Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 B 3 verður gripið til grófrar einföldunar. Bestu og frægustu vínin koma frá Cote de Beaune og Cote de Nuits, sem saman nefnast Cote d’Or eða hinar gylltu hlíðar. Nafnið ertil kom- ið vegna þess hve fallegar ekrumar í hlíðunum eru í haustlitunum, en það mætti svo sem einnig staðhæfa að frægustu ekrurnar séu gulls ígildi. Frægustu hvítvínin koma frá Cote de Beaune, en höfugstu rauðvínin frá Cote de Nuits. Þegar vel tekst til eru þetta vín hinna stóru lýsingarorða, en þau þurfa sinn tíma, ekki síst rauðvínin frá bestu ekrum Cote d’Or. Tíu ára vín er ennþá unglingur, sem ekki er farinn að þekkja inn á heim- inn, þó að hann sé fullur af lífs- þrótti. Þetta eru vín fyrir sérstök tækifæri, pyngjur fullar íjár. Þegar borið er saman verð og gæði má hins vegar oftast gera bestu kaupin í vínunum frá Cote Chalona- ise: Mercurey, Rully, Montagny og Givry. Jarðvegurinn gerir það að verkum að þessi vín ná ekki sömu þungavikt og frændur þeirra á Cote d’Or, en í höndum vandvirkra vín- gerðarmanna gefur þetta hérað ekki síður af sér mjög athyglisverð vín. Það eru ekki síst vínin frá Mercurey sem vert er að veita athygli og þá til dæmis frá framleiðendum á borð við Antonin Rodet. Fyrir sunnan Cote Chalonnaise er Macon-vínin að finna. Hér er oftast um mjög létt og einföld vín að ræða með tveimur undantekningum þó; hvítvínunum Pouilly-Fuissé og Saint- Veran. Það hefur háð héraðmu nokk- uð að vínframleiðslan hefur að mestu leyti farið fram í risastórum sam- vinnufyrirtækjum. Skýringin er sú að vínrækt hefur löngum verið aukabú- grein bænda á þessum slóðum. Þeir hafa haft kýr, geitur, komekrur og ýmislegt annað sem aðalbúgrein og svo skika af vínvið til hliðar. í stað þess að standa sjálfír að víngerðinni skiluðu þeir þrúgum sínum til stóm samvinnufyrirtækjanna. Mun athygl- isverðari eru hins vegar Macon-vínin frá mörgum þeirra litlu framleiðenda, sem skotið hafa upp kollinum á síð- ustu ámm og bera oftast nafn ein- hvers þorps, auk Macon-nafnsins (t.d. Macon-Uchizy). Þessi vín em yfirleitt hlægilega ódýr miðað við önnur Búrg- undarvín, en sérstaklega þau hvít.u geta samt veitt neytandanum mikla ánægju. Þessara vína ber helst að neyta innan þriggja ára. Nyrst í Búrgundarhéraði er svo smábæinn Chablis að finna, en ekk- ert annað nafn er líklega jafn þekkt (og misnotað) í heiminum, þegar hvítvín era annars vegar. Chablisvín- in skera sig nokkuð úr hvítvínunum frá suðurhluta Búrgundarhéraðs. Þau eru sýruríkari og hafa skarpara og samþjappaðra bragð. Oftast em þau ekki látin eldast í viðartunnum, þó að vissulega sé undantekningar að finna, ekki síst þegar Grand Cru- vín eru annars vegar. Verð Chabl- isvína hefur lækkað verulega undan- farin þijú, ljögur ár og þar er nú hægt að gera einhver bestu kaupin í hvítvínum í Búrgundarhéraði í dag. Sniglar, froskar og fiðurfé BOURGOGNE er háborg hinnar gömlu, hefðbundnu matargerðar Frakklands og grundvallast mat- argerð héraðsins á hinu mikla úrvali hágæða hráefna, sem þar er að finna. Búrgundarhérað er til dæmis heimkynni Charolais- nautgripanna en kjötið af þeim er talið vera það besta sem fyrir- finnst. Mjólkurkýrnar gefa hins vegar af sér óteljandi fjölda osta og það sama má segja um geit- urnar. I skógunum er að finna. villisvín, sveppi og trufflur og bændur rækta kanínur, snigla og froska. Ur nágrannahéraðinu Bresse koma svo frægustu kjúkl- ingar og hænur heims, hinar blá- fættu Poulet de Bresse, einu hænur Frakklands, sem lúta sér- stakri löggjöf. I Búrgundarhéraði eru meist- arakokkar á hverju strái sem framreiða ógleymanlegar mál- tíðir. Meðal þeirra eru Georges Blanc og Jean Crotet. I bænum Vonnas, skammt fyrir austan Macon, rekur George Blanc samnefndan veitingastað. Hann er þriðji ættliður Blanc-ætt- arinnar, sem er með hótel- og veitingarekstur á þessum stað, og tók hann við rekstrinum árið 1962 einungis 25 ára gamall. Hann breytti staðnum úr einföldu gisti- húsi í rómaðan veitingastað, sem var tekinn inn í hin virtu samtök Relais & Chateaux. Árið 1981 fékk Blanc sína þriðju Michelinstjörnu og var jafnframt valinn kokkur ársins af Gault-Millau. Líkt og hjá svo mörgum öðrum frönskum kokkum þessa stundina er eldhúsið hjá Blanc skemmtileg blanda af hinu gamla og nýja. Það er ekki verið að spara rjóma og smjör en samt aldrei þannig að maturinn verði of þungur. Poulet de Bresse er fyrirferðar- mikil á matseðlinum enda Blanc formaður samtaka til að efla þann stofn. Froskalappirnar hjá honum eru einnig guðdómlegar! Annar kokkur, sem heldur matargerðarlist Búrgundarhér- aðs hátt á lofti, er Jean Crotet, sem rekur hótel- og veitingahúsið L’Hostellerie de Levernois rétt fyrir utan Beaune. Líkt og hjá Blanc er matargerðin hefðbundin þó Crotet taki fram að nútíma- legri áhrifa gæti einnig frá syni hans, sem lærði hjá Bocuse. Mic- lielin gefur Crotet tvær stjörnur. FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Prófkjör Sjálfstæðisfólks í Reykjavík 28. - 29. október Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin á Lækjartorgi Opin virka daga 16-22, laugardaga og sunnudaga 13 -19. Símar: 24908, 24912 og 24914. Stuðningsmenn (Hafnarstræti 20, 2. hæd.) Lára Margrét í © sætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.