Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 31

Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 31 AÐSENDAR GREINAR Þessi þriggja fossa syrpa er einstæð, segir Magnús Kristinsson, og umhverfi Jökulsár er eitt fjölbreytilegasta og sérkennilegsta svæði landsins. erlendum gestum þennan ógn- þrungnasta foss Evrópu, gerir sér e.t.v. mörgum öðrum betur grein fyrir þeim áhrifum sem slíkur trölls- leiki hefur á mannssálina. Það er hárrétt sem haft var eftir Ingunni Svavarsdóttur í einu blaðanna: „Það er einfaldlega ekki hægt að sætta sig við hann vatnsminni. Það er kraftur Dettifoss sem gerir hann svo mikilfenglegan, ekki endilega feg- urðin. Án kraftsins er fossinn engin náttúruperla. Það að missa Dettifoss og Jökulsárgljúfur yrði reiðarslag fyrir ferðaþjónustuna hér.“ Geta má þess að Jökulsárgljúfur eru annað helsta aðdráttaraflið fyr- ir ferðafólk á Norðausturlandi öllu. Ferðaþjónustufyrirtæki á Húsavík, í Mývatnssveit og á Akureyri byggja afkomu sína að verulegu leyti á þessu svæði - svo að ekki sé talað um þjónustuaðila í héraðinu sjálfu. Og þetta eru verðmæti sem eiga nær örugglega eftir að vaxa að verðgildi á komandi tímum. Fyrr á árum nefndi ég stöku sinnum í ferðahópum að rannsóknir færu fram á hugsanlegri virkjun fossins. í dag geri ég slíkt sjaldnar. Eftir að hafa séð fossinn verður fólk svo orðlaust og slegið yfir því að nokkr- um skuli detta slíkt í hug að ég sárskammast mín. Og hlífi fólkinu og mér æ oftar með því að nefna þetta ekki að fyrra bragði. Líklega er það þó misráðið, því að ef í ljós skyldi koma að við íslendingar stöndum enn á sama stigi og þegar við sömdum af okkur Gullfoss, þá gæti erlent fólk hugsanlega komið fyrir okkur vitinu. Eiginlega ætlaði ég mér alls ekki að dvelja svona lengi við Dettifoss. Flestir sem rita eða ræða um virkjun Jökulsár láta nefnilega eins og hann yrði eina fórnin á altari Mammons. Nokkur hundruð metrum ofar er Selfóss. Hann nýtur sín best austan frá, er reglulegur og fallegur foss, öllu hærri en Goðafoss og miklu vatnsmeiri. Skammt neðan við Detti- foss er Hafragilsfoss. Flestir þekkja hann aðeins ofan frá gljúfurbarmin- um austan frá. Þaðan sýnist hann lítill og snotur í botni eins af stór- kostlegustu hamragljúfrum hérlend- is. Sé hins vegar farið ofan í gljú- frið að vestanverðu og staðið á nátt- úrlegum útsýnispalli beint á móti og örskammt frá fossinum, verður hann tröllslegri en orð fá lýst - enda hvorki meira né minna en 27 metra hár. Til samanburðar má nefna að neðri fossinn í Gullfossi er aðeins 20 m og að jafnaði mun vatns- minni. Frá þessum sjónarhóli virkar vatnsþunginn í Hafragilsfossi ennþá feiknarlegri en í Dettifossi, bæði vegna nálægðarinnar og af því að fossinn er mjórri. Þessi þriggja fossa syrpa er al- gjörlega einstæð á íslandi, auk þess afar ólík eftir því frá hvorri hliðinni hún er skoðuð. Er samt ótalið fjölda- margt annað sem gerir umhverfi Jökulsár að einu fjölbreytilegasta og sérkennilegasta svæði landsins. Má þar nefna gljúfurveggina sjálfa sem víða eru stuðlaðir og stórfengleg náttúrusmíð, Rauðhóla með „must- erinu“, Hljóðakletta, Karl og Kerl- ingu við Tröllahelli, Kallbjörg, Gloppu, Stalla og Hólmatungur - auk Hallhöfða, Arnarins, Forvaða, Réttarbjargs, Vígabjargs með „Kristsmyndinni" og Randarhóla austan ár. Öllum þessum ótrúlega fjölbreyttu og undurfögru náttúru- undrum er raðað upp innan um gróð- urskrúð og skoppandi bergvatnslæki í kringum Jökulsána, svo að úr verð- ur sjálfstæð og órofa heild. Án árinn- ar yrðu þau sem fögur umgjörð án innihalds. Um þjóðgarðinn i Jökulsárgljúfr- um hafa verið gerðir snyrtilegir göngustígar til að auðvelda gestum að skoða fegurstu staðina og hlífa þeim við ágangi. Ef svo skyldi fara að alþingismönnum verði einhvern tíma gert að taka ákvörðun um framtíð Jökulsárgljúfra, treysti ég því að þeir geri það ekki án þess að kynna sér þau vel áður. Ég skyldi gjarna taka að mér að leiðsegja þeim um svæðið, og vafalaust yrðu þjóð- garðsvörður og starfsmenn hans ekki síður reiðubúnir til þess. Auðvit- að byggju menn sig vel til göngu, og vegna stærðar svæðisins og fjöl- breytileika yrði að gera ráð fyrir að veija til þess nokkrum dögum. Enda væri annað ófyrirgefanlegt ábyrgð- arleysi gagnvart jafn þýðingarmikilli ákvörðun. Höfundur er leiðsögumaður. Þetta er engin rökræða, hún snýst ekki lengur um málefnið heldur manninn argumentum ad hominem, sem vitnar um rökþrot, vankunn- áttu í mótmælum, segir Einar Heimisson, og sér ekki ástæðu til að ræða slíkt frekar á opin- berum vettvangi. snýst ekki lengur um málefnið held- ur manninn argumentum ad homin- em, sem vitnar um rökþrot, van-- kunnáttu í mótmælum — og sé ég ekki ástæðu til að ræða slíkt frekar á opinberum vettvangi, heldur vísa á ný til greinar minnar í Morgun- blaðinu 16. september, enda lét rit- stjóri TMM röksemdum hennar ósvarað með öllu. Höfundur er sagnfræðingur og hefur fengist við ritstörf og gerð sjónvarpsmynda. - kjarni málsins! Veíðijakkar og buxur á mjög göðu verði Jakkt m/lausu fóðri kr. 4.970 Buxur kr. 2.300 5% staðgreidsluafstóttur, elnnlg af póstkröfum (jrfdddum Inn.in > datni. CT Lti UTILÍF Rmí GI-ÆSIBÆ SIMI 812922 Ef þú ert gjörsamlega frábitinn því aö fá sjónvarp, videó, húsbúnaðar- eöa ferðavinning; eöa kannski bíl og bensín á hann í heilt ár eöa bara til dæmis jeppa fyrir 300 kall, skaltu endilega ekki ná þér í BINGÓLOTTÓ-seðil fyrir kl. 4 á laugardaginn. Því aö • • laugardagskvöl kl. 20:30 • « e e • er braöskemmtilegur, hættulega spennandi og ótrúlega fjár-magnaður fjölskylduþáttur í opinni dagskrá á Stöö 2 fyrir þá sem vilja vinna. Ekki missa af honum. P.S. Náðu þér strax í mi&a - síðast varö uppselt!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.