Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 14
■ ■ -v Wmr- ^ '-rr iSÉSií -. ■í'í .>':' ■ . rrW-.'-m-.: ^•Iwr. jMr BROT Kristinn á Dröngum Mynd Rognar Axelsson Texti Guðni Einarsson „Að búa við fugla er skemmtilegasti bú- skapur sem til er,“ segir Kristinn Hallur Jónsson, síðasti ábúandi á Dröngum í Strandasýslu. Á hverju vori fer hann vestan úr Bolungarvík ásamt konu sinni og dvelur sumarlangtyið æðarbúskap norður í eyðibyggðum Strandanna. Þeim hjónum til halds og trausts hafa verið synir þeirra, einn eða fleiri, og aðrir afkomendur. Kristinn á Dröngum er nú 82 ára en fjarri því að láta deigan síga. I haust lét hann sig ekki muna um að aka norðan af Seljanesi við Ofeigsfjörð og vestur í Bolungarvik. Kristinn á trillu og það fleiri en eina. „Það er betra að vera birgur af bátum. Það er eiginlega ekkert hægt að komast að Dröngum nema af sjó. Þetta er svo langt og mikið torleiði, ekki hægt að draga neitt að sér nema á skipum.“ Sótt á sjóinn Kristinn er fæddur í Litlu-Ávík í Tré- kyllisvík árið 1912. Á uppvaxtarárum hans var tvíbýli á flestum bæjum, þótt þetta væru ekki nema kot, eins og hann orðar það. „Það var að miklum hluta lif- að á sjónum, búskapurinn var bara hafð- ur með. Það var róið til fiskjar á árabát- um frá því hann fór að gefa sig í maí og stundum var hægt að róa allt fram undir jól. Áður fyrr var geysimikil hákar- laútgerð þarna, líklega sú mesta á land- inu.“ Um það leyti sem Kristinn fæddist voru hákarlaveiðar með gamla laginu að leggjastaf. Hákarlaskipið Ofeiguríór í sinn síðasta hákarlaróður frá Ströndum 1915. Kristinn man gömlu hákarlaskipin vel því þau stóðu í naustum á hans ung- lingsárum. Ofeigur var lengi notaður til flutninga þótt hákarlaútvegur á því legð- ist af. Sjálfur fór Kristinn einu sinni í há- karlalegu, en þá var farið á 7 tonna vél- báti. Leið hans lá hins vegar í verið, líkt og annarra ungra manna af Ströndum. Hann var til sjós bæði vetur og sumar og réri frá Reykjavík, Akranesi og ísafirði svo nokkrar hafnir séu nefndar. Sextán manna íjölskylda Kristinn byrjaði búskap á Seljanesi árið 1943 með Önnu Guðjónsdóttur frá Þaralátursfirði og fimm börnum hennar. Þau Kristinn eignuðust síðan níu börn til viðbótar. Seljanesið er lítið kot og ber ekki mikinn búskap. Kristinn réri því á trillunni Svani sér og sínum til viðurvær- is. Þegar fjölskyldan stækkaði varð Kristni Ijóst að annaðhvort varð hann að komast á kostameiri jörð eða flytja af Ströndunum og fara að stunda sjóinn, en það vildi hann síður. Drangar voru mikil hlunnindajörð og losnaði um það leyti sem firðimir voru að leggjast í eyði. „Ég keypti Dranga 1953 og flutti þangað með fjölskylduna. Við bjuggum svo á Dröngum allt til 1966 að við fluttum um haustið. En ég hef verið þar á hveiju sumri síðan,“ segir Kristinn. Þegar Kristinn brá búi á Dröngum fluttist hann að Melum í Trékyllisvík og síðan aftur að Seljanesi. „Mér fannst ég vera þar nær Dröngunum.“ Norður á Ströndum er Paradís á jörðu þegar vel viðrar. I stórviðrum vetrarins horfir öðruvísi við. „Það gat verið svolít- ið grimmt, vestan og norðanveðrin gífur- lega hörð,“ segir Kristinn. Varpið hjarnar við Þegar komið er norður að vori er fyrsta verk þeirra Drangamanna að leita að mink og eyða. Strandlengjan er löng og vargurinn kemur víða að. „Minkurinn kemst allra sinna ferða, jafnt á sjó og landi. Hann syndir út í eyjar og sker þar sem varpið er og drepur mikið ef hann getur,“ segir Kristinn. Það þarf líka að hafa á sér vara gagnvart tófunni, að sögn Kristins. Hún er kræf við veiðar og þar sem mikið er af tófu sést lítið af mófugli. Æðarvarpið á Dröngum varð fyrir töluverðum hnekki fyrir þremur árum vegna grútarmengunar. Talið er að um 25 þúsund æðarungar hafi misfarist og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.