Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 B 25 Rætt um stöðu alþýðu- kvenna í Evr- ópu og þró- unarlöndum MENNINGAR- og friðarsam- tök íslenskra kvenna héldu 11. september sl. ráðstefnu að Rein á Akranesi. Efni ráðstefnunnar var staða alþýðukvenna á ís- landi, í Evrópu og í þróunar- löndum. Erindi fluttu Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir, um kjör kvenna í minnihiutahópum á norðurslóð- um, þ.e. sama og sígauna, Anna Ingólfsdóttir flutti erindið Er friðvænlegt í Evrópu?, Ingunn Anna Jónasdóttir sagði frá þró- unaraðstoð íslendinga við konur í Afríkuríkjum. Þá endurflutti Þórunn Magnúsdóttir erindi sem hún hafði verið með á Nordisk Forum í Finnlandi, um sögu og þróun verkakvenna- hreyfingar á íslandi og framtíð- arhorfur íslenskra verka- kvenna. Sama dag og á sama stað var haldinn félagsfundur MFÍK, sem tók til umræðu niðurstöður frá 11. þingi Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna (Women’s International Democratic Federation) sem haldið var í Frakklandi nýlega. Ný verslun í Skeifunni BLÁI geislinn heitir ný verslun sem hefur verið opnuð í Skeif- unni 7, kjallara. Verslunin selur ýmsar vörur til sjálfsræktar s.s. kristalla, „magical olíur“, tón- list o.fl. Einnig býður Pálína Ásgeirsdóttir upp á námskeið um notkun mismunandi hjálp- artækja til sjálfsþroska, t.d. tarot og kristalla. Verslunin er opin frá kl. 13-18. ■ í TILEFNI af skipun í embætti landsbókavarðar þann 1. október til næstu sex ára vill stjórn Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum óska nýskipuðum landsbókaverði, sem um árabil var formaður félagsins, velfarnaðar í starfi, segir í tilkynningu frá Félagi bókavarða í rannsóknarbóka- söfnum. „Stjómin fagnar því að loks skuli hilla undir opnun stærsta rannsóknarbókasafns á íslandi, þ.e. nýtt Landsbóka- safn íslands, Háskólabókasafn, sem tekur formlega til starfa hinn 1. desember á þessu ári. Allir, sem rannsóknir stunda á Islandi og einnig þeir sem koma til landsins í því skyni að stunda rannsóknir um ísland og íslensk málefni, hljóta að vænta mikils af hinu nýja safni. Megi það verða leiðandi afl á sviði upplýs- ingaöflunar og sú miðstöð rann- sókna og þekkingaröflunar sem slíkt safn á að vera. Til að safn- ið geti farið að gegna sínu víð- tæka hlutverki sem fyrst skipt- ir miklu að nú verði unnið af kappi við að skilgreina störf og stöður annarra starfsmanna hins nýja safns. Von stjómar FBR er sú að sameining Lands- bókasafns íslands og Háskóla- bókasafns í eina stofnun gangi farsællega fyrir sig þannig að allir megi vel við una.“ Sýntí M. x S, 7 og 9 Frá höfundi Home Alone-myndanna Aipne-mynaanv jýjjMJur Ótoroör_lB fl E_- fyrir alla f jdHafldiiia Blab allra landsmanna! kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.