svo sjálfsögðum hlut að það þurfi
ekki að rækta. Það getur verið
hættulegt, einkum í ljósi aðstæðna
í dag og þess að þijú Norðurland-
anna hafa sótt um aðild að ESB.
Norðurlöndin verða að gera upp
hug sinn gagnvart Evrópu og við
þessi tímamót er nauðsynlegt að
meta samstarfið. Líta yfir farinn
veg og spyija sig hver sé kjami
norræns samstarfs, ----------
hveiju hafí verið áorkað
og hvert beri að stefna.
Er ástæða á þessum
tímamótum til að leggja
aukna áherslu á nor-
Anders Wenström
► Anders Wenström er fæddur
1946, lögfræðingur að mennt.
Hann hóf störf í sænska stjórn-
arráðinu á sjöunda áratugnum
og hefur einkum haft með inn-
flytjendamál að gera. Árið 1983
varð hann lögfræðilegur ráða-
nautur framkvæmdastjóra
Norðurlandaráðs og gegndi því
starfi í þijú ár. Eftir það sneri
hann aftur til Svíþjóðar og varð
yfirmaður þeirrar deildar í
sænska félagsmálaráðuneytinu
sem hefur með innflytjendamál
að gera. Sem slíkur var hann
einn af samningamönnum Svía
í samningunum um Evrópska
efnahagssvæðið og bar ábyrgð
á samningum um frelsi til at-
vinnu hvar sem er á efnahags-
svæðinu. Árið 1992 varð hann
einn af yfirmönnum Alþjóða-
stofnunar innflyljendamála sem
hefur aðsetur í Genf þar til hann
tók við starfi framkvæmdastjóra
Norðurlandaráðs fyrir fáum
vikum.
Norrænt sam-
starf ristir
mjög djúpt
rænt samstarf eða má búast við
að smá saman dragi úr mikilvægi
þess og samstarf Evrópuríkja taki
í auknum mæli við hlutverki þess?
-Það er augljóst að sumir þætt-
ir norrænnar samvinnu hverfa og
evrópsk samvinna tekur yfír. I því
sambandi má til dæmis nefna frelsi
fólks til að leita sér að atvinnu í
hveiju þátttökuríkjanna sem er, en
slíkar reglur hafa verið í gildi inn-
an Norðurlandanna um margra ára
skeið. Aðlögun Norðurlandanna að
þessum breytingum er miklu auð-
veldari en annarra. Þetta er venju-
bundið fyrirkomulag á Norðurlönd-
um og þær stofnanir sem tengjast
því eru rótgrónar. Því er ekki að
heilsa í mörgum landanna innan
ESB. Það er alla vega mín reynsla
eftir að hafa tekið þátt í að und-
irbúa samninginn um EES hvað
varðar fijálsan flutning fólks. Ann-
að breytist ekki vegna þess að
menningararfurinn er sameigin-
legur, tungumálin náskyld og þjóð-
félögin byggja á svipuðum hefðum.
Við eigum margt sameiginlegt í
norðurhluta Evrópu og munum
eiga þó löndin tengist Evrópu með
mismunandi hætti. En auðvitað
þurfum við að rækta það sem við
eigum sameiginlegt, einkum hvað
varðar tungumálið og möguleika
okkar til þess að tjá okkur á tungu
hvers annars. Þrátt fyrir þróunina
--------- í Evrópu verður pláss
fyrir norræna sam-
vinnu. í fyrsta lagi á
vettvangi Norðurland-
anna sjálfra, í öðru lagi
sameiginlega gagnvart
Evrópu og í þriðja lagi þurfa Norð-
urlöndin að koma fram sem ein
heild á alþjóðavettvangi í ýmsum
mikilvægum málum, svo sem um-
hverfísmálum.
Ef fjögur landanna verða orðin
aðilar að ESB fyrir árslok og að-
eins eitt þeirra, ísland, stendur
utan við, mun það ekki skapa sér-
stök vandamál í norrænu sam-
starfi og er ekki hætta á að ísland
verði utanveltu vegna þess að það
verður ekki þáttakandi í pólitískri
ákvarðanatöku?
- Þetta er vissulega áhætta og
getur gerst hvað varðar tiltekin
efni. í þessu felst því ákveðin
áskorun fyrir Norðurlöndin að end-
urskapa og móta samstarfið. End-
urskilgreining þessa verður að taka
mið af því sem um er að ræða.
Hvað varðar innri málefni Norður-
landanna er ekki ástæða til breyt-
inga og ef til vill getum við haft
þau samskipti áfram í sama fari.
í
>