Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Tommi og lenni
Ljóska
Ferdinand ■
Smáfólk
IF YOU U/ERE A EORPER COLUE, YOU'P BE OUT HERPIN6 5HEEP.. 6-3/ / \ ( I CAN ^ \oo im.J
1
L—.
S
Ef þú værir fjárhundur, værir Ég get gert það ...
þú úti að smala fé ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Stjörnur himins -
eða „svört göt“
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
FYRIR nokkrum árum bar svo við
að maður, mér vel kunnugur, var
að segja mér frá tímaritsgreinum
um svartgata-fræði, sem hann hafði
verið að lesa, og kvað þar mikil tíð-
indi af að segja: hvert stórgatið af
öðru væri nú að finnast: tvísólir eru
svart gat öðru megin, efnismekkir
eru svört göt, miðja vetrarbrautar
er svart gat, aðrar vetrarbrautir eru
svört göt, kvasarar „á jaðri alheims-
ins“ eru svört göt; tifstjörnur eru
svört göt; ennfremur smáheimur-
inn; rafeindir og róteindir eru svört
göt, kvarkar eru svört göt: alheim-
urinn er svart gat. — Við lögðum
kollhúfur hvor við öðrum og fórum
svo að tala um annað. — En þetta
var meðan svartgatafaraldurinn
reið öllum húsum og flestar ritgerð-
ir enduðu á orðunum: „Ef til vill
svart gat...“. - Þetta gerist á
hnetti þar sem fæstir vita enn, að
þeir eru á hnetti.
Annar maður, mér nákunnugur,
kemur til mín með nýtt hefti af rit-
inu Astronomy (okt. ’94) og er aðal-
fyrirsögn þessi:
„Hvað varð af öllum svörtu göt-
unum?“ Aðeins þijú eru eftir og þau
vafasöm. Bráðum verða þau einnig
týnd og tröllum gefin.
Enn er hringt til mín og sagt frá
löngu viðtali við Fred Hoyle, í ritinu
New Scientist, en það hefur mikla
útbreiðslu og er virt.
„Nú ber eitthvað nýrra við!“
hugsa ég, „úr því að Fred Hoyle
er kominn fram á sviðið að nýju.“
Það hefur varla mátt minnast á
hann í stóru, fínu blöðunum sl. 25
ár eða svo. Helst hefur mátt sjá
hans getið með vorkunnsemi, sem
einhvers gamaldags stjörnufræð-
ings, sem var dálítið að sér að vísu,
en hélt þó fram skakkri kenningu
um eðli alheimsins, en hafði síðan
snúið sér að vísindaskáldsögum.
En nú var ekki annað að heyra en
sá hinn sami væri kominn á fullan
skrið og vandaði ekki firruhug-
myndum kveðjurnar. „Enginn hefur
fundið neitt sem styðji tilvist þess-
ara svörtu gata (‘not a scintilla of
observation’)“, segir hann og Hvell-
inn mikla (alspryngið) segir hann
aldrei hafa orðið. Þetta þykir mér
góð frétt, ekki aðeins vegna þess
að heimurinn er stórkostlegur, frá-
bær, en ranghugmyndir óskemmti-
legar heldur ekki síður vegna þess,
að nú er Fred Hoyle farinn að fá
uppreisn æru. Þeir komu honum
burt frá Cambridge um árið með
bolabrögðum, en þar hafði hann
verið prófessor, og svo höfðu þeir
af honum Nóbelsverðlaunin, sem
hann átti að fá fyrir að finna að
lífrænn kjarni er í halastjörnum.
En svartgötungar gáfu aðstoðar-
manni Hoyles Nóbelsverðlaunin fyr-
ir þetta og á sú ráðstöfun eftir að
verða frægari en margt annað. Það
sem þeim er verst við er frjáls og
djörf hugsun, einkanlega þó ef hún
getur sýnt árangur sinn í verki.
Það sem einkennir Fred Hoyle,
og mætti einkenna alla sanna vís-
indamenn, er kjarkur til að hafna
rugli — eins og hugmyndirnar um
alspryngi og svört göt voru, eru,
og munu alltaf verða.
Ég held, að það sem mannkynið
vanhagar um sé umfram allt viska
og þekking. Það furðulegasta er þó,
að mér sýnist sem öld þekkingarinn-
ar sé nú að rísa — þrátt fyrir allt.
Og hver veit nema viskan eigi svo
eftir að segja sitt orð — þrátt fýrir
allt?
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 12, Reykjavík.
Olík lífsviðhorf
Frá Agli Sigurðssyni:
í MORGUNBLAÐINU 25. septem-
ber, bls. 22, birtust tvær aðsendar
geinar. Önnur eftir Þorvald Gylfa-
son prófessor bar fyrirsögnina
„Heimskautabóndinn", hin eftir
Jónas Pétursson fyrrverandi al-
þingismann hét „Þjóðmálaum-
ræða“. Yið skulum skoða þessi
skrif ögn nánar.
Grein Þorvaldar segir frá ónafn-
greindum bónda, sem ekki var af
bændaættum kominn, en beitti hins
vegar lærðum vinnuaðferðum.
Hann keypti sér búgarð nyrst í
Svíþjóð, svonefndum Norðurbotni,
sem er á stærð við ísland allt.
Bústofn hans varð eftir fimm ár
100 kýr, stofnkostnaður á hveija
kú frá kr. 50 til kr. 100 þús. Með-
albústærð í Svíþjóð (og ESB) er
hins vegar 25 kýr og stofnkostnað-
ur nálægt kr. 900 þús. á kú eftir
gamla búskaparlaginu. Bóndinn
hefir reiknað út hagkvæmustu bú-
stærðina og telur hana vera 800
til 1.000 kýr, þannig að tólf til
fimmtán bændur gætu „séð um
alla mjólkur- og kjötframleiðslu,
sem þörf er á þarna norður frá“.
Þorvaldur slær því síðan fram
frá eigin brjósti, að „fáeinir frysti-
togarar gætu ef til vill leyst næst-
um allan fiskiskipaflota okkar ís-
lendinga af hólmi með tímanum“.
Þessi rökhyggja er einkennandi
fyrir suma hagfræðinga — og alveg
sérstaklega fyrir prófessora í við-
skiptadeild HÍ — sem mæna ein-
göngu á „hagræðingu og fram-
leiðni“. Þeir benda ekki á leiðir til
að finna störf fyrir tugþúsundir
bænda, sjómanna og fiskvinnslu-
fólks eða heldur hvernig fjármagna
eigi atvinnuleysisbætur handa
þeim, ef hagræðing þeirra nær
fram að ganga.
Hinn greinarhöfundurinn, Jónas
Pétursson fyrrverandi alþingismað-
ur, stendur með báða fæturna á
jörðinni. „Þungamiðja allrar við-
leitni er atvinna,“ segir hann. „Lífs-
björg fyrir fólk, ekki fjármagn.“
Hann vill að allur sjávarafli sé
færður á land í hvaða formi og
tegund sem er. Hvers konar úr-
gangur skuli notaður til gróður-
auka og bættra vaxtarskilyrða um
móa og mela. Samnýting á lífbelt-
unum tveim muni afmá smán at-
vinnuleysis, auka nytjar til búskap-
ar, skapa störf og viðfangsefni
sveitafólks í dreifðum byggðum.
Það er ánægjulegt að heyra svo
jákvæða rödd — innan um barlóm-
inn og niðurskurðinn.
EGILL SIGURÐSSON,
fv. forstjóri, Mávahlíð 29, Reykjavík.