Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR EINHVER misheppnaðasti og lélegasti kvikmynda- gerðarmaðurinn í Holly- wood fyrr og síðar hét Edw- ard J. Wood eða Ed Wood en þekktasta furðuverk hans er hrollvekjan „Plan 9 From Outer Space“ eða Áætlun 9 úr útgeimi. Hann stundaði kvikmyndagerð af mikilli ástríðu og sagt er að hann hafi haft jafnmikið sjálfsálit og framkvæmda- vilja og Orson Welles nema hann var vita hæfileikalaus. Hann er viðfangsefni nýj- ustu myndar undrabarnsins í Hollywood, Tims Burtons, sem heitir einfaldlega „Ed Wood“. Hún var frumsýnd um síðustu helgi vestra en verður sett í Evrópudreif- ingu í mars á næsta ári og kemur þá í Sambíóin. Yfirieitt fjalla stórmynd- imar um menn sem skara framúr á einhveiju sviði og því vekur það athygli nú að ráðist er í tugmilljóna doll- mmmmmmmmmm ara mynd um ein- hvern sem almennt er álitinn ger- samlega misheppn- aður. Ed var klæð- skiptingur og starfaði sem slíkur við sirkus áður en hann fór til Hollywood. Þar skrifaði hann, lék í og leikstýrði ýmsum vonlausum myndum þar til hann gerði eitt af „meistara- verkum" sínum, Gunni eða Gunna („Glen or Glenda“), sem fjallaði um þekktan klæðskipting með Ed í aðal- hlutverki. Hrollvekjuleikarinn mikli, Bela Lugosi, kom fram í myndinni en var þá tekinn að dala allverulega og orðinn morfínfíkill. Mikil vinátta Hver var þessi Edward Wood? Áætlun 9 úr útgeimi STÓRMYND um misheppnaðan leikstjóra; Burton leik- stýrir Depp og Juliet Landau í „Ed Wood“. eftir Arnold Indriðason skapaðist á milli þeirra tveggja, nafn Lugosis var enn nokkuð trygg fjárfesting, og Ed fékk honum myndir að leika í þótt ekki væru þær merkilegar. Ed notaði óskylt atriði með honum í „Plan 9“ þar sem hann lyktaði af blómi og tárfelldi og kynnti geim- vísindahrollvekjuna sem síð- ustu mynd hins mikla Lugosi en leikarinn lést áður en tök- ur hófust. Ed lést árið 1978, 54 ára gamall, gleymdur guði og mönnum. Handritið um Ed varð til hjá Scott Alexander og Larry Karaszewski, sem þekkja vel hörmulegar myndir því þeir skrifuðu einnig barnamynd- ina „Proplem Child". Handrit- ið komst til Tims Burtons, SEX danskar myndir; úr spennumyndinni Nætur- verðinum. Næturvörðurínn á danskrí hátíð sem varð yfír sig hrifinn og ákvað þegar að gera myndina en áhersla var aukin á sam- band Eds og Lugosis því Bur- ton hafði upplifað svipaða aðdáun á öðrum meistara hrollvekjuleiksins, Vincent Price. Burton hafði líka séð myndir Eds í æsku og hrifist af þeim. „Mér hefur alltaf fundist að ef einhver hefur sinn eigin stíl og eigin trú- festu þá sé myndin hans ekki vond,“ er haft eftir honum. Columbia-kvikmyndaverið neitaði honum um að kvik- mynda í svart/hvítu svo Bur- ton fór með myndina til Di- sneyfyrirtækisins sem gleypti við henni. Johnny Depp, sem Burton hafði unnið með áður, var fenginn í titilhlutverkið og þótti þægilegt að leika í kvenmannsfötum ef eitthvað var. „Það var alls ekkert skrýtið og raunar undarlega þægilegt-," er haft eftir hon- um. „Eina skiptið sem mér fannst það skrítið var þegar ég átti að vera fatafella.“ Með önnur hlutverk fara Sarah Jessica Parker, sem leikur aðalleikkonu Eds, Martin Landau, sem leikur Logosi, og Bill Murray, sem leikur klæðskipting í leikaraliði Eds. Vandamálið sem leikaramir stóðu frammi fyrir var ekki að leika eins vel og þeir gátu heldur þvert á móti eins ilia og mögulegt var. Sex danskar bíómyndir verða sýndar á danskri kvikmyndahátíð í Háskóla- bíói, sem hófst í gær og stendur í viku. Myndirnar eru allar nýjar og nýlegar, sú elsta er Evrópa eftir Lars von Trier frá árinu 1991. „Den russiske sanger- inde“ eða Rússneska söng- konan er eftir Morten Arnf- red og er spennumynd um danskan diplómat í Moskvu sem flækist í morðmál. Evr- ópa efitr Trier er með Jean Marc Barr og Barböru Sukowa í aðalhlutverkum og er pólitískur tryllir sem ger- ist í Þýskalandi eftirstríðsár- anna. „Kærlighedens smert- er“ eða Sárar ástir eftir Nils Malmros segir af tilvist- arkreppu ungrar stúlku sem er að verða fullorðin en myndin var sýnd hér á nor- rænni kvikmyndahátíð í fyrra. „Min fynske barn- dom“ eða Sinfónía æsku minnar er sönn saga tón- skáldsins Carls Nielsens (1865-1931) og er eftirErik Clausen. „Nattevagten" eða Næturvörðurinn segir af næturverði í líkhúsi sem grunar að hann sé notaður sem blóraböggull í morð- máli. Og sjötta myndin er „Sort höst“ eða Svart haust og er dramatísk ljölskyldu- saga frá aldamótunum eftir Anders Refn. MMyndin um Forrest Gump er orðin næst vin- sælasta mynd ársins í Bandaríkjunum en eftir sfðustu helgi höfðu selst miðar á hana fyrir um 270 milljónir dollara en teikni- myndin Konungur ljón- anna er mjög á svipuðum slóðum, munar nokkrum milljónum. Vinsælasta myndin um síðustu helgi var „The River Wild“ með Meryl Streep sem tók inn 10 milljónir dollara og „Time Cop“ Claude van Damme var í öðru sæti. MKnn ein „Star Trek“ mynd er komin í gagnið og heitir hún „Generations11 eða Kynslóðir. í henni er blandað saman starfsliðinu úr „Star Trek“ bíómyndun- um og liðínu í „Star Trek“ sjónvarpsþáttunum sem heita „Next Generation" eða Næsta kynslóð. Leon- FANGASAGA; Free- man og Robbins fara með aðalhlutverkin „The Shawshank Re- dempiton“. Eftirsótt fangamynd P. ■ ■■ Kings En af haustmyndunum í Bandaríkjunum er „The Shawshank Redempiton", fangamynd eftir Frank Dara- bont, sem bæði skrifar handrit- ið og leikstýrir, nokkuð sem hann hefur ekki gert áður. Rob H Reiner hjá ,:S' Castle Rock bauð honum tvær og hálfa millj- ón dollara fyrir hand- ritið en Darabont af- þakkaði og Castle Rock gaf honum leyfi til að sjá alfarið um myndina sjálfur. Hún er byggð á stuttri sögu eftir Steph- en King og er með Tim Robbins og Morgan Freeman í aðalhlutverkum og segir frá bankamanni sem dæmdur er í fangelsi fyrir morð þar sem hann vingast við lífstíðarfanga. IBIO Sífellt þarf að áminna þýðendur bíómynda um að vanda sig og gæta þess að ekki slæðist með fljótfæmisvillur sem valda hlátri og misskilningi. Þetta hefur margoft verið gert að umræðuefni þeirra sem um bíómyndir fjalia og þótt sumt sé vel gert af þýðendum er annað stundum mjög bagalegt og sumt fyrir neðan allar hellur. Sömu villumar koma fyrir aftur og aftur og lík- lega em áhorfendur hættir að kippa sér upp við þær. Algengast er að hann verði hún og öfugt í með- fömm þýðenda og orð og setningar eru rangt þýdd- ar svo merkingin týnist eða verður brosleg þegar síst skyldi. í sumum myndum gerist þetta ekki sem betur fer, í mörgum aðeins einu sinni en í alltof mörgum em villumar að skjóta upp kollinum alla myndina áhorfendum mjög til armæðu. 2.000 séð Alla heimsins morgna Alls höfðu um' 2.000 manns séð frönsku stórmyndina Alla heimsins morgna eftir síðustu helgi að sögn Tómasar Tómassonar hjá Regnboganum. Þá höfðu um 10.000 manns séð frönsku gaman- myndina Gestina, 9.000 sáu á endanum Flóttann og 1.500 manns höfðu séð Ljóta strák- inn Bubby. Næstu myndir Regnbog- ard Nimoy var boðið að leikstýra en hann vildi breyta handritinu og fékk það ekki. William Shatner leikur kaptein Kirk 'sem fyrr, en örlög hans munu ráðin í þessari væntanlega allra síðustu „Star Trek“ mynd. ■Paul Newman er ekki hættur að leika þótt aldur- inn færist yfírog hann verði æ sjaldséðari á tjaldinu. Nýjasta myndin hans heitir „Nobody’s Fool“ og er íeikstýrt af Robert Benton. Með önnur hlutverk fara Jessica heitin Tandy, Bruce WilHs og Melaine Griffith. Myndin segir af sextugum manni er forðast hefur að taka þátt í ijöl- skylduvafstri alla ævi en fær tækifæri til að breyta þvi. MHasarleikstjórinn John Badham hefur gert nýja mynd sem heitir „Drop Zone“ og er með Wesley Snipes og Gary Busey í aðalhiutverkum. Myndin segir af raunum lögreglu- manns sem fylgir glæpa- inanni um borð í flugvél sem hryðjuverkamenn ráðast á. MLeitað er að nýrri leik- konu í Ridley Scott-mynd- ina „Crisis in the Hot Zone“ eftir að Jodie Fost- er hætti við að leika aðal kvenhlutverkið. Koma Ge- ena Davis og Emma Thompson helst til greina en sá sem fer með aðalkarl- hlutverkið heitir sem fyrr Robert Redford. SÝND á næstunni; úr bandarísku gaman- myndinni „Airheads". ans eru bandaríska gaman- myndin „Bayby’s Day Out“ ásamt tveimur öðrum að vestan, „PCU“ og „Airhe- ads“, og áætlað er að frum- sýna Cannesverðlaunamynd Quentins Tarantinos, Sorp- rit eða „Pulp Fiction”, 4. nóvember. Þá munu vænt- anlegar myndirnar „Color of Night“ með Bruce Willis í aðalhlutverki og franska myndin „L’accompagn- atrice“ eftir Claude Miller, sem gerist í París á stríðsár- unum. Um jólin mun Regnbog- inn sýna geimvísindatryllinn „StarGate" með Kurt Russ- ell.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.