Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994. B 13 nýtt hráefni og laga það að hug- myndum sínum. Bent skal á að ef beygja á stráin í skreytingar er nauðsynlegt að vinna úr líninu strax á haustin þegar nýbúið er að rykkja því úr jörðinni, áður en það er þurrkað. Línið heldur sínum ferska, græna lit í um það bil eitt ár í skugga. Eggjabakkaframleiðendur pönt- uðu eitt tonn af óunnu líni hjá Mævu Friðrúnu til að styrkja með pappann í framleiðslu sína. í sæmilegu árferði má reikna með að eitt tonn af óunnu líni fáist af ræktunarreit sem er 500-800 fer- metrar að stærð. Tilraunareiturinn á Hvanneyri var hins vegar aðeins 210 fermetrar. Hér hefur verið bent á nokkra notkunarmöguleika líns á íslandi. Sjálfsagt er hægt að fínna miklu fleiri ef skilyrði væru sköpuð til frekari vinnslu og nýtingar þess. Til þess skortir fé til fram- kvæmda, fyrst og fremst til að koma upp aðstöðu, eins og áður segir. Þetta má gera á hagkvæm- an hátt. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að ef hægt væri að kaupa þau tæki sem til þarf og koma fyrir á hentugum stað gætu þeir sem áhuga hafa leigt aðstöðu og tæki tímabundið til að vinna sitt lín. Framtíðin Á þessari öld hafa nokkrir ein- staklingar ræktað lín hér á landi, oftast af einskærum áhuga án nokkurra opinberra styrkja eða fyrirgreiðslna. Reyndar stóðu for- setahjónin Sveinn og Georgía Björnsson fyrir línræktartilraun- um á Bessastöðum á árunum 1945-1947. Mun línræktin aðal- lega hafa verið áhugamál frú Ge- orgíu og fékk hún frú Rakel P. Þorleifsson, sem ræktaði lín við heimili sitt í Blátúni við Kapla- skjólsveg í Reykjavík, til að sjá um akurinn fyrir sig. Vísbendingar um línrækt á íslandi fyrr á öldum gefa fornminjar, línfijó í jarðlög- um, skráðar heimildir og fáein örnefni. Tilraunir með ræktun líns í seinni tíð hafa sýnt að lín getur vel þrifíst hér. Þeir fáu sem núna stunda línrækt sjá þar möguleika á aukabúgrein á íslandi. Nú þegar kreppir að íslenskum landbúnaði hljóta nýir möguleikar að eiga upp á pallborðið. Frumtil- raunir með línrækt gefa ástæðu til bjartsýni og sorglegt væri ef þær lognuðust út af eina ferðina enn. Nú þarf hins vegar meira en áhuga til að halda áfram og skapa grundvöll fyrir frekari tilraunir, ræktun og vinnslu. Næsta skref er kostnaðarsamara en hin fyrri og erfiðlega hefur gengið að fá styrki til að taka það. Það er und- arlegt því annað eins hefur nú verið styrkt á íslandi. Hvað er styrkur upp á eina og hálfa milljón fyrir línvinnslu í samanburði við alla milljarðina sem fóru í laxeld- ið? Það reiknar enginn með því að hægt sé að græða mikið á líni en það mun heldur enginn tapa stórt á því að veija til þess fé. Og það verður að teljast ótvíræður kostur. Landsmótid „Ull í fat“ er spuna- og lirjöna- kcppni milli linndvcrkshópa frA Þingborg annars vcgar og Ullarselsins á Hvanneyri hins vcgar, sem haldið verður á tilraunabú- inu Stóra-Ármóti í grcnnd við Sclfoss 14. okt. nk. Það hcfst kl. 11 og stendur fram cftir dcgi. Þar mun Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir koma og kynna linvinnslu. Þorgerður er ritsijóri Tínmrits Ujúkrurmrtræðingu ogPúlsins, fréttablaðs Ríkisspítala. Hún skrifaði greinina „Hvernig væri að rækta lín ?“ sem birtist i Morgunbiaðinu 8. ágúst 1993. Jóhanna Pálmadóttir er verkefnisstjóri Uliarselsins á Hvanneyri og kennir ullariðn við Bændaskólann þar. Hún, ásamt Magnúsi Óskarssyni, tilraunastjóra maijurtaræktunar á Hvanneyri, stóðu fyrir tilraun með línrækt á Hvanncyri árið 1992. Árið 1993 tók Mæva Friðrún Sólmundsóttir, nemandi við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, við verkefninu. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 14. OKT. Þú geturgreitt miðann þinn með greiðslukorti (D SÍMI 813947 BBI - kjarni málsim! 49.733,- BÆJARHRAUNI 8. HAFNARFIROI. SlMI 651499 TIL AFGREIÐSLU STRAX! GÓÐ GREIÐSLUKJÖR 681000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.