Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig væriað vinnalín? „Hvernig væri að rækta lín?“ hét grein um línrækt- artilraunir á Hvanneyri sem birtist í Morgunblað- inu í ágúst 1993. Greinin virðist hafa vakið at- hygli því að töluvert hefur verið um fyrirspurnir varðandi línrækt á Hvanneyri í kjölfar birtingar hennar. Hugmyndin um línrækt hefur sem sagt fallið í góðan jarðveg og því tekur Þorgerður Ragnarsdóttir ásamt Jóhönnu Pálmadóttur hér þráðinn upp að nýju. INGIBJÖRG Styrgerður Haraldsdóttir á línakrinumn undir Eyjafjöllum. BLÓM ASKREYTING með línstráum frá Breiðholtsblómum. LÍNSTRÁ, þverskurðarmynd: 1. yfirhúð, 2. sáldvefur með trefjaríkum frumum, 3. trefjafruma, 4. viðaræðar, 5. stöngulhol UPPSKERAN komin í hús. Á myndinni eru frá vinstri, Guðbjörg Aðalheiður, Anna Aðalheiður, Ásgeir Þórarinn, Ingibjörg Styrgerður og Guðfinna ísold Tilraunir, sem gerðar hafa verið með línrækt hér á landi á þessari öld, hafa lofað góðu. Línið hefur sprottið vel, náð um það bil 60-80 sentimetra hæð, og vinnslupróf benda til að það sé nothæft, til dæmis í spuna, pappírsgerð og ymsa skrautmuni. Síðastliðið sum- ar bar lín sem Ingibjörg Styrgerð- ur Haraldsdóttir, veflistakona, ræktaði undir Eyjafjöllum full- þroska fræ, í fyrsta skipti svo vit- að sé hér á landi. Vöndur úr upp- skeru hennar er til sýnis í byggða- safninu í Skógum. Árangur Ingi- bjargar Styrgerðar bendir til að undir Eyjafjöllum séu ákjósanleg- ar aðstæður til ræktunar líns. Lín vex vel í röku lofti og nokkuð vindasömu veðri en ekki mjög köldu. Líni þarf að sá nokkuð snemma á vori eða strax og klaki fer úr jörðu. Það fer síðan eftir því hve snemma er hægt að sá og hversu vel viðrar hve fljótt lín- ið blómgast en yfirleitt gerist það ekki fyrr en síðla sumars. En þrátt fyrir árangur sem gefur ástæðu til bjartsýni virðist vera erfitt að koma línrækt á íslandi af tilrauna- stigi og vinna línvinnslu brautar- gengi. Ástæðurnar eru sjálfsagt marg- ar. í löndum litlu sunnar í álfunni er aldagömul hefð fyrir ræktur og vinnslu líns. Þar hafa öll nauð- synleg tæki og tól þróast í aldanna rás og þar er notagildi plöntunnar vel þekkt. Hér á landi lætur engan sig dreyma um línvinnslu í stórum stíl eins og t.d. í Austur-Evrópu. Nær er að ætla að vinnsla líns gæti þróast sem spennandi viðbót við hefðbundinn handiðnað, jafn- vel sem aukabúgrein í smáum stíl. Til að það geti orðið þarf að- stöðu, samastað fyrst og fremst, og handhægar vélar til að létta erfiðustu vinnslustigin. Þá er sér- staklega átt við þegar línið er brákað og þistað, þ.e. þegar verið er að bijóta og slá viðarkennda stöngla plöntunnar frá trefjunum sem sóst er eftir til spuna. Fyrir vinnslu þarf línið að vera skrauf- þurrt og húsnæði fyrir vinnsluna þarf því að vera hlýtt, þurrt og vel einangrað svo að mögulegt sé að þurrka línið nógu vel. Það geng- ur ekki að nota hvaða tilfallandi hjall sem er til vinnslu líns. í gamla daga var línið þurrkað í sérstökum kofum, sem kyntir voru við opinn eld. Svo duglega var kynt að stundum kviknaði í öllu saman. Magnús Óskarsson, tilrauna- stjóri matjurta á Hvanneyri, fór í heimsókn til Noregs síðastliðið vor og kynnti sér þar meðal annars línrækt. Samkvæmt upplýsingum hans kostar sérhannaður vél- búnaður til að vinna lín og und- irbúa fyrir spuna um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Ofan á þennan kostnað má síðan reikna með einhverjum kostnaði vegna húsnæðis. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið undanfarin ár og núna standa ýfir, t.d. á Hvanneyri og austur undir Eyjaijöllum, hafa verið unnar af fólki sem er knúið áfram af einskærum áhuga. Við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er Mæva Friðrún Sól- mundsdóttir, nemandi í búvísinda- deild að gera tilraunir með ræktun líns sem iðnaðarplöntu. Leiðbein- endur hennar eru kennarar við skólann. Aðrir hafa sjálfir lagt í té allt sem til þarf og fengið að geyma afraksturinn hjá vinum og vandamönnum við mismunandi aðstæður og þá sjaldnast þær sem hæfa líni best. Möguleikar Nú kann einhver að spyija af hveiju fólk er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu þegar ekkert bend- ir til þess að það fái uppskorið laun fyrir erfiði sitt. Því er til að svara að línafbrigðið Linum usitat- issimum eða „nytsamasta línið“ hefur, eins og nafnið bendir til, margþætt notagildi og er í raun alveg makalaus planta. Línfræin, öðru nafni hörfræ, verka vel gegn hægðatregðu. Úr fræjunum er einnig pressuð línolía sem notuð er í málningu, lökk og linole- umdúka. Hratið, sem eftir verður, er í útlöndum nýtt í fóðurkökur handa skepnum. Línþræðir eru notaðir til að spinna og vefa úr grófa og fína dúka í segl, físki- net, fatnað og listaverk. Lín er einnig gott að nota til að styrkja pappír í eggjabakka og fleira. Stráin má nota í skrautfléttur og vendi ýmiss konar. Reynslan af línrækt við íslensk- ar aðstæður hingað til bendir ekki til að hægt sé að reiða sig á að plantan beri fullþroska fræ. Því hefur meira verið einblínt á notk- unarmöguleika stráanna. Svolítið hefur verið reynt að spinna úr lín- inu en lín er yfírleitt spunnið fínt en með ójöfnum sem gjarnan þykja gefa þræðinum líf. Hjá fáeinum handavinnu- og veflistakonum er áhugi fyrir að reyna íslenskt lín í vefnaði, eitt sér eða með öðrum hráefnum, t.d. íslenskri ull. Samkvæmt upplýsingum Magn- úsar Óskarssonar fæst um 1 kg af línþræði úr 10 kg af óunnu líni. Það er tveggja manna verk að vinna 5 kg af líni á þann hátt. Fyrst þarf að bijóta (bráka) þurrk- uð línstráin og dusta (þista) kurlið frá trefjunum sem spunnið er úr. Síðan þarf að kemba trefjarnar þar til þær verða glansandi og silkimjúkar. Þá er loks hægt að hefjast handa við spunann. Þetta er mikil vinna og ekki að undra þó að spunnið og ofíð lín sé munað- arvara. Magnús segir að í Noregi sé töluverður áhugi fyrir líni vegna þess að það er umhverfisvænt. Línafgangar þykja betra tróð í húsgögn en plast m.a. vegna þess að við eldsvoða gefur línið ekki frá sér eitraðar gufur eins og gervi- efni úr olíu. Einnig er farið að framleiða bleiur úr líni vegna áróð- urs gegn pappírsbleium. Lín dreg- ur vel til sín raka, allt að 50% af þyngd sinni. í Svíþjóð þykir það áhugaverður kostur til notkunar í lök og sængurfatnað á sjúkrahús- um og hjúkrunarheimilum. Þegar hægt er að nota línið beint af akrinum, óunnið, er það ódýrt hráefni. Ingibjörg Styrgerð- ur fór með línstrá, sem hún hafði ræktað, í blómabúð og lét útbúa úr því skreytingu með blómum. Það leiddi til þess að blómabúðar- eigandinn pantaði hjá henni lín í blómaskreytingar. Á Hvanneyri var heimaræktað lín notað í handavinnukennslu í barnaskólanum síðastliðið haust. Börnin útbjuggu margvíslegt jóla- skraut, fléttur, kransa, óróa og aðrar skreytingar úr línstráum. Vakti verkefnið almenna ánægju og börnin nutu þess að handfjatla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.