Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 FÉLAGSFRÆDI FJÖLSKYLDUNNAR Nýjar mynd- ir í gömlum römmum Á ÁRI fjölskyldunnar mótuðu nokkrir nemendur við Kenn- araháskóla íslands ásamt kenn- ara sínum námskeið um félags- fræði fjölskyldunnar. Umfjöll- un um fjölskylduna á þessu ári var kærkomið tilefni fyrir nem- endur til að rýna í ákvæði Aðalnámskrár grunnskóla um samvinnu heimila og skóla frá nýju sjónarhorni. Þótt ákvæði námskrárinnar um samvinnu heimila og skóla virðist ljós, kalla þau á margvíslegar spurn- rr ingar ekki síst þegar við blasir veruleiki skólanna og fjölþætts samfélags. Námsefni var tengt öðru því sem var að gerast á ári fjölskyldunnar svo sem unnt var. Við upphaf námskeiðsins sóttu nemendur málþing á Hót- el Sögu í tilefni af ári fjölskyld- unnar og unnu síðan á ýmsa vegu með gögn og hugmyndir sem þar komu fram um íslensku fjölskylduna. Þá kynntust nem- endurnir erlendum rannsókn- um og kenningum á sviði fé- lagsfræði fjölskyldu og fjölluðu um fjölskyldugerð utan hins vestræna menningarheims. Námið var lærdómsríkt og skemmtilegt bæði fyrir kenn- ara og nemendur. Eitt verkefna námskeiðsins var að nemendur legðu í púkk í umræðuna á ári fjölksyldunnar og semdu sam- eiginlega stutta grein fyrir al- menna lesendur um efni sem þeim væri hugleikið. Nemendur sömdu greinarnar saman eftir miklar umræður þar sem sam- þætta þurfti ólík sjónarhorn. Vonandi hafa lesendur blaðsins nokkurt gagn og gaman af því að lesa afraksturinn og skyggn- ast inn í umræðu tilvonandi kennara. HVAÐ er fjölskylda? Ef marka má fyrirmyndir í sjónvarpi, tímaritum, ferðabæklingum og víðar þá saman- stendur fjölskyldan af karlmanni, konu og einu eða fleiri börnum. Er þetta raunin, eða er hér aðeins um humynd að ræða? Hugmynd sem við höfum tileinkað okkur óafvit- andi með dyggri aðstoð umræðu og ímynda í samfélaginu? Og hvaða mynd hafa þeir einstaklingar af sjálfum sér sem tilheyra öðrum fjöl- skyldugerðum? Líta þeir á sína fjöl- skyldu sem ófullkomna í saman- burði við hina „hefðbundnu" kjamafjölskyldu? Séu nýjar upplýsingar um sam- setningu heimila bornar saman við tölur frá árinu 1960 sést að hjóna- böndum á þessu tímabili fækkar úr 58,7% í 42,5%. Samtímis eykst barnleysi meðal hjóna úr 11,3% í 20,3% og þeim sem kjósa að búa einir íjölgar úr 13,2% í 21,8%. Af hveijum fimm hjónaböndum enda tvö með skilnaði og tala einstæðra foreldra hækkar stöðugt, eða úr 7,6% í 9,3%. Staðreynd er að stór hluti fráskilinna fer í sambúð eða giftist á ný og því verða fjölskyld- urnar sífellt flóknari og fjölbreytt- ari að gerð. Flestir virðast sammála um að styrkja beri innviði fjöiskyldunnar. En hvaða skilning leggjum við í tjölskyldu? Er þar aðeins átt við kjarnafjölskylduna, eða ætti ekki síður að hlúa að öðrum gerðum fjöl- skyidna? Ef gengið er út frá því að eingöngu sé til ein „rétt“ fjöl- skyldugerð, hvað erum við þá að segja við þau börn sem búa við önnur skilyrði? Eru þau börn sem misst hafa foreldra sína, gengið í gegnum skilnað þeirra, eða jafnvel aldrei búið hjá þeim, á einhvern hátt ófullkomnari en hin? Á málþingi um málefni fjölskyld- unnar sem haldið var fyrr á árinu var því haldið fram að hin mörgu form fjölskyldunnar væru ekki „slys“, heldur væru þau þvert á móti til frambúðar. Viðbúið er að ekki líti allir þær staðreyndir jafn hýrum augum; sumum finnst þær sjálfsögð mannréttindi á meðan aðr- ir horfa til liðins tíma og sakna sam- heldni og gagnkvæms stuðnings í öruggum faðmi fjölskyldunnar. Þegar breytingar gerast jafn hratt og raunin hefur orðið í okkar samfélagi verður oft millibilsástand þar sem viðhorf og skilningur þegn- anna á nýju ástandi fylgir ekki að sama skapi. Þetta félagslega mis- gengi sést mjög vel í muninum á aðstæðum fólks annars vegar og viðhorfi þess til stöðu sinnar hins vegar. Þrátt fyrir að um helmingur þeirra íslendinga sem yfírgefið hafa bernskuheimili sitt tilheyri öðrum gerðum fjölskyldu en kjarnafjöl- skyldu, virðat margir þeirra enn telja hana hið „rétta“ eða „eðlilega“ form. Um leið hneigjast þeir til að líta á sig og sína fjölskyldu sem ófullkomna. aBL—m i u wíii - ,1.^,1., , i, i:ii'!:Ml:ii : • GREINARHÖFUNDAR úr Kennaraháskóla íslands. Morgunblaðið/Emiiía Nú strengi skal stilla NÚ á ári fjölskyldunnar kepp- ast sérfræðingar við að varpa ljósi á stöðu hennar frá sínum sjónarhóli. Þeir sem standa að skólastarfi ættu ekki að vera neinir eftirbátar annarra í þeim efnum. En hverjir hafa hins vegar skoðanir á skólamálum? Nær allir hafa jú einhveija reynslu af skólum og því eitthvað um þau mál að segja. Fjölskyldan tengist skólanum og skólinn tengist fjölskyldunni. Flestir kennarar þekkja til einhvers konar fjölskyldulífs. Þeir ættu því á árang- ursríkan hátt að geta unnið að gagnvirkum tengslum heimila og skóla. Margir velta því fyrir sér hvers vegna samstarf er ekki meira milli skóla og heimila. Þessir tveir aðilar skipta á milli sín mikilvægasta starfí sem til er, uppeldi, en sam- vinnan er oft grátlega lítil og ómarkviss. Af hveiju er þetta svo? Eftir iðn- byltinguna hafa orðið miklar breyt- ingar á högum íslenskra fjöl- skyldna. Áður var hún framleiðslu- eining, sjálfri sér nóg, þar sem menntunin var meira og minna hluti af heimilishaldinu. í dag er fjöl- skyldan neyslueining með allt önnur hlutverk. Heimilið er athvarf fjöl- "skyldunnar en þar ver hún þó að- Samstarf grunn- skólans og fjöl- skyldunnar eins stuttum tíma sólarhringsins. Sjaldgæft er að einhver fullorðinn sé inni á heimilinum yfir daginn, hvert sem fjölskylduformið er. Bömin þurfa því að eiga sér sama- stað sem oftast er uppeldisstofnun. Leikskólinn er gjarnan fýrsti sama- staðurinn og síðan tekur grunnskól- inn við. Skólahald hefur ekki farið var- hluta af miklum þjóðfélagsbreyt- ingum. Starfsaðferðir skóla og hlut- verk hans hafa 'oreyst talvert und- anfarna áratugi. I breytingunum felast svör við auknum kröfum þjóð- félagsins um sérhæft vinnuafl og þörf heimilanna á aðstoð við upp- eldi bama sinna. Á skólann færist því sífellt stærri hiuti uppeldisins. Þess þekkjast jafnvel dæmi að heimanámið fari fram í skólum. Margir telja svo komið að í dag sé hin hefðbundna fagkennsla einnig orðin lítill hluti af verkefni grunn- skólakennarans. Þegar tveir aðilar vinna að einu og sama verkinu ætti það í öllu falli að kalla á markvissa samvinnu þeirra. Báðir þurfa að gera sér grein fyrir hvernig hinn helmingur verks- ins þróast. Fátt er talið valda nem- endum meiri skaða og þegar heim- ili og skóli eru ósamstiga í gerðum sínum. Hvernig hefur þetta samstarf þróast í tímans rás? Um miðja öld- ina voru aðstæður aðrar og skólar og bæir voru minni. Algengara var að foreldrar og kennarar þekktust persónulega. Málin voru því oft rædd á förnum vegi og þörfin því minni fyrir skipulagt samstarf. Auk þessa þekktu foreldrar yfirleitt vel til kennsluaðferða skólanna og gátu beitt þeim sjálfir. Allt annað er upp á tengingnum á áttunda áratugnum. Kennsluað- ferðir eru að breytast og foreldrar þekkja ekki lengur til; kennarinn er orðinn sérfræðingur og íjarlæg- ist foreldra. Svo virðist sem almenningur sé í dag að átta sig á þessari gjá sem þarna hefur myndast og eru það foreldrar sem eru að reyna að brúa hana. Þeir eru orðnir sterkur þrýsti- hópur sem vill ekki bara styðja heldur hafa áhrif á kennsluna og áherslur í skólastarfinu. í grunnskólalögum frá 1991 er kveðið á um rétt foreldra til að stofna foreldrasamtök. En eru kennarar tilbúnir undir þessa inn- reið foreldra? Sjálfsagt er það mis- jafnt eftir einstökum kennurum og skólum en alltof oft eru foreldrar ráðvilltir því afskiptum þeirra er misvel tekið. Kennarar eru sér- menntaðir í sínu fagi og alls trausts verðir en verða að vera sveigjanleg- ir og starfa fyrir opnum dyrum. Úr þessari stöðu verða bæði skól- ar og heimili að vinna á jákvæðan hátt. Víða eru augu manna að opn- ast fyrir því að foreldrar gegna lyk- ilhlutverki í skólamálum. Ef rétt er að málum staðið ætti það að leiða til betri skóla og betra þjóðfélags með velferð barna að leiðarljósi. Komi aukin samskipti til með að einkennast af valdabaráttu leiðir það hins vegar til togstreitu sem fyrst og fremst bitnar á nemendum. Af öllu þessu er ljóst að skólinn og heimilið eru tveir heimar sem barnið fer á milli. Til að líf þess og uppeldi sé heildstætt verða að vera góð tengsl þar á milli. Verka- skipting þarf að vera skýr og um hana ríkja sátt. Stórt og þarfc verk bíður eftir vinnufúsum höndum. Ágúst Frímann Jakobsson, Bjarni Gunnarsson, Bryndís, Jón Páll Haraldsson, Laufey Alda Sigvaldadóttir, María Aðalsteinsdóttir, Vilborg. Öllu alvarlegra er þó að margir einstæðir foreldrar líta ekki á sig og börn sín sem fjölskyldu. Og sama má segja um barnlaus hjón, ekkjur, ekkla og meðlimi flestra þeirra fjöl- skyldna sem ekki teljast til hinnar „hefðbundnu" gerðar. Hafi skilaboð samfélagsins ekki þegar fyllt þá efa um að þeir tilheyri yfirhöfuð nokk- urri Ijölskyldu, eiga þeir það sam- merkt að líta á íjölskyldur sínar sem skerta útgáfu kjarnafjölskyldunnar. Áhrif þess viðhorfs að ein fjöl- skyldugerð sé betri en önnur getur haft þau áhrif að fullorðnum ein- staklingum finnist þeim hafa mis- tekist, búi þeir við aðrar aðstæður. Og þótt börn eigi orðið ótal vini, skólasystkini og frændfólk í svip- aðri stöðu og þau sjálf, gefa fjöl- miðlar, ýmsar bækur og alls kyns dreifirit oft til kynna að einhveiju sé ábótavant í fjölskyldum þeirra. Þar eigi að vera bæði pabbi þeirra og mamma, auk systkina. Börnin fara því með sama viðhorf út í lífið þegar barnsskónum sleppir og við- halda sama hugsunarhætti. Til að ijúfa hringrásina þurfum við að átta okkur á að hin fjöl- breyttu form íjölskyldna eru sá veruleiki sem við búum við í dag. Þar er ekkert form öðru rétthærra, og allt eru þetta fjölskyldur. Svo lengi sem mannskepnan lifir mun hún breyta umhverfi sínu. Þær breytingar hafa gagnverkandi áhrif á alla þætti samfélagsins og þar er fjölskyldan engin undantekning. Því væri fjarstæða að ætla að þeim breytingum sé lokið eða ljúki nokk- urn tíma. Þar af leiðandi þarf við- horf manna að mótast af umburðar- lyndi í garð ólíkra fjölskyldugerða til að allir fái notið sín, hveijar sem aðstæður þeirra eru. Og það þarf að einkennast af virðingu fyrir frelsi hvers og eins til að velja sér farveg við hæfi. Slíkt viðhorf má ekki bera keim af ótta við framþróun og ríg- halda þannig í þekkt gildi af örygg- isleysinu einu saman, í þessu til- felli kjarnaíjölskylduna. En hvað er til ráða? Hvað hefur áhrif á skilning manna á aðstæðum sínum og annarra? Hvernig má auka umburðarlyndi manna á með- al? Vafalítið eru flestir á einu máli um að ábyrgð fjölmiðla er mikil. Sjónvarp, útvarp, dagblöð og inn- lend sem erlend tímarit halda gjarn- an ímynd hinnar „hefðbundnu" fjöl- skyldu að fólki. Og þótt vissulega hafi mörgu verið breytt í átt til nýrra tíma, þarf umræðan um Ijöl- skylduna að höfða meir en verið hefur til allra gerða hennar. Ýmsir barnabókahöfundar hafa sýnt skiln- ing á hinum fjölbreyttu aðstæðum barna með því að sýna þeim inn í heim ólíkra ljölskyldna í ritverkum sínum. Hið sama má segja um ný- legt námsefni. Og þá má segja að komið sé að öðrum stórum áhrifa- valdi í upplifun barna á aðstæðum sínum. Þau börn sem kennarar í íslensk- um grunnskólum bjóða velkomin á hausti þessa fjölskylduárs búa við ólíkari aðstæður og uppeldisskilyrði en nokkur sinni fyrr. Reynsla þeirra og þroski er einnig með ýmsu móti, sem hlýtur að reyna enn meira á faglega þekkingu og störf kennar- anna. Meðal yfírlýstra markmiða með skólastarfi er að þjálfa nerh- endur í að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og taka afstöðu - ekki síst til lífsins. Fjölskylda er hluti af framtíðarsýn allra barna og ungl- inga. Því hefur skólinn sem stofnun tækifæri til að rækta með nemend- um sínum þá víðsýni og umburðar- lyndi sem einkenna þarf viðhorf manna hvers til annars. Menntun merkir að gera að manni og það hlýtur að vera tak- mark hvers foreldris með uppeldi barns síns, burtséð frá fjölskyldu- gerð. Til að ná því takmarki þurfa allir sem ábyrgir geta talist, svo sem foreldrar, kennarar og fjölmiðlar, að sameinast og vera þannig leit- andi ungmennum eins og klettur í hafi sífelldra breytinga. Arndís Sævarsdóttir, Draumey Aradóttir, Soffía Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.