Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yfirvöld í Singapore Enn deilt um skilmála valdaafsals herforingja á Haítí Rússar segja mjaldur ógna veiðum Vilja aðstoð Norð- manna við veiðar Ósló. Morgunblaðið. RÚSSAR eða hagsmunasamtök í Arkangelsk hafa beðið Norð- menn um aðstoð við tilrauna- og rannsóknaveiðar á 300 mjöldrum í Hvítahafi en á síðustu árum hefur hlaupið mikill vöxtur í þennan hvalastofn þar. Vilja þeir fá skip og mannskap frá Noregi vegna þess, að sjálfir hafa þeir ekki stundað hvalveiðar lengi og hafa því hvorki þekkinguna né þann búnað, sem þarf til. Það voru fulltrúar sjávarút- vegsins í Arkangelsk og hafrann- sóknastofnunin þar, sem fóru fram á þetta fyrir milligöngu norsks fyrirtækis, Oso Exim Int- ernational á Andenes, sem stundað hefur tilraunaveiðar á þorski og ýsu í Hvítahafi. Sergei Zaitsev, forstjóri norska fyrir- tækisins, telur, að hvalveiðamar geti orðið mjög miklar enda sé nægur markaður fyrir hvalkjöt og rengi í Rússlandi, Japan og víðar. Rússar veiddu 300-400 mjaldra árlega á þessum slóðum fram á miðjan síðasta áratug en þá var því hætt af fjárhagsá- stæðum. Síðan hefur mjaldurs- stofninn vaxið ört og er talinn ógna fiskstofnum á svæðinu. Áætla Rússar, að í stofninum séu nú um 100.000 dýr. Mjaldurinn er sex til sjö metra langur, minni en hrefnan, og Steinar Bastesen, frammámaður í samtökum nor- skra hvalveiðimanna, telur það engum vandkvæðum bundið að nota hrefnubáta við veiðarnar. Stefnubreyting Rússa? Þetta mál þykir athyglisvert fyrir það, að á síðustu árum hafa Rússar vent sínu kvæði í kross og tekið afstöðu með frið- unarsinnum innan Alþjóðahval- veiðiráðsins. Það yrði því um mikla stefnubreytingu að ræða kæmi frá þeim formleg ósk um aðstoð við mjaldursveiðar. Al- þjóðahvalveiðiráðið er ekki með neinn kvóta á mjaldrinum og hann fellur því ekki undir hval- friðunarsamþykktina frá 1986. Hollendingi beðið lífs Singapore. Reuter. TÆPLEGA sextugur Holiendingur verður tekinn af lífi í Singapore á morgun ef stjórnvöld verða ekki við óskum um að þyrma honum. Maðurinn var tekinn fyrir eitur- lyfjasmygl fyrir þremur árum en hann segist aðeins hafa verið að flytja farangur fyrir annan mann og ekki hafa vitað hvað í honum var. Dauðarefsing gildir um ýmis af- brot í Singapore, meðal annars umfangsmikið eiturlyfjasmygl. Að- standendur mannsins segja ekki útilokað, að glæpamenn, sem hann kom upp um, hafi leitt hann í gildru í hefndarskyni. Reuter Jörðin opnaðist ÞÝSKUR lögreglumaður á verði við slysstað í Miinchen í gær, en á mánudagskvöld seig jarðvegur skyndilega undir götu í borginni og strætisvagninn, sem sést á myndinni, féll ofan í holuna. Verkamaður sem vann við neðanjarðar- braut í grenndinni, kom farþegunum til hjálpar og er hans nú saknað, en að auki slösuðust 27 manns. Þrýst á Aristide um að styðja samninginn Ýmsir bandarískir þingmenn reiddust mjög gagnrýni Aristide. „Réttu viðbrögðin hjá herra Aristide eru ekki að gagnrýna og vera með sparðatíning", sagði David Obey, demókrati í öldungadeildinni. „Eina rétta svarið er: Þakka ykkur fyrir“. Heisti ráðgjafi Aristide sagði að- faranótt miðvikudags að forsetinn væri Bill Clinton Bandaríkjaforseta „geysilega þakklátur" fyrir afskiptin af málum Haítíbúa. Aristide mun í fyrstu hafa verið mjög andsnúinn því að ekki skyldi tryggt að herfor- ingjarnir yfirgæfu Haítí eins og að var stefnt og jafnframt að her- og lögreglusveitir þeirra fengju áfram að fara sínu fram. Heimildarmenn hjá Sameinuðu þjóðunum töldu í gær að viðskipta- banni á herforingjastjórnina yrði ekki aflétt fyrr en þeir færu frá 15. október en í samningnum um valda- afsal virðist kveðið á um að banninu verði strax aflétt. Herforingjarnir fá mánuð til að búa sig undir valdaaf- salið og óttast margir að Raoul Ce- dras ofursti, leiðtogi herforingjanna, muni svíkja gerðan samning eins og fyrri samninga um að láta réttkjör- inn forseta taka aftur við valdatau- munum. Talsmaður Hvíta hússins, Dee Dee Myers, sagði í gær að Ar- istide myndi snúa aftur til heima- landsins „ekki síðar en 16. október". Beiting vopna heimiluð? Yfirmaður herliðs Bandaríkjanna á Haítí, Hugh Shelton hershöfðingi, sagðist þrýsta á Cedras um að binda enda á ofbeldi gegn vopnlausum, óbreyttum borgurum sem fagnað hafa komu bandaríska herliðsins. Einn féll í átökum við Iögreglu á þriðjudag og höfðu bandarísku her- mennirnir fengið skipun um að skipta sér ekki af atburðunum. I gær sagði bandaríska fréttastof- an Mutual-NBC Radio News að lög- fræðingar varnarmálaráðuneytisins hefðu tjáð hermönnum sem komu til Haítí í gær að þeir ættu að gæta öryggis Haítíbúa og erlendra þegna í landinu og mættu beita vopnavaldi til þess. Þessar frétir fengust ekki staðfestar hjá bandarískum stjórn- völdum síðdegis í gær. Washington, Sameinudu þjóðunum, Port-au-Prince. Reuter. GERT var ráð fyrir því í gær að útlægur forseti Haítí, Jean-Bertr- and-Aristide, myndi eiga fund í bandaríska varnarmálaráðuneytinu með John Shalikashvili, forseta herráðsins, og William Perry vamar- málaráðherra þar sem aðgerðir Bandaríkjamanna á Haítí yrðu út- skýrðar. Aristide og ráðgjafar hans gagnrýndu í fyrstu harðlega samning Bandaríkjamanna við herforingjastjórn Haítís um helgina en síðar virtist sem Aristide væri að snúast hugur. Nýjar skoðana- kannanir benda til aukins stuðnings Bandaríkjamanna við Bill Clint- on; 45% lýsa nú ánægju með störf forsetans sem hafði aðeins 36% stuðning fyrir nokkrum dögum. Reuter Fögnuður á Haítí BANDARÍSKUR hermaður með vélbyssu á heijeppa sín- um í grennd við sorphauga Port-au-Prince, höfuðborg Haítís. Hundruð fagnandi borgara fylgdu bílalest Bandaríkjamannanna og notuðu tækifæri, sem ekki hefur gefist í þrjú ár, til að tjá hug sinn til herforingj- anna er látið hafa myrða þúsundir andstæðinga sinna undanfarin þrjú ár. Félag íslenskra húskólakvenna og kvenstúdentafélag íslands heldur hádegisfund laugardaginn 24. september kl. 12.00 að Skólabrú. Umræðuefni: Ævi Karen Blixen - leikritið Lucifer, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í byrjun október. Gestir fundarins verða Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræð- ingur, og Bríet Héðinsdóttir, leikkona. Allar konur velkomnar. Kólera í Ukraínu KÓLERUFARALDUR hefur breiðst út í Úkraínu og hafa sjö þegar látist og yfir 150 manns eru veikir. Viður- kenndu yfirvöld landsins í gær að þau hefðu ekki þekkingu til að ráða niðurlögum farald- ursins. Hann hefur komið harðast niður á Krím, þar sem yfirvöld íhuga að loka skólum og sumarleyfisstöðum. Frakkar börðust með hútúum FRANSKIR hermenn börðust með hermönnum af hútú-ætt- bálkinum í fyrrum stjórnarher Rúanda er borgarastríð var í landinu 1990. Þessar upplýs- ingar er að finna í opinberum skjölum frá Rúanda. Franski herinn hefur hins vegar alltaf neitað því og sagt að franskir hermenn, sem sendir voru til landsins 1990 hafi verndað franska ríkisborgara og að- stoðað herinn við flutninga. Stefnt að friðarfundi ÍSRAELAR sögðu í gær að reynt væri að koma á fundi háttsettra fulltrúa et'kifjend- anna Sýrlendinga og ísraela. Þá vinna Bandaríkjamenn að því að fá utanríkisráðherra þjóðanna til að heilsast á þingi SÞ í næsta mánuði. Jaekson ekki ákærður BANDARÍSKIR saksóknarar tilkynntu í gær að þeir myndu ekki lögsækja poppstjörnuna Michael Jackson fyrir kynferð- islega misnotkun á 14 ára dreng. Þeir sögðu þó að ákvörðunin kynni að verða endurskoðuð ef fleiri vísbend- ingar kæmu fram innan sex ára. Drengurinn hafði neitað að bera vitni gegn Jackson. Gegn rúss- nesku stór- veldi? YFIRMAÐUR rússnesku leyniþjónustunnar, Jevgeníj Prímakov, varaði Borís Jeltsín Rússlandsforseta við því í gær á áhrifamikil öfl á Vesturlönd- um vildu koma í veg fyrir að Rússland yrði stórveldi. Neit- aði Prímakov því að þessi við- vörun tengdist fundi Jeltsíns og Bills Clintons Bandaríkja- forseta í næstu viku. Samstarf um olíuhreinsun KÚBUMENN og Mexíkanar undirrituðu í fyrradag samn- ing um samstarf í olíuhreinsun í Cienfuegos-olíuverinu á Kúbu. Hermt er að samningur- inn sé liður í tilraunum Kúbu- stjórnar til þess að fá útlenda fjárfesta til Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.