Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ RADAUQ YSINGAR Útgerð - tap Til sölu lítið útgerðarfyrirtæki í rekstri. Nýtanlegt tap allt að 10 millj. Krókabátur og veiðarfæri. Gæti selst í einu lagi eða aðskil- ið. Lán til yfirtöku - engin óreiða. Vinsamlegast leggið inn svör á afgreiðslu Mbl., merkt: „TAP-9410“, fyrir 14. október. Módel í hárgreiðslu Halldór Jónsson h/f óskar eftir módelum fyr- ir permanent. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 91-686066 frá kl. 9-17 næstu daga. z ■z. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Tekið verður á móti umsóknum um skólavist á vorönn 1995 í skólanum kl. 8-12 og 13-16 alla skóladaga til 30. október. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Umsókn þarf að fylgja afrit skírteinis um grunnskóla- próf og gögn um framhaldsnám þar sem það á við. Kennt er til stúdentsprófs á fjórum náms- brautum; eðlisfræðibraut, félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut og nýmálabraut. Kennsla á tónlistarbraut er í samvinnu við tónlistar- skóla. Hægt er að velja frönsku, spænsku eða þýsku sem þriðja eða fjórða mál (á eftir Norðurlandamáli og ensku). Innritun í öldungadeild verður auglýst síðar. Rektor. Félagslegar eignaríbúðir Húsnæðisnefnd Rangárvallahrepps auglýsir eftir umsækjendum um félagslegar eignar- íbúðir sem úthlutað verður á næstu mánuðum. íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja. 1. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákv. 25. gr. reglugerðar nr. 46/1991 um eigna- og tekjumörk. Tekjumörk eru að meðaltali vegna áranna 1991-1993: Einhleypingar kr. 1.693.471, hjón kr. 2.116.839 og fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri umsækjanda kr. 154.286. Eignamörk: Að hámarki er leyfileg eign kr. 1.800.000 samkvæmt síðasta skattframtali. Umsækjendur þurfa að auki að sýna fram á greíðslugetu sbr. 2. tbl. 71. gr. reglugerðar nr. 46/1991. 2. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákvæði 28. gr. reglugerðar nr. 46/1991 og leiðbein- inga Húsnæðisstofnunar um fjölskyldu- stærð. Tekið verður tillit til núverandi hús- næðisaðstöðu umsækjenda. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2 á Hellu sem er opin kl. 10-12 og 13-16. Á skrifstof- unni fást umsóknareyðuðblöð. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 28. október 1994. Þeir sem eiga inni umsóknir fyrir, þurfa að staðfesta þær. Hellu, 4. október 1994. Húsnæðisnefnd Rangárvallahrepps. Laufskálum 2. 850 Hellu. Greiðsluáskorun Hveragerðisbær skorar hér með á gjaldend- ur sem hafa ekki staðið skil á útsvari, að- stöðugjaldi, almennum vatnsskatti, auka- vatnsskatti, holræsagjaldi, lóðarleigu og sorphirðingargjaldi, álögðum 1994 eða fyrr, og féllu í gjalddaga fyrir 30.9. 1994, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Áskor- un þessi nær einnig til viðbótar- og auka- álagningarframangreindra opinberra bjalda. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnurq. Með vísan til laga nr. 49/1951 um sölu lög- veða án undangengins fjárnáms er hér með skorað á þá gjaldendur fasteignagjalda og gatnagerðargjalda í Hveragerðisbæ, sem eru í vanskilum, að gera skil á gjöldunum innan 30 daga. Að öðrum kosti verður beiðst nauð- ungarsölu á fasteignum þerra án frekari að- varana. Hveragerði, 7. október 1994. Bæjarstjórinn í Hveragerði. + Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Haustfundurinn verður haldinn í Þjóðleikshúskjallaranum þriðjudaginn 11. október kl. 20.00. Dagskrá: Formaður segir frá starfi deilarinnar. Gestur kvöldsins verður Ólafur Ólafsson, landlæknir. Smáréttahlaðborð. Tilkynnið þátttöku í síma 688188. Félagsmálanefnd. Afmælishátíð Átthagafélags Sandara - 40 ára verður haldin 22. október í Félagsheimili Seltjarnarness. Heiðursgestir verða þau hjónin Sæmundur Kristjánsson og Auður Grímsdóttir. Húsið opnað kl. 19.00 og verður boðið upp á fordrykk auk þríréttaðrar máltíð- ar. Miðaverð kr. 3.500. Miðasala og borðapantanir á fasteignasöl- unni Gimli (Bárður) sími 25099 alla virka daga frá kl. 9.00-18.00 og hs. 657144 á kvöldin. Einnig á Fasteignamiðlun, Suðurlands- braut 12, (Pálmi) sími 687768 alía virka daga frá kl. 9.00-18.00 og hs. 15700 á kvöldin. Nánari upplýsingar gefur Auðbjörg í síma 814808. Sandarar! Sýnum samstöðu og skemmtum okkur saman Stjórnin. Málverkauppboð ART GALLERY LAUGAVEGI 1 1 8 d GENGIÐ I.NN FRÁ RAUÐARÁRSTÍG I 05 REYKJAVlK ISLAND - ICELAND ( Hinn 30. október nk. mun Gallerí FOLD efna til málverkauppboðs. Þeir, sem vilja setja verk á uppboðið, hafi sam- band við okkur sem fyrst. Opið daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Laugavegi 118, gengið inn frá Rauðarárstíg, sími 10400. íbúð í miðbænum til leigu Falleg fjögurra herbergja íbúð í nýju húsi á besta stað í miðborginni til leigu. Frábært útsýni. Lyfta, bílageymsla. Aðeins reglusamt og skilvíst fólk kemur til greina. Tilboð merkt: „I - 35“ berist afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 12. október. Frá Barnabóka- ráðinu íslandsdeild Ibby Barnabókaráðið þakkar öllum sem tóku þátt í smásagnakeppni félagsins, en alls bárust 79 sögur. Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða veitt um leið og út kemur bók með nokkrum þessara sagna. Þeir sem ekki hefur verið haft samband við geta náð í handrit sín til Guðrúnar Magnús- dóttur í Norræna húsinu. 4ra herb. íbúð miðsvæðis fullbúin húsgögnum og öllum þægingum. Bílskúr fylgir. Til leigu frá og með 25. okt. nk. til lengri eða skemmri tíma. Tilboð óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „íbúð - 18014“, eða faxnr.: 25699. Iðntæknistof nun I ■ Aukin réttindi Vinnuvélanámskeið verður haldið á ísafirði ef nææg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið dagana 14.-16. október, 28.-30. októ- ber og 4.-6. nóvember frá kl. 9-17. Nám- skeiðið veitir rétt til verklegrar próftöku á allar gerðir vinnuvéla. Verð kr. 38.000,- Upplýsingar og skráning í símum 94-4464 og 91-877000. Iðntæknistofnun. Listasögunámskeið Listasaga fyrir börn og unglinga að Kjarvalsstöðum Laugardaginn 22. október kl. 11.00 hefst námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-16 ára um listasögu 20. aldarinnar á Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Námskeiðið verður í fyrirlestraformi og verða fyrirlestrarnir sex talsins. Fyrirlestrarnir verða haldnir á Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum á laugardagsmorgnum kl. 11.00, sá fyrsti 22. október og sá síðasti 26. nóvember. Hver fyrirlestur er í 40-45 mín. Fyrirlesari verður Þorbjörg Br. Gunnarsdótt- ir, safnaleiðbeinandi. Eftir áramót er ætlunin að halda samskonar námskeið fyrir aldurs- hópinn 8-11 ára. Efni: Byrjað verður á að skoða myndgerð fyrri alda: Af hverju fóru menn að búa til myndir? Hvaða tilgangi þjónaði myndlistin? Hlutverk myndlistarmanna í samfélaginu. Rætt um efni og aðferðir, hugtök og heiti. Aðaláhersla verður lögð á myndlist 20. aldar þ.e. frá og með impressionistunum og verð- ur reynt að tengja þróun myndlistarinnar því sem var að gerast í þjóðfélögunum á sama tíma, - allt til dagsins í dag. Hámarksfjöldi þátttakenda: 20. Skrásetning fer fram að: Kjarvalsstöðum v. Flókagötu, 105 Reykjavík eða hjá Þorbjörgu Br. Gunnarsdóttur í síma 26188. Verð námskeiðs kr. 3.000. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 26188.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.