Morgunblaðið - 22.09.1994, Page 22

Morgunblaðið - 22.09.1994, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ólíkir listamenn BJARNHEIÐUR Jóhannsdóttir: „Umbrot II“. Nýjar bækur ■ í byijun skólaárs kemur ævin- lega út talsvert af nýjum náms- gögnum hjá Námsgagnastofnun, en stofnunin gefur næstum ein- göngu út námsefni fyrir grunn- skólastig. Eftirfarandi bækur eru komnar út: ■ Mályrkja I eftir Þórunni Blön- dal. Fyrsta kennslubókin af þremur í nýjum námsefnisflokki í móður- máli fyrir unglingastig grunnskól- ans. Myndir gerðu Freydís Krist- jánsdóttir, Þóra Sigurðardóttir o.fl. Kennslubókin er 228 bls. ■ Mál í mótun eftir Kolbrúnu Sigurðardóttur og Þóru Kristjáns- dóttur. Önnur bók af þremur í námsefnisflokki um réttritun og rit- un sem einkum er ætlaður 10-12 ára bömum. Myndir gerði Anna Cynthia Leplar. Grunnbókin er 112 bls. ■ Blákápa Guðný Ýr Jónsdóttir og Silja Aðalsteinsdótir völdu. Þetta er hin fyrsta af þremur lestrarbók- um sem einkum eru ætlaðar 10-12 ára bömum. í þessari bók er bók- menntaefni frá mismunandi tímum og ýmsum þjóðum. Verulegur hluti Gylfaginningar er endursagður svo að texti hæfi aldri lesenda. Bókin er 196 bls. ■ Rigning í Osló eftir Harald Skjonsberg. Þetta er unglingasaga, sem skrifuð er á léttu máli, einkum með þá lesendur í huga sem em stirðlæsir. Hilmar Hilmarsson þýddi. Bókin er 78 bls. ■ Lífríkið á landi eftir Eddu Ei- ríksdóttur, Jenný Karlsdóttur, Þór- eyju Ketilsdóttur og Þorvald Örn Arnason. Fjallað er um mismunandi gróðurlendi á Íslandi og villt dýr sem þar lifa. Myndir em eftir Jón Baldur Hlíðberg. Margar ljósmyndir em í bókinni sem er 96 bls. ■ Náttúruverkefni. Þýðing og staðfærsla: Sigrún tíelgadóttir. Hér er um bandarískt verkefnasafn að ræða sem ætlað er kennurum og leiðbeinendum bama á gmnnskóla- aldri. Einkum er fjallað um náttúm- dýr, umhverfi þeirra og náttúm- vemd. Kennaraháskóli íslands, Landvemd og umhverfísráðuneytið styrktu þýðinguna. Efninu er komið fyrir í möppu og er 240 bls. ■ Lítum á samskiptin eftir Ólaf Oddson, Jóhönnu Hinriksdóttur, Ólöfu Björgu Steinþórsdóttur, Soff- íu Pálsdóttur og Torfa Hjartarson. Litskyggnuflokkur sem gefínn er út sameiginlega af Námsgagna- stofnun, Rauða krossi íslands og íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Með efninu er ýtt undir um- fjöllun um mannleg samskipti frá ýmsum hliðum, fjallað um ábyrgð manna og möguleika í samskiptum við aðra. ljósmyndimar tók Ragnar Th. Sigurðsson. Fyrirætlanir mínar. Þýtt og staðfært af Guðbjörgu Vilhjálms- dóttur. Þessi bók tilheyrir námsefn- isflokknum Margt er um að velja og er hér um að ræða þriðju og síðustu vinnubókina í þessum flokki, Teikningar gerði Rebekka Rán Samper, en ljósmyndir tók Jó- hanna Ólafsdóttir. Bókin er 54 bls. ■ Skólasund. Þýtt af Magnúsi Diðrik Baldurssyni og Baldri Ing- ólfssyni, en Auðun Eiríksson frum- og endursamdi og aðlágaði efnið að íslenskum aðstæðum.Eininu er komið fyrir í lausblaðamöppu og er 397 bls. að stærð. . ■ Verkefni fyrir vasareikni. Ut em komin fjögur hefti af fímm sem einkum eru ætluð 7-11 ára bömum. Verkefnaheftum þessum er ætlað að kynna ungum bömum notkun vasareikna sem hjálpartækis í reikningi. Bækurnar eru 12-16 bls. að stærð. MYNPLIST Gallcrí Stöðla- kot/Gallcrí Ö m br a/ Ga11crí Sólon Islandus LEIRLIST/VEFN AÐ- UR/MÁLVERK Gallerí Stöðlakot: Opið kl. 14—18 alla daga til 2. október. Gallerí Úmbræ Opið kl. 13-18 þriðjud.-laugard. og kl. 14-18 sunnud. til 5. október. Gallerí Sólon íslandus: Opið alla daga kl. 11-18 til 3. október. Aðgangur ókeypis SUMIR telja rangt að fara hratt yfír á listasviðinu, jafnvel þó mikið sé framboðið. Það getur verið erf- itt að standast freistingarnar fyrst á haustin, þegar fjöldi sýninga opn- ar hverja helgina á fætur annarri, og listunnendur mega hafa sig alla við að fylgjast með. Hinir sömu telja að helst beri að skoða aðeins eina sýningu á dag; þannig fái við- komandi myndlist fyllilega notið sín, án truflana frá öðrum sjónm- innum. Þetta er mikil þröngsýni. Hver sá sem eitthvað hefur gert af því að sækja listasöfn eða sýningar veit að hið andstæða er nær sanni; list styrkir list, veitir innsýn í vinnu- brögð ólíkra aðila og gefur listunn- endum gott tækifæri til að meta mismunandi efni ekki síður en við- horf til þess sem unnið er með. Samanburður felst ekki endilega í að meta þurfi hlutina með orðunum betra eða lakara, heldur varpa ólík- ar listgreinar oft skemmtilega ljósi á þá þætti sem tengja þær saman ekki síður en að greina þær. Þetta á vissulega við um þær þijár sýning- ar, sem hér verður fjallað um, þar sem efnið, rýmið og minningamar eru í öndvegi hjá ólíku listafólki. Bjarnheiður Jóhannsdóttir í Stöðlakoti er ung leirlistakona að halda sína fyrstu einkasýningu í höfuðstaðnum, nýkomin erlendis frá. Bjamheiður Jóhannsdóttir fór hefðbundna Ieið í gegnum listnám hér á landi og útskrifaðist úr leir- listadeild MHI fyrir tveimur ámm, en síðan leitaði hún á ókunn mið og hélt til Listiðnaðarakademíunn- ar í Ungveijalandi, en þaðan lauk hún námi nú í vor. Bjamheiður sýnir hér rúmlega tuttugu leirverk, mörg þeirra afar smá, eins og rýmið í Stöðlakoti kallar eftir. Það er maðurinn í nátt- úrunni og náttúran í manninum sem hafa orðið henni að yrkisefni: „Eitt augnablik höfum við verið hér á yfirborði jarðarinnar og skilið eftir okkur ótal spor. Náttúrunni tekst þó að má þau út hægt og bítandi, eins og okkur mennina. Við teljum okkur máttug, bjóðum henni byrginn, byggjum upp það sem hún brýtur niður og reynum að ná taumhaldi á henni. Ég reyni að fanga þessa baráttutilfinningu í sumum verka minna, en í öðrum, náttúmsýn mína í augnablikinu; náttúruna í mér.“ Verkin sem Bjamheiður sýnir hér vann hún í Ungverjalandi með ýmsum fornum vinnuaðferðum og er fróðlegt að sjá hversu mismun- andi áferð og efnigildi leirsins verða eftir því með hverjum hætti verkin voru brennd. Við einstakar myndir er m.a. nefnd viðarbrennsla, kola- brennsla og saltbrennsla, en í mörgum verkanna er einnig að finna járn eða aðra málma, svo að möguleikar efnanna em margvís- legir. Áferð, litir og styrkur mótast að miklu leyti af þessum þáttum. Verkin eru að mestu unnin sem höggmyndir og vinnsla formanna er oftar en ekki þungamiðja verks- ins. „Umbrot“ (nr. 2 og 3) sýna þetta vel; hér hverfast formin að nokkru um miðlægan ás, tákn hins manngerða í náttúmnni, sem klýf- ur hana og markar. Bjarnheiður notar oft gamla járnhluti á skemmtilegan hátt í verkunum, eins og sem tákn sólar í „Svört verða sólskin" (nr. 4) eða sem fálm- ara hins hægfara dýrs í „Kemst ..." (nr. 7), en eftir sem áður virðist þéttleiki formanna vera aðalvið- fangsefnið, jafnvel í þeim myndum sem eru smærri um sig, eins og t.d. „Veðrun“ (nr. 12 og 13). Hér er um að ræða fyrstu einka- sýningu listakonunnar og þar sem flest verkin vom unnin á námsvett- vangi má í raun líta á sýninguna sem hvom tveggja í senn, upphaf og endi. Endi á formlegu námi, þar sem margvísleg verkkunnátta hef- ur skilað sér með ágætum, einkum þegar litið er til þeirra efnisþátta sem koma fram í vérkunum, og jafnframt upphafíð á sjálfstæðum listferli, þar sem eigin formhugsun, efnisval og þrautseigja á eftir að ráða öllu um framtíðina. Upphafið lofar vissulega góðu, og er rétt að benda áhugafólki um leirlist að líta inn. Guðrún Gunnarsdóttir Hefðin er rík í veflistinni ekki síður en í ýmsum öðrum miðlum myndlistarinnar. Hún er hins vegar ávallt fyrst og fremst viðmiðun tímgns, sem miða má annað við, og einmitt þess vegna hefur vef- listafólk verið óþreytandi að leita nýrra leiða að því marki að skapa ríkulega myndlist á þessu sviði, hvort sem það hefur verið með því móti að reyna ný og óvænt efni, form eða framsetningar. Guðrún Gunnarsdóttir hefur ver- ið dijúg á þessu sviði. Auk hinna hefðbundnari verka, þar sem hún hefur einnig leitað nýrra leiða í notkun efna og sköpun þrívíddar, hefur Guðrún undanfarin ár unnið talsvert með pappír og tágar, þar sem rýmisgildi verkanna hefur ver- ið í aðalhlutverki; á sýningunni hér eru komin til ný efni, en viðfan- gefnin eru enn svipuð - það sam- spil rýmis og efnis, sem verður til af veikum þráðum. Fyrr á þessu ári dvaldi Guðrún í norrænni gestavinnustofu í Berg- en í Noregi og þau smáu verk sem hér getur að líta eru að hluta til afrakstur starfsins þar. Að þessu sinni hefur listakonan kosið að vinna með grannan vír, og jafnvel með gúmmii - hvoru tveggja efni sem fremur má tengja vélum og iðnaði en frjálsri listsköpun. Öll verkin eru fyrst unnin sem lengjur, en síðan vafín um miðju, og mynda þannig þétta heild; út frá þeirri miðju geisla þau eigindi verkanna, sem mestu skipta - samspil vefnað- ar _og rýmis. í verkunum á sýningunni nálgast Guðrún þetta viðfangsefni með ólíkum hætti. í þeim verkum sem nefnd eru „Japanskt ljóð“ (nr. 1-7) er vírinn vafínn í afar þéttan hring, þannig að gúmmílengjurnar mynda knippi neðan af, og líkingin við japanskt myndlétur er ekki illa til fundin. í „Vöxtur“ (nr. 8-10) er líkt og fálmarar gangi út frá blómknöppum, og skapi rými fyrir framan verkin, sem getur reynst varasamt, jafnvel hættulegt; hin óreglulega liðun víranna út frá miðjunni styrkir þessa ímynd hins hættulega svæðis. Á meðan þessi stærstu verk leita þannig út á við, byggja „Gildrur" (nr. 11-19) á hinu andstæða; í þeim er rýmið umvafið, verndað frá umhverfinu með einföldum hætti. Þar sem verkin eru opin inngöngu í annan endann er nafngiftin við hæfí, þar sem hún vísar til hætt- unnar; á hinn veginn gæti einnig falist í þessu rými sú vernd, sem gjarna er kennd við púpustigið, hinn verndaða dvala, áður en loka- þáttur lífsins hefst. Verkið „Fley“ (nr. 20) er vissulega þessa eðlis, þar sem rýmið er lokað, vemdað á allar hliðar. Á sýningunni er Guðrún að vinna áfram að athugunum á eðli og sam- hengi rýmis og efnis, líkt og hún hefur verið að gera um nokkuð skeið. Vírinn hentar ágætlega til þessa, bæði sökum meðfærileika og þess hversu opin verk úr þessu efni hljóta að verða. Með þessu hætti er unnið á ystu mörkum vef- listarinnar og rýmiskennd högg- myndalistarinnar er á næsta leiti; þannig tengjast ólíkir listmiðlar sterkum böndum, enda viðfangs- efnið fyrst og fremst gildi rýmis- ins, þó efnislegar forsendur kunni í fyrstu að virðast ólíkar. Thor Vilhjálmsson Af þessari sýningu má merkja, að það eru þó nokkur sannindi í kenningunni um að starf á einu sviði lista tengist æði oft virkum áhuga á öðrum sviðum. Thor starf- ar auðvitað fyrst og fremst á sviði ritlistarinnar, en jafnvel í hlutverki rithöfundarins hefur hann staðið myndlistinni nærri; hann skrifaði snemma bækur um listamenn - og er þar skemmst að minnast bókar um Kjarval í útgáfu Helga- fells fyrir nákvæmlega þijátíu árum - og hefur í gegnum tíðina skrifað íjölmargar greinar í blöð, tímarit, bækur og sýningarskrár um einstaka listamenn, sem og myndlistina almennt; það ætti því ekki að koma á óvart að hann hafi nokkuð snert á henni sjálfur. Þessi sýning var opnuð sama dag og nýjasta bók Thors kom út hjá Máli og menningu, og má því segja að ritverkið hafi átt hug hans allan undanfarið. Rithöfundurinn nefnir í lítilli sýningarskrá að myndsmíðin sé honum öðrum þræði hvíld í átök- unum við orðið: „Mér þykir gott að grípa í að mála, teikna, að rissa myndir til að auka mér yndi, mér til hugarléttis og geri mér löngum að leik, í viðlögum, oft í skorpum, á hlaupum og á flakki, eða í góðu næði — í stormahléi og þó hvessi." Myndirnar bera þessarar tilurðar nokkur merki. Flest verkin eru komin tíl ára sinna, gjarna unnin á dagblöð (1962 hafa ítölsk blöð greinilega verið góð undirstaða) og jafnvel borðdúka, þannig að hið tilfallandi tilefni hefur greinilega verið ráðandi; hér er ofið út frá ljósmyndum í blöðunum, bætt við þær og einstakar fígúrur gæddar lífi og lit, þar sem aðeins var grám- inn áður. Sumar myndanna eru nokkuð „kjarvalskar" í sér, eins og „Hrúð- urkallar" (nr. 1) og „Fiskur að baki“ (nr. 19) og ekki óeðlilegt, enda Thor mikill vinur og aðdáandi meistarans. Ýmsar myndir bera síðan með sér að vera það sem nefna mætti kaffihúsaföndur, en stöku sinnum hafa vaxið úr slíku sterk myndverk, sem vert er að benda á; af slíkum má nefna „Fundur" (nr. 13) þar sem allra lita mannverur koma saman í þétt- um hóp, og loks „Tvö“ (nr. 16), þar sem sterkur svipur afbrýðisem- innar magnar upp flötinn. Myndverk af þessu tagi munu þó ætíð fyrst og fremst bera keim af uppruna sínum { leik, og eru í raun minningarbrot af vissu tagi, dagbók í myndformi. Verkið „Tólf vindstig" (nr. 22) er einmitt gott dæmi þessa; einföld mynd unnin á sýningarprógram ber með sér minningu átakadags, þegar mátt- arvöldin voru að leika sér á úthaf- inu. Persónuleg gildi slíkra verka eru óumdeilanleg og vissulega gætu þau átt erindi við þröngan hóp, þó hinn almenni listunnandi fái sjaldnast notið þeirra með sama hætti. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.