Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Illiip l|i||| mmm ilili fll GRANT skipstjóri og börn hans er vinsæl og margútgefin spennusaga, þar sem börnin komast í margvíslegar hættur í leit að skipstjóranum. endurreisti aldrei framtíðarsöguna sína um hetjuskáldið Michel, sem verður heimilislaus umrenningur eftir þrautagöngu í leit að upp- lýstu samfélagi. Michel sonur Jules Vernes stakk óprentaða handritinu í níðþungan peningaskáp og sagnfræðingar slógu þyj föstu að handritið hefði eyðilagst í heimsstyijöldinni síð- ari. Þegar Jean, barnabarnabarn rithöfundarins, setti hús fjölskyld- unnar í Toulon í sölu 1989, hafði hann ekki hugmynd um hvað hann ætti að gera við þennan peninga- skáp, sem vóg heilt tonn. „Enginn vildi hann. Allir héldu að hann væri tómur og einskis nýtur. Skáp- urinn var læstur og lykillinn týnd- ur,“ sagði hann í viðtali við París- arblaðið Infomatin. Samt sem áður náði Jean Verne sér í lásasmið, sem tókst að opna eftir þriggja tíma basl. Þarna fundu þeir nokk- ur bréf, vasabók og rykugt hand- rit með nettri skrift Jules Vernes og úti á spássíunni skifuð hin niðr- andi ummæli útgefandans Hetzels. Verne-sérfræðingar staðfestu að þetta væri eftir hann. Eftir langa togstreitu og tilboðasamkeppni milli risaútgefendanna Hachette og Le Cherche Midi kom bókin út fyrir skömmu undir frumtitli höfundar — 131 ári eftir að hún var skrifuð. Þótt myndin sem Jules Verne dró upp af Parísarborg á því herr- ans ári 1963 sé kannski ekki hárnákvæm, hrekur hún gagnrýni útgefandans aldeilis til föðurhús- anna. Aldarfjórðungi áður en bíll- inn var fundinn upp lýsir höfund- urinn í smáatriðum umferðarhnút- unum á götum Parísarborgar. „Af öllum þessum fjölda farartækja sem snigluðust um breiðgöturnar, höfðu nær engin hesta fyrir. Þau hreyfðust fyrir ósýnilegu afli frá gasmótorum. Þau voru einföld og auðveld í meðförum. Okumaðurinn sat í sæti og notaði stýrishjól og fótstig til að breyta á augabragði hraða farartækisins." Verne lýsti upplyftu fjöldaflutn- ingatæki, sem gæti flutt þúsund farþega á 10 mínútna fresti, gengi fyrir þrýstilofti og rynni sjálfvirkt eftir teinum, í líkingu við einteina lestir nútímans. Hann nefnir líka 150 metra háan vita sem ber við himin Parísar og rís þar sem Effel- turninn var seinna byggður. Nöpur lýsing á 20. öldinni Sjálfum sér til hrellingar segir Verne fyrir um rafmagnsstólinn, sem ekki var fundinn upp í Banda- ríkjunum fyrr en 25 árum síðar. Hann skrifar: „Skelfileg sjón! Syngjandi verkamenn voru þegar farnir að reisa (áftöku)pallinn. Michel ætlaði að forða sér frá þessum stað, en hann datt ofan í opna holu. Þegar hann reis á fæt- ur blasti við honum rafmagnsmót- or. Þá skildi hann. Fólk var ekki lengur hálshöggvið. Það var tekið JULES Verne, franski rithöfundurinn sem sá fyrir 130 árum fyrir sér nútímann með allri sinni tækni, sem ekki var þá til, en sem napran og skuggalegan veruleika. Jules Verne forspár um tækni 20. aldar Týnd vísindaskáldsaga hans komin 1 leitirnar FRANSKI rithöfundurinn Jules Veme er líklega þekktastur á íslandi fyrir vísindaskáldsögu sína Leyndardómar Snæfellsjökuls, þar sem sögumað- ur og fylgdarfólk hans fer niður um gíginn í Snæfellsjökli, gegnum Móður Jörð og kemur upp um gíg á Ítalíu, enda benda allir leiðsögumenn erlendu ferðafólki á gíginn og jökulinn, þar sem þetta gerist. Þessa sígildu bók kannast flestir við, þótt skrifuð sé 1864. Eftir henni var gerð bandarísk kvikmynd og einnig eftir bókinni Um- hverfis jörðina á 80 dögum, annarri sígildri sögu hans, sem enn þann dag í dag er alltaf verið að gefa út og setja á svið. Nú er fundið handrit og komin út týnd saga eftir hann, þar sem hann sér fyrirsér öll „undur 20. aldar“, eins ogstundum er sagt, löngu áður en þau urðu til. Bókin hefur vakið gífurlega athygli og umtal víða um heim. Jules Verne var brautryðj- andi vísindaskáldsög- unnar og skrifaði ótal ævintýrasögur, þar sem hann, vegna þekkingar sinnar á náttúruvísind- um og af hugmynda- auðgi, sá fyrir margar tækninýjungar, svo sem kafbáta, sjónvarp og geimferðir, löngu áður en nokkrum vísindamanni datt slíkt í hug. Sá umferðaröngþveiti fyrir daga bílanna Á árinu 1863 ákvað Jules Verne að hvíla sig á ævintýrasögum og reyna fyrir sér á sviði spádóma. Hann beindi augunum eina öld fram í tímann — og hvað sá hann? Götur Parísarborgar þéttsetnar bílum. Hann sá fleira, flölsam- skiptakerfi, rafmagnsstólinn, jafn- vel faxvélina. Þessi leifursýn hans á heiminn eins og hann er í dag var nöpur og önug, lýsti samfé- Iagi, sem stjórnað var af skriffinn- um og filistínum, sem troða á sí- gildri menningu í atganginum við að ýá peninga, tækni og völd. Útgefandi Jules Verne, Pierre- Jules Hetzel, blaðaði í „París á 20. öldinni“ og ráðlagði þessum 35 ára gamla rithöfundi að fleygja handritinu í glatkistuna. „Þú lagðir í óframkvæmanlegt verk- efni og réðst ekki við það. Eng- inn mun nokkurn tíma trúa þessum spádómum þínum." Ju- les hlýddi og sneri sér aftur að því að setja saman ævintýra- sögur, sem hann var snillingur í. Þetta er árið áður en Leynd- ardómar Snæfellsjökuls kemur út. Hann hélt áfram að skrifa um 60 skáldsögur, þar á meðal Umhverfis jörðina á 80 dögum og Sæfarann, sem á frummálinu héitir „20 þúsund mílur undir yfir- borði sjávar", þar sem hann spann í sínum hugar- heimi slík undur sem kaf- bátarannsóknir og tungl- göngur geimfara. En Jules Verne

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.