Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 B 27 Þad má ekki benda á Skyrkollustein Um þjóðtrú íÁrneshreppi á Ströndum eftir Vilmund Hansen í SEINNI tíð hafa þjóðsögur og gaman er að segja forvitnum meira af í gamni en alvöru. þjóðtrú tapað nokkru af uppruna- legu gildi. Má eflaust fínna margar ástæður til þess, svo sem betra húsnæði, þéttbýlismyndun og aukna efnishyggju. Þrátt fyrir þetta má enn finna hér á landi staði þar sem menn viðhalda trúnni á þann heim sem býr bak við okkar heim, einn þessara staða er Árneshreppur á Ströndum. Árneshreppur er nyrsti hreppur í Strandasýslu og nær frá Spena í suðri og norður undir Geirólfsnúp. Ströndin er vogskorin og undirlendi lítið. Þetta er harðbýl sveit, sem nú er að mestu komin í eyði vegna snjóþungra vetra og erfiðra sam- gangna. Frá fyrstu tíð hefur land- búnaður verið nokkur og íbúar stundað sjóróðra og lifað í tengslum við hafið. Sumur eru stutt og hafís liggur oft við land langt fram á sumar. Á löngum vetrum, þegar kuldinn og myrkrið umlykja landið, fer hugmyndaflugið af stað og fólk býr sér til alls konar hugmyndir og lausnir til að móta heimsmynd sína. Sögur um drauga, huldufólk, álfa, tröll og trú á kynjaverur hafa lifað góðu lífí í hugmyndaheimi hreppsbúa allt frá fýrstu tíð. Nátt- úran var í raun öðru vísi en hún er í dag, hennar var ekki notið líkt og margir nútímamenn gera. Mann- lífíð var samofið hringrás náttúr- unnar. Tilvist engla, djöfla, vatna- vera og skrímsla var staðreynd sem engin vogaði sér að draga í efa. Af lifandi þjóðsagnaverum í Ár- neshre'ppi má nefna tröllkarlinn Kálf í Kálfatindum og skessuna Kleppu. Kleppa pissaði á grundirnar við Finnbogastaði og bætti því við að þar skyldi aldrei vaxa gras. Hóllinn Kleppa er kenndur við fyrr- nefnda skessu, en hún á að liggja undir honum eftir að Finnbogi rammi sparkaði kletti úr Finnboga- staðafjalli og hún varð undir. Þar má einnig fínna trú á álagabletti sem ekki má slá, svo sem Grænu- flöt í Naustvík. í miðjum hreppnum er svokallað- ur Skyrkollusteinn. í honum býr huldufólk og oft hafa sést ljós frá steinunum. Þau álög hvíla á honum að ekki má benda á hann því þá sker viðkomandi sig í fingurinn. Þegar vegurinn til Norðurfjarðar var lagður var tekinn á hann lykkja til að ekki þyrfti að hrófla við Skyr- kollusteini. Gvendarsæti eða sæti Guðmundar góða var einnig hlíft í þessum vegaframkvæmdum. Sagan segir að Guðmundur góði hafa vígt Urðirnar á ferð sinni um Strandir og að þar hafí aldrei orðið slys á mönnum. Fleira mætti til nefna eins og drauginn Ingólfsfjarðarmóra sem stundum er nefndur Ófeigs- fjarðar- eða Seljanesmóri. Móri þessi er svo magnaður að hann hefur meira að segja komið fram á ljósmynd. Indriði Guðmundsson, bóndi í Munaðarnesi, segist ekki geta sofið á bænum Felli vegna ágangs Móra og Axel Thorarensen á Gjögri sagði mér að afí hans hefði lent í útistöðum við hann. Árið 1652 kom upp einkennilegur faraldur sem lagðist á kvenfólk í sveitinni og þá helst þegar það sótti kirkju. Segir sagan að konurnar hafí fallið í yfirlið með hljóðum og froðufalli og stundum varð að bera konurnar út úr kirkjunni vegna hávaða og óhemjuláta. í framhaldi af þessu voru svo þrír menn brennd- ir á báli í Kistunni. í Naustvík heyra menn stundum glamrið frá Flösku- draugnum, en hann ráfar þar um með strigapoka á bakinu fullan af tómum brennivínsflöskum. í Árneshreppi eru tuttugu og tveir bæir og flestir íbúar á miðjum aldri, frá fertugu til sextugs. Af fyrr nefndum dæmum má sjá að þjóðsögur lifa góðu lífí í hreppun- um, en þó einkum meðal eldra fólks. Böm virðast einnig leggja nokkra rækt við sögurnar og þá helst á þeim bæjum þar sem afí eða amma segja sögur. Fólk á miðjum aldri, sem er upptekið af daglegu amstri og brauðstriti, telur þetta í besta falli skemmtilega afþreyingu sem Strandamenn hafa löngum þótt íhaldssamir og lítið gefnir fýrir nýj- unar. Tíminn líður hægar á Strönd- um en annars staðar á landinu. Því hefur verið haldið fram að kaþólsk- ur siður og galdratrú hafí lifað þar góðu lífi, löngu eftir að þvíumlíkt lagðist af í öðrum héruðum lands- ins. Fjölmiðlar hafa einnig haft minni áhrif á Ströndum en víða annars staðar vegna slæmra mót- tökuskilyrða. Þjóðtrúin er komin frá uppsprett- um sem liggja langt aftur í aldri og í tímans rás hefur hún runnið sam- an við aðrar hugmyndir, líkt og ótal lækir sem renna saman í fljót á leið til sjávar. Lífsþróttur þjóðtrú- arinnar í Árneshreppi er afleiðing einangrunar sveitarinnar, htjós- trugrar náttúru og þrjósku Stranda- manna. Influensusprauta íbúum starfssvæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi er boðið upp á influensusprautu dagana 13., 14., 20. og 21. október kl. 15—17 alla dagana. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. Geymið augiýsinguna! s e m Þessa dagana bjóöum við upp á nokkra Mitsubishi Lancer árgerð 1994, sjálfskipta fólksbíla og 4X4 langbaka á vaxtalausu láni, -allt að kr. BOO.QQO.- til 2ja ára. VERÐ: MITSUBISHI LANCER, GLXi SJÁLFSKIPTUR '94 MITSUBISHI LANCER GLXi LANGBAKUR 4X4 ’94 kr. 1.484.000.- kr. 1.790.000.- Einstakt tækifæri, sem þú mátt ekki missa af! HEKLA -tiíAcffíci íxi&tS MITSUBISHI MOTORS I 9 3 4 -1 9 9 4 Laugavegi 170-174, stmi 69 55 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.