Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 24

Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 24
24 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Rámur eins og hrafn Sigurmundur Einarsson hefur fengið sjald- gæfan, ólæknanlegan sjúkdóm sem lýsir sér í stöðugum rámleika. Guðrún Guðlaugsdótt- ir ræddi við hann um líðan hans og horfur. að er óskemmtileg tilhugsun að vakna einn morguninn rámur eins og hrafn og og eiga eftir að vera þannig langa ævi ef ekkert er að gert. Þetta henti Sigurmund Einarsson bankastarfs- mann í Vestmannaeyjum. „Það eru þrír mánuðir síðan ég varð svona rámur,“ segir Sigurmundur þegar blaðamaður Morgunblaðsins innir hann nánar eftir málsatvikum. „Ég hélt fyrst að þetta væri kvef en þetta batnaði ekki svo ég áttaði mig loks á því að eitthvað allt ann- að var á seyði. Ég er jafn rámur þegar ég geng til hvílu á kvöldin eins og ég er þegar ég vakna á morgnana." Það er sagt að Drottinn leggi líkn með þraut, í tilviki Sigurmundar má segja að svo sé. Hann getur sem sé sungið við raust þó talröddin sé ekki lengur eins og hún ætti að vera. „Ég hef sungið gospeltónlist í tuttugu ár og er þakklátur fyrir það að hafa haldið söngröddinni, það er allt í fína lagi með hana.“ Þessi viðvarandi rámleiki hefur ekki mælst vel fyrir hjá viðskipta- vinum bankans sem Sigurmundur vinnur hjá. „Það vita allir í Eyjum að ég hef alltaf verið bindindismað- ur, en eftir að ég varð svona rámur fóru að renna tvær grímur á ýmsa sem áttu skipti við mig, sumir gerð- ust jafnvel svo tungulangir að hafa við orð að ég væri líklega alltaf orðinn fullur í vinnunni. En ég er nákvæmlega jafn bindindissamur og ég var, röddin bregst mér bara öðru hvoru, auk þess sem hún er svona rám. Þetta er ekki síst óþægi- legt þegar ég ræði við fólk í síma.“ Hve Iangt skyldi vera síðan það uppgötvaðist hvað væri að Sigur- mundi? „Það er svona mánuður síð- an ég var sjúkdómsgreindur. Ég var sendur til háls-, nef- og eyrna- læknis. Hann velti vöngum yfir hvað þetta gæti verið og setti mig á lyf í tíu daga. Hann taldi að þetta væru bólgur í raddböndunum. Svo virkaði iyfið ekki og ég fór þá til annars læknis, þessi sjúkdómur, raddbandakrampi, hafði verið sett- ur inn í myndina og seinni læknir- inn staðfesti þá sjúkdómsgreiningu. Hvað skyldi vera til ráða í svona sjúkdómstilfelli? „Raddþjálfun get- ur lagað þetta meðan hún stendur yfir en hún þarf að vera stöðug svo ekki er talið að hún sé nógu góður kostur. Svo er til eitur sem hægt er sprauta í viðkomandi vöðva og lamar hann tímabundið, frá 2 og upp í 9 mánuði. Meðan eitrið verk- ar nær röddin eðlilegri sveiflu en um leið og áhrifin dvína sækir aftur í sama farið. Það er því ekki hægt að laga þetta til langframa, þetta er viðvarandi krampi. Við þetta verður maður að læra að lifa. Skyldu margir vera með þennan sjúkdóm? „Hann er mjög sjaldgæf- ur. Sumir hafa sjálfsagt verið með hann en ekki verið rétt sjúkdóms- greindir. Það er huggun harmi gegn að þetta er ekki sárt og þessu fylg- ir engin köfnunartilfinning. Það er bara pirrandi að hafa svona leiðin- lega ráma rödd. En ég má gæta mín að láta þetta ekki ergja mig of mikið því ég er heldur verri ef ég verð æstur eða reiður. Þessi sjúk- dómur nær hámarki á tveimur árum og enginn veit af hveiju hann staf- ar. Hitt er víst að hann er ekki smitandi. Þetta er víst eitthvað tengt taugakerfinu. Ég veit um eina konu sem er með þetta, hún er núna úti í Bandaríkjunum til þess að fá þessa eitursprautu sem ég nefndi fyrr. Ef margir bætast í hóp okkar raddbandakrampasjúlinga þá verður þjálfaður sérstaklega maður til þess að sprauta okkur, en núna er enginn sem gerir slíkt hér. Ég býst því alveg eins við að þurfa að fara út til Bandaríkjanna til þess að láta sprauta eitrinu í hálsinn á mér. Það er víst mikið vandaverk því eitrið er mjög sterkt og þarf að hitta nákvæmlega á svæðið. Ég læt eigi að síður hiklaust sprauta mig ef það verður niðurstaða lækna að slíkt sé skásta lausnin. Spastísk dysphónía/ raddbandakrampi í grein sem Bryndís Guðmunds- dóttir birti í Talfræðingnum segir m.a. um fyrrnefndan sjúkdóm: „Raddböndin herpast saman svo raddmyndun verður áreynsla og röddin oft þvinguð fram eins og viðkomandi hafi verið tekinn háls- taki. Röddin getur verið skjálfta- kennd eða loftkennd. Einkenni geta batnað eða horfið við geispa, hlát- ur, söng eða slökun. Þá geta ein- kenni versnað við ákveðnar aðstæð- ur, s.s. að tala í síma eða við tilfinn- ingalega spennu. Þess ber þó að geta að spenna eða stress er ekki orsökin fýrir SD.“ Ennfremur segir í grein Bryndís- ar: „Sjúklingar sem fá SD eru oft- ast á aldrinum 40-50 ára þegar sjúkdómseinkenni byrja. Einkennin eru hægfara í bytjun en halda áfram að versna og hafa yfirleitt náð hámarki u.þ.b. tveimur árum eftir að fyrstu einkenni komu fram. Hjá sumum sjúklingum leikur grun- ur á að um arfgengi geti verið að ræða því einkenni sem svipa til dystoníu hafa komið fram hjá öðr- um ættingjum.“ í umræddri grein er einnig sagt að í flestum tilvikum sé orsök SD ekki þekkt. Komið geta fram svipaðir krampar í öðrum vöðvum, svo sem í kringum augn- lok. Kramparnir geta orðið það tíð- ir að sjúklingur eigi erfitt með að sjá þó að augun sjálf og sjón séu í lagi. Bryndis getur þess að fjórum sjúklingum með SD hafi verið vísað til hennar síðustu fimm ár. „Þar af hefur einn sjúklingur farið tví- vegis til Bandaríkjanna í botulinum toxin sprautun með mjög góðum árangri." I grein Bryndísar kemur einnig fram að hliðarverkanir geti lýst sér þannig að fyrst á eftir sprautun sé röddin mjúk og loft- kennd. Einnig geti verið erfiðleikar með kyngingu í byijun en flestir sjúklingar noti rör til að drekka vökva og kyngingarörðugleikarnir hverfi. - kjarni málsins! Norræna ráðherranefndin auglýsir stöður yfirmanna á upplýsingaskrifstofum sínum í Eystrasaltsríkjunum og Pétursborg lausar til umsóknar. Frá 1991 hafa upplýsingaskrifstofurnar í Eystrasalts- ríkjunum verið starfandi til að efla samnorrænt átak á þessu svæði. Norrænu upplýsingaskrifstofurnar eru mik- ilvægur þáttur í samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltsríkin. Vorið 1995 verður opnuð ný upp- lýsingaskrifstofa á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Pétursborg. Starfsemi hennar er liður í samstarfsáætlun ráðherranefndarinnar varðandi grannsvæði í Rússlandi. Forstöðumenn upplýsingaskrifstofanna í Tallinn, Riga og Vilnius. Forstöðumönnunum er ætlað að þróa samstarf Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna. í því felst m.a. upplýsinga- þjónusta um Norðurlönd og norræn málefni, starf að auknum tengslum milli norrænna samstarfsaðila og stot- nana við baltneska aðila á sama sviði og kynning á norænni menningu. Stjórnsýsla og skýrslugerð fylgja starfinu. Forstöðumaður skrifstofunnar í Pétursborg. Forstöðumaðurinn mun sjá um uppbyggingu upplýsin- gaskrifstofunnar. Helsta hlutverk skrifstofunnar verður að að samræma norræn styrkjakerfi á þessu svæði, að veita upplýsingar um Norðurlönd og norrænt samstarf og taka þátt í menningarsamskiptum Rússa og Norðurlandabúa. Sérstök áhersla er lögð á að umsækjandinn hafi hald- góða reynslu af stjórnunarstörfum. Upplýsingar um stöðurnar: Krafist er háskólamenntunar og reynslu og þekkingu á menningar- og menntamálum. Þá telst þekking á þjóð- félagsmálum, iðnaði og efnahagsmálum til tekna. Umsækjandi þarf að hafa hæfileika til að miðla sambönd- um, annast stjórnunarstörf og geta fylgt eftir verkefnum í samræmi við markmið þeirra og fjárlagaramma. Umsækjandinn þarf helst að þekkja til aðstæðna í því landi sem skrifstofan er staðsett. Auk rússnesku þarf um- sækjandinn að tala þá tungu, sem töluð er í viðkomandi Eystrasaltsríki. Góð skrifleg og munnleg kunnátta í dön- sku, norsku eða sænsku er forsenda fyrir ráðningu. Kunnátta í finnsku og öðrum Evróputungum telst til tekna. Þá er æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á norrænu samstarfi. Forstöðumennirnir heyra undir embætti framkvæm- dastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Ráðningin er tímabundin til tveggja ára, með möguleikum á tveggja ára framlengingu. Skrifstofa norrænu ráðherranefndarinnar vill stuðla að jafnri kynjaskiptingu og hvetur því bæði karla og konur að sækja um störfin. Umsókn Nánari skriflegar upplýsingar um ofannefndar stöður og umsóknareyðublöð má panta hjá: Nordisk Ministerrúd, Box 3035, DK-1021 Kbenhavn K, eða í bréfsíma 90 45-33 96 02 02 eða 90 45-33 96 0216. Þar eru gefin upp nöfn á fólki sem getur sagt nánar frá hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur rennur út 28. október 1994.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.