Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 37
NÚ HEFUR hljóðnað á holtinu
mínu, farfuglarnir. eru óðum að
hverfa, krían löngu horfin og hin-
ir að smátínast í burtu. En ekki
eru allir íbúar holtsins með vængi,
sem hægt er að fljúga á til heit-
ara landa, t.d. hagamúsin, sem
langar til að komast í hlýjuna inn-
anhúss, þegar kólna tekur. Nóg
æti er þó fyrir hana enn. Ein lítil
hagamús kom sér þó inn um loft-
rör í búrskápinn minn, þar sem
hún hélt sér mikla veislu, gæddi
sér á jólaköku, núgga, súkkulaði
og hnetum, en rétt nartaði í ný-
uppteknar gulrætur, sem mér
fínnst miklu meira lostæti en hin-
ar krásirnar. Ég lagði eldhúsrúllu
á hliðina og mýsla var fljót að
smeygja sér inn i hana, en ég
hafði hröð handtök og greip fyrir
báðum megin og sleppti henni síð-
an í birkitrén. Síðan var sett net
fyrir loftrörið, en mýsla sást
næstu daga fýrir utan loftrörið
og ætlaði sér greinilega meira af
krásunum. Við hjónin kynnumst
hér hegðun fugla og dýra. Vinur
okkar spóinn hafði komið sér upp
einum unga í sumar og var að
vonum hræddur um þetta eina
barn sitt, enda lífsbaráttan hörð
í fuglaheimi. Músarungi var á
vappi í kringum ungann og spóinn
gerði sér lítið fyrir, greip músar-
ungann í gogginn og sló honum
nokkrum sinnum í jörðina þar til
hann drapst. Ófáa fuglsunga hef-
ur veiðibjallan og hennar skyldul-
ið gripið í gogginn í sumar og
alltaf verður maður jafn sár.
Þótt mýsla litla hafi ekki litið
við gulrótunum mínum, skulum
við mannanna börn búa til ýmis-
legt gómsætt úr þeim, en þær eru
mjög hollar, bragðgóðar og líka
ódýrar núna.
Gulrótarbrúnkur,
(brownies)
___________3 egg__________
2‘A dl sykur
Matur og matgerð
Af músum
og gulrótum
Kristín Gestsdóttir
segir okkur í dag sögur
af hagamúsunum í
1. Þeytið egg og sykur þar til
það er ljóst og létt, setjið þá
matarolíu út í og hrærið saman.
2. Blandið saman hveiti, lyfti-
dufti, salti, kanil, negul og allra-
handa, setjið út í og hrærið var-
lega saman, ekki í hrærivél.
3. Setjið saxaðar hnetur og
rúsínur út í.
4. Setjið bökunarppír á bökun-
arskúffu, hellið deiginu á bökun-
arpappírinn og smyijið jafnt yfir.
5. Hitið bakaraofn í 200°C,
blástursofn í 190°C, setjið í miðj-
an ofninn og bakið í um 15 mín.
6. Takið úr ofninum og skerið
strax í ferninga með beittum hníf.
Gulrótarmarmelaði
_________1 kg gulrætur_______
_____2 meóglstórgr sítrónur__
4 meðalstórar appelsínur
___________2 dl vgtn_________
1 kg sykur
1. Þvoið gulræturnar vel, skafið
ekki, mest vítamín er við hýðið.
Setjið í grænmetiskvörn og rífið
fínt eða setjið í hakkavél.
2. Þvoið appelsínur og sítrónur
vel. Skerið hýðið þunnt af með
kartöfluhníf (með rauf). Flettið
síðan hvítu himnunni af og fleyt-
ið. Skerið sítrónur og appelsínur
í bita og fjarlægið steina. Setjið
ávaxtakjötið ásamt berkinum í
matvinnsluvél eða hakkavél.
3. Setjið rifnar gulrætur og sítr-
ónu- og appelsínumaukið í pott
ásamt sykri og vatni og sjóðið við
hægan hita í 10-15 mínútur.
4. Sjóðið krukkur og lok í 10
mínútur. Setjið marmelaðið í heit-
ar krukkurnar, fyllið alveg upp á
brún, setjið iokið strax á. Herðið
lokið aftur eftir að þetta hefur
kólnað.
5. Þetta geymist ekki mjög
lengi, en þetta má frysta, þó ekki
í lokuðum glerkrukkum, því þær
springa í frostinu. m
Efst í hópi
480 bridspara
BRIPS
Heimsmcistaram ó 1 i ð
ALBUQUERQUE,NÝJU
MEXÍKÓ
17. september til 1. október
HJÓNIN Jacqui McGreal og Þorlák-
ur Jónsson urðu efst í undankeppni
heimsmeistaramótsins í blönduðum
tvímenningsflokki í Albuquerque.
Alls tóku 480 pör þátt í undan-
keppninni svo það er ekkert
áhlaupaverk að vinna slíkt mót. Tvö
önnur íslensk pör komust í 180
para úrslit mótsins. Því miður gekk
þeim Jacqui og Þorláki ekki eins
vel í úrslitakeppninni, en árangur-
inn í undankeppninni taldi þar ekki
með.
I undankeppninni tóku Jacqui og
Þorlákur forustu þegar tveimur af
þremur umferðum var lokið og þau
enduðu með 8.435 stig. I öðru sæti
undankeppninnar urðu Lew og Jo-
Anna Stansby með 8.412 stig, en
Lew er margfaldur heimsmeistari,
bæði í sveitakeppni og tvímenningi.
í þriðja sæti voru. Bob Hamman og
Sabine Zenkel með 8.302 stig.
Tvö önnur íslensk pör sluppu
gegnum nálaraugað inn í úrslitin,
Sigríður Sóley Kristjánsdóttir og
Bragi Hauksson, sem urðu í 138.
sæti, og Anna Ivarsdóttir og Jakob
Kristinsson, sem urðu í 142. sæti.
Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías
Þorvaldsson komust ekki í úrslitin
og ekki heldur Hjördís Eyþórsdóttir
og Erla Sigurjónsdóttir sem spiluðu
við Ameríkana.
Nokkra athygli vakti að Juanita
Chambers og Peter Weichsel kom-
ust ekki í úrslitin, en þau áttu
heimsmeistaratitil að veija. Zia
Mahmood og Daniela Von Amim
sátu einnig heima og fleiri heims-
þekkt pör. Jacqui og Þorlákur voru
ekki hjálpleg við heimsmeistarana
fráfarandi.
Norður
♦ K4
¥9
♦ ÁKD9753
+ K94
Austur
♦ G975
¥ KD10842
♦ 2
♦ 82
Suður
♦ D62
¥ G762
♦ 108
♦ ÁG75
Vestur Nordui' Austur Suður
ChambersJacqui Weichsel Þorl.
2 hjörtu Pass
Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd/
Jacqui tók um hornin á bola með
því að segja 3 hjörtu frekar en 3
tígla og Þorlákur taldi hjartagosann
fjórða nægilegt vald á litnum. Örfá
pör komust í 3 grönd á þetta spil,
en eins og sjá má er ekki hægt að
hnekkja þeim. Og þegar Chambers
spilaði út laufi eftir langa yfirlegu
var Þorlákur kominn með yfirslag
og nánast hreinan topp.
í úrslitunum náðu Jacqui og Þor-
lákur sér aldrei á strik og enduðu
í 159. sæti. Bragi og Sigríður end-
uðu í 71. sæti og Anna og Jakob
í 177. sæti. Nú stendur yfir útslátt-
armót sveita í Albuquerque en því
lýkur um helgina og þá tekur heims-
meistaramótið í tvímenningi við.
Ein íslensk karlasveit og ein íslensk
Vestur
♦ Á1083
¥ÁÖ
♦ G64
♦ D1063
kvennasveit taka þátt í sveita-
keppninni en alls keppa þar 180
sveitir í opna flokknum og 48 í
kvennaflokki.
Ný heimsálfukeppni
í sumar fór fram í fyrsta skipti
sérstök keppni milli úrvalsliðs Evr-
ópu og Bandaríkjanna. Ætlunin er
að þessi keppnf verði reglulegur
viðburður, svipað og keppnin um
Ryderbikarinn í golfi.
Keppnin var haldin í smábænum
Villagio del Bridge í suðurhluta ítal-
íu en þar búa eingöngu bridsspilar-
ar! Úrvalslið Evrópu var skipað
þeim Helgemo og Helness frá Nor-
egi, Leufkens og Westra frá Hol-
landi, Forrester og Robson frá Bret-
landi og Lauria og Versage frá ítal-
íu. Bandaríska liðið var skipað þeim
Zia, Cohen, Meckstroth, Rodwell,
Levin, Weichsel, Sontag og Wolff.
Evrópuliðið náði forustunni
snemma en 144 spila leikurinn var
hálfnaður náðu Bandaríkjamenn
yfirhöndinni og slepptu aldrei tak-
inu. Leikurinn endaði 587-539 fyrir
Bandaríkin.
Það var þó huggun harmi gegn
að Geir Helgemo fékk verðlaun fyr-
ir best spilaða spil keppninnar.
N/NS
tígli, en Norðmennirnir runnu samt
í hjartageimið. Larry Cohen spilaði
út tígulkóng og skipti í tromp. Hel-
gemo spilaði strax laufi og Cohen
stakk upp ás og spilaði meira
trompi.
Skipting spilanna var nú nokkuð
ljós og Helgemo tók laufkóng og
henti tígli, trompaði lauf, tók spaða-
ás og trompaði spaða og spilaði
laufagosanum úr borði. Þegar Zia
átti drottninguna henti Helgemo
síðasta tíglinum sínum og lagði
upp: Zia var endaspilaður og varð
að spila frá tígulkóngnum.
Zia og Cohen hefndu sín í þessu
spili:
Norður
♦ KG983
¥6
♦ KDG9532
♦ -
Vestur Austur
♦ 5 4 64
¥ ÁK97 ¥ D542
♦ 1074 ♦ Á86
♦ ÁD432 ♦ G1097
Suður
♦ ÁD1072
¥ G1083
♦ -
♦ K865
Norður Vestur Norður Zia Austur Suður Cohen
♦ 4 - 1 tígull pass 1 spaði
¥ K1083 pass 2 spaðar pass 4 spaðar
♦ D653 ♦ KG54 pass 5 lauf pass 6 spaðar/
Vestur
♦ KD10865
¥54
♦ K
♦ Á982
Austur
♦ G9
¥92
♦ ÁG1072
♦ D1063
Suður
♦ Á972
¥ ÁDG76
♦ 984
♦ 7
Vestur Norður Austur Suður
Cohen Helnes Zia Helgemo
2 tíglar 2 hjörtu
2 spaðar 4 hjörtu/
Zia notfærði sér hætturnar og
opnaði létt á tveimur tveimur í
Þetta var nokkuð sérkennileg
sagnröð því 2 spaða sögn Zia var
ekki krafa. En þegar Cohen stökk
í geimið reiknaði Zia með að spilin
lægju vel saman og sagði frá lauf-
fyrirstöðunni og Cohen stökk þá í
þessa 20 punkta slemmu.
Vestur spilaði út hjartaás og
hjartakóng og Cohen trompaði.
Hann spilaði litlum tígli úr borði
og þegar austur stakk upp ás lagði
Cohen upp. Slemman hefði þó alltaf
unnist því sagnhafi hefur nægan
samgang til fría tígullitinn með
trompunum.
Guðm. Sv. Hermannsson
FRÉTTIR
Undanúr-
slit í at-
skák móti
Islands
UNDANÚRSLIT íslandsmótsins í
atskák 1995 fóru fram í Iðnskólan-
um í Reykjavík 10.-11. september
sl. Einnig var teflt á Akureyri á
sama tíma. í mótinu í Reykjavík
tóku þátt 38 keppendur en 8 á
Akureyri.
Sex efstu menn úr mótinu í
Reykjavík komast áfram í úrslit,
sem fara fram í janúr nk. Þeir eru
Jón Garðar Viðarsson, sem fékk
7.5 v. af 9 mögulegum. 2. Davíð
Ólafsson 6,5 v. 3. Þröstur Þórhalls-
son 6,5 v. 4. Magnús Sólmundarson
6.5 v. 5. David Bronstein 6 v. 6.
Ólafur B. Þórsson 6 v. Á Akureyri
urðu efstir og jafnir Gylfi Þórhalls-
son og Rúnar Sigurpálsson og munu
þeir tefla einvígi um réttinn til að
tefla í úrslitunum. Efsti maður úr
mótinu á Vestfjörðum kemst einnig
áfram í úrslit.
-----» ♦ ♦---
Framhalds-
stofnfundur
Regnbogans
FRAMHALDSFUNDUR Regnbog-
ans verður haldinn fimmtudaginn
22. september og hefst kl. 20.30 á
Kornhlöðuloftinu (Bernhöftstorfu).
Á fundinum verða borin upp drög
að lögum fyrir félagið og því kjörin
stjórn. Rætt verður um starfið
framundan, stofnun hverfafélaga,
skipulag málefnahópa og tengsl
félagsins við borgarfulltrúa Reykja-
víkurlistans.
Að loknum stofnfundarstörfum
talar Sigrún Magnúsdóttir um
fyrstu stjórnarmánuði Reykjavíkur-
listans og síðan verða almennar
umræður. Flestir borgarfulltrúar og
varaborgarfulltrúar Reykj avíkur-
listans verða á fundinum, taka þátt
í umræðum og svara fyrirspurnum
ef óskað er.
-----♦ ♦ ♦---
Heimsmeist-
ari teflir
fjöltefli
SKÁKSKÓLI íslands er að hefja
þriðja starfsveturinn en fyrstu nám-
skeið vetrarins hefjast laugardag-
inn 24. september nk.
Þann dag mun Helgi Áss Grét-
arsson, nýbakaður stórmeistari og
heimsmeistari unglinga, tefla fjöl-
tefli í húsnæði skólans í Faxafeni
12, Reykjavík, og er öllum heimil
ókeypis þátttaka í fjölteflinu. Taflið
hefst kl. 14.