Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 25
AÐSENPAR GREINAR
I túni Jóns
Þórarinssonar
Þorsteinn Arnalds
AÐ UNDANFÖRNU
hafa nokkrar umræður
spunnist um_ Sinfóníu-
hljómsveit íslands á
síðum Morgunblaðsins.
Kveikjan að þeirri um-
ræðu var gagnrýni
SUS á sveitina. Runólf-
ur Leifsson svaraði
gagnrýninni í reifarast-
íl 2. september og Jón
Þórarinsson sendir
ungum sjálfstæðis-
mönnum orð miðviku-
daginn 14.. september.
Grein Jóns er rituð af
föðurlegri umhyggju
fyrir ungu fólki. Mörgu
því sem kemur fram í grein Jóns
er nauðsynlegt að svara.
Hver var vilji Alþingis?
Eins og fram hefur komið eru
um 87% kostnaðar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar greidd af opinberum
aðilum. Sjálfsaflafé sveitarinnar
stendur því einungis undir rúmlega
áttunda hluta þess sem refeturinn
kostar. í grein sinni segir Jón að
þess hafi aldrei verið vænst að Sin-
fónían gæti lifað af aflafé sínu.
Þetta er e.t.v. rétt en af lögum um
hljómsveitina verður ekki annað
ráðið en löggjafinn hafi að minnsta
kosti ekki gert ráð fyrir að nánast
allur kostnaður sveitarinnar væri
greiddur með skattfé. I 3. gr. laga
nr. 36 1982 segir meðal annars:
„Sinfóníuhljómsveitin skal kapp-
kosta að afla sjálfstæðra tekna af
tónleikahaldi, svo að sem mest af
útgjöldum hljómsveitarinnar fáist
greitt af slíkum tekjum hennar.“
Þetta hlýtur Jón Þórarinsson að
vita en eins og segir í fótskrift
greinar hans var hann „fyrsti
stjórnarformaður Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, síðar framkvæmda-
stjóri hennar um árabil og stjórnar-
maður síðustu 12 ár“.
Gælt við litla hópa
Jón telur kostnað á hvern áheyr-
anda Sinfóníunnar ekki gefa rétta
mynd. Ýmislegt annað komi til.
Hann nefnir þar sitthvað, svo sem
þátttöku í Listahátíð, lýðveldisaf-
mælinu, útgáfu geisladiska og tón-
leikaferðalög erlendis.
Um þetta er ýmislegt að segja.
Ég er viss um að leikur sveitarinn-
ar á Listahátíð þjónaði sama þrönga
hópnum og þeim sem sækir sinfón-
íutónleika. Ékki svo að skilja að ég
hafi horn í síðu þeirra, hef reyndar
sótt slíka tónleika sjálfur, en það
er ekki réttlætanlegt að skattgreið-
endur niðurgreiði tómstundaiðkun
þeirra sem vilja verja frítíma sínum
á sinfóníutónleikum. Nær öruggt
er einnig að flestum skattgreiðend-
um er sama hvort þeir spila geisla-
disk með leik Sinfóníuhljómsveitar
íslands eða Sinfóníuhljómsveitar-
innar í Lublijana heima í stofu.
Um þátttöku Sinfóníunnar í þjóð-
vegahátíðinni segir Jón: „þar er
talið að áheyrendur hennar hafi
verið um 60 þúsund manns“. Ef Jón
heldur að það hefði eyðilagt hátíð-
ina fyrir alla þessa 60 þúsund ís-
lendinga sem komust til Þingvalla
að sveitin hefði ekki leikið þá ætla
ég einfaldlega að leyfa honum að
halda það áfram.
Jón segir Sinfóníuna hafa fengið
boð um að leika á tónlistarhátíðuip
„sér að kostnaðarlausu". Ekki veit
ég hvað hann á við með
þessu. Mér þykir að
núnnsta kosti sýnt að
þátttaka sveitarinnar í
slíkum hátíðum sé ís-
lenskum skattgreiðend-
um ekki að kostnaðar-
lausu.
Af „reiknivillum"
Því hefur verið haldið
fram að kostnaður á
hvern áheyranda á tón-
leikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar hafi verið
5.662 krónur. Jón segir
að slíkir útreikningar
séu annaðhvort rangir
eða dæmið vitlaust sett upp. Varla
er til einhlítt svar við því en þegar
útgjöld ríkissins eru skoðuð verða
menn með einhveijum hætti að
reyna að meta hver ávinningur og
Mér þykir ljóst að rekst-
ur Sinfóníuhljómsveit-
arinnar þarfnist gagn-
gerrar endurskoðunar,
segir Þorsteinn Arn-
alds, eins og raunar
fleiri útgjaldaþættir,
þegar stefnir í 10 millj-
arða fjárlagahalla.
kostnaður er. Og hvorki getur Jón
kennt mér né forustu ungra sjálf-
stæðismanna um þessa meintu
reiknivillu því í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið Í994 segir á bls. 361:
„Kostnaður á hvern áheyranda hef-
ur þá [1992] verið 5.662 kr.“ Sem
stjórnarmaður í Sinfóníuhljómsveit-
inni geri ég ráð fyrir að Jón Þórar-
insson hafi kynnt sér umfjöllun
Alþingis og framkvæmdavalds um
framlög tii Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar.
Hitt er þó óumdeilanlegt að af
kostnaði við rekstur Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar greiða áheyrendur
minnsta hlutann eins og áður var
að vikið. Til samanburðar má geta
þess að ef hin dásamlega forsjár-
hyggja næði jafn Iangt inn á kvik-
myndasýningar og sinfóníutónleika
kostaði hver miði á kvikmyndasýn-
ingu einungis um 70 krónur eða
getur ef til vill verið að miðinn
væri lítið ódýrari en hann er í dag,
ávinningur neytenda af niður-
greiðslunni yrði lítill sem enginn?
Fleira úr grein Jóns mætti nefna
en lesendum verður að mestu hlíft
við því. Þó langar mig að lokum
að vitna til orða Jóns þegar hann
segir: Gáfnamerki er að skipta um
skoðun og „hafa heldur það sem
sannara reynist" ef menn hafa
hlaupið á sig. Mér þykir ljóst að
rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar
þarfnist gagngerrar endurskoðunar
og ekki væri úr vegi að hann yrði
tekinn til athugunar nú þegar koma
á saman fjárlögum sem virðast
ætla að verða með um 10 milljarða
halla. Og þá verður ekki vanþörf á
því að Jón Þórarinsson skipti um
skoðun.
Höfundur er háskólanemi.
O
©
f og svai
frá Bræðrunum
Ormsson hf.
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 202,
frystir 90, 2 pressur
orkunotkun
aSeins 1,2 kwst
á 24 tímum
hæS 185,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 79.655,-
85.650,-
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 216,
frystir 79, orkunotkun
1,5 kwst á 24 tímum
hæS 170,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 75.556,-
79.533,-
0
Frystiskápur,
nettólítrar 216,
orkunotkun aSeins
1,1 kwst
á 24 tímum
hæS 155,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 66.413,-
69.908,-
Kælir/frystir,
neftólítrar, kælir 170,
frystir 60, orkunotkun
1,33 kwst á 24 tímum
hæS 149, breidd 55,
dýpt 60
Stgr. 64.333,-
67.719,-
Kæliskápur►
meS 81 íshólfi, nettólítrar 136,
orkunotkun aSeins 0,7 kwstá 24 tímum
hæS 85, breidd 50, dýpt 60.
Kjörinn í sumarbústaöinn
Stgr. 29,758,- 31.324,-
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 204,
frystir 46, orkunotkun
1,2 kwst á 24 tímum
hæS 144,
breidd 54,
dýpt 58,
Stgr. 59.970,-
63.162,-
Frystiskápur,A
nettólítrar 255, orkunotkun aSeins
1,1 kwst á 24 tímum, hæS 185, breidd 60, dýpt 60
Stgr. 75.972,- 79.970,-
AEG AE6 AEG AEG AEG AiG AEG AEG AEG A
Umboösmenn:
Vesturland:
Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.
Blómsturvellir, Hellissandi.
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi.
ÁsubúÖ.Búöardal
Vesttiröfr: Rafbúö Jónasar Þór,
Patreksfiröi.
Rafverk, Bolungarvík
Straumurjsafirði.
Noröurland:
Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík.
Kf. V-Hún., Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki.
KEA byggingavörur,
Lónsbakka, Akureyri.
KEA, Dalvík.
Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Urö, Raufarhöfn.
Austurland:
Sveinn GuÖmundsson,
Egilsstööum.
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.
Stái, Seyöisfiröi.
Verslunin Vík, Neskaupsstaö.
Kf. Fáskrúösfirðinga,
Fáskrúösfiröi. KASK, HÖfn
Suöurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorfákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri.
Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavfk.
BRÆÐURNIR
DJÖRMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG"
p - kjarni málsins!
Líður þér illa?,
í Læknabókinni Heilsugæsla heimilannafinnurþú 2.350 ráðfrá rúmlega 500 þekktum bandarískum læknum og öðrum
sérfræðingum á sviði heilbrigðismála. Auðveld og örugg ráð sem hafa jafnmikil -eða meiri áhrif en dýrarlyfjameðferðir. Bóksem jafnvel læknarnirnota sjálfir.
Verið öll velkomin á útgáfusýningu
í Listhúsinu Laugardal.
Kynningarverð kr. 4.950,-.
Pantanasími (91) 32886.