Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 B 17 ÆL'WINMI MAl J(AI Y^IKKAAR Gullsmiðir! Óska eftir að komast á samning hjá gull- smið strax. Uppl. í síma 670004. Byggingafræðingur sem einnig er iðnmenntaður, óskar eftir starfi. Hef mikla reynslu af byggingastjórnun og hönnun, þar af tveggja ára reynslu með Autocad 12. Lysthafendur leggi inn nöfn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „B - 10768“. Ferðaskrifstofu- starf Traust og virt ferðaskrifstofa óskar að ráða starfskraft með reynslu til sölustarfa og far- seðlaútgáfu sem fyrst eða eftir samkomu- lagi. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Hálft starf kemur til greina. Umsókn með mynd og greinargóðum upplýs- ingum sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Snerpa - 95“ fyrir 15. október. Fiskiðnaðarfólk í boði er starf vinnslustjóra á frystitogara. Við leitum að manni 25-40 ára með próf frá Fiskvinnsluskólanum. Þarf að hafa reynslu af verkstjórn, þekkingu á framleiðslupakkningum sölusamtakanna, vera skipulagður og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Búseta á viðkomandi stað er skilyrði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni, opið kl. 10-12 og 14-16. Egill Guðni Jónsson Ráöningarþjónusta og ráögjöf Borgartúni 18 • 3. hæö • 105 Reykjavík • Slmi (91) - 61 66 61 EGJ oz Leitum að fólki til starfa við eftirfarandi: OZ-markaðssetning Hér vantar dugmikinn sölumann. Tölvuþekk- ing og góð tungumálakunnátta nauðsynleg en þekking á sjónvarpstækni æskileg. Starfs- svið er markaðssetning og sala á sérhæfðum hugbúnaði frá OZ erlendis. OZ-myndver Óskum eftir vönum og sjálfstæðum aðila til þess að taka að sér rekstur á nýju stafrænu myndveri. OZ-Silicon Graphic Leitum að kröftugum manni til að hafa um- sjón með kynningu og sölu á Silicon Graph- ics Unix vinnustöðvum. Kunnátta á Unix stý- rikerfum brýn nauðsyn. Gott er að viðkom- ándi hafi haldbæra kunnáttu á DTP/RIP/2D/3D tölvugrafíkvinnslu. OZ-þróun Leitum að manni með mikla þekkingu á forrit- un þríðvíðrar tölvugrafíkur, NURBS, stikaðri og fólginni framsetningu yfirborða, Ijósfræði og merkjafræði. Tengist þróunarverkefnum á þeim sviðum. Þarf helst að hafa reynslu af forritun fyrir Unix, bæði í C og Yacc & Lex. OZ-leikjaþróun Forritarar vanir rauntíma grafíkvinnslu og/eða notendaviðmótsgerð óskast til sam- starfs. Um er að ræða þróun á CD-ROM leikjatitlum, „Interactive Movies", VR leikja- þróun o.fl. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 17. október merktum samkv. ofan- greindum atriðum. Sölustarf Óskum eftir góðu sölufólki fyrir GULU BÓKINA 1995. Gerum kröfu um ástundun og nákvæmni. Um er að ræða bæði síma- og farandsölu. Miklir tekjumöguleikar. Verðum á skrifstofunni í dag, sunnudag, milli kl. 11 og 14.30 annars upplýsingar á mánudag í síma 689938. Meðmæla óskað. Lífog sagahf., Suðurlandsbraut 20. Arkitekt Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða arkitekt. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í arki- tektúr og hafa starfsreynslu á því sviði. Umsóknir með greinagóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 21. október nk. til starfsmannastjóra borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sem ásamt byggingarfulltrúa gefur upplýsingar um starfið. SOLUMAÐUR Útflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann. Starfssvið: 1. Tengsl við kaupendur erlendis. 2. Tengiliður milli framleiðenda og kaupenda. 3. Afla kaupenda, semja um verð og afhendingu o.fl.. Við leitum að manni með þekkingu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstök áhersla á saltfiskverkun og saltflsksölu. Góð enskukunnátta nauðsynleg, spænskukunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Sölumaður 372" fyrir 17. október n.k. Hagva Qgurhf C—^ Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Eitt ér sem au pair i Bandaríkjunum er ógleymanieg reynsla. Síðastliðin 4 ár hafa á fimmta hundrað íslensk ungmenni farið sem au pair á okkar vegum til Bandaríkjanna. Og ekki að ástæðulausu þar sem engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. Allarferðir jriar, ekki aðeins til og frá Bandaríkjunum heldur einnig Rafmagnsverk- fræðingur Traust deildaskipt fyrirtæki í borginni óskar að ráða rafmagnsverkfræðing til starfa. Æski- legt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: Umsjón og vinna með hermilíkön á tölvu af stórum reglunarkerfum, greining talnaupplýsinga um áreiðanleika í veitukerf- um og almenn áætlunargerð. Leitað er að rafmagnsverkfræðingi, helst með framhaldsmenntun og 2-5 ára starfs- reynslu. Góð þekking á tölvuvinnslu er nauðsynleg og þjálfun í skipulegri framsetningu. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 15. okt. nk. GuðntTónsson RAÐCjOF RAÐN I NCARNON USTA T1ARNARGÖTU 14. 101 REYKjAVÍK, SÍMl 62 13 22 Leiðbeinandi í bflgreinum Hefur þú þekkingu og reynslu af rafmagns- og rafeindatækni bíla? Langar þig að takast á við skemmtilegt starf sem jafnframt er krefjandi? Fræðslumiðstöð bílgreina leitar nú að hæfum einstaklingi til að hafa umsjón með og kenna á eftirmenntunarnámskeiðum fyrir iðnaðar- menn í bílgreinum, aðallega bifvélavirkjum. Meðal verkefna eru: • Gerð námskeiðsáætlana. • Almennur undirbúningur námskeiða. • Framleiðsla nýrra námskeiða. • Kennsla. Leitað er að einstaklingi sem getur haft frum- kvæði á svið rafmagns- og rafeindatækni auk þess að: • Hafa góða íslenskukunnáttu. • Hafa gott vald á ensku og einu Norður- landamáli (lesa). • Hafa góða framkomu. Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og starfsreynslu ásamt persónuupplýsingum til FMB, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, í síðasta lagi 14. október nk. Frekari upplýsingar veitir Jón Garðar hjá FMB í síma 813011. Fræðslumiðstöð bílgreina er samstarfsverkefni menntamálaráðherra og aðila atvinnulífsins um fræðslu í bílgreinum. innan þeirra. Auk þess greiðir gistifjöl- skyldan fyrir námskeið. Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára og langar til Bandaríkjanna sem au pair hafðu þá ^ samband eða líttu inn og við veitum þér allar nánari upplýsingar. Við erum að bóka í brottfarir 1995 í janúar, febrúar, mars og apriL AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA26 101 REYKJAVlK SlMI 91-62 2362 FAX91-62 96 62 SAMSTARFSFYRITÆKI MENNINGARSKIPTASAMTAKANNA WORLD LEARNING INC. / AuPAIR HOMESTAY SEM STOFNUÐ VORU ÁRIÐ 1932 . SAMTÖKIN ERU EKKI REKIN I HAGNAÐARSKYNI OG STARFA MEÐ LEYFI BANDARlSKRA STJÓRNVALDA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.