Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 15
dúntekjan minnkaði um tvo þriðju, úr um 60 kílóum af hreinsuðum dún niður í 20 kíló. „Varpið virðist hafa náð sér furðulega í sumar miðað við tvö hin sumrin. Það er með ólíkindum," segir Kristinn. „I viðbót við mengunina voru hrakleg veður og það hefur mikið að segja. Sumarið nú var með afbrigðum gott, ég man varla blíðara og betra sum- ar. Það kom aldrei stórviðri, alltaf hæg- viðri og lítil úrkoma." Kollurnar þekkja Kristin og lofa honum að klappa sér, en hann segist ekki vera glöggur á að þekkja þær í sundur. Reki frá Rússlandi Rekinn hefur verið Strandamönnum góð búbót. „Maður vann rekann í staura og seldi, en það er tekið fyrir það. Nú er verið að byija að saga í byggingar- við. Pétur í Ófeigsfirði er að saga núna. Við slefuðum til Ingólfsfjarðar frá Dröngum og Ófeigsfirði rúmlega 300 trjám í sumar. Það var mest stórviður. Ég er nú ekki mikill viðarfræðingur, við kölluðum þetta bara rauðavið. Svo er líka í þessu greni eða fura.“ Kristinn telur að rekinn komi mest frá Síberíu. „Fram að 1935 kom mest rótar- viður, tré sem virtust hafa rifnað upp úr árbökkum eða slíku. Þá kom alveg gífurlegur viðarreki, þetta var allt end- aður viður og jafnframt rak töluvert af flöskuskeytum. Þau voru í glerpípum sem voru í rauðmáluðum trjábútum og reyndust vera frá Rússum sem höfðu sett þau út í Hvítahafinu til þess að rann- saka strauma. Það var beðið um að koma þessu í póst og þeir vildu vita bæði stað og stund þegar skeytið fannst. Þetta virt- ist hafa verið tvö til þrjú ár á leiðinni." KRISTINN á Dröngum geymir grásleppunet og svo- leiðis í hjallinum sínum í Seljanesi á Ströndum. Hann er hættur að leggja fyrir hrognkelsi, lætur strákana sína um það. Kristinn er á hverju sumri á Dröngum og í Seljanesi, nytjar þaræðar- varp og önnur landsins gæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.