Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ I - \ i I ; •.' \ ■ v é ' >.* All l í á Texti og myndir: Steingrímur Sigurgeirsson Inokkrar vikur á hverju hausti fyllast litlu rólegu bæirnir á vínsvæðum Búrgundarhéraðs í Frakklandi af lífi. Þegar vín- þrúgumar á ökrunum hafa náð nægilegum þroska skiptir miklu máli að hafa snör handtök. Þrúgurn- ar eru viðkvæmar og þola hvorki mikið hnjask né skyndilegar veður- breytingar. Það verða því allir að leggjast á eitt að ná þeim inn í hús á sem skemmstum tíma. Innan skamms leggur ilminn af víni í geij- un út úr öðru hveiju húsi. Ferlið, sem með tímanum skilar einhveijum un- aðslegustu vínum í heimi, er hafið. Fyrsta skrefið er oftast að aðskilja þrúgur og stilka á vélrænan hátt. Er það til að koma í veg fyrir að of mikið tannín úr stilkunum setji mark sitt á vínið. Þegar bestu rauðvínin eru annars vegar eru stilkamir hins vegar látnir fylgja með að hluta eða öllu leyti. Hvítvínsþrúgur eru press- aðar og síðan látnar geijast við lágt hitastig (ekki hærra en tuttugu gráð- ur) í eina til tvær vikur. Miklu skipt- ir að geijunin gangi ekki of hratt fyrir sig til að sem mest af bragðefn- um verði eftir í víninu. Rauðvíns- þrúgurnar eru aftur á móti ekki pressaðar heldur látnar geijast heilar í stórum, opnum tönkum við nokkuð hærra hitastig en hinar hvítu. Er það gert til að ná sem mestum lit og bragði úr þrúgunum. Á einhveiju stigi er oftast bætt við sykri sem látinn er geijast til fulls. Er það fyrst og fremst til að hækka áfengismagn- ið en einnig vegna þess að þetta ferli hefur jákvæð áhrif á bragð og ilm vínsins að mati margra framleið- 'í* ■ fl > - ' * Wmm ' ■ Nllilllf iSlttk ■ v. :: anda. Að geijun lokinni (sem fer annaðhvort fram í stáltönkum eða eikartunn- um) er vínið látið þroskast, í tönkum eða tunnum, í mis- munandi langan tíma eftir því um hvaða vín er að ræða. Á þessum tíma á sér oftast annað geijunarferli stað sem breytir eplasýru vínsins í mjólkursýru. Það er ekki til neinn einn sannleikur varðandi fram- leiðslu Búrgundarvína og má segja að hver framleið- andi hafi sína aðferð, enda er vínið fyrst og fremst sköpunarverk mannsins þó að um hreina náttúruafurð sé að ræða. Ef þrúgurnar væru látnar geijast án eftir- lits og umsjónar yrði lokaaf- urðin í ætt við edik. Víngerðarmenn Búrg- undarhéraðs eru jafnólíkir og þeir eru margir, en fáa er hægt að saka um stöðn- un. Menn eru famir að átta sig á að það er ekki lengur hægt að ganga út frá því sem vísu að neytendur séu reiðubúnir að borga svim- andi verð út á foma frægð héraðsins einvörðungu. Undanfarið hefur verið að ryðja sér til rúms ný vel- menntuð kynslóð víngerðar- manna, sem hefur mikla yfirsýn yfir það sem er að gerast annars staðar í heim- inum. Margir þeirra hafa starfað tímabundið í Ástral- íu, Kaliforníu, Suður-Afríku eða Nýja-Sjálandi við vín- gerð og þekkja því vel þá ''N- ,> ^ (Bouyogne,) T"4-- li aU>k:». 'NSUy > CÖTE DENUITS I \ \ w \ \t> u VttV— Autun Jti iV há? r % ^Wourmtí" t&i I # ■ i ^4^cluny<<# \ \ . Bourg 0 10 20 30 40 50 km —y— Áður tíðkaðist það að karlmenn færu ofan í ámurnar til að koma víninu á hreyfingu. Á tækniöld er það enn gert en til gamans. samkeppni sem nú steðjar að hinum sígildu vínum Evrópu. Þá er það einn- ig áberandi hversu margar konur maður er farinn að rekast á við vín- gerðina eða stjómvöl fyrirtækjanna. Eldri kynslóð Búrgundarbænda er líka oftast óvenjulega opin fyrir nýj- ungum og fús til að viðurkenna nauð- syn tækniframfara. í kjölfarið hefur átt sér stað mikil tæknivæðing í kjöllurum Búrgundar- héraðs og er hitastigi geijunarinnar nú oftast stýrt með tölvubúnaði auk þess sem efnafræðilegir útreikning- ar, töflur og staðlar ráða ferðinni. Allir viðurkenna þó að tæknin ein og sér dugi skammt ef menn hafi ekki það sem Frakkar kalla savoir faire eða næmni fyrir því sem þeir eru að gera. Sagan sýnir að slíkri næmni hefur svo sannarlega verið fyrir að fara í Búrgundarhéraði. Frá þessum litla bletti í Mið-Frakklandi koma rauðvín tvær minna máli og fleiri séu til. Flókið? Ekki ennþá. Þrúgurnar tvær sem skipta meginmáli eru annars vegar Pinot Noir, sem öll bestu rauð- vín Búrgundarhéraðs eru búin til úr, og Chardonnay, sem öll bestu hvít- vínin eru búin til úr. Tvær aðrar þrúgur verða menn einnig að þekkja, nefnilega rauðvínsþrúguna Gamay (sem aðallega er að finna í Maconna- is) og hvítvínsþrúguna Aligoté. Það sem gerir vínfræði Búrgund- arhéraðs jafnflókna og raun ber vitni er sá aragrúi staðarheita, sem vínin eru kennd við. Ástæða þess er að það sem skiptir meginmáli í Búrg- undarhéraði er ekki vínþrúgan (líkt og í vínum frá Kalifomíu eða Ástral- íu) eða vínframleiðandinn (þó að hann skipti vissulega mjög miklu máli líkt og alls staðar í heiminum). „Við höfum ekki áhuga á að fram- leiða CSI-vín, Chardonnay Standard International. Við viljum búa til Pou- illy-Fuissé, Meursault eða Chablis,“ orðaði einn vínbóndinn það. Það sem ræður úrslitum í Búrgund- arhéraði er jarðvegurinn. Líklega hef- ur ekkert svæði á jarðkringlunni ver- ið kort.lagt með jafnnákvæmum og skipulegum hætti og vínekrur Búrg- undarhéraðs, en meginþorri þeirra rannsókna var unninn af munkum á miðöldum. Auðævi kirkjunnar á þess- um slóðum byggðust ekki síst á vín- ekrunum og hinum miklu tekjum sem mátti hafa af þeim. Munkamir lögðu því mikla rækt við framleiðsluna og áttuðu sig fljótlega á því að sumir blettir gáfu af sér betri vín en aðrir og að sumir hentuðu betur undir rauð- vín en hvítvín og öfugt. Gengu þeir stundum svo langt að bragða á jarð- veginum til að átta sig betur á eigin- leikum hans. Kortlagning þeirra og sem ásamt þeim frá Bordeaux eru þau bestu sem fáanleg eru nokkurs staðar. í hvítvínum slá Búrgundar- vínin aftur á móti alla utanaðkom- andi samkeppni út. Það komast eng- in hvítvín í heiminum með tærnar þar sem vín á borð við Meursault- og Montrachet-vínin hafa hælana. Það er hins vegar hægara sagt en gert að átta sig á þeirri flóru vína sem koma frá Bourgogne. Þótt Búrg- undarhérað sé landfræðilega eitt hérað og oftast sé talað um „Búrg- undarvín“ sem eina heild, eru vínhér- uðin á þessu svæði í raun sex: Mac- onnais, Cote Chalonnaise, Cote de Beaune, Cote de Nuits, Chablis og Auxerrois. Hvert þeirra hefur sína sérstöðu, vegna mismunandi jarð- vegs og loftslags, sem endurspeglast I vínunum sem frá þeim koma. I stórum dráttum má segja að tvær þrúgur skipti meginmáli þegar Búrgundarvín eru annars vegar, síðari erfðaskipti milli kynslóða hafa gert það að verkum að vínhéruðin byggjast upp af fjölmörgum litlum smáblettum, sem flestir bera sitt eig- ið nafn. Nokkurra hektara svæði, sem í Bordeaux myndi falla undir eitt Chateau, deilist því oftast niður á einhveija tugi vínbænda. Líkt og í öðrum vínhéruðum Frakk- lands er grundvallarskilgreiningin í appelation controlée-kerfínu einungis nafn héraðsins „Bourgogne“. Vín sem nefnast appelation Bourgogne cont- rolée þurfa einungis að uppfylla það skilyrði að koma frá einhveiju vín- ræktarsvæðanna sex og vera fram- leidd úr Pinot Noir eða Chardonnay. Síðan má þrengja hringinn ailt niður í það að vínið komi einungis frá einu þorpi eða einni lítilli ekru innan þess. Til að varpa Ijósi á fjölbreytileika Búrgundarhéraðs má nefna sem dæmi að frá héraðinu koma einungis 5% vínframleiðslunnar í Frakklandi sem falla undir appelation controlée- löggjöfina (sem segir til um hvaða svæðisheiti megi nota á vín og hvaða skilyrði þau vín verða að uppfylla). 25% svæðisheita eða „appejations" innan kerfísins koma hins frá Búrg- undárhéraði, eða um hundrað talsins. Ef talin eru með öll vínekruheiti, sem leyfilegt er að nota, eru Búrgundar- vínin rúmlega 750 talsins. Þá er ónefnt að nær undantekningarlaust eru fleiri en einn og oft margir tugir framleiðenda, sem framleiða vín und- ir hveiju heiti. Það er því ekki að ósekju að menn segja oft, bæði í gamni og alvöru, að TTúrgundarvín séu öðru fremur vín fyrir gáfumenn. Auðvitað er meirihluti þeirra vína sem framleidd eru á svæðinu einföld og aðgengileg fyrir alla. Bestu vín Búrgundarhér- aðs eru hins vegar vín sem kalla fram heimspekilegar umræður og krefjast verulegrar þekkingar á hinum flóknu staðarháttum héraðsins. En hvernig á neytandinn að haga sér í allri þessari flóru? Auðvitað er ekki til neitt eitt svar við því, en hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.